Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 GYLFI Þ. GISLASON: Tekjuskattur Launamannaskattur Undanfarið hefur Sveinn Jónsson aðstoöarbankastjóri skrifað athyglisverðar greinar um skattamál í Morgunblaðið. Kjarni þeirra hefur verið, að miðað við íslenzkar aðstæður sé tekjuskattsheimta orðin rang- látt skattform. Tekjuskatturinn sé orðinn fyrst og fremst launamannaskattur. Stig- hækkun skattsins nái ekki upphaflegum tilgangi, sé orðin of mikil og ranglát. Dr. Jónas Bjarnason, formaður Bandalags háskólamanna, hefur verið tais- maður sömu sjónarmiða. Sá, sem þetta ritar, er algjör- lega sammála meginatriðunum í röksemdafærslu þeirra Sveins Og Jónasar. Hins vegar hef ég saknað þess að ekki skuli hafa verið að því vikið, að hér er ekki um ný sjónarmið að ræða. Auðvitað hvarflar ekki að mér, að mönnum sem eru jafnvel heima í þessum efnum og þeir Sveinn og Jónas, sé ekki ljóst, að hér er ekki um nýjar hugmyndir að ræða. Ymsir, sem lesa greinar þeirra, kunna hins vegar að halda, að svo sé. Þeirra vegna eru þessar línur ritaðar. Á undanförnum þingum hefur þingflokkur Alþýðuflokksins margflutt tillögur um lækkun og jafnve) afnám tekjuskatts af launatekjum. Þingflokkurinn flutti siíkar tillögur 1973, 1975 og 1976. Ég var fyrsti flutnings- maður allra þessara tillagna og mælti þess vegna fyrir þeim. Á 36. flokksþingi Alþýðuflokksins, sem haldið var í nóvember 1975, var og gerð ýtarleg áJyktun um skattamál, þar sem sú stefna var mörkuð, að horfið skuli frá því að innheimta tekjuskatt til ríkisins af tekjum launþega 0f< að tekið verði að greina milli atvinnurekstrar einstaklinga og einkabúskapar þeirra. Var til- löguflutningur þingflokksins á þinginu 1975 byggður á þessari ályktun flokksþingsins. Greinargerð fyrstu tillögunn- ar, sem þingflokkur Alþýðu- flokksins flutti um skattamál, árið 1973, hefst með þessum orðum: „I tillögu þessari eru settar fram hugmyndir um gagngera breytingu skattkerfisins á íslandi. Kjarni tillagnanna er sá, að horfið skuli frá því, að meginþorri einstaklinga greiði tekjuskatt til ríkisins af tekjum sínum, heldur greiði gjöld sín til hins opinbera í staðinn í formi óbeins skatts, virðisaukaskatts. Þeim, sem hafa mjög háar tekjur, er þó ætlað að greiða áfram stig- hækkandi tekjuskatt, og sömuleiðis er ráð fyrir því gert, að áfram verði greiddur stighækkandi tekjuskattur af hagnaði af atvinnurekstri . .. Meginástæða þess, að þing- menn Alþýðuflokksins setja nú fram víðtækar tillögur um nýtt skattkerfi, er sú, að byrði beinna skatta er orðin óbæri- lega þung og álagning þeirra er að mörgu leyti mjög rang- lát. Alagningarkerfið er orðin óeðlilega flókið og veitir skilyrði til margháttaðra undanbragða undan réttlátri skattgreiðslu, bæði löglegra og ólöglegra. Hlutfall tekju- skatts af tekjum er orðið svo hátt, að almennir launþegar eru farnir að greiða frá þriðjungi og allt að helmingi tekna sinna í beina skatta. Þessi óhóflega skattheimta er í mörgum tilfellum orðin og verður í æ fleirum fjötur á framtakssemi og vinnuvilja og er því beinlínis orðin hemill á heilbrigðan og eðliiegan vöxt þjóðartekna. Gallar mjög víðtæks og flókins tekjuskattkerfis með mjög háum skattstigum eru ekki aðeinsorðnir vandamál á Islandi, heldur einnig í nálæg- um löndum, þar sem um er að ræða víðtæka og vaxandi gagnrýni á slíka skattheimtu. Þegar vitað er, að um eða yfir helmingur viðbótartekna fer til greiðslu tekjuskatts, getur ekki hjá því farið, að það hafi áhrif á allt viðhorf manna til tekjuöflunar, að ekki sé talað um þýðingu þess við hvers konar, kjarasamninga, Þegar stighækkandi tekjuskattur SN „ýrrw íifciMtJörn«_ fl- \S» '^5œ J0* _"!*_ „Vióbrögóín hafa sannfært mig um, að fyrir löngu var tímabært að reifa þessi mál" -s,-«tr Sv.inn Jnnssiin um tinbriiunl, scm jínin Imns í Mhl. nm skailnmiil hifur hl„tin _Því er ekki aft Iteí'- aA vinltriitrn var upphaflega lögfestur, bæði hér og annars staðar, var hann eitt helzta tækið, sem fyrir hendi var til þess að jafna tekjur. Síðan hafa fjöl- margir aðrir möguieikar kom- ið til skjalanna til þess að ná tekjujöfnunarmarkinu, fyrst og fremst almannatrygginga- kerfi, en einnig ókeypis og ódýr þjónusta af hálfu hins opinbera á fjölmörgum svið- um, einkum á sviði heil- brigðismála og skólamála, og enn fremur margs konar niðurgreiðslur á neyzluvörum almennings. Er óhætt að fullyrða, að álagning stig- hækkandi tekjuskatta hafi minni áhrif til tekjujöfnunar hér á iandi en almannatrygg- ingakerfið, ókeypis