Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 48
Kristín
Kristleifsdóttir:
„Hræði-
leg lífs-
reynsla
99
KRISTÍN Kristleifsdóttir vildi fátt
um flugslysið segja, enda var hún
að fara frá Sri Lanka með fieira
flugfólki úr áhöfn Dagfinns
Stefánssonar þegar ég lcnti, en hún
slapp alvcg ómeidd og kvaðst hafa
henzt út úr flugvélinni.
„Þetta var hræðileg lífsreynsla,"
var það eina sem hún vildi segja, „og
það er stórkostlegt kraftaverk að
hafa ekki einu sinni hlotið skrámu
og ég get ekki lýst þakklæti mínu
fyrir það.“
Reuter-fréttastofan greinir frá
því, að sjónarvottar hafi lýst því er
Kristín kom eins og í leiðslu inn í
kofa í grennd við slysstaðinn og
grátbændi húsráðendur um vatn og
sárabindi.
Flugfreyjan Þuríður Vilhjálmsdóttir í góðum höndum í sjúkrahúsinu í Colombo, svo sem sjá mát
Ljósm. Mbl. Árni Johnsen. Símamynd AP.
Þuriður
Vilhjálmsdóttir:
„Maður trúði
þvíekkiað
maður vœri
lifandi
Jónína Sigmarsdóttir:
fféttum stund aðþetta
vœri vondur draumur
„EFTIR lendinguna heyrði ég hróp og vein um allt, en ég gerði mér alveg
grein fyrir þessu meðan það var að ske — horfði hreinlega á það allan
tímann,“ sagði Jónína Sigmarsdóttir flugfreyja þegar ég ræddi við hana í
sjúkrahúsinu f dag.
„Ég veitti því athygli að vélar-
hijóðið breyttist skyndilega þegar
allt í einu var gefið fullt afl og síðan
var eins og vélin dytti niður að aftan
— og ósköpin skeðu. Ég fékk ótal
högg á höfuðið, en ég sat í fremra
eldhúsinu ásamt Oddnýju. Þegar
brakið stöðvaðist sat ég ennþá í
sætinu, en það var þá á jörðinni í
einni logandi hrúgu fyrir framan
mig og ofan, og rtlikið járnabrak.
Þetta var tugi metra frá aðalflakinu,
þótt ég gerði mér ekki grein fyrir því
strax.
Ég gat losað mig úr brakinu og
skreið út. Ég komst út í skóginn, en
ég bjóst við sprengingu í vélinni á
hverri stundu. Ég hljóp í myrkrinu
til skógarins og hrasaði aftur og
aftur, og datt m.a. í akur fullan af
Fór niður með nótinni og var rúma mínútu í kafi:
„Ég hugsaði bara um það
eitt að losa mig úr nótinni’
Björgunin var kraftaverk,” sagði faðirinn
99
„ÉG VAR svo hræddur að ég hugsaði um það eitt að reyna að losa
mig úr nótinni. Mér tókst það þegar ég var kominn nokkra faðma
niður. Ég hef líklega verið búinn að vera rúma mi'nútu niðri 1
sjónum þegar mér loks skaut upp og það mátti ekki tæpara standa,
ég var alveg búinn með allt súrefni,“ sagði Sigurður óli
Steingrimsson. 16 ára sjómaður f Vestmannaeyjum, sem bjargaðist
á undraverðan hátt er hann tók út af. Bjarnarey VE á
laugardagsmorguninn.
„Eg tel það kraftaverk að
hann Siggi minn skuli vera á
lífi,“ sagði Steingrímur Sigurðs-
son skipstjóri á Bjarnarey, en
hann stökk útbyrðis með bjarg-
hring og bjargaði syni sínum úr
sjónum, en hann var þá orðinn
gjörsamlega örmagna og í þann
veginn að sökkva.
