Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 23 • Hannes Leiísson, Þór, Vestmannaeyjum, er einn af tveimur nýliðum sem fara með landsliðinu til Frakklands. Myndin sýnir Hannes skora í leik gegn Þór frá Akureyri. Ljósm. Mbi: Sigurgeir. Landsliðshópurinn í handknattleik valinn JÓIIANN Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari og einvaldur hefur valið 16 leikmenn í æfinga- og' keppnisferð til Frakklands. Ferð þessi er liður í undirbúningi íslcnska lands- liðsins fyrir forkeppni ÓMeik- anna á Spáni sem fram fer 22. febr.—5. mars. Landsliðið heldur utan sunnu- daginn 26. nóvember og kemur heim aftur fimmtudaginn 3. desember. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir: Fjöldi landsleikja Markverðir: Jens Einarsson ÍR 4 Ólafur Benediktss. Val 76 Kristján Sigmundsson Víkingi 22 Aðrir leikmenn: Arni Indriðason Víkingi fyrirl. 39 Páll Björgvinsson Víkingi 26 Viggó Sigurðss. Víkingi 34 Ólafur Jónss. Víkingi 3 Ólafur Einarss. Víkingi 57 Stefán Gunnarsson Val 43 Þorbjörn Guðmundss. Val 35 Bjarni Guðmundsson Val 30 Steindór Gunnarss. Val 12 Þorbjörn Jensson Val 11' Hannes Leifss. Þór, Ve 0 Hörður Harðarson, Haukum 0 Ólafur H. Jónsson Grun Weiss Dankersen 101 Eins og sjá má er uppistaðan úr tveimur félögum Val og Víkingi, 6 úr hvoru liði. Eins og fram hefur komið munu þeir Axel Axelsson og Björgvin Björgvinsson ekki gefa kost á sér í liðið í vetur og Geir Hallsteinsson gat ekki komið því við að fara í Frakklandsferð- ina. Talsverðar breytingar hafa orðið á landsliðshópnum frá því í fyrra, og verður fróðlegt að sjá hvernig þessi nývaldi hópur kemur út úr þeim landsleikjum sem framundan eru. þr. ÍS vann í upp- gjöri risanna Blakrisarnir Þróttur og ÍS mættust í fyrsta skipti í íslands- mótinu í Vestmannaeyjum. Þetta var fyrsti blakleikur sem fram fer í Eyjum, en nýlega hófu Eyjamenn þátttöku í 2. deild íslandsmótsins. Leikur Reykja- víkurrisanna var fluttur til Eyja í von um að auka mætti áhuga á blaki. Hvort það hefur tekist skal ósagt um, en áhorfendur voru um 170 og er það meira en verið hefur á nokkrum handboltaleikj- um til þessa. ÍS lagði Þrótt 3-2 í æsispennandi 2 klst. leik, þar sem liðin skiptust á um að vinna hrinur. Þróttur vann þá fyrstu 15-10, ÍS næstu 15-11, þá Þróttur aftur 15-7, því næst IS 15-11 og loks vann ÍS síðustu og úrslitahrinuna 15-12. Tveir leikmenn, einn úr hvoru liði léku líklega sína bestu leiki Nýtt mara- Þonmet á Skaga Sú fjáröflunarleið að leika maraþonknattspyrnu hefur gef- ist vel og orðið vinsæl. Nú um helgina tókst Skagamönnum að bæta íslandsmet Kaflvíkinga með því að leika samfellt í 26 klukku- stundir og 45 mínútur. Áhorfend- ur voru fjölmargir og hagnaður- inn af keppninni nam um 1200 þúsund krónum. Þeir sem tóku þátt í keppninni voru Andrés Ólafsson, Sveinbjörn Hákonarson, Sigprður Halldórs- son, Kristinn Björnsson, Árni Sveinsson, Jón Áskelsson, Sigurð- ur Harðarson og Guðjón Tryggva- son. fyrr og síðar, en það voru þeir Indriði Arnórsson hjá ÍS og Guðmundur E. Pálsson hjá Þrótti. Strax að loknum leik IS og Þróttar, léku heimamenn gegn Breiðabliki í 2. deild karla. Var þetta jafnframt fyrri leikur ÍBV í blaki. Breiðablik vann naumlega 3-2, hrinurnar enduðu 15-13,16-18, 15-10, 3-15 og loks 13-15. Þá áttu einnig að leika um helgina lið Mímis og Laugdæla, sem bæði eru frá Laugarvatni. Leiknum var frestað, en ætlunin er að hann fari fram í kvöld klukkan 20.00. Fjórföld umferð er leikin í blakinu og er staðan nú þessi. ÍS 330 9-2 154-126 6 Þróttur 4 3 1 11-5 226-171 6 C-KEPPNINNI í handknattleik lauk í Sviss um helgina, en þá fóru þar fram 2 síðustu umferð- irnar. 