Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Markús Orn Antonsson: * * ,, Borgarst j órnar meiri- hlutinn gengur blygðunar- laust bak orða sinna" Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudagskvóld lagði Egill Skúli Ingihergsson borgarstjóri fram greinargerð um framkvæmdir á vegum borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. I greinargerðinni kom margt athvglisvert fram. 311 milljón króna hækkun Eignabreytingareikningur borgarsjóðs er talinn muni hækka um 311 milljónir króna frá fjár- hagsáætlun. Dregið hefur verið úr ýmsum framkvæmdum, t.d. bygg- ingu sundlaugar við Fjölbrauta- skólann og íþróttahúss við Hlíða- skóla. Helztu kostnaðarliðir, sem fram úr áætlun fara, eru í milljónum: Bláfjallasvæðið 37, nýi íþróttavöllurinn í Laugardal 22, umhverfi og útivist 20, stofnkostn- aður heilbrigðismála 43,5, heilsu- gæzlustöðvar 7, Arnarholt 30, áningarstaður á Hlemmi 30. Heildarkostnaður við gatna- og holræsagerð er talinn verða 133,5 milljónum lægri en endurskoður fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og kostnaður vegna fasteignakaupa verður 50 milljónir, en ekki hafði verið gert ráð fyrir honum. Framkvæmdir RR lækka um 140 milljónir frá endurskoðaðri áætl- un, hiö sama gildir um 19 milljónir vegna framkvæmda VR í Heið- mörk. Hins vegar hækkaði kostn- aður við aðalæð í Heiðmörk um 35 milljónir. Hjá HR hefur orðið að fresta byggingu geyma á Hnoðra- holti og dreifilögn í Hvaleyrarholt. Kostnaður við boranir Hitaveitur í Reykjavík nemur trúlega 230 milljónum, aðalæða frá Elliðaám að Öskjuhlíð 568 milljónir. Fram- kvæmdakostnaður Reykjavíkur- hafnar verður trúlega eitthvað lægri en áætlað var. Meirihlutinn étur fullyrðingarnar sínar Markús Örn Antonsson (S) tók mæst til máls. Hann sagði greinargerðina staðfesta á mjög athyglisverðan hátt hvernig nú- verandi meirihluti borgarstjórnar hefði blygðurnarlaust gengið á bak orða sinna, sem þrástagast hefði verið á í kosningabaráttunni á síðastliðnu vori. Meðan meirihlut- inn var í minnihluta hafi hann þótzt geta gagnrýnt alla skapaða hluti, sem sjálfstæðismenn beittu sér fvrir í borgarmálum eða áttum ógert að þeirra mati. Meirihlutinn blekkti í dag- vistunarmálum Markús Örn sagðist ekki ætla að ræða þessa greinargerð almennt en fara nokkrum orðum um það hvernig kaflinn um framkvæmdir vlð dagvistunarstofnanir afhjúp- aði fullkomlega blekkingar meiri- hlutans og þó einkanlega Alþýðu- bandalagsins, sem þar stjórnaði ferðinni og fjálglegast hefði tjáð sig um nauðsyn dagvistunarþjón- ustu. Hvað segði þessi skýrsla um þann algjóra forgang sem Alþýðu- bandalagið hafði ætlað að láta framkvæmdir á þessu sviði hafa umfram aðrar hjá borginni? Hún staðfesti það eitt, að forysta meirihlutans hefði gjörsamlega gengið á bak orða sinna, ýmist dregið úr framkvæmdahraða eða skorið fjárveitingar til fram- kvæmda algerlega niður. Markús Orn sagði, að þegar sjálfstæðismenn hefðu verið í meirihluta hefði á sl. vori verið unnið markvisst að því að taka í notkun þrjár nýjar dagvistar- stofnanir á þessu ári. Dagheimili og skóladagheimili við Suðurhóla átti að taka í notkun í haust og dagheimili við