Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Þórður Ásgeirsson frá Fróðá og dóttir hans Ólína Þorbjörg Struthers — Minning Arin 1905— '21 hjuggu á Fróðá á Snæfellsnesi hjónin Ásgeir Þórðurson og Olína Guðmunds- dóttir. Þangað höfðu þau flutzt frá Hrútsholti í Kyjahreppi. Vorið 1906 fluttist móðir mín með hörn sín 1 frá Akri í Staðarsveit að Arnarhóli í Fróðár- hrcppi. Bæirnir stóðust á, hvor sínum megin á hökkum Fróöár, og var nærri kallfært yfir. Eg var elztur systkina minna, nýorðinn 10 ára. Yar-mér fenginn fyigdarmað- ur til að reka með mér kindur okkar norður yfir Fróðárheiði og átti ég að gæta þeirra á okkar nýju hújörð, meðan móðir mín var ókomin að sunnan. Ég fékk inni á Fróðá. Ekki var þar í kot vísað. Þessi voru fvrstu kynni mín af Fróðárfólkirru. Nágrannarnir tóku þessu fálið- aða aðkomufólki vel. Olína og móðir mín urðu mjög góðar vinkonur. Fátt man ég frá þessu eina ári, sem við áttum heima á Arnarhóli. Tvennt man ég vel. Þnð, að fyrsta sólskinsdaginn eftir þrálítar rigningar brá Ásgeir bóndi sér yfir ána með allt sitt valda lið og sló allt tún okkar og lagði í flekki. Það annað, að um haustið kom Ólína vfir á Arnarhól ojí ræddust konurnar við alllengi síðdegis. Heyrði ég þá álengdar, að Ólína talaði af miklum innileik um fyrstfæddan son sinn, — Þórð. Hann var þá þegar orðinn hár maður og gjörvilegur mjög, á 17. ári. Ættir Þórðar Ásgeirssonar virð- ast auðraktar frá því nokkru fyrir siðaskipti. Föðurætt — 3 næstu liðir: Þórður Jónsson (f. um 1791, d. 1866) og Kristín Þorleifsdóttir. Hún var alsystir hins landskunna „læknis" og sjáanda, Þorleifs í Bjarnarhöfn. (Bjarnarhafnarætt). Meðal forfeðra þessara systkina var margt kunnra mennta- og hagleiksmanna. Sumir voru auðugir. Þórður Jónsson vakti á sér á sínum tíma mikla eftirtekt fyrir auðsöfnun og (án efa) fyrir kvonfang sitt. Fæddist að Dag- verðará sunnan Snæfellsjökuls. Stundaði ungur sjóróðra (í grennd frægra fiskimiða þar). Var „hygg- inn, heppinn og sparsamur". Varð von bráðar „auðugasti maður héraðsins". (Lét eftir sig „ekki minna" en 10.000 ríkisdali í föstu og lausu. Reikni hver, sem kann, til jafnvirðis í ísl. kr. á vorri tíð). + 8IGRÍDUR BENJAMÍNSDÓTTIR, Meðalholti 5, andaöist á Borgarspítalanum 11. nóvember, útförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Vandamenn. t Móoir mín og amma GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 20. nóvember s.l. Jaröarförin auglýst síðar. Birna Jðhannadóttir, Valgarð Þor Guðmundsaon, Guðni Þór Guömundason. + Móoir okkar, tengdamóöir og amma KARÍTAS JÓNSDÓTTIR, Austurbrún 6, er lést 13. nóvember verður jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. nóvember kl. 15. Einar Sigvaldaaon Sigríður Ólafadðttir Jóhannaa Sigvaldason Knttbjörg ÓlafsdÓttir og barnaborn. + POVL CHR. AMMENDRUP, kaupmaður, Tunguvegi 7, er lézt í Borgarspítalanum þann 12. nóvember veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag