Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 29 FlokksráðsfundurAlþýðubandalagsins: Ráðstafanir sem jafngildi 10% kauphækk- unl.desember - hækkun launa yrdi þá 6-7% í stjórnmálaályktun flokks- ráðsfundar Alþýðubandalagsins um helgina er sérstakur kafli um „hinn tímabundna vanda 1. des- ember". Þar er bent á ráðstafanir sem eiga að koma í stað 10% hækkunar launa og segir í samþykktinni að með þeim ráð- stöfunum yrði hækkun launa 6—7%. Þessar ráðstafanir felast í niðurgreiðslum, lækkun beinna skatta, framkvæmd félagslegra réttindamála, komið verði í veg fyrir hækkun landbúnaðarvara og að atvinnurekendur beri hluta án heimildar til þess að velta honum út í verðlagið. Þessum Saltað í rúmar 50 þús. tunn- uráHöfn Hornafirði, 20. nóv. AÐ LOKINNI sfldarvertíð á Hornafirði voru afurðir sem hér segir. Saltað var hjá Fiskmjölsverk- smiðjunni í 31.587 tunnur og hjá Stemmu í 19.0Q0 tunnur. Hjá Kaupfélaginu voru fryst og flökuð 1851 tonn og fiskmjölsverksmiðjan framleiddi 355 tonn af síldarmjöli og 249 tonn af lýsi. Þrír efstu bátar voru Bára með 607 tonn, Þórir með 539 tonn og Skógey með 426 tonn. Nokkrir b^,ar munu hefja róðra með línu og troll og sumir nota tímann til þess að fara í slipp. — Gunnar. ábendingum fylgja ekki ábend- ingar um tekjuöflun til að standa uiidir kostnaði af aðgerðunum. Ráðstafanir þær sem flokkráðs- fundur Alþýðubandalagsins bend- ir á eru: 1. Ríkissjóður greiði niður sem svarar í kaupi 3,5%. 2. Lækkaðir verði beinir skattar á launafólki eins og sjúkratrygg- ingagjald og tekjuskattur á lægstu tekjur, sem metið yrði í kaupi 2,0%. Kostnaðurinn við þessar tvær aðgerðir er talinn nema 6 milljörðum króna á ári. 3. Ríkis- stjórnin skuldbindi sig til að koma í framkvæmd félagslegum rétt- indamálum launafólks eftir nán- ara samkomulagi, sem metin yrðu í kaupi 2,0% og leggur flokksráðs- fundurinn áherzlu á að þessi liður verði framkvæmdur undanbragða- laust, eins og þáð er orðað. 4. Komið verði í veg fyrir hækkun landbúnaðarvara 1. desember, sem svarar í kaupi 0,5%. 5. Atvinnu- rekendur veri án heimildar til þess að velta út í verðlag 2,0%. I samþykktinni segir að með þessu væri stefnt að því að draga úr þeirri hækkun peningalauna sem ella kæmi til framkvæmda 1. desember en lífskjör launafólks tryggð í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar. Hækkun launa yrði þá 6—7%. Á þennan hátt ætti að takast að ná samkomulagi um sanngjarna fiskverðshækkun um áramót. Þessu þyrfti að fylgja eftir með lækkun vaxta af rekstrarlánum atvinnuveganna eða annars tilkostnaðar til sam- ræmis við loforð í stjórnarsam- komulaginu. Tekið er fram að Alþýðubandalagið telji sjálfsagt að þeir aldraðir og öryrkjar sem aðeins njóta tekjutryggingar fái við þessar enfahagsaðgerðir meiri verðbætur en gert er ráð fyrir á almenn vinnulaun. ( Nýr skuttogari til Hafnarfjarðar Hlutafélagið Stálskip h/f, Hafnarfirði, hefir keypt 469 rúmlesta skuttogara frá Aber deen í Skotlandi. Hið nýja skip ber nafnið Ýmir með einkennis- bókstöfum HF 343. Skip þetta er 7 ára gamalt byggt í Aberdeen í Skotlandi eftir kröfum Lloyds-flokkunarfélagsins og er mesta lengd þess 48.7 m og breidd 10.0 m. Skip þetta hefir reynzt mjög gott sjóskip og var stærsta skip Richard Irvin & sons, sem gert var út frá Aberdeen. Engin lán fengust til kaupana úr opinberum sjóðum hér vegna ákvæða ríkis- stjórnarinnar, samkvæmt upplýs- ingum frá Stálskip h.f. Skipstjóri á Ými verður Sverrir Erlendsson, 1. vélstjóri Pétur Vatnar Hafsteinsson. Ýmir er yæntanlegur til Hafnarfjarðar í dag. Stálskip h/f átti áður síðutogar- ann Rán GK 42. Bflasalinn í 18 daga gæzluvarðhald BILASALINN, sem handtekinn var aðfaranótt s.l. laugardags eins og Mbl. skýrði frá á siinnu daginn hefur verið úrskurðaður í gæzluvarðhald til 6. desember eða í allt að 18 daga. Öðrum manni, sem handtekinn var vegna þessa sama máls var sleppt samdægurs að loknum yfirheyrslum. Eins og fram kom í Mbl. er bílasalinn grunaður um fjársvik í bílaviðskiptum og er málið keim- líkt málum annarra bílasala, sem handteknir hafa verið undanfarn- ar vikur grunaðir um fjársvik. Hafa nú þrír bílasalar verið teknir til sérstakrar athugunar og hefur Rannsóknarlögreglan haft til með- ferðar á fjórða tug tilfella, þar sem fyrrnefndir menn eru grunaðir um að hafa haft í frammi svik við viðskiptavini sína. Hörkuárekstur á Reykjanesbraut MJÖG harður árekstur varð á Reykjanesbraut, nánar tiltekið á Strandaheiðinni miðri um hálfsexleytið á laugardaginn. Tvær fólksbifreiðir voru að mætast þegar önnur þeirra, Fiatbifreið, rann til á veginum og í veg fyrir hina bifreiðina, sem var Cortina. Skullu þær harkalega saman með þeim afleiöingum að flytja varð fimm manns á sjúkrahús en allir hlutu minni háttar meiðsli. Bílarnir eru stórskemmdir og Cortinubifreiðin að öllum lík- indum ónýt, eins og meðfylgj- andi mynd ber með sér. um :\unuro- mann^ oQ s,Tevn*'tí,SWS' sW ****** uún tiattar„v«dvera, V,e\duv ipaö v,6KsemfcnV'a- .. rtbóKoQ fÖ»tt* \\b\W A^- Sí««l 1A000-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.