Hagamel og skóla- dagheimili við Völvufell fyrir áramót. Eitt fyrsta verk forystu- mann nýja meirihlutans í borgar- ráði hafi verið að gefa embættis- mönnum borgarinnar fyrirmæli um að semja við verktaka um seinkun framkvæmda, þannig að þeim lyki ekki á tilsettum tíma. Hinsvegar hafi þessu verið breytt vegna athugasemda félagsmála- ráðs þannig, að heimilið við Suðurhóla væri í þann veginn að taka að fullu til starfa fyrst núna en hinar stofnanirnar tvær látnar bíða fram á næsta ár. Markús Örn sagði, að í greinargerðinni kæmi fram, að dagheimilið við Hagamel Markús Óm: „Vinstri menn átu kosningaloforöin og svelgdist ekki á." yrði væntanlega tekið í notkun í byrjun apríl og ætlað að ljúka skóladagheimilinu við Völvufell um mánaðanótin marz-apríl á næsta ári. Þess vegna bæri að taka sérstaklega fram, að félagsmála- ráð sem fer með yfirstjórn dag- vistarmála í umboði borgarstjórn- ar hefði ekki ákveðið eitt né neitt um þessar breytingar á framkvæmdaáætlun. í mótsögn við yfirlýsingar hvalablástur Markús Orn Antonsson sagði það talsverða mótsögn við fyrri yfirlýsingar meirihlutans og þó einkum Alþýðubandalagsmanna um, að hinar rétt kjörnu nefndir og ráð skuli með slíkar ákvarðanir fara. Félagsmálaráð hefði ekkert um þetta fjallað að öðru leyti en að reyna eftir megni að fá áætluninni haldið þó það hafi ekki tekist. Hins vegar gerði félagsmálaráð í haust samþykkt um að tvær nýjar stofnanir skyldu þá þegar boðnar út til byggingar. Það eru dagheim- ili og leikskóli við Iðufell og dagheimili og leikskóli við Fálka- bakka, sem búið var að velja lóð fyrir og samþykkja teikningar að í Iok síðasta kjörtímabils. Það var áætlað fyrir þyrjunarframkvæmd- um á fjárhagsáætlun sem afgreidd var hér í borgarstjórn 19. jan. sl. og enn á ný í júlí við endurskoðun fjárhagsáætlunar eftir að nýr meirihluti komst til valda. Til þessara bygginga sem vitaskuld voru settar á framkvæmdaáætlun vegna brýnnar þarfar fyrir dag- vistarrúmi handa börnum í Breið- holtshverfum, standa enn 46 millj- ónir á fjárhagsáætlun. Samkvæmt fyigiriti þessarar greinargerðar er þó ljóst, að þeir sem ferðinni ráða í þessum efnum ætla ekki að hefja neinar framkvæmdir við Breið- holtsheimilin tvö á þessu ári. Að svelgjast ekki á Markús Örn sagði, að þannig litu þá fyrirheit Alþýðubandalags- manna út og kosningaloforðin, sem þeir gáfu í vor þegar til framkvæmdanna kemur. Þeir hafi étið þau öll ofan í sig og án þess að láta sér svelgjast á. Nú væri borgarfulltrúum tjáð, að þessi tvö heimili yrðu boðin út um áramót. Hæfilega áætlaður byggingartími fyrir stofnanir af þessari stærð hefur verið reiknaður 12—14 mánuðir. Það verður því að teljast sérstakt lán ef hægt verður að ljúka framkvæmdum fyrir árs- Kristján Ben. „Birgir ísleifur haföi rótt fyrir sér." byrjun 1980. Þó útboð fari fram nú um áramót er nefnilega tæpast við því að búast að framkvæmdirnar hefjist fyrr en nokkru seinna ef til vill ekki fyrr en í marz. Þetta væri í stuttu máli afrekaskrá Alþýðu- bandalagsins í upphafi stjórnar þess á borgarmálum Reykvíkinga. Þetta væri sú staðreynd sem við blasti þegar litið væri yfir feril sigurvegaranna frá í