Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Japönum boðið upp á íslandsferðir Eru á dagskrá einnar stærstu ferðaskrifstofu Japans EIN stærsta ferðaskrifstofa Jap- ans, Jalpak hefur tekið íslands- ferðir á dagskrá hjá sér fyrir næstu tvö árin og má í framhaldi af því búast við auknum straumi japanskra ferðamanna hingað til lands. Ferðamálaráð hefur m.a. unnið að þessu máli og fór Heimir Ilannesson lögfræðingur, formað- ur ferðamálaráðs, í þessu skyni til Japans í s.l. mánuði. Heimir Hannesson sagði að upphaf þessa máls hefði verið það að japönsk sendinefnd kom til íslahds s.l. sumar á vegum ferða- 'UlhjStc>a»íMyb*8 Forsíða kynningarbæklings frá Jalpak. málaráðs og Flugleiða. Var hún frá japanska flugfélaginu Japan Airlines og ferðaskrifstofunnar Jalpak en hún er að hluta í eigu japanska flugfélagsins. Áttu Japanirnir viðræður við Islend- inga um ferðamál en þeir höfðu áhuga á því að setja Islands- og Grænlandsferðir inn á áætlun Jalpak. Framhaldsviðræður fóru fram í Tokyo í s.l. mánuði og fór Heimir þangað í þeirra boði. Þeir tóku þá ákvörðun að setja Island og Grænland inn á ferðaáætlun fyrir árin 1979 og 1980. „Fyrst um sinn verða þessar ferðir kynntar sérstökum viðskiptavinum ferðaskrifstofunn- ar, eins konar ferðaklúbbi sem í eru tugir þúsunda meðlima, „sagði Heimir. „Væntanlega fer þessi starfsemi rólega af stað enda okkar vilji að svo sé, en ef að líkum lætur fjölgar þeim Japönum sem hingað koma sem ferðamenn á næstu árum, því að Japanir eru miklir ferðalangar og má í því sambandi nefna að s.l. ár fóru um 400 þúsund Japanir í ferðalög til Evrópu." Heimir sagði að í tengslum við þetta hefðu japanskir kvikmynda- tökumenn komið til íslands s.l. sumar og tekið hér kvikmyndir. I framhaldi af því verða sýndar tvær myndir frá Islandi í einni þekktustu sjónvarpsstöð Japans. Þá samdi Heimir um það að japanska ríkissjónvarpið tæki til sýningar nýja íslandskvikmynd, sem gerð var af ferðamálaráði og Flugleiðum í sameiningu. Enn- fremur voru gerðar ráðstafanir til þess að fleiri myndir yrðu sýndar í einkasjónvarpsstöðvum og slíkum myndum verður komið í umferð í japanska menntakerfinu. Hefur m.a. verið haft samband við fyrirtæki, sem dreifa myndum til fleiri Asíulanda. Heimir sagði að lokum að hann hefði átt viðræður við japanska ferðamálaráðið í Tokyo og hefði orðið að samkomulagi að það tæki Island inn í sína kynningardag- skrá. Kvað Heimir mjög mikilvægt að íslandskynning væri tekin á dagskrá í Japan því að það hjálpaði til á ýmsan hátt, bæði með sölu á ferðum til Islands og einnig hjálpaði það við sölu á íslenzkum afurðum í Japan. Lítid barn hefur lítið sjónsvið Nýr bátur til Diúpavogs Djúpavogi, 20. nóv. SÍÐASTA reknetasíldin barst hingað á fimmtudaginn var. Þá hefur verið saltað hér í nær því 9 þúsund tunnur og fryst nálægt 80 tonn af síld í beitu. Þrír heimabátar hafa lagt hér upp síld og nokkrir aðkomubátar. Aflahæstur er Krossanes með um 4700 tunnur, skipstjóri Einar Ás- geirsson. Mánatindur fór út á veiðar í gærkvöldi með hring- nót. Hann á eftir að veiða upp í sinn kvóta