Morgunblaðið - 07.12.1978, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978
22
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Þeir ky nda
veróbólguelda
Sú óðaverðbólga, sem enn
geisar á íslandi á rætur
sínar að rekja til stjórnar-
skipta á miðju sumri 1971. Þá
lét Viðreisnarstjórnin af völd-
um og vinstri stjórn undir
forsæti Ólafs Jóhannessonar
tók við. Viðreisnarstjórnin
skilaði frá sér góðu búi, með
digrum sjóðum og verðbólgu,
sem nam um 7%.
Vinstri stjórnin, sem við tók
þetta sumar þoldi ekki þessa
góðu daga og kunni fótum
sínum ekki forráð. Til hennar
var stofnað með sérstæðum
hætti. Hvað eftir annað, með-
an á stjórnarmyndunarviðræð-
um stóð, hvatti Ólafur Jóhann-
esson, formaður Framsóknar-
flokksins til þess, að menn
hespuðu stjórnarmyndunina
af, þótt málefnasamstaða hefði
ekki náðst, um það væri hægt
að tala síðar. Segja má, að sú
afstaða hafi einkennt störf
þeirrar ríkisstjórnar allt henn-
ar skeið. Þegar er stjórnin tók
við völdum byrjaði hún að eyða
þeim sjóðum, sem viðreisnar-
stjórnin skildi eftir sig. I þá
daga var talað um, að vinstri
stjórnin hefði efnt til mikillar
veizlu á fyrstu valdamánuðum
sínum. Á örskömmum tíma fór
allt úr böndum. Engin stjórn
var á efnahagslífi landsins,
stjórn peningamála fór úr
böndum, stöðugt hallaði undan
fæti hjá ríkissjóði, sem stefndi
í mikinn hallarekstur eftir
trausta fjármálastjórn Magn-
úsar Jónssonar. Á fyrsta
valdaári vinstri stjórnarinnar
tvöfaldaðist verðbólgan frá
því, sem hún hafði verið við
stjórnarskiptin og á árinu 1973
tvöfaldaðist hún enn og komst
upp í 34% eða þar um bil.
Þetta eru óhrekjanlegar
staðreyndir og þýðingarlaust
fyrir Tímann eða aðra að
reyna að halda öðru fram.
Enginn bar meiri ábyrgð á
þessari þróun mála en Ólafur
Jóhannesson, forsætisráðherra
þeirrar stjórnar en hann naut
dyggilegs stuðnings Lúðvíks
Jósepssonar og Alþýðubanda-
lagsins við að kynda verð-
bólgubálið. Á árinu 1974 keyrði
þó um þverbak. I upphafi þess
árs voru gerðir kjarasamning-
ar, sem lengi verða í minnum
hafðir. Þessir samningar voru
gerðir undir handarjaðri ríkis-
stjórnar Ólafs Jóhannessonar.
Hann sendi þrjá ráðherra sína
til þess að sitja yfir samninga-
mönnum á Hótel Loftleiðum
nætur og daga, vikum saman.
Kjarasamningarnir í febrú-
ar 1974 voru gerðir og undirrit-
aður með blessun rikisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar. Áhyggj-
um vinnuveitenda vegna þess,
sem var að gerast, var svarað
með brosi út í annað munnvik-
ið, og því, að þeir yrðu að kasta
sér til sunds, þótt þeir sæju
ekki til lands. Þetta einstæða
ábyrgðarleysi landsfeðranna
veturinn 1974 leiddi til þess, að
verðbólgan komst upp í54%.
Þegar allt var komið í óefni
hjá vinstri stjórninni vorið
1974 hélt hún þannig á málum
undir forystu Ólafs Jóhannes-
sonar, að forseti ASI taldi sig
hafa verið rekinn úr ríkis-
stjórninni.
Síðan lét Ólafur Jóhannes-
son sér til hugar koma, að
Sjálfstæðisflokkurinn mundi
bjarga honum út úr þeim
ógöngum, sem hann var kom-
inn í! Auðvitað fóru fram
kosningar, vinstri stjórnin
fékk sinn dóm og Sjálfstæðis-
flokkurinn tók við stjórnarfor-
ystu.
