Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 .
3
Engir dramatískir at-
burðir munu gerast
þrátt fyrir sigur minn
segir Indira Gandhi í einkaviðtali við Morgunblaðið
Jerúsalem, 20. nóv. 1978.
Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blm. Mbl.
„ÉG GERI ekki ráð fyrir því, að neinir dramatískir
atburðir gerist í bráð, þótt ég hafi unnið þennan sigur,“
sagði Indira Gandhi fyrrverandi forsætisráðherra í
viðtali við blaðamann Mbl. á heimili sínu í Nýju Dehli.
„Janatabandalagið hefur mikinn þingmeirihluta, sem er
ekki í sýnilegri hættu. En Desai og stjórn hans eru
hræddir. Þeir menn sem eru fullir haturs og vanmáttar
magnast. Nei, ég dæmi ekki stjórn Desais né heldur spái
ég henni neinu — hún sér fyrir því sjálf.“
„Ég varð ekki bitur yfir því, þegar ég tapaði á sínum
tíma,“ segir hún aðspurð, „ég er alin upp samkvæmt
Hindu — tek því sem að höndum ber með jafnaðargeði.
Ég er svona oftast á miðlínunni og þess vegna er ég
heldur ekkert ær af sigurgleði nú, þótt vissulega fagni
ég. Ég hef þá trú og köllun, að ég geti unnið þjóð minni
gagn. En ég neita því ekki, að ég og f jölskylda mín höfum
orðið að þola miklar raunir sl. ár. Samt hef ég fundið
velviljann líka.“
Ég spyr, hvort það hafi ekki
verið næsta fífldjörf áhætta,
sem hún tók þegar hún aflétti
skyndilega undanþágulögum
og öllu heila galleríinu, og
ákvað að efna til kosninga á
sínum tíma.
„Það fannst mér nú náttúru-
lega ekki,“ segir hún, brosir
dauflega og strýkur hárið frá
enninu. „Það er auðvitað aug-
ljóst, að ég misreiknaði mig. Á
undan var margt gengið, efna-
hagskreppa hafði haldið heim-
inum í heljargreipum, gjald-
eyrismál flestra landa í
ringulreið og olíukreppan,
ókyrrð innanlands og sífelldar
kröfur um launahækkanir,
sem stjórn mín gekk að, væru
þær sanngjarnar. Með setn-
ingu laganna fékkst ráðrúm til
að vinna. Það tókst að draga
úr verðbólgu og atvinnuleysi
og efla framleiðsluna. Allt
kostar sitt, það vita þeir sem í
stjórnmálum standa og þora
að sýna ábyrgðartilfinningu
og dirfsku fremur en fum og
fát, sem gæti leitt til stundar-
vinsælda. Þótt áróður væri
mikill, taldi ég þetta réttan
tíma vegna þess mér fannst
ástandið svo miklu betra og
svo mikið hefði áunnizt, því
gekk ég til kosninga með góðri
samvizku. Nú fór sem fór, ég
fárast ekki yfir því frekar en
ég fárast yfir sigri mínum
núna.
Nei, ég hef ekki augastað á
leiðtogastöðu, hvað sem hver
segir. Það sem hlýjar mér er
fögnuður fólksins. Á hverjum
degi síðan úrslitin voru ljós,
hefur fólk þyrpzt að heimili
mínu. Þetta hús er annars í
eigu stjórnarinnar og ég flutti
hingað eftir að ég hætti
ráðherradómi og kannski sak-
ar ekki að geta þess, að ég
borga húsaleigu. Börn hafa
komið og lagt blóm á stéttina
hjá mér, konur og karlar hafa
fært mér hvers kyns gjafir.
Daginn eftir, að úrslitin voru
ljós kom hingað fulltrúi verk-
smiðjukvenna í sælgætisgerð
til að bera mér kveðjur sam-
starfsfólks síns. Þegar við
vorum að rabba saman, greip
hún allt í einu um magann og
ég spurði, hvbrt hún væri að
verða veik. „Þannig er mál
með vexti,“ svaraði hún og hló
við, „að forstjórinn varð svo
glaður þegar úrslitin bárust,
að hann bauð öllum að eta eins
mikið sælgæti og þeir gætu í
sig látið, og nú hef ég líklega
borðað yfir mig.“
Indira Gandhi sagðist einu
sinni hafa átt þess kost að
koma til íslands, og hún
harmaði, að þá hefði staðið
svo á, að henni hefði verið það
ógerningur. Hún sagðist hafa
lesið margt um Island og
dáðist að því, að svo fámenn
þjóð á hjara veraldar hefði
getað afrekað jafn mikið og
hún vissi.
„Ekki veit ég hvað þið hafið
skrifað um mig þar, en ég er
ekki sú járnkelling, sem press-
an hefur reynt að gera mig
að.“
I Delhi varð mikil stemning
eftir sigur Gandhis. Desai og
menn hans hafa viðurkennt
þetta sem alvarlegt áfall og í
næsta orði reynt að gera eins
lítið úr mikilvæginu sem
mögulegt er. Desai hefur sagt,
að nú verði stjórnin að láta
hendur standa fram úr ermum
og jafna ágreining sem er
gífurlegur innan bandalags-
ins, þar er hver höndin upp á
móti annarri. „Það var mikil
andstaða gegn mér og and-
stæðingar mínir hafa sakað
mig um margt eins og þér
ugglaust vitið. Samt staðhæfi
ég, að ég hafi alltaf reynt að
vinna í þeim anda, sem faðir
minn innrætti mér, og enn
hefur enginn sakað hann um
svívirðu," sagði Indira Gandhi
að lokum.
Þaö er óþarfi aö fjölyröa um sífellt hækkandi benzínverð hér á
landi. Síöustu spár gefa til kynna aö um næstu áramót veröi lítrinn
kominn í 200 kr. Þaö er dýrt aö reka bíl meö því verði.
DAIHATSU CHARADE er japanskur verölaunabíll, sem kallaöur
hefur veriö rökréttur valkostur á tímum hækkandi eldsneytisverös
og orkukreppu.
DAIHATSU CHARADE sigraöi í sparaksturskeppni Bifreiöaíþrótta-
klúbbs Reykjavíkur á sl. mánuði er hann fór 99.11 km á 5 lítrum af
benzíni, sem þýöir aö hægt á aö vera aö aka á 35 lítrum austur á
Langanes.
DAIHATSU CHARADE er 5 manna, fimm dyra framhjóladrifinn
fjölskyldubíll. Þriggja strokka fjorgengisvél tryggir hámarks orku
og eldsneytisnýtingu.
Hefur þú efni á aö kaupa bíl án þess aö kynna þér rökrétta
valkostinn DAIHATSU CHARADE?
Ný sending til afgreiöslu strax.
SPARAKSTUR
WWBIKRVm:
Armúla 23 sími 81733
höfum
viö 200 kr. benzínverði