Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 4 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 266. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sadat vill dagsetningu París, 20. nóvember. Reuter. ANWAR Sadat íorseti sagði í dag að hann mundi ekki undirrita íriðarsamning við ísrael nema hann væri tengdur nákvæmri dagsetningu upphafs sjálfstjórnar Palestínumanna á vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Hann sagði að hann vildi að sjálfstjórn hæfist þegar lokið væri fyrsta þætti brottflutnings ísra- elsmanna frá Sinai. Þetta ætti að gerast ekki miklu seinna en sex til níu mánuðum eftir undirritun samningsins. Forsetinn sagði þetta í viðtali við franska sjónvarpið. Viðtalið var tekið í Kaíró og birtist í sjónvarpinu í kvöld. I Jerúsalem batt Menachem 4 fórust í sprengingu Tel Aviv, 20. nóvember. AP. ELLEFU manns voru enn á sjúkrahúsi í dag eftir að áætlunarbíll á leið til Jerúsal- em var sprengdur í loft upp í gær og fjórir menn fórust, að því er fréttir hermdu í dag. Af hinum látnu þekktust aðeins þrír þeirra, belgískur ferðamaður, 18 ára gamall, og tveir ísraelskir borgarar. Ann- ars voru flestir farþegar bílsins erlendir, frá Svíþjóð, Kanada og Bretlandi flestir. Þessi sprenging er ein þriggja í gær en þá var liðið nákvæmlega eitt ár frá hinni sögulegu ferð Sadats til Jerú- salem. Begin forsætisráðherra vonir sín- ar við það í dag að klukkan yrði færð aftur til þess tíma áður en viðræðurnar við Egypta komust í ógöngur vegna ágreinings um tímasetningu brottflutnings ísra- elsmanna. Begin lýsti því yfir í gær að hann væri reiðubúinn að sam- þykkja samningsdrög sem Banda- ríkjamenn höfðu samþykkt eins og þau hefðu verið 11. nóvember. Þetta merkir að sögn embættis- manna að Begin sé nú reiðubúinn að undirrita samningsdrög sem hann taldi óviðunandi fyrir níu dögum. Egypzka sendinefndin í friðar- viðræðunum í Washington var ekki farin að krefjast kosninga um heimastjórn á vesturbakkanum og Gaza sex mánuðum eftir gerð friðarsamnings þegar viðræðurnar komust í sjálfheldu 11. nóvember. Begin tók fram að ísraelsmenn gætu ekki sætt sig við tímasetn- ingu Egypta og heldur ekki málamiðlunartillögu Bandaríkja- manna um að kosningar fari fram að 12 mánuðum liðnum. Begin sagði að hann gæti fallizt á drögin frá því fyrir 11. nóvem- ber, jafnvel þótt þar væri tvennt sem ísraelsmenn hefðu mótmælt til þessa — um að samningurinn verði grundvöllur framtíðasamn- inga við Arabaríki og ófullnægj- andi orðalag um Gaza. Ljósm. Mbl. Árni Johnsen. — símamynd AP Jónína Sigmarsdóttir flugfreyja á Joseps Fraser einkasjúkrahúsinu í Colombo í gær, þar sem hún nýtur góðrar umönnunar og er óðum að hressast, en viðtal við Jónínu og hinar flugfreyjurnar þrjár birtist á baksíðu. Harald Snœhólm í samtali viðMorgunblaðið: „Rankaði við mérklemmdur undir tré og eldtungurnar teygðu sig að mér” Frá Árna Johnsen, blaðamanni Mbl. í Colombo í gær. Colombo, 20. nóv. 1978. „ÞETTA ER búin að vera meiri martröðin,“ sagði Harald Snæhólm flugstjóri í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Aðflugið virtist allt vera í lagi og ég skil ekki, hvað getur hafa skeð. Ég hélt hann væri alveg að snerta brautina, því það var búið að draga það mikið úr afli hreyflanna, hjólin komin niður, flapsar á og vélin búin að lækka sig það lengi. Skyndilega þegar ég hélt, að hann væri að lenda, gaf hann á fullt og þá sagði ég við Ernu, sem ég sat hjá í aftureldhúsinu: „Nú er eitthvað að ske,“ og rétt í því var eins og vélin skylli harkalega niður á hjójin og ég hélt það væri á brautinni. En eftir höggið hoppaði vélin upp og niður og kastaðist til vinstri. Við Erna vorum þá búin að leysa beltin, en um leið og vélin skall á jörðina með feikilegu braki og brestum, hentist ég í vegginn á móti eldhússætunum, og þá sá ég að vélin hafði brotnað að framan og eldur var kominn upp í miðri vélinni, á sama tíma og vélin plægði jörðina áfram. En þá rotaðist ég og rankaði við mér aftur þar sem ég var klemmdur undir tré. Þar urðu sprengingar og eldtungur, fólk grátandi og veinandi allt um kring og eldtungurnar teygðu sig í átt að mér, en ég var lamaður í fótunum og rétt gat krafsað mig frá eldinum. En síðan komu tveir innfæddir og hjálpuðu mér. Ég gat heldur ekki hrópað, því ég fékk það mikið högg fyrir bringspalirnar. Það var engin ókyrrð eða neitt Harald Snæhólm slíkt í loftinu. Þegar vélin hafði verið í 7000 feta hæð var ég frammi í og sá þá í radarnum, að það voru smá þrumuhnoðrar allt í kring, en slíkt er ekki óalgengt. Annars get ég sagt þér undar- legan draum, sem vinur minn sagði mér rétt áður en ég fór út. Hann Árni Þormóðsson á Nes- kaupstað hitti mig, sagðist hafa dreymt mig svo mikið og því hefði hann látið ráða drauminn. Hann spurði mig, hvort það væri ákveðið, að ég yrði flugstjóri á DC 10, en ég sagði það ekki ákveðið. Þú verður fyrir happi bráðlega, mjög miklu happi," sagði hann. Og ég tel, að svo hafi verið, að lenda hérna megin út úr þessu hræðilega slysi. Ég þarf að þakka Árna fyrir drauminn." Rændu fer ju á Bosporus Istanbul, Tyrklandi. 20. nóv, AP ÖRYGGISVERÐIR handtóku í dag að minnsta kosti 400 manns og bundu þannig endi á ferjurán á Bosporus-sundi. Eltu öryggisverðirnir ferjuna á tveimur lögreglubátum um allt Bosporus, en ferjunni var siglt fram og aftur um sundið meðan á eltingarleikum stóð. Um borð í ferjunni voru um 750 farþegar og voru allir karlmenn færðir til yfirheyrslu, en konum og börnum sleppt þegar skipinu var snúið til hafnar í Istanbul. Embættismenn sögðu að „her- skáir Mao-istar“ hefðu rænt ferjunni í hefndarskyni fyrir að vera ekki leyft að sækja jarðar- för eins félaga þeirra í bænum Morgue.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.