Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979
Brennivín fyrir 260
milljónir á einum degi
ÁFENGI var á síðasta ári selt
fyrir rúmlega 12.2 milljarða
króna hér á landi. Á fjárlösum
fyrir síðasta ár var reiknað með
að tekjur af áfengissölu yrðu 9.8
milljarðar á árinu. Þó um aukn-
in){u sé að ra'ða í krónutiilu
umfram áatlun í fjárlÖKum. þá er
saian minni en reiknað hafði
verið með. en talsverðar ha’kkan-
ir urðu á áfengi á árinu.
Sala áfenjjis tók mikinn kipp
undir lok ársins og var aldrei
meiri en síðasta söludag áfengis-
verzlana, 29. desember. Þá var selt
fyrir 177.9 milljónir króna í
áfengisútsölunum í Reykjavík og
,82.6 milljónir króna úti á landi.
Samtals nam salan á áfen){i
þennan síðasta söludag því 260.5
milljónum króna. Síðasta söludag
ársins 1977 var áfen);i selt úr
verzlunum ÁTVR fyrir 141.4 millj-
ónir króna.
Enn raf magns-
laust í Dölum
RafmaKnslínur þær sem hiluðu
í óveðrinu í síðustu viku eru nú
flestar komnar í lag á ný og er
unnið að fullum krafti við að
Kantta frá þar sem línur slitnuðu.
ýmist er j;ert við til hráðahirsða
eða til fullnustu að því er Baldur
IlelKason hjá Rafmagnsveitum
ríkisins tjáði MorKunhlaðinu í
Kær.
Lokið er viðKerðum í Rangárvalla-
sýslu að sögn Baldurs, þó aðeins til
bráðabirgða hjá Merkurbæjunum,
en þar brotnuðu hvorki meira né
minna en 14 staurar. I Árnessvslu
Reykingar
jukust á
síðasta ári
TÖLUVERÐ aukning varð á
sölu vindlinga hér á landi á
síðasta ári. Alls seldust hér á
landi 320.507 millj. af vindling-
um á árinu. Þannig hafa verið
seldir hér á landi á síðasta ári
liðlega 16 milljón pakkar af
sígarettum. Sala á öllu tóhaki
frá ÁTVR nam 8.2 milljörðum
króna á síðasta ári.
Tóbakssalan jókst verulega á
landinu á árinu og nemur
aukningin 18.400 millum. Árið
1977 varð hins vegar samdráttur í
reykingum og í nýútkomnu upp-
lýsingabréfi Samstarfsnefndar
um reykingavarnir kemur fram
að það ár minnkuðu reykingarnar
um 7% miðað við árið á undan. í
bréfinu kemur fram að það magn
myndi vega 34 tonn.
var rafmagn komið á um fimmleytið
í gærmorgun, í Gnúpverja- og
Hrunamannahreppi, en enn er
bilana leitað á Skeiðum, en vonast
var til að viðgerð þar og við Brúará
lyki í gær, en rafmagnslaust hafi
verið á Skeiðum allt til þessa. I
Kjósinni var viðgerð lokið í gær, og
einnig var viðgerð lokið í Borgar-
firði nema í Hálsasveit en vonast
var til að viðgerð lyki þar í gær.
Rafmagns var í gær komið á
Hellissand og Grundarfjörð og
viðgerð stóð yfir í Helgafellssveit
þar sem 30 rafmagnsstaurar
brotnuðu.
í Dölum var enn slæmt ástand í
gær að sögn Baldurs enda var þar
allt meira og minna brotið. Ekki var
ljóst í gær hvenær eðlilegt ástand
kæmist á þar um slóðir en útlitið
var slæmt að því er Baldur sagði að
væri þar þörf á meiri mannskap, en
menn væru orðnir uppgefnir.
Deilur vegna
bílastyrkja
rannsóknar-
lögreglumanna
BIFREIÐASTYRKUR til starfs-
manna rannsóknarlögreglu ríkis-
ins var felldur niður um áramót-
in og var ætlun stjórnvalda sú að
kaupa sérstakar bifreiðar til
afnota fyrír rannsóknarlögreKl-
una. Starísmenn rannsóknarlög-
reglunnar vildu ekki una þcssum
breytingum og hefur nú orðið að
samkomulagi að framlengja sam-
komulag um greiðslur bíla-
styrkja nokkurn veginn óbreytt
meðan könnun fari fram á
akstursþörf rannsóknarlögreglu-
manna í þágu starfans.
