Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 21 BRENNUVARGAR voru athafna- samir í Reykjavík um helgina því að kveikt var í eða gerðar íkveikjutilraunir á fjórum stiiðum. Einn brennuvarganna hefur verið handtekinn og úr skurðaður í gæzluvarðhald en hinir eru ófundnir. Er það ósk Rannsóknarlögreglunnar að fólk veiti henni allar upplýsingar, sem að gagni kunna að koma við að upplýsa þessi alvarlegu afbrot. Alvarlegasta íkveikjan var í eldri álmu fæðingadeildar Land- spítalans. Svo heppilega vildi til að álman er í endurbyggingu og voru því engar sængurkonur né korna- börn í álmunni. Fljótlega tókst að slökkva eldinn og barst því lítið af reyk um bygginguna. I þessu tilfelli fór því betur en óttast var í fyrstu. Hefur Rannsóknarlögregl- an sérstaklega mikinn áhuga á því að fá upplýsingar um þetta alvarlega afbrot. Aðfaranótt föstudagsins var kveikt í geymsluhúsi við Mikla- torg. Slökkviliðið var fljótt á staðinn sem von var, enda slökkvi- stöðin svo að segja í næsta húsi. Tókst að afstýra verulegum skemmdum. Aðfaranótt laugardagsins var síðan gerð tilraun til þess að kveikja í íbúðarhúsi við Njálsgötu. Eldur var kveiktur við útidyr en í tæka tíð tókst að slökkva eldinn áður en hann læsti sig í húsið. Til brennuvargsins sást og var hann handtekinn og úrskurðaður í gæzluvarðhald. Loks var kveikt í geymsluskúr við Skólavörðustíg síðdegis á laugardaginn og enn einu sinni tókst slökkviliðinu að koma í veg fyrir stórtjón. Frá brunanum í fæðingadeildinni. Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins: Fram fari allsherjar eignakönnun í landinu f stjórnmálaályktun flokksráðs- fundar Alþýðubandalagsins um hclgina fjallar sérstakur kafli um stefnumörkun f efnahagsmálum og er þar bent á 13 atriði, sem hafa eigi varanlegt gildi til að vinna gegn verðbólgunni. Þessi atriði eru: 1. Akveðið verði nú þegar að taka upp sterka fjárfestingarstjórn. 2. Gerð verði rækileg úttekt á rekstri ríkisins og ríkisstofnana. 3. Stuðlað verði að verulegum samdrætti í yfirbyggingu og eyðslukerfi þjóðfé- lagsins. 4. Rannsókn á innflutnings- versluninni verði hraðað sem kostur er og gerðar ráðstafanir til að tryggja hagkvæmari innkaup til landsins. Hafist verði handa um rannsókn á útflutningsversluninni. Könnuð verði framkvæmd á fjárfest- ingum og auðmagnsupphleðslu ís- lenskra stórfyrirtækja og einstakl- inga erlendis. 5. Haldið verði ströngu verðlagseftirliti og mótuð stefna í verðlagsmálum til þess að draga úr þeim miklu verðhækkunum sem gerðar eru kröfur um. 6. Vextir verði lækkaðir samhliða því sem dregið verði úr verðbólgu. 7. Stjórn inn- flutnings- og gjaldeyrismála verði samræmd heildarmarkmiðum í efna- hagsmálum. 8. Hamlað verði gegn erlendri skuldasöfnun. 9. Fjármagni verði á skipulagðan hátt beint til framleiðslu og framleiðniaukningar, sérstaklega í fiskvinnslu og iðnaði og verulega auknu fjármagni varið til iðnþróunar. 10. Allt tekjuöflunar- kerfi ríkisins verði tekið til endur- skpðunar. Leggja ber á veltu- og fjárfestingarskatta. Afnumdar verði óeðlilegar afskrifta- og fyrningar- reglur og endurskoða verður reglur um skattfrádrætti. 11. Gerðar verði ráðstafanir til þess að herða skatta- eftirlit með sérstöku aðhaldi að fyrirtækjum og þeim aðilum sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. Leggur flokkurinn áherzlu á að á þessu sviði verði gripið til tafar- lausra aðgerða. Að öðrum kosti mun allur almenningur halda áfram að vantreysta öllu skattheimtukerfinu. 12. Alþýðubandalagið krefst að fram fari allsherjar eignakönnun í land- inu og verði niðurstöður hennar hagnýttar við ákvörðunartöku í efnahagsmálum. 13. Gerð verði úttekt á umsvifum og áhrifum þeirra fyrirtækja á íslenskt efnahagslíf sem hér blómstra á vegum og í skjóli amerískrar hersetu. Sérstök áherzla verði lögð á rannsókn á tengslum hersetunnar og umsvifum íslenzkra fyrirtækja í Bandarikjunum og á áhrifasvæði þeirra. Hilmar Helgason formaður S.Á.Á., Erlendur Kristjánsson formaður æskulýðsnefndar JC Breiðholts og Sturla Birgisson forseti JC Breiðholts. „t>ad er skylda okkar og þjóðfélagsins að upp- fræða einstaklinginn’ ’ S.Á.Á. ogJC Breidholt kynna áfengisvanda- málið medal unglinga í Breiðholtinu SAMTÖK áhugafólks um áfengisvandamálið (S.Á.Á.) og JC Breiðholts standa fyrir fræðsluherferð um hættur þær sem eru samfara áfengisneyslu. Þessi herferð skiptist í tvo áfanga og hefst hinn fyrri í dag í Hólabrekkuskóla en síðan verður farið í alla skóla í Breiðholtinu auk Ármúlaskóla. Kynning þessi nær til um 2000 unglinga á aldrinum 13—17 ára. Fyrri áfangi herferðarinnar er þríþættur. Fyrst koma 3—5 menn frá JC Breiðholti ásamt mönnum frá S.