Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 Fjárhagsáœtlun borgarinnar: Vinstri menn leggja sérstak- ar álögur á atvinnugreinar tengdar nauðþurftum manna — sagði Birgir ísleifur Gunnarsson Þcgar fjárhagsáætlun Reykja- víkurborKar var lögð fram á fundi borsarstjórnar 21. desem- ber urðu nokkrar umræður á eftir os vcrða þær nú raktar hér. Að lokinni ræðu borgarstjóra tók Birgir ísleifur Gunnarsson (S) til ináls. Hann sagði sérstakleua áberandi, að þátt stjórnmála- manna í gcrð fjárhausáætlunar hefði skort verulega. ósanngjarn tekjustofn Birgir Ísleifur sagði, að aðstöðu- gjöldin vægju mjög þungt í þessari fjárhagsáætlun. Tillögur vinstri manna um aðstöðugjöld, nýjar álögur í því formi, næmu 757 milljónum og myndu lenda einmitt á þeim atvinnurekstri, sem tengd- ur væri nauðþurftum manna svo sem rekstri fiskiskipa, kjötiðnaði, matvöruverzlun, trygginga- starfsemi, útgáfustarfsemi og matsölum. Mest væri hækkunin á matvöruverzlanir, en þar væri hún um þreföld miðað við núverandi aðstöðugjald. Veruleg hætta væri á, að þessi hækkun færi síðar út í verðlagið og fylgifiskur þess væri verðhækkun á daglegum vörum til almennings. Birgir Isleifur minnti, á að frá SÍS hefðu komið upplýs- ingar um, að verzlun í landinu væri illa á vegi stödd. Þá væri um tryggingastarfsemina að segja, að því verri sem afkoma trygginga- félaganna væri því hærri væru iðgjöldin og ættu aðstöðugjöld þátt í því. Veruleg hætta væri á flótta fyrirtækja úr borginni þegar borgaryfirvöld gripu til svona aðgerða sem væru beinlínis aðför að fyrirtækjum, en einmitt á þeim grundvallaðist, að næg atvinna væri fyrir hendi. Birgir Isleifur flutti síðan bókun frá borgarfull- Borgarstjórn staðfesti 21. des. fyrir sitt leyti samning við FÍM og BÍL um stjórn Kjarvalsstaða, sem mikill úlfaþytur varð út af á fundi borgarstjórnar í nóvember. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir lýsti samningnum, en í honum segir m.a. að borgarstjórn skuli breyta reglum fyrir stjórn Kjarvalsst^ða þannig, að tveir fulltrúar lista- manna öðlist þar sæti með mál- frelsi og tillögurétti varðandi öll mál, sem snerti Kjarvalsstaði og undir verksvið þeirra heyrir. Jafnframt hafi þéir atkvæðisrétt er eftirfarandi málefni eru af- greidd í stjórninni: Öll ráðstöfun Kjarvalsstaða er telst til listrænn- ar starfsemi og er þar bæði átt við útleigu hússins til sýningarhalds og alla aðra listræna starfsemi staðarins sem fram mun fara eftir fjárhagsgetu á hverjum tíma. Komi upp ágreiningur um hvaða mál séu listræn og hver ekki ræður úrskurður listráðunauts þar um. trúum Sjálfstæðisflokksins svo- hljóðandi: Þrefalt aðstöðugjald „Við borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins greiðum atkvæði gegn þeirri tillögu sem hér liggur fyrir um nýja gjaldskrá aðstöðu- gjalda. í því felst sú afstaða okkar að vilja hafa gjaldskrána óbreytta frá því, sem var á þessu ári. Þessar nýju tillögur um aðstöðugjald fela í sér 757 milljóna króna nýjar álögur, sem a.m.k. fyrst í stað lenda á ýmsum þáttum atvinnu- rekstursins í borginni. Má benda á rekstur fiskiskipa, kjötiðnað, mat- vöruverzlun, tryggingastarfsemi, útgáfustarfsemi og matsölur. Sér- staka athygli vekur, hversu mikil hækkun er á ýmsum atvinnugrein- um, sem tengdar eru nauðþurftum manna. Mest er hækkunin á matvöruverzlanir, en þar er hækk- un nálægt þreföldun á núverandi aðstöðugjaldi. Hætt er við, að þessi mikla hækkun fari fyrr eða síðar út í verðlagið og muni þá hafa í för með sér verðhækkun á daglegum. vörum aímennings. Að- stöðugjöldin eru ósanngjarn tekju- stofn, sem leggst á fyrirtæki án tillits til afkomu þeirra. Við vörum við þeim afleiðingum, sem þessi mikla hækkun kann að hafa í för með sér.