Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Myndilst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON tilefni gefst til og ferðapistlum mínum hér í blaðinu lýkur. En þegar um myndir er að ræða sem ég hef tekið í svart — hvítt, eða ég hef fengið eftir öðrum leiðum líkt og myndirnar er fylgja þessu skrifi tel ég heppilegra að þær birtist á síðum blaðsins. Páar Norðurlandaþjóðir hafa á síðari tímum lagt eins ríka áherzlu á að virkja myndhöggvara sína er fram úr skara og Finnar. Þeir hafa einnig af fornri og þróttmikilli hefð að ausa í mynd- og stein- höggi, auk þess að þarlendir hafa verið með afbrigðum hagir á tréskurð og hvers konar handverk. — Það er einmitt eitthvað sérstak- lega upprunalegt sem einkennir finnska myndhöggvara í stíl og efnismeðferð, einkum er þeir fara að dæmi ýmissa þarlendra húsa- meistara og leita aftur í tímann að efnis- og formrænum hugmynd- um. Þeim virðist vera það mikið kappsmál, að fram komi í verkum þeirra rík efniskennd gagnvart hinum ólíkustu efnum er þeir vinna í hverju sinni. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt afstaða og telst mikill kostur hjá sérhverjum myndlistarmanni. Sá er hér ritar, tók allmikið af ljósmyndum er hann var staddur í Finnlandi sl. sumar og haust í því augnamiði að kynna finnska list á síðum blaðsins svo og í Lesbók. Flestar myndanna voru teknar á litfilmur og birtast þær smám Elskendur eftir Taisto Martis- Myndhöggvarinn Leo Laukkanen á vinnustofu sinni. saman í Lesbók eftir því sem kainen. Leo Laukkanen og Taisto Martiskainen Að þessu sinni kynni ég tvo myndhöggvara er segja má að beri þetta umdeilanlega heiti „mynd- höggvari" með réttu. Tæknisvið höggmyndalistar er orðið svo víðfeðmt, að á vorum dögum gera iðkendur listgreinarinnar ábyggi- lega minnst af því að höggva með hamri og meitli eða nota önnur hefðbundin vinnubrögð. Leo Olavi Laukkanen telst til eldri kynslóðar finnskra mynd- höggvara (f. 1913) og er einkum nafntogaður fyrir óhlutlægar myndir er hann hefur hoggið í ýmsar tegundir af steini og marmara, — gengur enda undir viðurnefninu „steinhöggvarinn“ meðal listamanna. Sem slíkur telst hann algjör brautryðjandi í finnskri myndlist á þessari öld og hefur sem slíkur verið sýndur margvíslegur sómi, m.a. hlotið „hvíta krossinn", sem er eitt æðsta heiðurstákn er mönnum hlotnast í Finnlandi. Laukkanen varð fyrir því óláni að veikjast af illkynjuðum augn- sjukdómi og lá í 4 mánuði blindur á sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir mikla og vandasáma skurð- aðgerð. Gengur hann með þau þykkustu gleraugu sem ég minnist þess að hafa séð og nemur þó einungis smáglætu af umheimin- um. Að sjálfsögðu er þetta hið versta sem getur komið fyrir myndlistarmann og hefur eðlilega gert Laukkanen nær óvinnufæran, einkum vegna þess að hann byggir steinhögg sitt að nckkru á mislit- um steintegundum, — þá kemst hann naumlega ferða sinna. Er næsta óvíst að hinn geðþekki steinhöggvari skapi nokkuð héðan frá nema um verulegan sjónbata verði að ræða. — Eg átti góða en um leið dapurlega dagstund á vinnustofu og heimili Laukkanen í miklum listamannabústað er „Stofnun Lallukka" nefnist — \ w wmm i .i, ei *< 3 Y. R • r Taisto Martiskainen við eitt af minnismerkjum sfnum. Konumynd, eftir Taisto Martiskainen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.