mennt- unarskilyrði og niðurgreiðsl- ur. Hins vegar er tekjuskatts- kerfið orðið lamandi afl í þjóðfélaginu. Auk þess er það ranglátt, þar eð reynsla hefur sýnt, að fjölmargir aðilar koma sér undan að greiða þá skatta, sem þeim ber sam- kvæmt kerfinu, bæði með því að hagnýta heimildir laganna til frádráttar, svo sem vaxta- frádráttar, með vafasömum hætti, og með beinum undan- drætti tekna." Þegar fyrrverandi fjármála- ráðherra lagði fram frumvarpið að gildandi skattalögum á síð- asta þingi, talaði ég fyrir hönd þingflokksins við fyrstu um- ræðu. Þar gerði ég enn grein fyrir þessari stefnu Alþýðu- flokksins og sagði m.a.: „Rökin fyrir því að taka upp og viðhalda tekjuskatti hafa sem kunnugt er fyrst og fremst verið þau, að það sé eðlilegt, að menn greiði til sameiginlegra þarfa af tekj- um sínum, það eigi bæði atvinnurekendur og ein- staklingar að gera, og menn greiði stighækkandi tekjuskatt... vegna þess að í stighækkun tekjuskatts felist félagslega réttlát og nauðsyn- leg tekjujöfnun. Þessi rök höfðu fullt gildi meðan tekju- skattur var meginhluti af tekjum ríkissjóðs ... En þau hafa misst gildi sitt smám saman eftir því sem þýðing tekjuskatts fyrir tekjuöflun ríkissjóðs hefur minnkað, og þýðing þessara raka er sára- lítil orðin, þegar svo er komið, að tekjuskatturinn er ekki nema rúmlega \0% af tekju- öflun ríkissjóðs, eins og hér á sér stað ... Til viðbótar þessu hefur sú þróun gerzt, að hér var áður fyrr og víða annars staðar stighækkandi tekjuút- svar. En hér hafa öll tekju- jafnandi áhrif verið afnumin að því er snertir greiðslu af tekjum atvinnurekstrar til sveitarfélaga. Svo sem kunn- ugt er greiða félög núna ekki tekjuútsvar til sveitarsjóðs, heldur aðstöðugjald, sem er veltuskattur. Og nú í nokkur ár hefur tekjuútsvar ein- staklinga ekki verið stighækk- andi, heldur er nú orðið flatur brúttóskattur, 10—11% af brúttótekjum án tillits til þess, að hve háar þær eru." Ennfremur sagði ég: „Meginrök fyrir afnámi tekjuskatts af venjulegum launatekjum eru þó ekki þau, að í raun og veru, skiptir tekjuskatturinn litlu máli fyrir ríkissjóð. Meginrökin eru fólgin í hinu, að tekju- skatturinn er orðinn launa- mannaskattur. Hann er orð- inn skattur svo að segja eingöngu á launþega." í tilefni af þeim umræðum, sem nú fara fram um skattamál, þykir mér rétt, að það komi fram, sem hér hefur verið greint frá. EFTIRFARANDI pistil sendi okkur Hólmfríður Jónsdóttir. veiöivörður við urriðasvæðiö í Laxá í Þingeyjarsýslu. Veiði er nýlokið á því svæði í Laxá, sem nær frá Mývatni og niður að virkjun. Svæðið skipt- ist í tvennt og er á því stærra veitt á 18 stangir og því styttra 14 stangir. Hér er eingöngu um fluguveiði að ræða. Á stærra svæðinu veiddust 2000 silungar- en 600 á því minna. Þetta er svipuð heildarveiði og í fyrra, en þó heldur betri ef grant er skoðað, því að í fyrra var lágmarksstærð fisks sem mátti hirða 35 sentimetrar og þá mátti veiða 12 slíka fiska á dag, en í sumar var lágmarksstærð- in 40 sentimetrar og veiða mátti 8 fiska á dag. Stærsti urriðinn í sumar var 7 pundari, en áður hafa veiðst þarna fiskar allt upp í 11 pund." Vinsælustu flugurnar eru stór- ar og skrautlegar „streamer" flugur, sem heita Þingeyingur og Hólmfríður. Að sögn Hólm- fríðar er Hólmfríður sérlega skrautleg. Það var kalt framan af veiðitímanum og sá fiskur er þá veiddist var magur. Júlí var góður og einnig ágúst, ef frá er taiið miðbik hans, þegar vart sást í ána fyrir slýi. Dagana 16. og 17. september var Kolbeinn Grímsson við annan mann að veiða í klak og fengu þeir félagar 30 silunga. Vildi Hólmfríður koma á fram- færi þakklæti til þeirra félaga fyrir framtakið. Megrun Barrys endaði illa... Ijtndon 2.1. sopt. Keutrr. ÞAÐ KOM heldur betur aftur- kippur í gleðina hjá fitu- hlunknum Barry Read. sem haíði verið í óða önn að megra sig til að geðjast ciginkonu sinni. Margaret. Hann hafði losað sig við 120 kg af þeim 222 sem hann hafði vegið og hafði hann gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi þar sem þarmar hans voru styttir og kostaði þetta um 600 sterl- ingspund. „Mér fannst ég eins og nýr maður. En svo fór ég að verða svo þreyttur og slappur og ekki vera alveg með sjálfum mér." Og eiginkonan, sem hafði komið öllu af stað, fékk hið mesta ofnæmi fyrir þessu nýja útliti eiginmannsins og hljópst að lokum að heiman. „Þú varst betri meðan þú varst feitur," sagði hún við hinn hugsjúka og granna eiginmann sinn í kveðjuskyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.