Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 17 og að vita, hvaða þýðingu Breiða- fjörður hefur sem uppeldisstöð fyrir íslenska fiskistofna almennt, og munu merkingar geta skorið úr um það ...“ Á síðari árum hafa rannsóknir að sjálfsögðu farið í vöxt. Nefna má, að fyrir nokkrum árum var ákveðið að setja á fót í Ólafsvík útibú frá Haffannsóknarstofnun- inni. Þótti það mjög við hæfi. Hvammsfjörður er einn mesti fjörður landsins, 45 km á lengd og 10—12 km á breidd, en mjög misdjúpur. Margir hafa undrast að þar skuli engan fisk að fá, en fjörðurinn er lítt kannaður. I Saurbæ við Gilsfjörð var talin besta sölvafjara landsins. Þar átti Hólmadómkirkja sölvaítak, meðan sölvatekja var talin til meiri háttar hlunninda. Heita má, að æðarvarp sé horfið úr Suðureyjum Breiðafjarðar. Til þess liggja þrjár meginástæður: 1) Eyjabyggðin leggst í eyði. Þá er ekki hægt að sinna varpinu eins vel, jafnvel þótt eyjarnar séu nytjaðar frá landi. 2) Vargfugli fjölgar gífurlega. Hann lifir góðu lífi við verstöðvarnar á vertíðinni, en flykkist í eyjarnar á vorin. Svartbakurinn er hin versta plága í æðarvarpi. 3) Minkurinn er og hinn allra mesti vágestur í varp- iöndum, sem engu lífi eirir. Hann hefur ekki náð fótfestu í Vestur- eyjum, en í Suðureyjum hefur hann gert mikinn usla. Á stöku stað hefur þó tekist að halda minkaplágunni í skefjum með veiðihundum. Ekki verður hjá því komist að hefja harðari og sam- ræmdari aðgerðir en hingað til hefur verið beitt gegn flugvargi og minkaplágu, ef æðurin á ekki að verða aldauða á þessum slóðum. Áhugi manna hefur vissulega vaknað fyrir æðarrækt, þessari nytsömu og þjóðlegu búgrein. Æðarræktarfélag Islands var stofnað 1969. Nefna má og, að snemma á s.l. ári var stofnað Æðvarverndarfélag Stykkishólms. Fullrar aðgæslu er vissulega þörf, þegar hafist er handa um > nýtingu náttúruauðlinda, sem áður hafa að mestu verið ónotaðar. Má þar til nefna rækju og skelfisk. Rækjuvinnsla hófst í Grundarfirði vorið 1969. Á því ári fengust þar um 100 tonn upp úr sjó. Að undanförnu hafa rækjuveiðar leg- ið niðri sökum þess, hve mikið af fiski er í uppeldi á miðunum. Um 1970 hófust skelfiskveiðar á Breiðafirði. Nú er skelvinnsla orðin tin af höfuðgreinum at- vinnulífs í Stykkishólmi. Á Al- þingi 1970 flutti undirritaður, ásamt fleiri alþm., tillögu til þingsályktunar um rannsókn og skipulag skelfisk- og rækuveiða á Breiðafirði. Var hún samþykkt sem þingsályktun 5. apríl 1971 og hljóðar svo: „Alþingi skorar á sjávarútvegs- ráðherra að beita sér fyrir því, að settar verði nú þegar reglur um skelfisksveiðar á Breiðafirði. Jafn- framt verði áhersla lögð á aukna leit að rækju, skelfiski og öðrum slíkum verðmætum á þessum slóðum með skynsamlega hagnýt- ingu fyrir augum.“ Segja má, að þessar tvær atvinnugreinar hafi þróast með eðlilegum hætti undir umsjá ráðuneytis og Hafrannsóknastofn- unar. Hefur í hvívetna verið farið að ráðum þeirra, sem best vita og þekkja til í þessum efnum. Ekki má gleyma í þessu sam- bandi að minnast örfáum orðum á Þörungaverksmiðjuna á Reykhól- um. Það fyrirtæki hefur átt við mikla byrjunarörðugleika að etja, en nú virðist vera að rofa til að því er kunnugir telja. Við hráefnisöfl- un og önnur umsvif slíkrar verk- smiðju þarf að fara að öllu með gát. Er mér og tjáð, að forráða- menn hennar hafi sýnt fullan skilning á þessum málum. „Búsetan er besta verndin," segja ýmsir þeir sem vernda vilja eyjarnar og umhverfi þeirra. Af þessu leiðir, að reyna verður að búa sem best í haginn hjá því fólki, sem enn byggir eyjarnar. Eitt af því, sem sérstaklega verður að hafa í huga, er að auðvelda eyjafólki að hafa samband við umheiminn. Þar kemur til athug- unar að bæta samgöngur á sjó og í lofti, þar sem því verður við komið. Flóabátur verður hér eftir sem hingað til að