vor. Alþýðubandalagið í f yrirheitaham Markús Örn sagði, að enn á ný væri Alþýðubandalagið í fyrir- heitaham. Nú væri það hið vænt- anlega ár barnsins 1979, sem gefið hefur menntamálaráðherra flokksins tækifæri til að slá svolítið um sig frammi fyrir uppeldisfrömuðum og barnavinum og síðast en ekki sízt á undirbún- ingsráðstefnu barnaársins. Þar var enn á ný lofað nokkrum stórátökum í dagvistarmálum. Gott og vel. Ráðherrann gat enn innsiglað þennan vilja sinn ef hann raunverulega var fyrir hendi með innskoti í fjárlagafrumvarpið sem þá hafði enn ekki verið lagt fyrir Alþingi. Ríkið á nefnilega að taka þátt í stofnkostnaði dagvist- arstofnana. Og hver væru svo stórvirkin sem núverandi vinstri stjórn með aðild Alþýðubanda- lagsins ætlaði að gera í mála- flokknum? Þessum forgangsflokki verklegra.framkvæmda á barnaár- inu? Jú, í frumvarpinu væri gert ráð fyrir 230 milljóna framlagi ríkisins 1979 í stað 180 milljóna í fjárlógum þessa árs. Hlutfallsleg hækkun á þessum lið milli ára er afskaplega lík því og gerist almennt á öðrum gjaldaliðum eins og þeir eru í frumvarpinu. Það eru öll stórmerkin. Ráðherrann megi heldur betur taka sig saman í andlitinu og toga í taumana upp í fjármálaráðuneyti eða niður í fjárveitinganefnd til að gera sig ekki að athlægi frammi fyrir landsins börnum á barnaárinu. Markús Örn sagði, að ekki yrði síður fróðlegt að fylgjast með frammistöðu flokkssystkina ráð- herrans hér í borgarstjórn, þegar áætlað verður fyrir dagvistar- stofnunum á fjárhagsáætlun næsta árs. Þau mega sannarlega láta hendur standa fram úr ermum til að vinna upp frestanir og niðurskurð framkvæmda á dagvistarmálum sem þau hafa staðið að síðustu mánuði og þessi greinargerð talar skýrustu máli um. Þetta er enn eitt dæmi um, að nákvæmlega ekkert mark er tak- Adda Bára: „Þetta er hvala- blástur" andi á Alþýðubandalaginu og sagði Markús Örn Antonsson að lokum. Borgarbúar, verið viðbúnir ólafur B. Thors (S) sagði greinargerðina bera merki verð- bólgu og að því leyti vera dapur- lega. Ýmislegt í mati á endurskoð- un or aði tvímælis en jafnframt því skoðaðist þessi greinargerð sem vísbending um fjármálastjórn meirihlutans. Að svo miklu leyti sem unnt er að leggja greinargerð- ina sem mælikvarða þá sýndist sér ljóst, að borgarbúar yrðu að búa sig undir misvíxlun. Markús Örn Antonsson sagði þá þróun slæma, ef nú hæfust ný- byggingar við ófullgerðar götur. Fyrri meirihluti hefði náð því marki að ganga að miklu leyti frá götum áður en hús væru byggð og kvaðst borgarfulltrúinn sannfærð- ur að slíkt væri vilji borgarbúa. Lækkun vegna bygginga aldraðra Páll Gislason (S) gagnrýndi að dregið hefði úr framkvæmdum við B-álmu Borgarspítalans. Áætlanir um byggingar aldraðra í Furu- gerði og Hafnarbúðum standast, en við Lönguhlíð verður iíklega farið um 35 milljónir fram úr áætlun. Framkvæmdir við' Dal- braut yrðu fyrir 200 milljón krónum lægri upphæð en áætlað var og niðurstaðan væri, að um 165 milljónum minna væri varið til bygginga aldraðra en ætlað var. Þeim peningum hafi því verið varið til einhverra annarra fram- kvæmda. Ef til vill hafi það verið- peningarnir sem talað var um í sumar, að væru