Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 1-30-40 Glæsileg ný um 70 ferm. 2ja herb. íbúö viö Hjallabraut í Noröurbænum Hafnarfiröi. Stór stofa, suöur svalir, svefnherb., eldhús ásamt búri og þvottaherb. og sérgeymsla í kjallara ásamt sameign) Vandaöar innréttingar, viöar- klæöningar og sérlega vönduö eign. Laus strax. Eignagarður Garöastræti 2 1-30-40 Haraldur Jónasson sölustjóri, Jón Oddsson hrl. Fyrri jólafundur SINE veröur haldinn fimmtudaginn 28. des. n.k. í Félagsstofnun Stúdenta v/ Hringbraut, og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Endurskoöun úthlutunarreglna, Aögeröir í endurgreiöslumálum. Önnur hagsmunamál. Starfsemi sambandsins. Fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu SÍNE frá 27. des., Þ- á m. nýjustu hugmyndir varöandi úthlutunarreglur. Dagsetning síöari jólafundinum veröur ákveöin á hinum fyrri, og auglýst síöar. Stjórn SÍNE. Dregið hefur verið í jóladagatalahappdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu hjá borgarfógetanum í Reykjavík fyrir tímabiliö 16—24. desember og upp komu þessi númer: 16. des. 0417 17. des. 1598 18. des. 1752 19. des. 1108 20. des. 0709 21. des. 0500 22. des. 0430 23. des. 1516 24. des. 1783. Kiwanisklúbburinn Hekla, Reykjavík. jltripííiMa&A óskar eftir blaðburðarfólki Valdimar Björnsson skrifar að vestan: „Sá ungi maður ætti að komast til íslands” Vilhjálmur Holm — Bill Holm er það reyndar — er að koma „heim“ til íslands á ævintýra- legan hátt. Hann tclur langþráða dvöl á íslandi sem virkilegt ævintýri, kemur með skipi fyrir áramót — með Bakkafossi Eim- skipafélagsins frá Norfolk, og hefur bflinn með. Þessi ungi maður, 35 ára, er söngmaður, organisti, pianisti, skáld og háskólakennari, að eitthvað sé nefnt. og náði Ful- hright-styrk til að stunda nám og kenna við Háskóla íslands. Það sem hann mun kenna eru ameri'skar bókemenntir. Hann hlakkar mjög til ársdvalar á íslandi og er vonin sú að hann geti fullkomnað sig í málinu. Minnst hefur verið á Bill Holm í nokkrum greinum undanfarið, eftir þennan höfund. og bezt er að segja frá ferli hans mcð sömu orðum er notuð voru í grein í Lögberg-Ileimskringlu í Winni- peg í vor sem leið, þegar fréttin kom um Fulbright-styrkinn. Svo mörg voru þau orði Vinir hans „Bill“ Holm, og þeir eru fjölda margir víða, fagna þeirri frétt, að hann hefur fengið Fulbright styrkinn til framhalds- náms við Háskóla Islands. Hann á heima í Minneota, þar sem hann fæddist á bóndabæ þar nálægt, kenndi í austurríkjunum um tíma en hefur um nokkurt skeið verið kennari í ensku og í Skandinavísk- um bókmenntum við Lakeview Community College í White Bear Lake, nálægt St. Paul. „Sá ungi maður ætti að komast til Islands og fullkomnast í málinu," sagði séra Bragi Friðriks- son í Garðabæ, formaður Þjóð- ræknisfélagsins í Reykjavík er hann kynntist Vilhjálmi Holm hér úti. Nafn þessa efniega hljómlista- manns og kennara hefur uppruna- lega verið Vilhjálmur en bæði William Holm faðir hans og ungi maðurinn sjálfur hafa verið kallaðir „Bill.