Á þremur árum tókst ríkis-
stjórn Geirs Haligrímssonar
að ná þeim árangri í barátt-
unni við verðbólguna, að á
miðju ári var hún komin niður
í 26% úr 54% sem var viðskiln-
aður vinstri stjórnarinnar.
Vörið 1977 hófust örlagaríkir
kjarasamningar, sem augljós-
lega hlutu að ráða úrslitum um
það hver verðbólguþróunin
yrði að þeim gerðum. Hvað
gerist þá? Ólafur Jóhannesson,
formaður Framsóknarflokks-
ins og viðskiptaráðherra, lýsti
því yfir, að auðvitað bæri að
ganga að tilteknum kröfum
verkalýðssamtakanna. Þar
með var teningnum kastað.
Utilokað var, að verkalýðsfor-
ystan teldi sig geta samið um
minna — en forystumaður
annars stjórnarflokksins taldi
sjálfsagt 'og eðlilegt. I þessu
skipti engu, þótt formaður
Framsóknarflokksins teldi sig
hafa sett ýmsa fyrirvara.
Eftir þessa yfirlýsingu Ólafs
Jóhannessonar var leikurinn
tapaður og verðbólgan fór
vaxandi á ný eins og Morgun-
blaðið benti rækilega á að
mundi gerast bæði fyrir og
eftir þessa örlagaríku kjara-
samninga. Kannski voru það
mestu mistök Sjálfstæðis-
flokksins að láta þá ekki
skerast í odda og rjúfa sam-
starfið. Ætla mætti, að núver-
andi forsætisráðherra hefði
eitthvað lært af þeim örlaga-
ríku mistökum, sem honum
hafa orðið á á ráðherraferli
sínum í þessum efnum. En
bersýnilegt er að svo er ekki.
Enn skal Ieika sama leikinn. I
stað þess að styðja tillögur
Alþýðuflokksins, sem hefðu
verið raunhæft viðnám gegn
verðbólgu, ef framfylgt hefði
verið, lýsir forsætisráðherra
stuðningi við tillögur Alþýðu-
bandalagsins, sem eru þannig
úr garði gerðar, að þótt í þeim
felist vísitöluskerðing, sem er
óhjákvæmileg, útiloka þær
engu að síður árangur í verð-
bólgubaráttunni vegna þess að
gert er ráð fyrir stórfelldri
skattlagningu og fjáraustri úr
ríkissjóði á móti.
Þegar þessi saga frá miðju
sumri 1971 til dagsins í dag er
höfð í huga verður væntanlega
ljóst, að enginn einn maður ber
meiri ábyrgð á óðaverðbólg-
unni en Ólafur Jóhannesson,
forsætisráðherra, sem vissu-
lega hefur notið dyggilegs
stuðnings Alþýðubandalagsins
bæði 1971—1974 og nú síðustu
mánuði við að kynda verð-
bólguelda.
Kalt borö
og kertaliós
LOKAÐ var fyrir rafmagn hjá
Félagsstofnun stúdcnta í gær-
morgun. vegna skuldar
stofnunarinnar við Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. í gærkvöldi
var enn rafmagnslaust, og
engin lausn f fjárhagsvanda
stofnunarinnar í sjónmáli.
Skúli Thoroddsen, forstöðu-
maður Félagsstofnunarinnar,
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær, að skuldin við Rafmagns-
veituna næmi nú rúmlega 10
milljónum króna, eða nákvæm-
lega 10.707.864.00 krónum. Væri
þetta orkureikningur fyrir það
sem af er þessu ári, en
rafmagnsreikningar fyrir árið
1977 sagði Skúli að hefðu verið
greiddir upp í október síðást
liðnum.
„Við höfum engin ráð til
úrbóta," sagði Skúli, „þetta
hefur lengi legið í loftinu, þetta
hefur verið fyrirsjáanlegt um
talsvert langan tíma. Þessi
skuld við Rafmagnsveituna
stafar af. greiðsluerfiðleikum
undanfarin ár, en þessir
Lokað fyrir
rafmagn hjá
Félagsstofnun
stúdenta
reikningar hafa mætt afgangi
hjá okkur, auk þess sem ekki
hefur verið unnt að greiða
opinber gjöld, afborganir og
vexti af lánum, og ýmis launa-
tengd gjöld.
