Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 29 Sovétmenn hafa f engið sinn Fischer Fimmtán ára gamall piltur, Garry Kasparov að nafni, hefur heldur betur slegið í gegn í sovézka skákheiminum að undanförnu. Sigurganga hans byrjaði í fyrravetur er hann varð unglingameistari Sovét- ríkjanna 1977, að sjálfsögðu yngstur þeirra sem þann titil hafa hlotið. Fljótlega eftir það tók hann þátt í skákmóti með þátttöku nokkurra titilbera og sigraði örugglega. Þetta gaf honum síðan rétt ti þess að taka þátt í samsovézka úrtökumótinu. Sigurvegarinn í því fær þátttökuréttindi í úrslitum meistaramóts Sovét- ríkjanna, en nséstu fimm fá sæti í B mcistaramótinu. Það virtist því sem við ramm- an reip væri að draga fyrir Kasparov, þar sem meðal hinna 64 þátttakenda voru ófáir stór- meistarar. En öllum á óvart tók hann forystuna strax í upphafi og hafði eftir átta umferðir hlotið 6 xk vinning. í síðustu fimm skákunum tefldi hann síðan upp á öryggið og gerði jafntefli í þeim öllum. Það nægði honum til sigurs, því jafnvel þó að I. Ivanov kæmist upp að hliðinni á honum í lokin var Kasparov úrskurðaður sigurvegari þar sem hann hafði mætt mun sterkari andstæðing- um. Þar með fékk hann réttindi til þess að tefla í úrslitum á sovézka meistaramótinu, en sú keppni stendur einmitt yfir um þessar mundir. Því miður hefur fréttaflutningur frá mótinu verið slitróttur, en þó hefur mér borist ein skák frá því, einmitt með Garry Kasparov. Þar legg- ur hann að velli engan minni mann en sjálfan Lev Poluga- jevsky, sem um árabil hefur verið talinn í hópi tíu sterkustu skákmanna í heimi. I þessari skák kemur vel fram hinn leikandi létti stíll Kasparovs og hinar djörfu fórnir hans minna um margt á Mikhail Tal fyrrum heimsmeist- ara. Hvítti Garry Kasparov Svart> Lev Polugajevsky Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf.3 - e6. 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — a6, (Paulsen afbrigðið) 5. Rc3 - Dc7, 6. Be2 - b5, 7. Bf3 - Bb7, 8. 0-0 - Rc6, 9. Rxc6 — dxc6, 10. e5!? Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON (Með þessari djörfu peðsfórn, sem mun vera algjörlega ný af nálinni setur hvítur svart í nokkurn vanda. Hinum eðlilegu leikjum 10. De2 og 10. Hel getur svartur svarað með 10. ... Bd6, en þetta peð verður hann að þiggja, því að öðrum kosti á hann erfitt með að koma liði sínu út) Dxe5, 11. Hel - Dc7, 12. Bh5 — Bc7, (Svartur gat auðvitað ekki leikið 12. ... g6 vegna 13. Dd4) 13. Hxe6 - g6.14. Ilel! -Hd8, (Eftir 14.... gxh5,15. Dd4 - f6, 16. Bf4 eða 16. Re4 er svarta staðan í molum). 15. Df3 — c5. (Nú gekk 15. ... gxh5 ekki vegna 16. Bf4 og síðan 17. Be5) 16. Bf4! (Afar snjöll leið til þess að halda sókninni gangandi) Db6 (Svartur á einnig mjög i vök að verjast eftir 16. ... Bxf3, 17. Bxc7 og nú 17. ... Bxh5, 18. Bxd8 - Kxd8, 19. f3 - g5, 20. Hadl+ - Kc8, 21. Rd5 - Bd8, 22. He8 eða 17. ... Hd7, 18. Bxf3 - Hxc7, 19. Rd5) 17. Dg3 — gxh5?! (Svartur ákveður nú loks að taka af skarið, en öruggara var að leika 17. ... Hd7, jafnvel þó að liðsskipan hvíts sé samt sem áður betri) 18. Bc7 - Dg6, 19. Bxd7 - Dxg3, 20. hxg3 - Kxd8 20. IIadl+ - Kc7, 22. Rd5+ - Bxd5, 23. Hxd5 (í endataflinu sem nú er komið upp, hefur svartur að vísu tvo menn fyrir hrók, en yfirburðir hvíts í liðsskipan tryggja honum veru- lega vinningsmöguleika) h6, 24. IIxh5 - Hh7. 