Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 11 Stúlkan og mávurinn, eftir Leo Laukkanen. dapurlega, fyrir þá sök að vita þennan kraftmikla mann og vinnuþjark óstarfhæfan en auðsæ var löngun hans og þrá til listrænna athafna. Vinnustofan bar þess ljósan vott að þar hafði ekki verið tekið á verki um all langt skeið og á gólfi fyrir neðan bréfalúgu gat að líta stóra hrúgu af pósti er ekki hafði verið hirt um að opna. Með hinum mjúku en kraftalegu lúkum sínum hélt hinn nær blindi myndhöggvari þétt- ingsfast utan um hvítvínsglas sitt, — lúkum er minntu á teikningar eftir Picasso á fjórða áratugnum... Taisto Martti Martiskainen er aðeins 35 ára að aldri (f. 1943), en hefur þó tekist á við ýmis stór og viðamikil verkefni fyrir einstakl- inga, stofnanir og opinbera aðila og eru þau dreifð víða um Finn- land. Hann beitir sígildum vinnu- brögðum, alþjóðlegum og persónu- legum í senn og í myndum hans fara saman mýkt og harka. Þær eru ekki ósvipaðar höfundinum sjálfum, sem er grannur, saman- rekinn og stæltur, — andlitsdrætt- ir hvassir og harðir, en þó er yfir allri persónunni eins konar fjaður- mögnuð mýkt. Viðkynningin við þessa tvo ágætu og ábúðarmiklu mynd- höggvara staðfestu enn einu sinni, að það verður enginn stór í þessu fagi án þrotlausrar vinnu né heldur án tækifæra til að fá athafnaþrá sinni útrás í hinum margvíslegustu verkefnum. Bragi Ásgeirsson. Lúxus jólakort eftir yðar eigin litmyndum. myndidþn ::Ásn>óRf Jólakort sem gleður. Hafnarstræti 17. — Suðurlandsbraut 20. SERTILBOÐ meöan birgöir endast Steinhögg, eftir Leo Laukkanen. r. 7n Tillitssemi kostar ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.