Morgunblaðið - 07.12.1978, Síða 10

Morgunblaðið - 07.12.1978, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 Happdrætti Háskólans: Hæsti mögulegi vinn- ingur 45 milljónir kr. HAPPDRÆTTI Háskólans hefur nýlega kynnt vinn- injíaskrá sína fyrir árið 1979 og kemur þar fram, að heildarfjöldi vinninga verð- ur 135.000 og upphæðin samtals rúmlega 4,5 millj- arðar króna. Hæsti mögulegi vinningur Mímir styrkir Baráttuhreyf- ingu 1. des. FÉLAGSFUNDUR Mímis, nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni haldinn 28. nóvember lýsti yfir eindregn- um stuðningi sínum við starf og kröfur Baráttuhreyfingar 1. des. Félagsfundurinn sam- þykkti að senda hreyfingunni kr. 10.000 sem táknrænt fram- lag starfi hennar til styrktar. á næsta ári verður dreginn út í desember og er hann 45 milljónir króna, en hann getur fengið sá er á fjóra miða og trompmiða að auki, alla með sama númeri. Fái hann 5 milljón króna vinning margfaldast hann upp í 45 milljónir króna samtals. Lægstu vinningar á næsta ári verða kr. 25.000 en voru áður 10.000 kr. og verða þeir samtals 115.524. 50.000 króna vinningar verða 14.355, 100.000 króna vinningar rúm- lega 4.000, 500.000 króna vinningar tvöfalt fleiri en áður eða 432, 198 einnar milljónar króna vinningar, 18 tveggja milljóna króna vinn- ingar og 9 vinningar á 5 milljónir. Heildartala vinn- inga ársins hækkar um 1.361 milljón króna. Miðaverðið á næsta ári verður kr. 1.000. (ir 2200 fermetra stórum sal verzlunarinnar. Stórmarkaður KRON opn- aður við Skemmuveg KRON opnaði s.l. föstudaji nýja verzlun að Skemmuvejfi 4A í Kópavojfi og ber verzlunin nafnið HEIMILIS ÖRYCCI Ekkert heimíli ætti aö vera án þess öryggis, sem reykskynjari veitir. Eldur getur brotist út hvar sem er og hvenær sem er. Þetta einfalda og ódýra öryggistæki getur bjargaö mannslífi, þaö gefur frá sér löng sírenuhljóð ef um reyk í íbúöinni er aö ræöa. Einfalt í uppsetningu og fyrirferöarlítiö. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTt 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 15655 Stórmarkaður, en verzlunar- húsnæðið er á 2200 fermetra hæð ojf er að söjfn kaupfélajfsstjórans, Injfólfs Ólafssonar. lögð sérstök áherzla á láj; vöruverð. Fjöldi jfesta var viðstaddur opnun verzlunarinnar þar sem kaupfélajfsstjórinn flutti ávarp og lýsti húsakynnum. Rúmjfóð bílastæði eru við Stórmarkaðinn og er sérstakt snjóbræðslukcrfi á því svæði. Lögð hefur verið áherzla á rúmgott verzlunarpiáss og það vakti athygli við opnunina að sérstakur hjólastóll er við útidyrnar fyrir þá viðskiptavini sem þurfa á þvi' tæki að halda. Stórmarkaður KRON er byggður á lóð sem kaupfélagið fékk úthlutað hjá Kópavogskaup- stað árið 1976. en byggingartími hússins var um 20 mánuðir. Húsið er á tveimur hæðum og er hvor hæð um 2200 fermetrar að flatarmáli. Verslunin verður á efri hæðinni og er sölurými um 1700 fermetrar. Á neðri hæðinni er m.a. Efnagerðin Rekord. Byggingarkostnaður hússins ásamt innréttingum fyrir verslun- ina var áætlaður 300 milljónir króna og eru líkur á, að sú áætlun standist nokkurn veginn. Búið er að malbika bílastæði og lóð kringum húsið. Verslunin verður vel búin tækjum og innréttingum. Inn- réttingarnar eru flestar keyptar frá sænska samvinnusambandinu en nokkur hluti þeirra er smíðaður hér innanlands. í desember verður lögð aðal- áhersla á verslun með matvörur, pappírsvörur, kerti, leikföng og gjafavörur. Síðar er gert ráð fyrir að bæta við fatnaði og algengustu búsáholdum, enn fremur ferða- og sportvörum. Verslunarstjórar verða fyrst um sinn Guðmundur Ingimundarson og Gunnlaugur Þórhallsson. Húsið er teiknað af Teiknistofu Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Starfsf ólk ASl fær verðtryggðan lífeyri STARFSFÓLK Alþýðu- sambands íslands er allt í lífeyrissjóði ríkisstarfs- manna og nýtur þar með verðtryggðs lífeyris, þótt starfsfólk aðildarfélaga sambandsins eða félagar innan ASÍ njóti ekki slíkra kjara. Þá er t.d. starfsfólk Vinnuveitendasambands íslands ekki með verð- tryggðan lífeyrissióð eins og starfsmenn ASI. Ástæð- an er að fyrir aHmörgum árum samdi ASÍ við líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins um að starfsfólk ASÍ yrði félagar í sjóðnum. Hins vegar greiðir ASI sjálft verðtrygginguna, en ekki ríkissjóður, sem greið- ir fyrir ríkisstarfsmenn. Samkvæmt upplýsingum Eyjólfs Jónssonar, skrifstofustjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins, eru allmörg ár síðan starfsmenn ASÍ urðu félagar í lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna, en um árabil var í lögum sjóðsins ákvæði, er gaf heimild til samninga við sjálfs- eignarstofnanir, sem störfuðu í almenningsþágu um aðild starfs- fólks þeirra að sjóðnum. Samdi ASÍ þá um aðild starfsfólks síns. Allmörg félög hafa slíka samninga við lífeyrissjóðinn og má þar m.a. nefna Rauða kross Islands, fjölda sveitarfélaga, ýmsar góðgerðar- stofnanir, starfsmenn landshluta- samtaka, starfsmenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, starfs- menn aðildarfélaga BSRB, starfs- menn sparisjóða, starfsfólk sam- norrænna stofnana, uppeldis- og heilbrigðisstofnana, sem reknar eru af sjálfstæðum styrktar- eða líknarfélögum, starfsmenn Búnaðarfélags íslands, verzlunar- skólakennarar og starfsmenn stjórnmálaflokka. Ýmist hafa þessir hópar náð samningum við lífeyrissjóðinn á meðan áðurnefnt ákvæði var í gildi, eða þeir hafa öðlast þátttökuheimild í sjóðnum með sérstökum lögum þar um. Má þar m.a. nefna starfsmenn stjórn- málaflokka. Eyjólfur Jónsson sagði, að allir þessir sjálfstæðu aðilar, sem fengið hefðu aðild að sjóðnum með þessum hætti, bæru ábyrgð á verðtryggingu starfsmanna sinna, sem yrði þannig ekki byrði á ríkissjóði eða skattgreiðendum. í flestum tilfellum er þátttaka þessara hópa komin til áður en lífeyrissjóðir urðu svo almennir sem þeir nú eru í íslenzku þjóðfélagi. Lágmarkið, sem er til þátttöku í sjóðnum, er að viðkom- andi starfsmaður sé í föstu starfi, sem sé að minnsta kosti lh starf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.