þriðjudag 21. nóvember kl. 13.30. Taga Ammandrup, María M. Ammandrup, PAII Ammendrup, Axal Ammandrup, María J. Ammandrup, Þðrdía H. Ammendrup, Sígrún Ammandrup, Fríoa Ammandrup, Emeit'a Samúalsdottir, Ebba Ammandrup, Jóhann Gaorg Möflar, Rita og Nílm Sloth Emmy Rasmuaen, + Konan mín og móöir okkar, INGIBJÖRG ÞÓRDARDÓTTIR, fra Firöi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 24. nóvember kl. 10.30 árdegis. Jarösett í kirkjugaröi Eyrarbakka. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á safnaöarsjóði Hálogalandskirkju i Langholtsprestakalli í Reykjavík. Árolíus Nfalaaon og bðrn. Auðgjarn var þessi maður, en ekki nirfill. Var oft hjálpsamur við fátæka, orðheldinn og „leit á það sem loforð, ef hann synjaði ekki um bón". Hann bjó að Rauðkolls- stöðum í Eyjahreppi. Breytti þar rýru koti í stórbýli, gerðist hreppstjóri og sáttanefndarmaður. Hlaut verðlaunapening og dannebrogsorðu fyrir búsafrek. Sonur Þórðar og Kristínar var: Þóröur Þórðarson (f. 8/1 1828, d. 7/5 1899) bóndi, hreppstjóri og alþingismaður. Fyrri kona hans var Ásdís Gísladóttir frá Hraun- höfn í Staðarsveit. Bjuggu að Hítardal og Söðulsholti, en síðast og lengst (eftir lát föður hans) að Rauðkollsstöðum. Eignuðust 4 syni og 3 dætur. Seinni kona Þórðar var Pálína Hansdóttir Hjaltalín frá Jörfa í Kolbeins- staðahreppi. Eftir lát manns síns hélt hún til Vesturheims með 3 unga syni sína, en hinn yngsti þeirra dó á hafi úti. Hún lézt vestanhafs háöldruð. — Þórður Þórðarson var merkur maður og 'mikilsvirtur. Hann var „fram- kvæmdamaður og héraðshöfðingi, er setti svip sinn á umhverfið", „kjörinn til allra opinberra sýsl- ana, sem bónda verða falinn", „gáfaður maður og háttvís, er vel kunni að stilla metnaði sínum í hóf". Hann leysti margan vanda. F]rfði mikið fé úr föðurgarði, bjó stórbúi við — fágæta risnu. Var dannebrogsmaður að nafnbót. Sonur hans og Ásdísar (næstelzt- ur) var: Ásgeir Jóhann bóndi á Fróðá, f. að Hítardal 29/3. 1861, d. 1940. Meðalmaöur á hæð, en þrekvaxinn (ef ég man rétt), greindur og hóglátur. Um hjálpsemi hans veit ég af eigin reynd og annarra umsögn. (Sjá æviskrár og Árbók Snæfellinga og Hnappdæla 1839-85). Móðurætt — 3 næstu liðir: Sér Ólafur Guðmundsson (1796-1867) og Þórkatla Torfa- dóttir (1804—41) frá Kolviðarnesi í Eyjahreppi. Faðir Torfa var Þorbjörn gullsmiður Ólafsson að Lundum í Borgarfirði. Faðir sér Ólafs, Guðmundur Ólafsson, bjó að Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Hann var spítalahaldari og kunn- ur skipasmiður. Fluttist seinna að Sveinsstöðum á utanverðu Snæfellsnesi. Séra Ólafur lauk góðu stúdentsprófi við Bessastaða- skóla og var þá eitt ár skrifari hjá Magnúsi Stephensen landsyfir- dómara í Viðey. Hélt síðan heim til Sveinsstaða. Varð brátt skrifari hjá sýslumanni Snæfellinga (Bonnesen) og fór með sýsluvald í langri utanför hans (1821—22), enda fróður í lögum og sýnt um slík störf. Hann