25. Hhe5 - Kd7. 26. H5e3 - IIg7. 27. Ild3+ (Upphafið á hárfínni leikjaröð, sem endar með því að hvítur kemur öðrum hrók sínum upp á áttundu reitaröðina. Það er greinilegt að Kasparov er eins og margir samlandar hans mjög öruggur í tæknilegri úrvinnslu) Kc7, 28. Ha3 - Hg6, 29. Hf3 - Bf6x? (Nauðsynlegt var að reyna að halda í horfinu með 29. • • • Hg7) 30. c3 - Kd7, 31. Hd3+ - Kc7, 32. IIe8 (Stöðuyfirburðir hvíts eru nú orðnir afgerandi) Re7,33. IIed8 - Rc6, 34. H8d7+ - Kb6, 35. IIxf7 - Be7, 36. IIe3 - Bd6, 37. Í4 - c4. 38. Kh2 - Bc5, 39. He2 - bl. 40. He4 — bxc3, 41. bxc3 (Hér fór skákin í bið, en í heimarann- sóknunum tókst Polugajevsky ekki að finna neitt viðunandi framhald) Bf2. 42. IIxc4 - Bxc3+, 43. Kh3 - Bel. 44. a4 - Ra5?. 45. Hb4+ - Kc5, 46. HÍ5+ og svartur gafst upp. Deildartunguætt — Niðjatal Jóns Þor- valdssonar komið út KOMIÐ er út niðjatal Jóns Þorvalds- sonar bónda og dannebrogsmanns í Deildartungu og konu hans Helgu Hákonardóttur frá Hurðarbaki. Þau hjón bjuggu í Deildartungu 1789—1827 og urðu börn þeirra 15 og komust 11 til aldurs, en 4 dóu í bernsku. Ari Gíslason kennari á Akranesi og Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri hjá SÍS sömdu bókina og gáfu hana út. Teikningar og kápuskreytingar sá Baltasar um, setningu Oddi hf., umbrot og filmuvinnu Prentþjónust- an, Prenttækni um prentun, Félags- bókbandið um bókband. Bókin er um 900 blaðsíður í tveimur bindum og er m.a. rakin ævisaga Jóns Þorvaldssonar og í henni er að finna yfir 1800 myndir. í frétt frá útge'fendum segir m.a. um bókina: Merkilegast er þó án efa niðjatal- ið, sem er mjög umfangsmikið og fljótt á litið virðist það vandað og vel upp sett. Þeir gerast nú æ fleiri sem hafa áhuga og ánægju á ættfræði. Þarna er því ekki aðeins um bók að ræða fyrir þá sem eru af Deildar- tunguætt, heldur líka fyrir þá fjölmörgu sem hafa fundið ánægj- una í að raða saman ættfræðiörðum og fá út úr þeim myndir, mismun- andi stórar og litsterkar, en myndir sem gleðja og veita mikla ánægju og þeir þekkja sem farnir eru að raða saman ættfræðigreinum. HOTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-24:00 12:00-14:30 19:00-02:00 Aöfangadagur 12:00-14:30 18:00-20:00 05:00-14:00 08:00-11:00 LOKAÐ LOKAÐ e Jóladagur 12:00-14:30 19:00-21:00 09:00-16:00 15:00-17:00 LOKAÐ LOKAÐ 2. Jóladagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 LOKAÐ 19:00-01:00 Gamlársdagur 12:00-14:30 18:00-21:00 05:00-16:00 08:00-14:00 LOKAÐ 12:00-14:30 Nýjársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 09:00-16:00 10:00-14:00 LOKAÐ LOKAÐ Gistideild Hótel Esju verður lokuð frá hádegi 24. desember til 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti. hhdtbli^ . íí»' ...... m feöPHsss „hnii<""!í 940; Vinsamlegast geymiö auglýsinguna. ghmTÍÍUÍÍa 1Í11111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.