„Við vorum á hringnótaveið-
um um fjórar og hálfa mílu
vestur af Ingólfshöfða klukkan 8
á laugardagsmorguninn," sagði
Steingrímur í samtali við Mbl.
„Þarna var myrkur og snjókoma
og skyggni afar lítið. Við vorum
að kasta og þriðjungur nótar-
innar var farinn út þegar
svokallaður hanafótur, sem not-
aður er til þess að snurpa nótina
festist utan um fótinn á Sigga
og reif hann með sér í hafið. Ég
var við stjórnina og þegar ég sá
hvað gerst hafði sneri ég skipinu
strax við og kveikti um leið á
ljóskastaranum. Ég var svo
heppinn að ffnna Sigga með
kastaranum um leið og honum
Feðgarnir Steingrfmur og
Sigurður um borð í Bjarnarey
VE eftir hina giftursamlegu
björgun. Ljósm. Sigurgeir í
Eyjum.
skaut upp og þegar við komum
að honum skömmu síðar stökk
ég útbyrðis með bjarghring og
tókst að koma honum utan um
Sigga. Við vorum síðan báðir
dregnir um borð. Nótin fór öll í
flækju og það tók okkur 12 tíma
að ná henni inn en það var líka
allt í lagi fyrst svona vel tókst
til. Ég hef aldrei verið jafn
ánægður að koma til hafnar og í
þetta skipti."
Steingrímur sagði að allt
hefði lagst á eitt í þessari
björgun. Kvað hann möguleik-
ann á því að losna úr hanafæti
við þessar aðstæður einn á móti
hundraö. Ef Sigurður hefði ekki
losnað hefði þurft að draga
nótina inn á kraftblökkinni og
það hefði tekið 10 mínútur. „Það
þarf ekki að spyrja að því
hvernig þá hefði farið, það lifir
enginn í 10 mínútur niðri í
sjónum, allra síst eftir að hafa
farið með nótinni 70 faðma
niður," sagði Sigurður. Hann
bætti því einnig við að það hefði
verið mikið happ að finna
Sigurð með kastaranum strax
og honum skaut upp, þess vegna
hefði dýrmætur tími ekkí farið í
leit.
Sigurður var alveg örmagna
þegar hánn náðist upp enda
búinn að vera alllengi í sjónum.
En hann er ekkert banginn. „Ég
ætla að halda áfram á sjónum
fram á næsta haust, þá fer ég
líklega í Stýrimannaskólann."
vatni, sem náði mér í axlir. Skyndi-
lega kom ég að kofa og þar var
maður með vasaljós. Þá sá ég
svöðusár á fætinum og var mig þá
farið að verkja allmikið í líkamann.
Þarna hrópaði ég á hjálp og
maðurinn með vasaljósið veifaði á
bíla, sem komu og ég benti þeim að
fara á slysstaðinn. Ég var síðan
borin langa leið í beljandi rigningu.
Margt fólk dreif að til að hjálpa.
Ég missti þó aldrei meðvitund né
fékk taugaáfall, því ég hugsaði, að ég
yrði að vera nógu sterk til að komast
yfir þetta og gerði mér grein fyrir
því, að ég var ekki alvarlega slösuð.
Þetta var hræðilegt. Ég hélt um
stund, að þetta væri draumur, en því
miður var svo ekki. Þá bjóst ég ekki
við, að nokkur annar væri lifandi. Þó
hafði ég heyrt kallað hjálp á íslenzku
og í fjarska og þegar ég spurði hver
það væri, þá var svarið „Þurí“, en
hún mun þá hafa verið hjá Oddnýju.
Nú er ég að vona, að ég geti flogið
áfram. Mér finnst ekkert því til
fyrirstöðu og ég get ekki hugsað mér
að hætta, því að mér líkar starfið
vel.“
„Ég hef ekki viljað lýsa þessu
nákvæmlega, það er svo hryllilegt,“
sagði Þuríður Vilhjálmsdóttir þeg-
ar við ræddum saman. „Þetta
skeður á sekúndubrotum og manni
finnst það heil eilífð. Þessar mínút-
ur voru eins og klukkustundir.
