Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 15
en að undirbúningi að útgáfu þess hafa unnið prófessor Þorhallur Vilmundarson og Bjarni Vil- hjálmsson, þjóðskjalavörður. Einnig hefur nú verið hafizt handa um ljósprentun fyrri útgáfu bóka Fornritafélagsins, en flestar þeirra hafa verið ófáanlegar um skeið. Eftirtalin fjögur bindi útgáfunnar eru nú fáanleg: Vest- firðinga sögur, Eyrbyggja saga, Grettis saga og Orkneyinga saga. Önnur fimm bindi verða vænt- anlega fáanleg fljótlega á næsta ári, en það eru: Brennu-Njáls saga, Borgfirðinga sögur, Egils saga, Ljósvetninga saga, íslendingabók og Landnám. Stefnt verður að því, að öll bindi útgáfunnar verði fáanleg að nýju ekki síðar en á árinu 1980. Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur haft aðalumboð fyrir útgáfubækur Hins íslenzka forn- ritafélags frá upphafi, en núver- andi forseti félagsins er Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. 50 ár frá stofnun Hins íslenzka fomritafélags plóginn, en útgáfustjóri var prófessor Sigurður Nordal lengst, en síðar prófessor Einar Ólafur Sveinsson. Útgáfustjóri nú er dr. Jakob Benediktsson. Enn á Hið íslenzka fornritafélag mikið verk óunnið, áður en lokið sé útgáfu alllra helztu fornrita ís- lendinga. Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfustarfsemi félagsins und- anfarin ár, en væntanlega verður úr því bætt á næstu árum. Handrit að þremur bindum konungasagna eru nú langt komin, svo að setning getur hafizt á næsta ári. Útgefend- ur þessara binda eru prófessor Bjarni Guðnason, Ólafur Hall- dórsson, handritafræðingur og dr. Bjarni Einarsson. Síðasta bindi Islendingasagna er enn óútgefið, fornrita og endurnýja hana eftir þörfum,“ eins og segir í lögum félagsins. Á þessum 50 árum, sem félagið hefur starfað, hefur það gefið út 17 bindi fornrita, 13 bindi íslendinga- sagna, Heimskringlu í þremur bindum og Orkneyinga sögu. Hafa margir fræðimenn lagt hér hönd á Á ÞESSU ári eru liðin 50 ár frá því Hið íslenzka fornritafélag var stofnað. Jón Ásbjörnsson, hæsta- réttardómari. var frumkvöðull og forgöngumaður að stofnun félagsins og forseti þess um áratuga skeið. Tilgangur félags- ins er „að láta gera vandaða útgáfu allra helztu íslenzkra Landssambandið gegn áfengisbölinu Tollfrjáls innflutningur áfengis verði afnumin verði að efla þar sem það miði að almennu bindindi. LANDSSAMBANDIÐ gegn áfengisbölinu hélt fyrir nokkru þrettánda þing sitt og voru auk kosninga í stjórn sambandsins lagðar fram skýrslur og reikn- ingar, flutt erindi og starfsnefnd- ir lögðu fram drög að ályktunum. Stefán Jóhannsson félagsráðu- nautur flutti erindi um fyrir- komulag stofnana þar sem reynt er að lækna drykkjusýki og hjálpa drykkjusjúklingum til að ná fótfestu í samfélaginu og ólafur Haukur Árnason áfengis- varnaráðunautur flutti erindi um áfengisvarnir. í ályktunum sem samþykktar voru á þinginu er m.a. hvatt til íhugunar um „það mikla böl sem leiðir af áfengisneyslu, sérstaklega vekur þingið athygli á niðurstöð- um rannsókna sem gerðar hafa verið hin síðari ár á notkun áfengis og af.eiðingum hennar. Má þar til nefna rannsóknir yfirlækn- anna dr. Tómasar Helgasonar og Jóhantiesar Bergsveinssonar og Gylfa Ásmundssonar sálfræð- ings.“ Þá var varað við frjálsri sölu bruggefna, skorað er á íslenzk stjórnvöld að afnema tollfrjálsan innflutning ferðamanna á áfengi, beinir því til fjármálaráðuneytis- ins, Hagstofunnar, Þjóðhagsstofn- unar og Háskólans að kannað verði hvað áfengisneyzlan kosti þjóðina, minnt er á hvert gagn megi hafa af sjónvarpinu til áfengisvarna, lýst er ánægju með það sem áunnist hefur að undan- förnu í hjálparstarfi meðal drykkjusjúklinga og lögð er áherzla á að fyrirbyggjandi starf PHILIPS PLÖTUSPILARAR, MARGAR MISMUNANDI GEROIR. PHILIPS BRAUÐRIST SJÁLFVIRK LITSTILLING Á BRAUÐINU. Samtök um svædameðferð andvlg sölu- takmörkunum á vítamínum SAMTÖK um svæðameðferð hafa sent heilbrigðisráðherra bréf og undirskriftalista þar sem mótmælt er fyrirhuguð- um takmörkunum á sölu vítamína og annarra næring- arefna og telja samtökin að misskilningur liggi að baki þeirri ákvörðun að draga þessi lyf af frjálsum markaði. Þá er og mótmælt þeirri ákvörðun að heilsujurtate skuli nú vera í 90% tolli, sem hafi áður verið í 18—35% tolli meðan kaffi og örvandi te séu 10—15% tolli. PHILIPS CASSETTU/SEQULBÖND, FYRIR RAFMAGN OG RAFHLÖÐUR. PHILIPS GRILLOFN. SJÁLFHREINSANDI GRILL OG BÖKUNAROFN. PHILIPS SJÓNVARPSSPIL, 1 LIT EDA SVART-HVlTU. wWgggipÆ u ÍM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 15 Á leið í skóla gcetió að Philips kann tökin á tækninni - Næg bílastæði í Sætúni 8 heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 1 5655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.