“ Birgir Isleifur sagði, að gerð væri tillaga um gífurlega hækkun kvöldsöluleyfa, en sjálfstæðis- menn teldu, að óeðlilegt væri að skattleggja þessa starfsemi sér- staklega. Þá væri gerð tillaga um leyfisgjald fyrir pylsuvagna. Það væri röng stefna að skattleggja einstaka þætti atvinnuvega og væri slíkt til að hamla gegn tilkomu ýmissa atvinnugreina í borgina héldi þessu áfram. Loks Stjórnin getur ráðstafað húsinu til annarrar starfsemi en listrænnar og hafa listapienn þá ekki atkvæðisrétt. Aðilar eru þó sam- mála um, að þess skuli jafnan gætt að önnur starfsemi en listræn verði í lágmarki og trufli sem minnst listrænan rekstur hússins. Aðilar eru sammála, að húsinu verði ráðinn listráðunautur, sem uppfylli þau hæfnisskilyrði sem greind eru í auglýsingu þar um. Þegar umsóknarfrestur er liðinn skal stjórnin senda umsóknir til stjórna FÍM og BÍL,sem skulu innan viku gefa um þær umsögn. I umsögnunum skal koma fram hverjir umsækjenda teljast hæfir til að gegna stöðu listráðunauts. Fulltrúar borgarstjórnar í stjórn Kjarvalsstaða hafa einir atkvæðis- rétt um ráðningu listráðunauts. Listráðunauturinn skal ráðinn til loka kjört-ímabils. Starfsheiti hans er listráðunautur og er hann framkvæmdastjóri stjórnarinnar. væri farið fram á hækkun á vatnsskatti. Hann sagði sjálf- stæðismenn í raun ekki hafa verið mótfallnir hækkun vatnsskatts þar sem miklar framkvæmdir hefðu verið hjá Vatnsveitunni til að afla Reykvíkingum drykkjar- vatns. En þessi afstaða sjálf- stæðismanna hefði verið svona áður en kunnugt var um hækkun allra fasteignagjaldanna. En þeg- ar bæði ætti að hækka vatnsskatt og svo líka einnig fasteignagjöld stórkostlega væri of langt gengið. Vegna þessa vildu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins færa inn svo- hljóðandi bókun: „Undanfarin ár höfum við sjálfstæðismenn í borgarstjórn haft frumkvæði að því, að vatnsskattur hefur hækkað meir en nemur hækkun fasteigna- mats. Astæðan er sú, að Vatns- veita Reykjavíkur stendur í mikil- vægum framkvæmdum við aðal- vatnsból borgarbúa og aðalæðar. Þá hefur þess hins vegar verið gætt að hækka ekki önnur gjöld sem tengd eru fasteignamati umfram hækkun vegna matsins. Nú eru hins vegar freklega hækkuð þau önnur fasteignagjöld þar sem því verður við komið. Við teljum, að með því sé gjaldþoli fasteignaeigenda ofboðið og greið- um því atkvæði gegn þeirri hækk- un vatnsskatts, sem felst í þeirri breytingu í reglugerð, sem nú er til afgreiðslu." Stórkostlegur greiðsluhalli Nú vék Birgir ísleifur Gunnars- son að megineinkennum fjárhags- áætlunar. Þær hækkanir á ýmsum gjöldum, sem vinstri menn í borgarstjórn hafa staðið fyrir, eru þessar: Hækkun fasteiifnaskatta 807 milljónir Hækkun kvöldsöluieyfa 18,7 milljónir Hækkun lóðarleigu 70.6 milljónir Hækkun