af nótaveiðinni. Nýr bátur kom til Djúpavogs á laugardaginn. Er það 70 tonna bátur, Einir RE 177. Eigendur eru Hermann Haraldsson og Tryggvi Gunnlaugsson. Það má gera ráð fyrir því að 5—6 stórir bátar rói héðan í vetur auk nokkurra minni báta. Framkvæmdir við frystihús- bygginguna hér á Djúpavogi ganga seint. Byrjað var á frystihúsinu 1972 samkvæmt frystihúsaáætlun, sem ríkisstjórnin gerði 1971. Okkur heimamönnum finnst að ýmsir þeir aðilar, sem hefðu átt að standa við sinn hlut hafi naumast gert það og ríkir mikil óánægja í byggðarlaginu með það hve hægt framkvæmdum hefur miðað. Allur fiskur er nú unninn í gamla frystíhúsinu, sem byggt var 1947 og er það allt of lítið til þess að hægt sé að vinna í því þann fisk, sem berst hér á land, og auk þess þarf að hætta fiskmóttöku í frystihúsinu á meðan sláturtíð stendur. í haust var slátrað um 15.500 fjár á Djúpavogi. Meðalvigt dilka var um 13.5 kíló án nýrnamörs. Það mun vera í meðallagi. Snjóað hefur síðustu dagana. Vegir eru nokkurn veginn greið- færir um nágrenni Djúpavogs en þung færð hefur verið til Horna- fjarðar. Lionsmenn frá Djúpavogi og Breiðdal héldu sameiginlega árs- hátíð í Hamraborg í Berunes- hreppi á laugardagskvöldið. Hátíð- in fór mjög vel fram og menn skemmtu sér hið bezta fram eftir nóttu. Aðstaða til félagsstarfsemi er erfið, því að gamla samkomu- húsið er lítið. Teikning er til af nýju húsi og grunnur hefur verið grafinn en framkvæmdir eru ekki hafnar ennþá. — Ingimar U mferðarvikan: í vetrarakstri er nauðsyn á full- komnum búnaði í DAG beinir Slysavarnafélag íslands athygli manna að vetr- arumferðinni í umferðarviku sinni og fara hér á eftir kaflar úr samantekt, sem Hergeir Kristgeirsson hefur gert: „í vetrarakstri þarf að mörgu að hyggja og þá reynir á hæfni ökumanna, ekki eingöngu hversu leiknir þeir eru að stjórna bifreiðinni, heldur einn- ig hvernig þeir búa bifreið sína og hvaða aðgát þeir hafa á öllu sem viðkemur akstrinum. í umferðarlögunum er okkur sagt, að ökumaður skuli hafa góða útsýn úr sæti sínu fram eftir vegi og til hliðar, einnig skal hann sjá í baksýnisspegli aftur fyrir bifreiðina. En muna allir eftir þessum ákvæðum umferðarlaganna, eða gefa sér tíma til þess að hreinsa snjó, hrím eða móðu af rúðunum áður en ekið er af stað? Gefa menn sér tíma til að hugsa um það, hvaða afleiðingar það getur haft að sjá ekkki út úr bifreið- inni? Blindir mega ekki aka bifreið og eru ströng ákvæði um sjón ökumanna. Af því leiðir að ökumaður sem ekki sér út úr bifreið sinni má ekki aka af stað. Meginmáli skiptir þegar ekið er í hálku eða slæmu skyggni að hraðinn sé ekki mikill. Það er ólíkt auðveldara að ná stjórn á ökutæki sem fer að renna á hálku þegar ekið er hægt heldur en þegar hraðinn er ef til vill 60—70 km eða þaðan af meiri. Þá skulu ökumenn muna að þeir þurfa lengri vegalengd til að stöðva ökutækið þegar hált er. Gangandi vegfarendur, þið verðið líka að leggja ykkar lóð á vogarskál slysavarnanna. Gang- ið á móti umferð þar sem ekki eru gangstéttir. Gangið ekki hugsunarlaust yfir götu, hlaupið ekki fyrir