kvæntist Þórkötlu 1824 og bjuggu þau á Sveinsstöð- um. Árið eftir tók hann prests- vígslu og gerðist aðstoðarprestur í Nesþingum. Hjónin eignuðust mörg börn, en aðeins 3 þeirra komust upp. Þórkatla var einka- barn og auðug. Séð hefi ég því haldið fram, að hún hafi verið „önnur ríkasta konan á Islandi". Vitað er, að svo hjartahlý var hún og gjafmild, að ekkert mátti hún aumt sjá. Hún var a£ Bjarnar- hafnarætt — hálfsystir Kristínar Þorleifsdóttur, konu Þórðar eldra á Rauðkollsstöðum, en yngri en hún. Þórkatia andaðist í ársbyrjun 1841 eftir 17 ára sambúð. — Sama ár var séra Ólafi veitt Hjalta- bakkaprestakall norður í Húna- vatnssýslu. Um haustið kvæntist hann Bergljótu Jónsdóttur frá Hallsbæ á Snæfellsnesi. (Þau áttu ekki börn). Með þeim fóru norður börn séra Ólafs frá fyrra hjóna- bandi. Hann var prestur nyrðra í 21 ár. Honum er svo lýst: „Sterkur maður (þótt brjóstveill væri löng- um), glaðvær, gestrisinn og vinsæll af söfnuðum sínum". Sonur séra Ólafs og Þórkötlu var: Guðmundur. Hann var 11 ára er hann kom að Hjaltabakka og ólst þar upp. Lærði söðlasmíði á Akureyri. Leið hans lá austur í Aðaldal í S.-Þingeyjarsýslu. Þar kvæntist hann Halldóru Sveins- dóttur. Foreldrar hennar voru Sigríður Skúladóttir og Sveinn Sveinsson að Sleitustöðum í Skagafirði, en afi hennar, sér Skúli Tómasson að Múla í Aðaldal, ól hana upp. Eftir nokkur ár fluttust hjónin vestur í Húna- vatnssýslu og settust að á Ytra- Hóli á Skagaströnd. Þau eignuðust 5 dætur. Þrjár hinar eldri, Skúlína, Ingibjörg Marsilía og Soffía (gift Ragúel Johnson tré- smiði í Wynard) fóru vestur um haf. Þórkatla Júlíana var hús- freyja að Brekku, Húnavatnss. Ólína Bergljót yngst. (Nafn föður og stjópmóður Guðmundar). Móðir hennar varð skammlíf. Seinni kona Guðmundar var Anna María Friðriksdóttir, ættuð úr Víðidal. Þau bjuggu enn lengi góðu búi að Ytra-Hóli. En er heilsu hans hrakaði og búi hans, fluttust þau til N.-Dakóta og dætur þeirra þrjár: Ingibjörg, Halldóra og Gróa (1889). Einnig systur Guðmundar, Einara og Katrín Guðríður, sem gift var Kristni Ólafssyni frá Stokkahlöðum, Eyjafirði. Þau voru foreldrar séra Kristins K. Ólafs- sonar í Dakóta og víðar. Gróa og maður hennar, Hannes Guðjóns- son, þingeyskur, voru í söfnuði mínum í Wynyard. Vinátta mín og barna þeirra helzt enn. — Guð- mundur var skáldmæltur. Ljóða- kver í Winnipeg, 1916). Dóttir Guðmundar og Halldóru var (eins og nú var sagt); Ólína Bergljót (f. að Ytra-Hóli 25/11. 1863, d. 12/7. 1921), kona Ásgeirs Þórðarsonar á Fróðá. Eftir lát móðurinnar var hún tekin í fóstur og alin upp á hinu + Hjartans þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, • ALFREÐS Þ. KRISTINSSONAR, bakaramaiatara, Ásgarði 155. Sfgurveig Oddsdóttir, Margrét Öaklín AHreðedðttir, Einar Pálmi Matthíaaaon, Lílja B. AHreoedottir, Guðmundur /E. Aðalsteinsaon, Eyjólfur K.L. Atfreðsson, Haraldur Gunnar Borgfjörð, og barnabðrn. Lokað í dag frá kl. 12 vegna jaröarfarar POVL AMMENDRUP, kaupmanns. Leöurvöruverzlunin Drangey, Verzlunin Sísí, Laugavegi 58. ríkmannlega heimili frænda síns, Þórðar yngra á Rauðkollsstöðum. Hann hafði haft miklar mætur á Þórkötlu ömmu hennar (og móður- systur sinni) og sagt Ólínu margt um líknarlund hennar. Ásgeir og Ólína voru skyld í 2. og 3. lið. Hún var greind kona, örlynd og hjarta- hlý, fríð sýnum og fyrirmannleg. Börn Fróðárhjónanna: Halldóra (1886-1962), gift Þor- Ieifi Sigurðssyni. Bjuggu lengi að Þverá í Eyjahreppi. Upp komust 2 .börn, piltur og stúlka. Þórður (19/2. 1890-2/11. 1977.) D. í Kanada. Guðmundur (25/12. 1891-25/9. 1916). D. í Frakklandi.* Ólafur (30/5. 1895- -). D. í Kanada. Ásgeir (9.8. 1897-21/7. 1978. Nýlátinn), kenndur við Fróðá, skrifstofustjóri vegamála í 49 ár, Rvík. Kv. Karólínu Sveinsdóttur. Börn: 5 piltar, 1 stúlka. Kristín Þórkatla, gift Stefáni Einarssyni, trésmiði, Rvík. Börn: 2 piltar, 1 stúlka. Soffía (1901-1905). Magdalena, gift Bergsveini Har- aldssyni, kennara, Rvík. Hann lézt 1945. Börn: 3 piltar, 3 stúlkur. Karl, málari, Rvík, Kv. Stefaníu Maríu Sigurðardóttur. Börn: 5 piltar, 2 stúlkur. Súsanna, prentiðnaðarkona, Rvík. Soffía, býr með Halldóri Stef- ánssyni, bakara, Rvík. Sumarið 1910 héldu þrír elztu synir F'róðárhjónanna til Kanada og settust að í Winnipeg: Þóröur tvítugur, Guðmundur 18 ára og Ólafur 15 ára. Menn setti hljóða við. Var ekki löngu hætt að tala um vesturferð- ir? Ymislegt kom til. Bræður þessir höfðu verið aldir upp sem bændur að þjóðlegum sið, við farskólamenhtun aðeins. Auð- ur og góðjarðir Rauðkolls- staða-Þórðanna höfðu dreifzt á margar hendur. Þrengja tók að landbúnaði á íslandi. Vinnufólk þusti til kaupstaðanna. Stórvirkar búvélar og tilbúinn áburður áttu þá enn langt í land. Hinsvegar höfðu Vestur-íslendingar hrist af sér frumbýlisokið og áunnið sér álit. Margir nákomnir ættingjar bræðranna voru komnir vestur. Um skeið sótti faðir Ólínu það allfast, að hún kæmi á eftir fjölskyldunni. Líktegt er, að hann og fleiri hafi talið, að vestra byðust góð tækifæri dugandi mönnum. Síðasta veturinn á íslandi hafði Þórður stundað smíðanám í Reykjavík. Fékk hann þegar góða atvinnu í Winnipeg við húsasmíð- ar, og mun Guðmundur hafa unnið með honum. Seinna fór Guðmund- ur til Alberta. Ólafur hafði hug á að gerast kennari, en úr því varð ekki. Heimsstyrjöld skall á 4 árum síöar. Vorið 1916 létu eldri bræð- urnir skrá sig til herþjónustu. Guðmundur fór beint til Frakk- lands, var í linnulausum bardög- um og féll 25. sept. (Hann man ég vel, einkum hið ljúfmannlega yfirbragð hans). Han var þrekmik- ill, stundaði íþróttir vestra, var „glaðsinna og góður félagi". Þórð- ur var um tíma við heræfingar á Englandi, áður en hann fór til Frakklands. Vegna iðnar sinnar var henn settur í tæknisveit 223. herdeildar. Þar var margt Norður- landamanna. Var hann síðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.