í stóra kassanum, og taka mætti úr eftir þörfum. Öllum væri ljóst sagði Páll, að spara þyrfti á öllum þeim sviðum sem hægt væri en óneitanlega kæmi þa einkennilega fyrir sjónir að helzt þyrfti að spara í bygging- um fyrir aldraða og þar sagðist hann meina B-álmu Borgarspítal- ans sem ætlað væri að taka sérstaklega við öldruðu fólki, enn fremur heimilið við Dalbraut sem er sérhannað til að geta veitt meiri þjónustu en tíðkast á öðrum dvalarheimilum. Páll sagði, að sýnilegt væri, að þetta yrði til að það drægist verulega að þessar byggingar kæmust í notkun en bygging B-álmu væri áreiðanlega stærsti áfanginn í því að koma óldrunar- lækningum og hjúkrun aldraðra í viðunandi horf og það eina sem nú væri á döfinni sem verulega leysti vandann. Páll sagði, að á síðustu sjö árum hefði Reykvíkingum eldri en 70 ára fjölgað úr 5211 í 6720 eða um 1509. Það mætti því vera ljóst, að ekki væri skynsamlegt að draga umræddar framkvæmdir. Páll beindi því síðan til borgarráðs- manna, að þeir athuguðu mál þessi gaumgæfilega við gerð fjárhags- áætlunar 1979. Þetta er hvalblástur Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagði, að ummæli Markúsar Arnar Antonssonar væru eins og hvala- blástur. Engu okkar er ljóst hvað vera skuli forgangsverkefni sagði Adda Bára. Æskilegt hefði verið að halda áfram bæði með bygg- ingu slysadeildar og B-álmu Borg- arspítalans. Adda Bára sagði, að þessar 200 milljónir á Dalbrautina hefðu ekki verið og væru ekki til. Almennt sagði hún, að allar framkvæmdir síðari hluta ársins væru bundnar því sem fast hefði verið. Orð Birgis ísleifs rétt Kristján Benediktsson (F) sagði greinargerð þessa bera þess vott, að mikið hafi verið til í því sem Birgir ísleifur Gunnarsson hafi sagt, að skeea hefði þurft meira niður ef átt hefði að ná jöfnuði. Kristján kvaðst undrandi á málflutningi Markúsar Arnar og Ólafs B. því með málflutningi sínum væru þeir að ræða um eigin framkvæmdaáætlun að verulegu leyti. I sumar hafi því verið bjargað sem hægt var. Rangt væri hjá Ólafi B. Thors, að skýrslan bæri vott um hvað meirihlutinn vildi heldur hve þrotabúið hefði verið mikið. Kristján sagði, að tekist hefði að bjarga nokkru, en rétt hefði verið hjá Birgi ísleifi Gunnarssyni, að meirihlutinn hefði átt að beita sér fyrir meiri niðurskurði. Sjálfstæðismenn hefðu skorið nið- ur annars staðar Albert Guðmundsson (S) sagði rétt, að rætt hefði verið um að skera niður, en ef Sjálfstæðis- flokkurinn hefði fengið að ráða hefði verið tekið af sumum öðrum liðum en núverandi meirihluti gerði. Ábyrgðin ólærð Markús Örn Antonsson sagði að í lagi væri þó hvalablástur heyrðist meðan Greenpeace-menn væru hérlendis. Sjálfstæðismenn hefðu sínar meiningar um niður- skurð en mestu máli skipti, að niðurskuður væri framkvæmdur á ábyrgan hátt hvað Alþýðubanda- lagið ætti enn ólært. Sakleysisleg- ar yfirlýsingar meirihlutans stSeð- ust því greinilega ekki þegar á hólminn væri komið, sízt af öllu hvað snerti dagvistunarstofnanir. Hvar eru peningarnir? Davíð Oddsson spurði fyrst um 700 milljónirnar sem hefðu verið til í sumar, hvar væru þær nú?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.