Á.Á. í skólana. Þeir munu kynna bæði félögin lítillega og síðan segir áfengis- sjúklingur sögu sína. Þar næst verður sagt frá því hverjir eru líklegir til að verða áfengis- sjúklingar og hver hegðun manna er sem orðnir eru áfengissjúklingar. Að lokum mun Pjetur Maack ræða við unglingana en hann hefur sem kunnugt er starfað meðal þeirra í Tónabæ og sagði Pjetur á blaðamannafundi sem haldinn var í gær að áfengissjúklingur hefði mjög víðtæk áhrif á fjölskyldu sína. Daginn eftir þessa heimsókn munu börnin ræða saman um það sem fram hefur komið daginn áður og útfylla krossa- spurningar sem síðan verður unnið úr til að komast að því hversu öflugur óvinurinn er sem glímt er við, að sögn forsvars- manna herferðarinnar. Að lokn- um verður efnt til teiknimynda- samkeppni meðal nemendanna og skulu myndirnar vera tákn- rænar fyrir áfengisvandamálið og 1. og 2. verðlaun í samkeppn- inni eru skíðaferð til Húsavíkur yfir helgi en Flugleiðir gefa þessar ferðir. Allir þátttakend- ur fá viðurkenningarskjöl frá JC Breiðholti fyrir þátttökuna. Seinni áfangi herferðarinnar verður í janúar en þá verður farið í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og fjölbrautadeildirn- ar við Ármúlaskólann og í Laugarlækjarskólanum. „Það er skylda okkar og þjóðfélagsins að uppfræða ein- staklinginn um áfengissýki svo hann geti sjálfur dæmt sam- kvæmt eigin skynsemi hvort hann tekur áhættuna," sagði Hilmar Helgason formaður S.Á.Á. á fundinum mað blaða- mönnum í gær. „10. hver maður hefur ofnæmi fyrir áfengi og getur ekki notað það og verður því áfengis- sjúklingur nema honum séu kynntar hætturnar áður,“ sagði Hilmar. S.Á.Á, hefur á 9 mánuðum komið sér upp sjúkrakerfi fyrir 1200 manns en í stefnuskrá félagsins er svo kveðið á að jafn mikil áhersla skuli lögð á fræðslu- og fyrirbyggjandi að- gerðir sem endurhæfingu hinna sjúku. Hilmar sagði að til þess að framfylgja stefnuskránni hefði verið samþykkt að takast á hendur fræðsluherferð meðal unglinga á fundi S.Á.Á. fyrir hálfum mánuði. Landsverkefni JC félaganna er „Eflum öryggi æskunnar“ og er þátttaka í þessu verkefni hlutur JC Breiðholts í lands- verkefninu. Sturla Birgisson forseti JC Breiðholts sagði að þeir myndu fara fram á það við önnur JC félög á landinu, eða samtals 21, að þau undirbyggju svipaðar aðgerðir og nú væru í bígerð þannig að S.Á.Á. geti gengið þar inn í um land allt. Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins: Flokkurinn berst fyrir breyttu þjóðskipulagi um allan heim sagði Ólaf ur Ragnar Grímsson Alþýðubandalagið berst fyrir breyttu þjóðfélagsskipulagi, ekki aðeins hér á landi, heldur um heim allan, sagði ólafur Ragnar Grímsson, í ræðu á flokksráðs- fundi Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar gerði flokksstarf- ið og stöðu Alþýðubandalagsins í þjóðfélaginu sérstaklega að um- ræðuefni í ræðu sinni. Sagði Ólafur, að nauðsyn bæri til að vekja upp umræðu um skipulag og uppbyggingu flokksins í kjölfar hinna miklu kosningasigra í vor. Meðal þess sem hann taldi að æskilegt gæti verið að breyta, væri það fyrirkomulag að hafa ekki sérstakar ungliðahreyfingar í flokknum. Það væri hugsanlegt að það hefði bitnað á árangri flokks- ins hjá ungu fólki. Þá gerði Ólafur Samtök her- stöðvaandstæðinga einnig að um- ræðuefni, og sagði hann, að þau hefðu á síðustu misserum þróast í þá átt, að verða eins konar umræðuvettvangur milli Alþýðu- bandalagsmanna og manna lengra til vinstri. Ólafur sagði, að gífurlega áherslu þyrfti að leggja á félags- aukningu á næstunni, einkum í hópi launafólks, og sagði hann að til greina kæmi að gera sérstakar áætlanir þar að lútandi. Taldi Ólafur vissa hættu á því, að flokkurinn einangraðist og yrði ekki í nægjanlegum tengslum við þann raunveruleika er launafólk upplifði, eins og hann komst að orði. Almennar umræður um ræðu Ólafs, formanns framkvæmda- stjórnar flokksins, verða í dag, og þá verða einnig teknar fyrir ræður þeirra Lúðvíks Jósepssonar, for- manns Alþýðubandalagsins, og Ragnars Arnaids, formanns þing- flokksins, sem fluttar voru í gær. Flokksráðsfundur Alþýðubanda- lagsins er haldinn einu sinni á ári, og fer hann að þessu sinni fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Brennuvargar á ferð í Reyk javík: íkveikja á f jórum stöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.