Greiðslur bílastyrkja til starfs-
manna rannsóknarlögreglu ríkis-
ins voru miðaðar við 9000 km á ári,
en fjárlaga- og hagsýslustofnun
óskaði eftir því að þetta samkomu-
lag yrði endurskoðað. Starfsmenn
rannsóknarlögreglunnar vildu
ekki hvika frá samkomulaginu og
voru greiðslur bílastyrkja þá
felldar niður um áramótin, en
verða nú teknar upp aftur sam-
kvæmt framangreindu samkomu-
lagi.
Færd á vegum sæmileg
og búist við svipuðu veðri
Veiðarfæra-
gjaldið
fellt niður
SÉRSTAKT veiðarfæragjald hefur
á undanförnum árum verið lagt
ofan á innflutningsverð veiðarfæra
og rann það til Iðnlánasjóðs. Nam
gjaid þetta 1% af innflutningsverð-
inu og var síðan notað til að veita
innlendum fyrirtækjum í veiðar-
færaiðnaði lán. Gjaldið var fellt
niður nú um áramót og var það m.a.
að ósk Hampiðjunnar, sem fór þess
á leit við stjórnvöld ásamt L.Í.Ú. að
gjaldið yrði fellt niður svo það yrði
ekki rangtúlkað og talið renna
beint til Hampiðjunnar.
FÆRÐ Á vegum landsins er nú
nokkuð göð, miðað við það veður
sem verið hefur að undanförnu. en
þó eru sumir vegir aðeins færir
stórum bifreiðum og jcppum. að því
að Sigurður Ilauksson vegaeftirlits-
maður hjá Vegagerð ríkisins tjáði
Morgunblaðinu í gær.
í nágrenni Reykjavíkur sagði hann
vera ágæta færð, en talsverða hálku
á Suðurlandsvegi. Fært er öllum
tegundum bifreiða alveg austur með,
allt til Egilsstaða. Sömu sögu væri
að segja um Hvalfjörð og Snæfells-
nes og um Heydal vestur í Búðardal
en úr Búðardal væri aðeins jeppum
og stórum bifreiðum fært í Reyk-
hólasveit.
Holtavörðuheiði var í gær aðeins
fær jeppum og stórum bifreiðum, svo
og Vatnsskarð og Öxnadalsheiði.
Sömu sögu var að segja um Siglu-
fjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla.
Öllum bifreiðum var hins vegar fært
frá Akure.vri til Dalvíkur.
Vegageröin hafði ekki fréttir af
færð á Vestfjörðum og ekki frá
Norðausturlandi, vegna símabilana,
einkum í Suður-Þingeyjarsýslu.
Páll Bergþórsson veðurfræðingur
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að veðrið á landinu hefði lægt
mikið, suðvestanátt væri um allt
land, fremur hæg. Éljagangur vest-
anlands og bjart á Austurlandi.
Frostið var víðast vægt, 1 til 3 stig,
þó var 2ja stiga hiti í Mýrdal, en 7
stiga frost á Hveravöllum og Gríms-
stöðum. Páll sagði að búist væri við
svipaðri átt áfram en þó nokkuð
meiri vindi og hægt kólnandi.
©
INNLENT
Rádherraflugid:
Flugvélin sinnti ekki öðr-
um verkefnum þennan dag
— var á áætlun en féll niður segir flugmálastjóri
FLUGVÉL flugmálastjórnar.
sem sótti samgönguráðhcrra til
Sauðárkróks á svipuðum tíma
og áætlunarvél frá Flugfélagi
íslands fór írá Sauðárkróki
miðvikudaginn 27. desember sl.
með tóm saúi. fór enga aðra
ferð þann dag en þessa og er
það því ekki rétt. sem fram
kom í yfirlýsingu flugmála-
stjóra í Morgunblaðinu í fyrra-
dag. og í ummælum samgöngu-
ráðherra í Þjóðviljanum sama
dag svo og í leiðara Þjóðviljans
í fyrradag. að vélin hefði haft
öðrum verkeínum að sinna.
