Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 41 fclk f fréttum + Fyrir nokkru var efnt til skemmtunar í amerísku stórborginni Los Angeles til ágóða fyrir byggingu barnaspítala í borginni. Meðal þeirra sem komu þar fram og skemmtu var hin bráðfyndna Lucille Ball. — bar kom hún fram í sams konar gervi og hún hafði verið er hún skemmti í sjónvarpsþætti á árinu 1950, en hann bar nafnið „I Love Lucy“ — (myndin til vinstri). Vel klædd er konan ánœgð Opið til kl. 23.00 í kvöld Gleðileg jól. Hátúni 4A, Noröurveri, Sími 17744. / Perú + Spænsku konungshjónin voru fyrir nokkru á ferða- lagi í S-Ameríkuríkinu Perú. — Hér á myndinni er Sofia Spánardrottning. Með henni er Indíánakona með barn á bakinu, af ættflokki Quechua. Er myndin tekin er konungshjónin skoðuðu hinar frægu Inka-rústir í Macchu Picchu. San Marcos-háskólinn í Lima heiðraði Juan Carlos kon- ung. Hann var útnefndur heiðursdoktor við háskól- ann. + Nýlega var í Dagbladet í Noregi viðtal við Helga Tómasson balletdansara. Tilefnið var heimsókn Sonju krónprinsessu Noregs til New York og í Lincoln Center, þar sem hún horfði á ballet. Á eftir heilsaði hún upp á dansarana í búningsherbergjunum og hitti svo á, að þar var verið að halda upp á 10 ára starfsafmæli eins búningameistarans. Þarna hitti krónprinsessan og blaðamaðurinn frá Dagbladet íslenzka dansarann Helga Tómasson og hann útskýrði fyrir gestinum ballettinn. Þar segir Helgi m.a. frá hinni hörðu samkeppni dansara við að fá tækifæri. Segir að 300 þúsund manns séu í New York í þeim tilgangi að reyna sig — og vinni á meðan í miðasölum, við leikhúsbarina og eru hjálparmenn á sviðinu eða sæki sýningarnar, og flestir komist aldrei svo mikið sem á sviðið. Um sjálfan sig segir hann af sinni alkunnu hlédrægni: Ég var heppinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.