Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 37 Bjöm Leví Birgisson: Rjúpan og jólin Svar til Rósu B. Blöndals Með þessari klausu ætla ég ekki að mæla með eða á móti friðun rjúpunnar. Til þess hef ég ekki næga þekkingu. Mig langar þó að geta þess, að þau fimm ár, sem ég hef gengið til rjúpna, hefur aldrei verið jafn mikið af rjúpunni og einmitt nú í haust. Rósa B. Blöndals fordæmir „rjúpnablóðbaðið" óspart í grein sinni. Hún segir orðrétt: „Allar húsmæður, sem kaupa rjúpu í veislu- og jólamat, styrkja rjúpna-blóðbaðið með vísum fjár- framlögum. Einna óhugnanlegast er þó, að tengja þetta blóðbað við ljóssins og friðarins hátíð, jólin sjálf í landi, sem hefur yfirfullt af öðrum ágætum mat. Hangikjöt er íslenskur jólamat- ur, fyrirhafnarlítill fyrir húsmæð- ur.“ Ég efast ekki um að hangikjöt er „íslenskur jólamatur“ ekki síður en rjúpan. Hve margt fullorðið fólk skyldi ekki vera vant því að borða rjúpur á jólum, allt frá bernsku. En hvar skyldi Rósa B. Blöndals fá hangikjöt? Vex það á trjánum hjá henni? Hún hefur e.t.v. ekki heyrt um það fyrirbæri á íslandi, sem nefnist sláturhús. Ekki er mér kunnugt um að þau saklausu dýr, sem þar eru leidd til slátrunar veiti „vopnlausa mótstöðu" ef nota má orð Rósu. En hverjir skyldu stunda rjúpnaveiðar til þess að hagnast á þeim. Þar eru bændur örugglega stærsti hópurinn, enda ekki nema sjálfsagt að nýta slík hlunnindi. Borgarbúar eru yfirleitt ekki í þeirra aðstöðu að geta eytt löngum tíma til rjúpnaveiða á vetrum. Takmark þeirra er að fá í jólamat- inn fyrir fjölskylduna og e.t.v. handa kunningjum. Ég efast ekki um að fólk heldur áfram að kaupa þann alíslenska jólamat, sem rjúpan er og viðhalda þannig gömlum íslenskum sið, um leið og sumir minnast þannig bernskuáranna. Ég sé ekki mun á „rjúpna- eða lambablóðbaðinu". Sé Rósa B. Blöndals einlæg í sinni meiningu borðar hún að sjálfsögðu græn- meti á jólunum en ekki hangikjöt. Björn Leví Birgisson. Hér birtist línurit það, sem Alþýðusamband Islands hefur gert að tillögu Björns Þórhallssonar og sýnir það kaupmátt taxtakaups verkamanna 1978 og fram í febrúar 1979 — samkvæmt samningum og í reynd. Bilið á milli — sem er skástrikað — er í raun „kaupránið" og sést af ritinu að það er mjög áþekkt ástandinu í þessum málum og um mitt árið 1978. Stórkostleg fjolskylda KENWOOD heimilistæki bjóóa upp á ótrúlega fjölbreytni í framleióslu, sem öll hefur fiaó sameiginlegt, aó þar fara saman fullkomin gæói, fallegt útlit og mjög hagkvæmt veró. Hrærivélar Blenderar Rafhlöðu þeytarar Eldavélar Gufugleypar Kaffivélar Strauvélar Kæliskápar Frystiskápar Frystikistur Þurrkarar THORN KENWOOD HEKLA hf LAUGAVEG1170-172 — SÍMAR 21240-11687 Platan þrunui- % 9ÓÖ NYJA PLATAN LOKSINS KOMIN OG HEITIR 'Jfu efi (fyda á ýcdunt 6jól 14 ný og gömul lög í nýrri útsetningu Poul Godske. Haukur er aldeilis í essinu sínu Barnakór Snælandsskóla í Kópavogi aðstoöar í laginu Nú er Gyöa á gulum kjol. Faxafón_ símj 30333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.