4 þjóðir tryggðu þar farmiða sína til Spánar í B-keppnina síðar í vetur, en þær voru Sviss, ísrael, Noregur og Austurríki. Úrslit leikja um helgina urðu þessi. Ítalía — Portúgal 25—23 Sviss — Austurríki 20—15 Noregur — ísrael 24—22 Austurríki — Portúgal 27—25 ísrael — Ítalía 26—19 Sviss — Noregur 25—20 Svisslendingar urðu í efsta • Stúdentarnir (í dökkum bún.) eru greinilega við öllu búnir, enda má búast við knettinum yfir á þeirra vallarhelming hvað úr hverju. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. UMFL 2 1 1 4-4 96-104 2 Mímir 2 0 2 1-6 57-104 0 UMSE 3 0 3 1-9 113-141 0 sætinu, en Israelar sem komu liða mest á óvart, komu þar næstir. Norðmenn höfnuðu í þriðja sæti, en voru ekki ýkja sannfærandi í leikjum sínum, töpuðu m.a. fyrir Portúgölum og Sviss. Austurríki skipaði fjórða sætið. Það verða því þessar fjórar þjóðir, sem bætast í hóp Spánarfaranna, en róðurinn verður þungur, því að 4 þjóðir falla aftur niður í C-keppnina að B-keppninni á Spáni lokinni. Margar mjög sterkar þjóðir eru meðal keppenda á Spáni, en þar leika 12 þjóðir í fjórum þriggja liða riðlum. Neðsta liðið í hverjum riðli fellur. GA/ —gg. C-keppninni lokið: B-keppnin fullskipuð FH-Víkingur keppa í kvöld Viðar Símonarson leikur með FH í KVÖLD fara fram tveir leikir í íslandsmótinu í handknattleik. í íþróttahúsinu í Hafnarfirði leika kl. 20.00 FH og Haukar í meistaraflokki kvenna, og kl. 21.00 leika FH og Víkingur í meistaraflokki karla. Leikur FH og Víkings verður án efa spennandi og er hann báðum liðum mjög mikilvægur. FH hefur tapað 2 stigum í mótinu en Víkingur 1. Sigur í leiknum er því mikilvægur fyrir liðin. FH-liðinu hefur nú bætst góður liðsauki, Viðar Símonarsson leikur með liðinu, en hann sýndi það á laugardag í leik með úrvalsliðinu á móti landsliðinu að hann hefur engu gleymt og kemur til með að styrkja FH mjög mikið. Óvíst er hvort Viggó Sigurðsson leikur með Víkingi þar sem hann á við meiðsli að stríða. — Þr. Óskar setti íslandsmet Á LAUGARDAG var haldin bæjarkeppni í kraftlyftingum milli Akureyringa og Vestmannaeyinga og fór keppnin íram á Akureyri. Þetta var fyrsta sinni sem þessi keppni er haldin , en keppni þessi mun verða árlegur viðburður héðan í frá. Það voru byggingaverktakarnir Híbýli h.f. á Akureyri, sem gáfu glæsilega verðlaunagripi til keppninnar. í þessari fyrstu keppni sigruðu Vestmannaeyingar. I tengslum við bæjakeppnina fór fram árlegt minningarmót um Grétar Kjartansson, en Grétar var frumkvöðull að reglulegum æfingum í lyftingum með keppni fyrir augum. Grétar lést af slysförum 1974 aðeins 23 ára að aldri. í keppninni um Grétarsstyttuna sigraði Freyr Aðalsteinsson annað árið í röð. Á mótinu á Akureyri kepptu einnig tveir gestir, þeir Skúli Óskarsson og Kári Elísson, en Kári hefir um skeið verið þjálfari Akureyringa. Ekki tókst Skúla að bæta árangur sinn á þessu móti, en hins vegar setti Kári Islandsmet í bekkpressu, lyfti 115 kg. Þá er ógetið árangurs kempunnar Óskars Sigurpálssonar, en Óskar setti glæsilegt íslandsmet í réttstöðulyftu, lyfti 325 kg, og einnig setti Óskar met í samanlögðu, 825 kg. Óskar átti sjálfur fyrri metin 315, kg í réttstöðulyftu og 800 kg í samanlögðu. Árangur keppenda varð annars sem hér segir: HB= hnébeygja, BP= bekkpressa, RL= réttstöðulyfta 60 kg. flokkur HB BP RL samanl. Kristján Kristjánsson ÍBV 120 65 150 335 67.5 kg flokkur Kári Elísson, ÁKM. 190 115 205 510 Haraldur Ólafsson, ÍBA 170 70 165 410 75 kg flokkur Freyr Ólafsso, ÍBA 180 100 220 500 82,5 kg flokkur HB BP RL samanl. Skúli Óskarsson, ÚIA 287,5 130 295 712,5 Gunnar Steingrímsson, IBV 210 130 270 610 Gunnar Halldórsson, IBV 165 100 195 460 Gísli Ólafsson, ÍBA 162.5 87.5 195 445 Jóhann Gíslason, ÍBV 160 92.5 190 442.5 90 kg flokkur Gunnar Alfreðsson IBV 200 125 220 545 Sigmar Knútsson IBA 185 107.5 220 512.5 100 kg flokkur Kristján Falsson, ÍBA 185 130 200 515 110 kg flokkur Óskar Sigurpálsson ÍBV 320 180 325 825 Sigb. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.