halda uppi ferðum frá Stykkishólmi yfir Breiðafjörð um Flatey til Barðastrandar og veita eyjabúum og öðrum íbúðum Breiðafjarðarbyggða þá þjónustu, sem best er unnt að láta í té með viðráðanlegum hætti. Einnig verð- ur að auðvelda hinum fjölmörgu ferðamönnum, sem skoða vilja eyjarnar og fjörðinn, að njóta dásemda umhverfisins og komast leiðar sinnar. Hyggja verður vandlega að því, á hvern hátt óbyggðar eyjar verða best vernd- aðar gegn hverskonar ásælni og eyðileggingu á komandi tímum. Eins og áður segir má ljóst vera, að lífríki Breiðafjarðar er bæði fjölbreytt og þróttmikið. Hér að framan hafa nokkur atriði verið ' nefnd, stiklað á stóru, numið staðar við örfá kennileiti þessa mikla og víðlenda ríkis. Þrátt fyrir ýmsar gagnlegar athuganir og rannsóknir á undanförnum árum er margt ókannað enn. Nú er t.d. verið að huga að kúfiskveiðum og vinnslu í Stykkishólmi. Fleira mætti nefna, sem of langt yrði að telja að sinni. Þegar horft er fram á vegirtn og hugað að nýjum leiðum, verður ævinlega að taka mið af þeirri þekkingu og reynslu, sem tiltæk er, og kosta jafnframt kapps um að varðveita það, sem með engu móti má glatast. MES Friðión Þórðarson: Lífríki Breiðafjarðar verði kannað og verndað FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON. annar þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi, hefur flutt á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um verndun og könnun á lífríki Breiðafjarðart „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að stuðla hið fyrsta að því að hið fjölþætta lífríki Breiðafjarðar verði kannað og verndað eftir því sem þurfa þyki í samráði við heimamenn og nátt- úruverndarsamtök." I greinargerð með tillögunni getur flutningsmaður þess, að Breiðafjarðarbyggðir hafi löngum veerið lofaðar fyrir fegurð og landkosti. Þetta þurfi ekki að rökstyðja nánar því af nægum heimildum sé að taka. Á undan- förnum árum hafi athygli manna í náttúruvernd beinst að Breiða- fjarðarsvæðinu, og komið hafi fram að æskilegt væri að sett væru Friðjón Þórðarson. sérstök lög um friðun Breiðafjarð- ar þar sem hliðsjón yrði höfð af friðun Mývatnssveitar sem gefist hafi vel. Er Friðjón fylgdi tillögunni úr hlaði með ræðu í sameinuðu þingi, gat hann þess, að nýlega var haldinn fundur í Búðardal á vegum Náttúrusamtaka Vest- fjarða og Vesturlands, þar sem málefni þetta hefði verið ítarlega rætt. Ekki hefði verið talið að háski vofði yfir Breiðafirði, en á hinn bóginn væri talið eðlilegt og sjálfsagt að athuga þessi mál í tæka tíð og gera viðeigandi ráðstafanir ef þurfa þykir. í lok ræðu sinnar vitnaði þing- maðurinn í lög um náttúruvernd, þar sem fjallað er um hlutverk náttúruverndar. Þar segir meðal annars, að tilgangur laganna sé að stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Tryggja eigi eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess, sem þar er sérstætt eða sögulegt. Framar öllu sé nauðsynlegt, að saman geti farið hófleg nýting og hófleg friðun, eðlileg og ræktarleg samskipti manns og náttúru. Að því ber að vinna, sagði flutnings- maður, og kvað hann tillöguna flutta til þess að efla gengi þessa góða málefnis. Ny reiknivel byggð eftir forskrift Skrifstofuvéla hf. Reynsta Skrifstotuvéla h.l. og óskir við- skiptamanna okkar var höfð til hliðsjónar, þegar hin nýja OMiC reiknivél var hönnuð. Vlð lögðum áherslu á llpurt talnaborð, hraðvlrka prentun, lausan strimil, greini- legar Ijósatölur í grænum lit, tólf stata út- komu, og sjálfstætt minni, auk allra nýjustu tækniþátta. (V SKRIFSTOFUVELAR H.F. ^ + ~ ~ & Hyerfisgötu 33 S*m. 20560 Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns. 312 Pog 312 PD Utkoman er OMIC: Lótt (2,1 kg) falleg og árelðanteg reiknivél til fjölbreyttustu verkefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.