Þess í stað höfum við reynt að
greiða viðhald á stofnuninni og
eigum hennar, og greitt fyrir
hráefni til mötuneytisins."
Skúli sagði ennfremur, að
hann hefði ekki náð sambandi
við neinn ráðherrann vegna
þessa máls, en ríkisstjórninni
hefði verið gerð grein fyrir
málinu hinn 13. nóvember síðast
liðinn. Sagði Skúli að sótt hefði
verið um 25 milljóna króna
aukafjárveitingu, en alls vant-
aði stofnunina raunverulega um
58 milljónir til þess að endar
næðu saman. Alls skorti 72
milljónir, en upp í það væru til
14 milljónir, þannig mismunur-
inn væri 58 milljónir króna.
„Þetta bágborna ástand er
bein afleiðing þess að undanfar-
in ár hefur Félagsstofnunin
aöeins fengið um 30% af umbeð-
inni fjárveitingu," sagði Skúli
enn fremur, „og það hlýtur fyrr
eða síðar að leiða til þess að
stofnunin kemst hreinlega í
greiðsluþrot. Á næsta ári er enn
gert ráð fyrir því að við fáum
tæplega 30% samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu." Sagði Skúli,
að þetta ástand hefði varað um
all mörg undanfarin ár, en einna
skást hefði það verið árið 1970,
þá hefði Félagsstofnunin fengið
um 70% af umbeðinni fjárveit-
ingu.
Að lokum sagði Skúli, að
erfitt væri að halda starfsemi
Félagsstofnunarinnar gangandi
við þessar aðstæður. „Við gáfum
fólki kalt, smurt brauð í dag, og
hér á skrifstofunni vinnum við
við kertaljós."
Fólk varð að gera sér það að góðu að borða kalt brauð við kertaljós í Félagsstofnun stúdenta í gær,
vegna þess að lokað hafði verið fyrir rafmagnið. Ljósm: Emiiía
Trúi ekki öðru en ráðu-
neytið hafi gengið í málið
— segir Ragnar Arnalds menntamálaráðherra
„ÉG FÓR fyrir nokkru síðan
fram á aukafjárveitingu til
Félagsmálastofnunarinnar,
vegna þess að þá var íyrirsjá-
anlegt að lokað yrði fyrir
rafmagn hjá stöfnuninni vegna
greiðsluerfiðleika,“ sagði
Ragnar Arnalds mcnntamála-
ráðherra, er Morgunblaðið bar
undir hann fjárhagserfiðleika
Félagsstofnunar stúdenta.
Sagði Ragnar að þessi beiðni
um aukafjárveitingu hefði enn
ekki verið afgreidd, en hann
hefði hins vegar rætt málið við
fjármálaráðherra, Tómas Árna-
son, „og ég trúi ekki öðru en að
gengið hafi verið í að leysa
málið,“ sagði Ragnar.
Menntamálaráðherra sagði,
að sér hefði verið það ljóst fyrir
einu ári síðan, að fjárveitingin
til Félagsstofnunarinnar væri
ekki nægilega há, en ekki heði
verið tekið tillit til tillögu er
hann hefði flutt um hækkun á
fjárveitingunni. „Þetta kemur
því ekkert á óvart núna, en það
er þó ljóst að hallinn á árinu er
mun meiri en nokkurn gat órað
fyrir, og á hann sér væntanlega
að nokkru skýringar í lélegri
afkomu hótelrekstursins hjá
stúdentum í sumar,“ sagði
Ragnar Arnalds að lokum.
Morgunblaðinu tókst ekki að
ná tali af Tómasi Árnasyni
fjármálaráðherra í gær vegna
þessa máls. Ráðuneytisstjóri
fjármálaráðuneytisins, Hösk-
uldur Jónsson, sagði hins vegar í
gærkvöldi, að hann vissi til þess
að opnað hefði verið fyrir
rafmagnið til félagsstofnunar
og taldi að það hefði verið gert
fyrir tilmæli fjármálaráðherra
en kvaðst ekki vita til að
greiðslur hefðu farið fram af
hálfu ráðuneytisins.
Þekki málið ekki
— segir Höskuldur Jóns8on, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis