Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 Ljósm. Kristján Starfsfólk InKÓlfsapótcks Ingólfs apótek er 50 ára í dag Ilinn 23. desember 1928 hófst starfsemi Ingólfs Apóteks að Aðalstraeti 2 í Reykjavík. Stofn- andi þess var P.L. Mogenscn lyfsali, sem var fyrsti forstjóri AfenKÍsverslunar ríkisins, en áður hafði hann starfrækt apótek á Seyðisfirði í nokkur ár. Mogensen andaðist árið 1947 og þá tók Guðni Ólafsson við rekstrinum. í hans tíð eða nánar tiltekið árið 1956 var apótekið flutt frá Aðalstræti 2 í bakhús við Aðalstræti 4 og var gengið inn í það frá Fischersundi. Guðni Ólafsson rak apótekið til dauðadags árið 1976 og 1. nóvember það ár tók núverandi eigandi, Werner Rasmusson, við rekstri apóteksins. Og enn á ný var hafist handa um flutning og hinn 4. apríl 1977 opnaði apótek- ið í núverandi húsnæði þess að Hafnarstræti 5. Ingólfs Apótek hefur ávallt þjónað höfninni og er auglýst kvöð á því að annast eftirlit og endurnýjun á lyfjakistum báta og skipa. Einnig er starfrækt í apótekinu sérdeild með áhöldum^ og búnaði fyrir rannsóknarstof- ur t.d. sjúkrahúsa, heilsugæslu- stöðva, skóla og verksmiðja. Þingmenn Alþýðuflokksins drógu tillögurnar til baka Eftirgjöf er ekki minn stæll, segir Vilmundur Gylfason Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær liigðu 9 þingmenn Alþýöuflokksins fram hreytingartillögur við 3. umræðu fjárlaga, sem m.a. fólu í sér Umsóknarfrestur um stiiðu forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins rann út 20. desember 1978. Þessir sóttu um stöðuna: Davíð Á. Gunnarsson aðstöðar- framkv. stj., Eggert G. Þorsteins- . son framkvæmdastjóri, Erlendur Lárusson tryggingafræðingur, Jón Sæmundur Sigurjónsson hagfræð- Bifreiða- gjaldið hækkar Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið upphæð akstursgjalds, kílómctragjalds miðað við árlega aksturssamninga ríkisstarfs- manna og rikisstofnana. Almenna gjaldið fyrstu 10 þús. km á ári, þ.e. í þéttbýli hækkar úr 62 kr. í 71 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra eða um 14,5%, sérstakt gjald fyrir akstur utan bæjar hækkar úr 73 krónum i 81 kr. eða um rétt 11% og svonefnt torfæru- gjald hækkar í 103 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. hækkun skattgjaldsvísitölu úr 150 stigum í 151 stig. Áður en til atkvæðagreiðslu kom, dró 1. flutningsmaður, Árni Gunnars- son, þær til haka. þar sem þess ingur, Konráð Sigurðsson læknir, Magnús Kjartansson, fyrrv. ráð- herra, Pétur H. Blöndal trygginga- stærðfræðingur. Svo sem lög mæla fyrir verða umsóknir sendar tryggingaráði til umsagnar. Ileilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið. 22. desembcr 1978. hefði verið farið á leit af sam- starfsflokkunum, og féllust allir flutningsmennirnir á það. Ellert B. Schram tók þá upp tillögu þingmanna Alþýðuflokks- ins um skattgjaldsvísitölu 151. Allir þingmenn Alþýðuflokksins greiddu atkvæði gegn þessari tillögu nema Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem sat hjá. Vilmundur/Gylfason komst svo að orði í þingræðu um tillögu þingmanna Alþýðuflokksins: Eg vil segja, að vegna þessarar tillögu mun það hafa verið svo í kvöld í þessu húsi að það munu hafa orðið erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu eina ferðina enn. Ég vil segja að eftirgjöf er ekki minn „stæll". Ég læt félögum mínum í Alþýðu- flokknum eftir að gera grein fyrir þeim þætti málsins. Sjö sækja um forstjóra- stöðu Tryggingastofnimar Umferðarráð: Takmarkið bif- reiðanotkunina - sýnið tillitssemi Umferðarráð hefur sent frá sér nokkur hvatningar- og lciðbein- ingarorð vegna þess að búast má við mikilli umferð í dag. Þorláks- messu og fara þau hér á eftin í dag Þorláksmessu má búast við mikilli umferð um land allt. Umferðarráð hvetur til varkárni, umhyggju og tillitssemi í dag sem aðra daga og minnir enn einu sinni á að umferðarreglur hafa ekki verið settar sjálfra sín vegna, heldur fyrir okkur öll. Fylgjum því reglum hvort sem við erum gangandi eða akandi í umferðinni. Og í tilefni dagsins má benda á, að hver tilfærsla bifreiðar eykur umferð og því betra að nota bílastæði sem e.t.v. eru aðeins fjær helstu verslunargötum og ganga síðan. Þá vill lögreglan benda starfsfólki verslana á, að mjög skynsamlegt sé nú að það teppi ekki sjálft bílastæði við verslanir heldur skilji/bílana eftir heima. Um leið og Umferðarráð óskar landsmönnum öllum hamingju- ríkrar jólahátíðar, óskar það þess að þeir komist nú vel búnir leiðar sinnar hvort sem um langar ferðir eða stuttar er að ræða, því um hávetur getur veður breyst á örskömmum tíma. Jólakveðja að vestan Frú Guðrún Pálsdóttir Crosier í New York varð fyrir því óhappi skömmu eftir að hún kom úr ferð til Islands að lenda í bifreiðaslysi, þar sem hún slas- aðist töluvert og bifreið hennar gjöreyðilagðist. Guðrún er sem kunnugt er kona vinsæl, bæði meðal Islendinga og Is- lands-vina í New York og á íslandi. Nú hefur hún áhyggjur af því, að hún geti ekki eins og vant er haft beint samband við ættingja og vini á íslandi þar sem hún hefur ekki náð sér fullkomlega svo að hún sé fær til skrifta og verður því að senda þeim öllum í huganum bestu jóla- og nýárskveðjur. Eastwood í sakamála- mynd í Austurbæjarbíói Austurhæjarbíó hefur byrjað sýningar á myndinni I kúlna- regni (The Gauntlet) sem Clint Eastwood leikstýrir og fer jafn- framt með aðalhlutverkið í mynd- inni. Ilelztu leikarar aðrir eru Sondra Locke, Pat Hinglc og William Prince. Eastwood leikur í þessari mynd rannsóknarlögreglumann sem faÞ ið er að sækja mikilvægt vitni til Las Vegas, spilavítisborgarinnar og koma því heilu og höldnu til Phoenix í Arizona. Þegar rann- sóknarlögreglumaðurinn kemur til Las Vegas reynist vitnið vera stúlka, sem hefur engan áhuga á að láta flytja sig milli borga þar sem hún telur að setið sé um líf sitt, og rannsóknarlögreglumaður- inn kemst smám saman að því að hann hefur verið leiddur í gildru. Gamanfuglinn Mel Brooks í Nýja bíói Nýja bíó hefur tekið til sýningar nýjustu mynd gam- anmyndaleikstjórans Mel Brouks, sem hann kallar Silent Movie eða Þögla mynd- in, og er eins og aðrar myndir Brdoks í léttum dúr. Mel Brooks fer sjálfur með aðalhlutverkið og leikur hann forstöðumann kvikmyndafé- lags sem er á hausnum og bíður þess eins að verða innlimað í auðhring, þegar kvikmyndastjóranum dettur það snjallræði í hug að gera mynd í stíl gömlu góðu þöglu myndanna til að bjarga fjár- hagnum. Marty Feldman og Dom DeLuise leika nánustu samstarfsmenn kvikmynda- stjórans og í myndinni koma fram í smáum hlutverkum Burt Reynolds, James Caan, Liza Minnelli, Anne Bancroft, Marcel Marcheau og Paul Newman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.