aóstöðuifjalda 757.0 milijónir Hækkun vatnsskatts 123.0 milljónir Samtals 177.0 milljónir Aðilum er ljóst, að borgarráð og borgarstjórn hafa stjórnarfarsleg- an rétt til að breyta, fella eða samþykkja ákvarðanir stjórnar- innar skipaðrar eins og að framan greinir. Fulltrúar FÍM og BÍL í framan- greindum viðræðum munu beita sér fyrir því, að allar ályktanir og samþykktir sem beint hefur verið gegn Kjarvalsstöðum vegna deilu um þá verði aftur kallaðar og numdar úr gildi innan viku frá undirritun þessa samkomulags og þeir um þeirra félög munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að starfsemi Kjarvalsstaða verði með sem mestur blóma í framtíðinni. Samkomulag þetta gildir til tveggja ára, nema annar hvor aðili óski endurskoðunar fyrst. Davíð Oddsson og Ólafur B. Thors tóku báðir til máls og lýstu ánægju sinni með, að samkomulag hefði náðst. Birgir ísleifur Gunnarsson Af þessari tölu eru 1435 milljón- ir auknar álögur á atvinnurekstur (eða um 82%) og 324 milljónir auknar álögur á íbúðaeigendur (eða um 18%) Birgir Isleifur sagði, að þó borgarsjóður hefði oft átt í erfiðleikum hefðu sjálfstæðismenn ekki treyst sér til að breyta álagningarreglunum um árabil hvað snertir útsvör, fasteigna- gjöld, lóðarleigu og aðstöðugjald. Einmitt hér í þessu kæmi fram meginmunur á stefnu sjálfstæðis- manna og vinstri manna. Borgar- stjórnarmeirihluti Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og framsóknar- manna vílaði ekki fyrir sér að hækka þessi gjöld og kreista það fé út úr borgarbúum sem hann teldi æskilegt. Birgir Isleifur Gunnars- son sagði, að sjálfstæðismenn hefðu ávallt sveigt gjöld að tekjum. Vinnubrögð vinstri manna sýndu aðeins, að þegar við byrjunarvinnu fjárhagsáætlunar hefði alls ekki verið tekið nægilega fast á málunum af hálfu meiri- hlutans. Annað einkenni sem leiddi af því fyrra væri hversu gífurleg hækkun fjárhagsáætlunar væri milli ára. Frá endurskoðaðri fjárhagsáætlun í júlí næmi hún 54,9% en frá upprunalegri fjár- hagsáætlun í janúar 62,9%. Þetta væru mun meiri hækkanir en almennar verðhækkanir gæfu til- efni til. Ef viðmiðunartölur frá des. 1977 og des. 1978 væru teknar kæmi í ljós eftirfarandi: Framfærsluvísitala hækkaði um 46.9%. Vísitala vöru og þjónustu hækk- aði um 46.2%. Byggingarvísitala hækkaði um 50.9%. Allar þessar hækkanir væru töluvert minni en þær hækkanir, sem borgarstjórnarmeirihluti Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks ætlaði að standa fyrir. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að þetta undir- strikaði, að borgarstjórnarmeiri- hlútinn ætlaði að vera frekur á fjármuni Reykvíkinga. Þriðja einkennið gengi þvert á hin fyrrri. Halda mætti, að með öllum þessum hækkunum yrði stefnt að því að bæta greiðslustöðu borgarsjóðs. En því færi nú fjarri. Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1979 stefndi nefnilega í stórkostlegan greiðsluhalla. Ekki væri gert ráð fyrir eyri í verðhækkanir. í fyrra hefði verið gert ráð fyrir 119 Kjarvalsstaðasam- komulagið staðfest milljónum, þegar fjárhagsáætlun var lögð fram, en það hefði hækkað við aðra umræðu í janúar. Ekki væri einu sinni gert ráð fyrir þeim hækkunum, sem leiddu af launahækkunum l.des. sl, né hugsanlegum hækkunum af völd- um vísitölubreytinga árið 1979. Varðandi 1. des. væru þetta 460 milljónir en lauslega reiknað yrðu þetta a.m.k. 1230 milljónir, sem hvergi væri gerð grein fyrir. Ekki færi því milli mála, að borgarsjóð- ur Reykjavíkur stefndi í hrikaleg- asta greiðsluhalla sem um getur. Búast hefði mátt við, að snúist hefði verið af alefli gegn hækkun- um, en annað kæmi í ljós. Þá hefði flogið fyrir, að ríkisstjórnin myndi heimila tólfta prósentið í útsvör- um (er nú 11%) ef verðbólgan færi yfir ákveðið mark um mitt næsta ár. Eitt væri ljóst. Hina pólitísku forystu við gerð fjárhagsáætlunar hefði algerlega skort af hálfu meirihlutans. Ólafur B. Thors (S) tók næst til máls og sagði: „Klukkan 9.45 að morgni þess 16. marz 1978 bilaði stýrisútbúnaður líberíska olíu- skipsins Amaco Cadiz. Skipið barst fyrir veðri og vindum þar til klukkan 23.22 sama dag, að það strandaði úti fyrir ströndum Bretagneskagans. Ekki veit ég hvaða hugsanir hafa bærst í höfði Pasquak Bardari skipstjóra þenn- an marzdag, eða hvort hann hefur gert sér grein fyrir því, að dagar skips hans væru brátt taldir. Hvort hann hefur hugsað til þess, að nú væri að gerast eitt af meiri háttar sjótjónum síðari tíma þegar þetta volduga skip hyrfi í djúpin og hinn dýrmæti farmur flyti á öldum úthafsins. Hvort hann hefur hugsað um alla fuglana sem yrðu olíunni að bráð, allar strendurnar sem breyttust úr baðströndum í svarolíuvígvöll eða alla þá röskun sem yrði á lífi fólksins við strendurnar. Má vera, að hann hafi hugsað um þetta allt og meira til, en hitt er ég sannfærður um, að hann hefur ekki gert sér grein fyrir því, að þetta ólán hans yrði til að bæta fjárhag Reykjavíkurborgar á árinu 1979 um a.m.k. kr. 185.259.- og ennþá meira á næstu árum. Þaö hefði hugsanlega getað verið huggun harmi gegn — og þó. Ef til vill hefði svipuð vitneskja getað glatt þá, sem áttu um sárt að binda vegna fárviðrisins sem lék um Niðurlönd, Þýzkaland og Dan- mörk dagana 2.-4. janúar 1976. Vegna þessa atburðar hefur Reykjavíkurborg úr 983.936 kr. meira að spila á árinu 1979. Þetta gerist vegna þess, að Reykjavíkur- borg skattleggur tjónabætur vátryggingafélaganna með að- stöðugjaldi. Nú liggur fyrir tillaga um að hækka aðstöðugjald á erlendum endurtryggingum úr 0.5% í 1.3%. Tekjur borgarinnar eiga að aukast við það um 83.4 milljónir króna. Hækkun á almennum vátryggingum gefur borginni 40.2 milljónir króna. Þessi gjaldstofn er fáránlegur og hefur alltaf verið það. Ég efast um, að hann eigi sinn líka á byggðu bóli en við þá breytingu sem nú er gerð er skatturirin ekki aðeins fáránlegur heldur getur hann líka orðið afdrifaríkur. Vel rekin endurtryggingarstarfsemi skilar ekki í hagnaði, þ.e. mismun tjóna og nettóiðgjalda, nema örfáum prósentustigum, e.t.v. 1—3, og þegar hið opinbera heimtar 1.3% af þeim er til lítils barist og vandséð hvort ekki er betra að láta útlendinga eina um hituna. Það fólk sem að þessu vinnur getur þá leitað sér að annarri vinnu. Aðstöðugjald kemur ekki aðeins illa niður á vátryggingarstarfsemi. Það að skattleggja tilkostnað hefur áhrif á alla afkomu. Annað- hvort verða menn að velta slíku út í verðlagið eða draga saman seglin, segja upp fólki og minnka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.