Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 Byggingasjóður hefur fengið það fé sem honum ber „ÉG get ómÖKulega skilið hvað framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastjórnar á við því bygginga- sjóður hans hefur fengið greidda alla þá peninga sem hann hefur átt hjá fjármálaráðuneytinu og 48 milljónum betur,“ sagði Hösk- uldur Jónsson ráðuneytisstjóri við Mbl. aðspurður um þá stað- hæfingu Sigurðar E. Guðmunds- sonar í Mbl. að ráðuneytið hefði ekki greitt umsamdar fjárhæðir til Byggingasjóðs. Höskuldur sagði að fjármála- ráðuneytið hefði greitt um síðustu mánaðamót allar innheimtur vegna Húsnæðismálastjórnar og 600 milljónir til viðbótar, sem hefði verið skuld við sjóðinn. Væri ráðuneytið búið að greiða bygg- ingasjóði 48 milljónir umfram það sem því hefði borið. Höskuldur sagði ennfremur, að Byggingasjóður hefði á þessu ári fengið 850 milljónum meira af fé lífeyrissjóðanna en ráðgert var og hefði hann haft til ráðstöfunar 300 milljónir umfram það sem áætlað var. Þá kæmi inn í desember talsvert fé, sem byggingasjóði bæri. Verðjöfnunargjald raforku: Mótmælum ekki hækkuninni meðan önnur leið finnst ekki — segja Rarik og Samband ísl. rafveitna Aðalsteinn Guðjohnsen formaður Sambands ísl. rafveitna Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri ríkisins Fálkinn h.f. opnaði að nýju hljómplötuverzlun sína á Laugavegi 24 nú fyrir skömmu. Hefur verzlunin verið innréttuð á nýjan leik og hannaði Björn Björnsson innréttingarnar. Verzlunarstjóri verzlunarinnar er Asmundur Jónsson (lengst til vinstri á myndinni). Á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni opnunarinnar, voru ennfremur kynntar þrjár hljómplötur, sem Fálkinn h.f. hefur sent frá sér. Eru það „Beztu lög 6. áratugarins“, „Ævintýralandið“, sem er tvöföld barnaplata með leiknum Grimms-ævintýrum, og „Einsöngsperlur“. Erfið fjárhagsstaða T ryggingastofnunar MORGUNBLAÐINU hefur borizt svofelld yfirlýsing frá Sambandi ísl. rafveitna og Rafmagnsveitum ríkisinsi Þegar greinargerð Sambands ísl. rafveitna, dags. 15.12. 78, var send alþingismönnum og fjölmiðl- um, var haft samband við þá stjórnarmenn Sambands ísl. raf- veitna, sem til náðist, og hún efnislega borin undir þá. M.a. tókst ekki að ná til rafmagnsveitu- stjóra ríkisins, sem á sæti í stjórn Sambands ísl. rafveitna, þar sem hann var staddur utanbæjar. Ef rafmagnsveitustjóra hefði gefizt kostur á að sjá greinargerð Sambands ísl. rafveitna, hefði hann gert grein fyrir afstöðu Rafmagnsveitna ríkisins til máls- ins og óskað eftir breytingum á ýmsum köflum í greinargerð Sambands ísl. rafveitna, í sam- ræmi við það, sem fram kemur í greinargerð Rafmagnsveitna ríkis- ins um sama efni, dags. 17.12. 78. Sambandi ísl. rafveitna er og kunnugt um, að Orkubú Vest- fjarða treystir sér ekki til að mótmæla hækkun verðjöfnunar- gjalds, meðan ekki er fundin önnur leið til að leysa fjárhagsvanda þess fyrirtækis. Samband ísl. rafveitna og Raf- magnsveitur ríkisins telja, að í fyrrgreindum greinargerðum hafi sjónarmiðum hvors aðila verið gerð full skil. Tryggingastofnun ríkisins á nú við töluvcrða fjárhagserfiðleika að stríða. Stofnunin hefur ekki getað greitt hluta ríkisins í daggjöldum Borgarspítalans vegna nóvembermánaðar sl. en rikinu ber að greiða 85% gjald anna. Reykjavíkurborg hefur orðið að leggja út allan þennan kostnað og skuldar ríkið borg- inni af þessum sökum miili 400 og 500 milljónir króna auk þess sem ríkið skuldar borginni nálægt 300 milljónir króna vegna halla á Borgarspítalanum á þessu ári. Af hálfu forsvarsmanna borgarinn- ar er sagt að þessi halli sé tilkominn vegna þess að dag- gjöldin hafi verið ákveðin of lág og skuldir hafi verið að safnast upp smám saman á öllu árinu. Gunnar Möller sem gegnir starfi forstjóra Tryggingastofnunar staðfesti að stofnunin ætti í vandræðum með fjármuni vegna þess að ríkissjóður héldi í við stofnunina af ýmsum ástæðum, svo sem að fjárlagaáætlunin hefði verið ófullnægjandi og verðbreyt- ingar meiri en fengizt hefði viðurkennt, svo sem væri víðar en vildi ekki nefna neinar tölur um stöðuna. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu, sagði hann að líf- eyristryggingin hefði fengið fé eins og hún hefði þurft til að standa undir bótagreiðslum í þessum mánuðum en hins vegar hefði seinni hluta ársins færst í vöxt að stofnunin hefði farið að greiða sjúkrahúsunum upp í reikn- inga mánaðarins þá mánuði sem greiðslan hefur fallið til en fyrir þessu hefði ekki verið gert ráð í fjárlögum. Þess vegna væri e.t.v. hluti af erfiðleikum Trygginga- stofnunar af þessum ástæðum. Páll kvað beiðnir hafa komið til ráðuneytisins um að sjúkrahúsin fengju einhverja fyrirgreiðslu fyrirfram en ekki reynzt unnt að leysa úr því. Páll sagði að lífeyristryggingin og sjúkratrygg- ingin vægi nokkurn veginn jafn mikið í starfsemi Tryggingastofn- unar. Lífeyristryggingin væri allt- af greidd í sama mánuði en hins vegar væri gert ráð fyrir að stofnunin gæti greitt kostnað sinn hjá sjúkrahúsum eftir á en fjárhagserfiðleikar þeirra hefðu verið svo miklir að Trygginga- stofnunin hefði reynt að hlaupa undir bagga eins og kostur væri og þá kæmi desember verst út fyrir sjúkrahúsin, þar sem þau fengju ekki reikninga sína fyrir desember greidda fyrr en í janúar. Páll sagði ennfremur að halli hefði safnast upp hjá öllum spítölunum á árinu og taldi hann þær tölur sem nefndar væru varðandi Borgarspítala ekki fjarri lagi, eins þó að hann hefði uppgjör um það og það gæti hugsanlega verið um þriðjungur af öllum hallanum. Orlög álfu Gabríel García Marquezi HUNDRAÐ ÁRA EINSEMD. Guðbergur Bergsson þýddi. Mál og menning 1978. í eftirmála segir Guðberg- ur Bergsson: „Einhver biblíu- legur blær hvílir yfir frásögn Hundrað ára einsemdar, og hún er eins konar stef við Mósebók." Þessi mikla skáldsaga sem nú er komin út hjá Máli og menningu í þýðingu Guðbergs er talin meðal helstu afreka í skáldsagnagerð Suður Ameríku. Þetta er saga Búendíafjölskyldunnar í hundrað ár, ættar sem er í senn raunveruleg og eins konar goðsögn. í þorpinu Macondo sem er vettvangur sögunnar gerist margt. í fyrstu eru það Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON einkum hin mannlegu sam- skipti sem höfundur lýsir. Syndin verður ekki flúin, hún liggur alls staðar í leyni. Síðan nær byltingin á þennan afvikna stað og étur börnin sín eins og lög gera ráð fyrir. Búendíar gerast fræknir her- menn og leiðtogar í fáránlegu stríði. Það á sannarlega við þá, enda eru þeir menn athafna og hugarflugs, en heimur draumsins er þeim athvarf. Með orðum Guðbergs Bergssonar „iðar“ sagan „stöðugt af fjölbreytni innan fábreytninnar, vegna þess að höfundurinn brá jafnan fyrir augu lesandans gleri með mörgum slípuðum flötum, svo hann sæi atburðina frá ýms- um hliðum í einu. Lesandinn horfði gegnum gimstein frá- sagnarlistarinnar. á veruleik suðuramerískra þjóða, á tákn ættarsamfélagsins...“ Vel getur verið að einhverj- um þyki Hundrað ára ein- semd ruglingsleg saga. Höf- undurinn hefur frá svo mörgu að segja að stundum er líkt og lesandinn tapi áttum. En þetta er viljandi gert. Sam- hengi sögunnar er m.a. fólgið í því hve persónurnar eru líkar. Einkenni ættarinnar eru jafnan hin sömu. Hver Búendíi tekur við af öðrum og sagan endar á því að allt rennur saman í eitt. Eftir stendur mynd af örlögum heillar álfu. Nöfn eru sífellt Gabríel García Marquez endurtekin og atburðir eru oft með svipuðum hætti. Gabríel García Marquez er töframað- ur frásagnar. Imynd og veru- leiki eru af sama meiði í verki hans. List hans er mest þegar hann fær lesandann til að trúa ýkjum og raunsæ frá- sögn verður eins og lygasaga. Stundum ofbýður lesandan- um og leggur frá sér bókina, en grípur fljótlega til hennar aftur vegna þess hve heimur hennar er óvenjulegur og áleitinn. Útgáfa Hundrað ára ein- semdar á íslensku er viðburð- ur og verður ekki fullþakkað að ráðast í það stórvirki. Þýðing Guðbergs Bergssonar er ef til vill umdeilanleg, við margt má gera athugasemdir, en þegar á allt er litið er hún vel heppnuð. Við lestur Hundrað ára einsemdar rifjast upp lestur bóka eins og Birtings eftir Voltaire, Don Quijote eftir Cervantes, Þúsund og einnar nætur og þannig mætti lengi halda áfram að telja það sem hæst ber í minningunni. Guðbergur Bergsson nefnir hliðstæður eins og Gróður jarðar eftir Hamsun og Sjálf- stætt fólk Laxness. Gabríel García Marquez er fæddur í Kolumbíu 1928, víðkunnur höfundur, en þekktastur fyrir Hundrað ára einsemd. Bókin kom fyrst út í Argentínu 1967. Þá er aðeins eftir að óska væntanlegum lesendum Hundrað ára einsemdar til hamingju með bókina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.