Ég kom mér út úr flakinu þegar
það stöðvaðist, en ég sat í fremri
hlutanum í númer IV. Ég hljóp út
þar sem ég sá gat á brakinu. Ég bara
forðaði mér. Það var ekkert hægt að
gera. Eldur kominn upp, en að öðru
leyti myrkur.
Maður þakkar bara fyrir, að
maður skyldi komast af. Ég gekk
beint á Oddnýju og kallaði á hjálp
þar sem við biðum. Ég hafði beygt
mig niður í sætinu þegar ég skildi
hvað var að ske. Maður bara trúði
þessu ekki og ennþá síður því að
maður væri lifandi, þegar ljóst lá
fyrir hvað hafði skeð, og þegar
maður sá þetta á staðnum án þess að
vera í hættu sjálfur. Það var
hrikalegt að vera þátttakandi í þessu
sjálfur.
Fljúga? Jú, ég ætla að byrja að
fljúga um leið og ég er búin að ná
mér. Og ég gat gengið um í dag, en í
gær varð ég að vera í hjólastól. Ég
vona að ég geti byrjað að fljúga sem
fyrst. Maður hefur bara verið svo
rótlaus hér síðustu dagana og ekki
getað fest hugann við neitt. Eg var
búin að lesa hálfa bók þegar ég gerði
mér grein fyrir því, að ég vissi ekkert
um hvað ég var að lesa. Það er slæmt
að gera ekkert undir þessum kring-
umstæðum — en þetta er að lagast."
OddnýBjörgólfsdóttir, flugfreyja:
„Þeir hentu mér
í sandhrúgu
ODDNÝ Björgólfsdóttir var sú flugfreyjanna fjögurra sem slasaðist mest
en hefur tekið góðum framförum og verið að hressast dag frá degi. Þegar
ég heimsótti hana var einmitt ein hjúkrunarkonan að gera með henni
æfingar og ég notaði tækifærið til að ræða við hana á meðan.
„Ég hélt að flugvélin væri lent,“
sagði Oddný þegar hún rifjaði upp
slysið, „og beið eftir bremsuhljóðun-
um frá hreyflunum en þá gaf hann í
á fullt og um íeið og harkalegt högg
kom á vélina, þá losaði ég strax
öryggisbeltið og ætlaði að opna
neyðarhurðina, en síðan man ég ekki
meir fyrr en ég rankaði við mér
liggjandi ofan á hurðinni langt frá
aðalbrakinu og undir hurðinni lá
látinn maður. Þuríður kom þarna og
vildi fá mig lengra frá vélinni, en ég
gat ekki hreyft mig og lá þarna,
þangað til innfæddir menn komu og
drösluðu mér áfram. Og þeir voru
svo litlir, að þeir réðu ekki við að
bera mig og drógu mig yfir stokka og
steina, og ég hef aldrei á ævinni
öskrað eins mikið. Þeir hentu mér í
sandhrúgu, en síðan komu Englend-
ingar og hjálpuðu mér í sjúkrahús.
Þá gekk miklu betur, og allt í einu
fann ég góðar og traustar íslenzkar
hendur og þá varð allt miklu betra,
því að þarna var þá kominn Guðjón
Guðnason.
Á fyrra sjúkrahúsinu, sem ég kom
á, var mikil umferð gesta og
gangandi, og það var ólíkt okkar
sjúkrahúsum á allan hátt, en ég tala
ekki um það nú, held að heilu
fjölskyldurnar hafi komið þangað á
sunnudagsgöngu að skoða mig. Þeim
fannst ég víst stór og skrýtiii
skessa.“
ÁRNI Johnsen, blaðamað-
ur Morgunblaðsins, er í
Colombo og ræðir við
flugfreyjurnar sem lifðu
af flugslysið.