“. Bill Ilolm Fulbrights styrkþeginn er kominn af Austfirskum ættum sem héldu Vilhjálmsnafninu í heiðri; langamma hans hét Soffía Vilhjálmsdóttir og maður hennar sem tók Holm sem ættarnafn var Jóhannes Sveinsson frá Kóreks- stöðum í Hjaltastaðaþinghá, hreppstjóri í sinni sveit. Sveinn Holm, afi hans, átti þrjá bræður, Gunnar, Vilhjálm og Guðjón Gunnlaug. — Kona Sveins, amma mannsins, sem hefur langað svo lengi að sækja nám á Islandi, var Ingibjörg Björnsdóttir Danne- brogsmanns Gíslasonar og Sigríð- ar Sigfúsdóttur. Foreldrar William Holm’s eru bæði dáin, faðir hans fyrir nokkr- um árum og Jónína Hermanns- dóttir Jósepssonar, móðir hans, dó nýlega. — Var móðir Jónu, eins og hún var kölluð, Kristín Þórðar- dóttir, Austfirsk og þingeysk að ætt, og Hermann var sonur Vigfúsar Jósepssonar og fæddist hann í Vopnafirði. Jóna heitin heimsótti Island fyrir fáeinum árum, ásamt Sigþóru Cassidy, systur sinni, frá Boston, sem fékk Fálkaorðuna fyrir nokkrum árum fyrir margvíslega aðstoð sem hún veitti íslendingum frá heimaland- inu. Bill Holm mun áreiðanlega njóta námsstyrksins á Islandi; er hann ekki eingöngu alíslenskur að ætterni hann er það líka í anda. — Hann er prýðilegur söngmaður, organisti og píanisti. — Þar að auki er hann nýtísku skáld — á ensku — og leiðandi maður í félagsskapnum „Poetry Outloud" og hefur hann haft forystu á ótal fundum um allt Minnesotaríkið, þar sem yngri skáld lesa upp ljóð sín. Hann hefur margsinnis sungið íslenska söngva við ýmsar at- hafnir og nær framburðinum merkilega vel. Kennslufyrirlestrar hans um íslenskar fornsögur eru líflegir og hrífandi. Þær eru ekki fáar greinarnar sem birtst hafa eftir Bill Holm í ýmsum tímaritum, helst í „Minne- sota Monthly" og á hann ekki ýkja langt að rækja ritmennskuna. Afa bróðir hans var líklegast best þekktur meðal íslendinga sem stundað hafa blaðamennsku. Guðjón Gunnlaugur Holm hét hann, en kallaði sig John G. Holme. Útskrifaður úr Minnesota háskólanum, varð hann kennari um tíma, en strax á eftir blaða- maður við Minneapolis Journal, Chieago Tribune, San Francisco Examiner, New York Evening Post, John G. Holme, sem dó 45 ára 1922, samdi bók um Leonard Wood 1920, þegar sá leiðtogi reyndi að ná útnefningu Republik- ana-flokksins í forsetakosningun- um. Valdimar Björnsson. Sönglög Sigurðar í Birtingaholti Sigurður Ágústsson tón- skáld frá Birtingarholti hefur gefið út 2. hefti sönglaga sinna og er heftið með 23 lögum fyrir karla- kór og blandaðan kór. Fyrsta heftið með 20 lögum kom út á s.l. ári og var það með einsöngslögum. „Þetta er meginhlutinn af mínum lögum," sagði Forsíða 2. heftis sönglaga Sigurðar. Sigurður Ágústsson í Birtingarholti. Sigurður í spjalli við Mbl. en hann kvaðst hafa í huga að gefa út eitt hefti ennþá. Gunnar Sigurjónsson hefur annazt nótna- og letur- skrift, en forsíðu heftisins gerði Jóndi listmálari í Lambey í Fljótshlíð á Rangárvöllum, Jón Krist- insson. Sigurður var bóndi og kenndi jafnframt í 20 ár, en hann hefur unnið mikið að kórsstjórn í sínum heima- högum. Undanfarin ár hef- ur hann verið skólastjóri Tónlistarskóla Árnessýslu en af því starfi lét hann s.l. vor. Lög Sigurðar hafa verið sungin víða um land og í útvarpi. „Það er misjafnt hvernig þessi lög verða til,“ sagði hann, „oftast eru þau sam- in við ljóð, en stundum verður lagið til fyrst. Það má segja að beinagrindin verði til fyrst í stórum dráttum, en síðan tekur úrvinnslan við og hún tekur oft langan tíma. Þegar ég hef lokið við lag set ég það niður í skúffu í a.m.k. mánuð og helzt vil ég gleyma því alveg þar til ég tek það aftur upp til endurskoðunar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.