Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Sjálfstæðiskonur hvetja til sveigjanlegs vinnutíma VINNUMARKAÐURINN og fjölskyldan var eíni ráðstefnu Landssambands sjálfstæðis- kvenna og Hvatar í Reykjavík, sem haldin var sl. laugardag í Valhöll og stóð allan daginn með framsöguerindum og um- ræðuhópum, en viðfangsefni voru í þrennu lagii Sveigjanleg- ur vinnutími, vinnuálag og yfirvinna og loks fjölskyldan og fyrirvinnan. Var þar fjallað um ýmsa þætti þess vandamáls, sem svo víða brennur á í nútímaþjóðfélagi, að samræma fjölskyldulíf stb'rfum úti í atvinnulífinu. Mikið var fjallað um svo- kallaðan sveigjanlegan vinnu- tíma, sem tekinn hefur verið upp í nokkrum fyrirtækjum, svo sem hjá Shell og Flugleiðum, og í ráðstefnulok var gerð svohljóð- andi samþykkt: „Ráðstefna Landssambands sjálfstæðiskvenna og Hvatar í Reykjavík um vinnumarkaðinn og fjölskylduna bendir á að reynsla þeirra, sem reynt hafa sveigjanlegan vinnutíma hérlendis og erlendis, sé mjög góð og telur brýna þörf á að gefa þessu máli meiri gaum. Jafnframt er bent á þýðingu þess að fólki sé gefinn kostur á hlutastörfum, einkum með tilliti til þeirra, sem ekki eiga kost á að vinna fullan vinnudag utan heimilis eða hafa skerta vinnu- getu. Beinir fundurinn þeirri áskor- un til samtaka launþega og vinnuveitenda, svo og einstakra fyrirtækja og starfsfólks þeirra, að þeir beiti sér fyrir þessari vinnutilhögun." Formaður Landssambands- ins, Sigurlaug Bjarnadóttir, setti ráðstefnuna, en fundar- stjóri var Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir. í upp- hafi flutti Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarp, þar sem hann m.a. sagði að fremur þyrfti að aðlaga vinnumarkaðinn fjölskyldunni, en að láta fjölskylduna lúta vinnumarkaðinum. Framsöguerindi um sveigjan- legan vinnutíma fluttu Baldur Frá einum vinnuhópnum á ráðstefnu sjálfstæðiskvenna um vinnumarkaðinn og fjölskylduna. Guðlaugsson lögfræðingur og Anita Knútsdóttir, leiðbeinandi hjá Flugleiðum, sem hefur tekið upp þetta fyrirkomulag á skrif- stofum sínum. Umræðuhópi um það efni stjórnaði Salome Þor- kelsdóttir. Framsöguerindi um vinnuálag og yfirvinnu, þar sem m.a. var spurt: Er vinnuþrælkun á íslandi? fluttu Pétur Sigurðs- son fyrrverandi alþingismaður og Soffía Skarphéðinsdóttir, starfsmaður í frystihúsinu Norðurtanga á ísafirði. Um- ræðuhópi um það efni stjórnaði Ágúst Elíasson. Framsöguerindi um fjölskylduna og fyrirvinn- una fluttu Guðrún Erlendsdótt- ir lögfræðingur og Björg Einarsdóttir fulltrúi. Umræðu- stjóri í þeim flokki var Erna Ragnarsdóttir. Eftir hádegis- verðarhlé störfuðu umræðuhóp- ar og eftir kaffihlé voru fluttar greinargerðir um niðurstöður. Þá voru almennar umræður, sem mjög margir tóku þátt í. En mættir voru m.a. fulltrúar ýmissa starfsstétta. Var komið fram yfir kl. 7 þegar formaður Hvatar, Jónína Þorfinnsdóttir, sleit ráðstefnunni. atvinna ii 11 ii ............... ———————^i——^——»^—^————i~» atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Knattspyrnu- Þjálffari U.M.F. Skallagrímur Borgarnesi óskar eftir þjálfara fyrir n.k. keppnistímabil. Uppl. gefur Jón Ragnarsson, sími 93-7115 eftir kl. 19 á kvöldin. Atvinna Starfskraftur óskast til afgreiöslustarfa allan daginn í brauögeröarhúsi okkar. G. Ólafsson & Sandholt, Laugavegi 36, Sími: 12868. Sölustarf — Hlutavinna Nú þegar vantar karl eöa konu (20—35 ára) til auglýsingasölu í þekkt feröarit á ensku. Tímabundin hlutavinna. Góö laun fyrir reyndan og duglegan sölumann. Umsóknir leggist strax inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Söluaröur — 376." raöauglýsingar — raðauglýsingar raðauglýsingar húsnæöi í boöi_____I Verslunar- og iðnaðarhúsnæði til leigu við Grensásveg 325 ferm. hvort um sig. Þarf ekki aö leigjast saman. Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 29604 — 41408. Húsnæði til leigu Til leigu er um 280 fm húsnæöi viö Borgartún. Húsnæðið er í kjallara og er hannaö til reksturs á veizlu- og fundarsölum eöa til annars áþekks rekstrar. Þó kæmi fleira til greina. Húsnæöiö leigist tilbúið undir tréverk og málningu eöa á annan hátt sem samkomulag tækist um. Næg bíla- stæöi. Þeir, sem hafa áhuga á aö kynna sér þetta nánar leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fyrir 1. des. merkt: „Borgartún — 220". til sölu Vetrarsport '78 Nú er rétti tíminn til aö huga aö gömlu vetrarvörunum. Eigum talsvert af skíöum og skíöaskóm, en okkur vantar alltaf meira í barnastærðum. Erum í húsi Alþýðusam- bandsins á horni Fellsmúla og Grensásveg- ar. Skíðadeild Í.R. Lítið iðnfyrirtæki Lítiö fyrirtæki í matvælaiðnaðí til sölu vegna veikinda núverandi eiganda. Tilboö sendist afgr. Mbl. fyrir 30. nóvember merkt: „lönfyrirtæki 375:' fundir — mannfagnaöir Skíðadeild Aöalfundur verður haldinn í K.R. heimilinu föstudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Nemendasamband Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins haidur aöalfund sinn limmtudaginn 23. nóvember n.k. kl. 20:30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskré: Skýrsla formanns. Qjaldkeri gerir grein tyrir reikningum. Kosning stjórnar. ðnnur mál. Stjórnln. EFLUM TENGSLIN - MÆTUM ÖLL Vorboði Hafnarfjörður Opiö hús í Sjálfstæöishúsinu þriöjudagana 14.—21. og 28. nóvember kl. 8.30. Þar veröur m.a. jólaföndur undir leiðsögn Vorboöakvenna og eru sjálfstæöiskonur hvattar til aö mæta. Nefndin. Huginn F.U.S. Gardabæ Almennur félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 23. nóv. í Lyngási 12, Garöabæ. Dagskrá: Jón Magnússon formaour S.U.S. ræöir um tillögur Birgisnefndar og aukaþing S.U.S. Stjórnln. Kjalarnes — Kjós Sjálfstæöisfélagið Þorsteinn Ingólfsson heldur aðalfund sinn þriöjudaginn 28. nóv. n.k. kl. 21.00 aö Fólkvangi. Albert Guðmundsson, alþlngismaöur mætir á fundinn. St]órnln. ¦¦¦: ¦ ¦ -.:¦:¦¦ .. ¦¦; . ¦ ast keypt Kaupum hreinar lérefts- tuskur. : ,jfl'ji i í i r c-í i i lu. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.