IIún fór til Sauðárkróks í þeim
<‘ina tilgangi að sækja sam-
gönKuráðherra ok flytja hann
til Reykjavíkur. Ilins veKar fór
vélin til Akureyrar og
Egilsstaða daginn eftir.
fimmtudaginn 28. des.
í forystugrein Þjóðviljans og
ummælum samgönguráðherra í
sama hlaði er því haldið fram, að
yfirlýsing flugmálastjóra hafi
borizt til Morgunblaðsins sl.
miðvikudag og Þjóðviljinn telur
að annarlegar ástæður hafi
valdið því, að yfirlýsingin hafi
ekki birzt í blaðinu daginn eftir.
Þetta er rangt. Yfirlýsing barst
ritstjóra Morgunblaðsins fyrir
hádegi á fimmtudag og var birt í
blaðinu daginn eftir á sömu síðu
og með sama hætti og upphafleg
frétt um ráðherraflugið.
Morgunblaðið sneri sér í gær
til Agnars Kofoed-Hansens, flug-
málastjóra, og óskaði skýringa á
því misræmi, sem fram kemur í
yfirlýsingu hans og staðreyndum
málsins. Flugmálastjóri sagði:
„Ég vil að það komi fram fyrst,
að viðtal mitt við ráðherra út af
umræddu flugi átti sér stað fyrir
jól.
Hann þáði þetta boð vegna
þess, að ég tjáði honum að það
lægi fyrir flug norður og austur
þennan dag. Þetta mun flug-
maður Flugmálastjórnar vera
reiðubúinn að staðfesta. Hins
vegar féll það niður og var ekki
framkvæmt fyrr en daginn eftir.
Hins vegar vissi ég ekki betur,
þegar ég gaf mína yfirlýsingu, en
að áætlun hefði verið haldið. Það
sem fyrir mér vakti og vakir enn
er tvennt, að það komi fram, að
umrætt flug var að mínu undir-
lagi en ekki ráðherrans og að
flugið hafði engan kostnað í för
með sér fyrir íslenzka skattgreið-
endur.“-
Jón H. Þorbergsson
á Laxamýri látinn
Jón II. Þorbergsson bóndi á
Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu
lézt á sjúkrahúsinu á Húsavík á
föstudag 96 ára að aldri. Mcð
honum er fallinn í valinn einn af
brautryðjendum íslenzka land-
húnaðar. cins og hann er rekinn í
dag. óþreytandi hugsjónamaöur.
sem barðist fyrir mörgum af
framfaramálum bændastéttarinn-
ar. í athöfnum. ræðu og riti um
áratuga skeið. og lýsir eldmóður-
Jón II. Þorbergsson.
inn sér m.a. í því. að hann kom á
hvert einasta hændabýli á íslandi.
Hann beitti sér sérstaklega fyrir
kynhótum og hirðingu sauðfjár,
jarðrækt. laxaklaki og fiskeldi.
landnámi og nýbýli. hátíðisdegi
bænda o.fl.
Jón H. Þorbergsson lét mjög að
sér kveða í félagsmálum bænda-
stéttarinnar, var m.a. stofnandi
Landnáms- og Búnaðarsambands
Suður-Þingeyjarsýslu og formaður
unv 20 ára skeið og heiðursfélagi
Búnaðarfélags íslands. Þá var
hann fyrsti upphafsmaður að
stofnun dagblaðsins Tímans og
meðritstjóri búnaðarblaðsins
Freys 1916—1936.
Eftir hann liggja margar bækur
um landbúnaðarmál og þjóðmál,
auk ævisögu hans, Ævidaga, sem
út kom 1964. Loks hefur hann
skrifað ótölúlegan fjölda greina í
blöð og tímarita allt fram undir
það síðasta.
Jón H. Þorbergsson var mikill
trúmaður og áhugamaður um
kristni og kirkjuhald í landinu,
eins og fjölmargar greinar hans og
erindi um þau efni bera vott um.
Jón H. Þorbergsson var kvæntur
Elínu Vigfúsdóttur frá Gullbera-
stöðum í Borgarfirði, sem lifir
mann sinn. Þeirn var sex barna
auðið og eru fimm þeirra á lífi.