ökutækin. Munið að ökutækin þurfa tíma og vega- lengd til að stöðva. Notið endurskinsmerki, það er ódýr líftrygging. Rétt er að minna foreldra þeirra barna, sem nota reiðhjól, á að athuga hvort reiðhjólin eru búin ljósum og endurskins- merkjum svo að aðrir ökumenn geti séð þau. Það hlýtur að teljast skylda foreldra að fylgj- ast með þessu og gera það strax, það er sárt að þurfa slys til að þetta sé tekið til athugunar. Þá er í pistlinum minnt á að nauðsynlegt sé að vera við öllum veðrum búinn og því sé öku- manni og farþegum ekki síður nauðsynlegt að vera vel klæddir. Ökumenni Er bifreiðin í fullkomnu lagi, og búin til vetraraksturs? ÖKUMENNi Munið að hreinsa hrím og snjó af rúðum og ljóskerum bifreiðanna. Ökumenni Dimmviðri og slæm færð krefst aukinnar aðgæzlu. Metið aðstæður hverju sinni og akið með ökuljósum. Ökumenni Hafið ljósker bifreiðanna hrein, og ljósin rétt stillt. Takmarkið er, að þið sjáið aðra og aðrir sjái ykkur. Ökumenni Blindir mega ekki aka bifreið og því má ökumaður, sem ekki sér út úr bifreiðinni, alls ekki aka af stað. Vegfarenduri Munið að ganga á móti akandi umferð á vinstri vegarbrún, þar sem engar gangstéttir eru. Vegfarenduri Notið endurskinsmerki, það er ódýr líftrygging. Miðstjóm Alþýðu- bandalagsins kjörin Kosið var í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins á flokksráðsfundin- um um helgina. Sjálfkjörnir í miðstjórn eru formaður flokks- ins, varaformaður, ritari, gjald- keri og ráðherrar, þaui Lúðvík Jósepsson, Kjartan Ólafsson, Guðrún Helgadóttir og Tryggvi Þór Aðalbjarnarson og Hjörleif- ur Guttormsson, Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson. Eftirtaldir 42 hlutu kosningu í miðstjórn, en samkvæmt lögum Alþýðubandalagsins eru menn aðeins kjörgengir til slíkra trúnaðarstarfa þrjú kjörtímabil í röð: Úr Reykjaneskjördæmi: Bene- dikt Davíðsson og Lúðvík Geirs- son. Úr Vesturlandskjördæmi: Bjarnfríður Leósdóttir og Ríkharð Brynjólfsson. Úr Vestfjarðakjör- dæmi: Aaage Steinsen og Guð- mundur Friðgeir Magnússon. Úr Norðurlandskjördæmi vestra: Rúnar Bachman og Eðvarð Hall- grímsson. Úr Norðurlandskjör- dæmi eystra: Kristín Ólafsdóttir, Óttar Proppé og Angantýr Einars- son. Úr Austurlandskjördæmi: Sigurður Blöndal og Þorsteinn Þorsteinsson. Úr Suðurlandskjör- dæmi: Jón Kjartansson og Bjarni Þórarinsson. Auk þessara 16 sérstöku kjördæmafulltrúa voru kjörin í miðstjórn: Adda Bára Sigfúsdóttir, Arnmundur Bachman, Árni Bergman, Baldur Óskarsson, Eðvarð Sigurðsson, Einar Karl Haraldsson, Einar Ögmundsson, Grétar Þorsteinsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Guðjón Jónsson, Haraldur Steinþórsson, Ingólfur Ingólfsson, Magnús Kjartansson, Sigurður Magnússon, Vilborg Harðardóttir, Þór Vigfús- son og Þröstur Ólafsson, öll úr Reykjavík, Birna Bjarnadóttir, Geir Gunnarsson, Jóhann Geirdal, Ólafur R. Einarsson, Ólafur Ragn- ar Grímsson, Karl Sigurbergsson og Svandís Skúladóttir úr Reykja- neskjördæmi, Guðmundur M. Jónsson, Vesturlandskjördæmi, og Jóhannes Helgason, Suðurlands- kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.