Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 37 Gleðilegtár Ár barnsins 1979 Hvað er nýtt ár? Gamla árið er liðið. Það var árið 1978. Venjulegt ár eru 365 dagar eða 12 mánuð- ir. Þekkir þú nöfn mánað- anna? Við höfum kvatt gamla árið á viðeigandi hátt og heilsum nú nýju ári, 1979. Enn er veturinn ekki lið- inn. En sólin er farin að hækka á lofti og sífellt birtir úti. Þegar veturinn er liðinn, kemur næsta árstíð, sem heitir vor. En á eftir vorinu kemur sumarið — farfugl- arnir streyma hingað þús- undum saman, blómin springa út og sólin verður hvað hæst á lofti. Að liðnu sumri tekur svo haustið við, skólinn byrjar á ný og veturinn gengur síðan í garð — og þá koma aftur jól... 1979 — ár barnsins — börnin og listaverk þeirra Kannski hefur þú heyrt talað um ár barnsins. En hvað er það eiginlega? For- eldrar þínir eða systkini geta útskýrt það nánar fyrir þér. En það er í stuttu máli þannig, að Sameinuðu þjóð- irnar hafa ákveðið á fundum sínum, að á árinu 1979 verði gefinn sérstakur gaumur að öllu því sem kemur börnum við á einhvern hátt. T.d. 1. Eru sum börn beitt misrétti? 2. Eru mörg börn í heimin- um, sem líða og þjást, vegna hungurs, veikinda og uppskerubrests? 3. Njóta fötluð börn sömu réttinda og önnur börn — Hvernig lítum við á þroska- heft börn, sem við umgöng- umst í skólanum, heima eða í hverfinu okkar? 4. Taka foreldrar alltaf tillit til barna sinna? 5. Eru næg leiksvæði í hverfinu, sem þú átt heima í? 6. Hvernig er skólinn þinn? Alltof stór, of lítill, hlýlegar stofur eða kaldir veggir o.s.frv. 7. Eru allar bækur jafn heppilegar fyrir börn? 8. Hvernig er efni fyrir börn í sjónvarpi og útvarpi? Eru myndir, sem sýndar eru, of miklar glæpamyndir, of mörg hryðjuverk, siðferðis- lega niðurbrjótandi o.s.frv.? Þannig getum við lengi haldið áfram að telja, og þið getið rætt um þetta við foreldra ykkar, systkini, kennara og vini. Við, sem sjáum um Barna- og fjölskyldusíðu Morgun- blaðsins, viljum hins vegar hvetja foreldra og aðra til þess að vinna með börnunum, vera með börnum, ræða meira við þau í stað þess að tala alltof mikið um þau. Leyfið börnunum að komast að með hugmyndir sínar, vangaveltur og einlægar spurningar — verið einlæg á móti. Leyfið börnunum að teikna, lita, semja og segja frá. Listaverk þeirra eru oft frábær, einlæg og opinská — og á nýbyrjuðu ári barnsins, viljum við hvetja ykkur til þess að senda blaðinu verk ykkar, svo að við getum birt sem mest eftir börnin sjálf á þessu ári. Þið getið teiknað eða skrifað eða ort um eitthvað af þeim atriðum, sem rætt var um hér að framan eða eitthvað allt annað, t.d. hvernig ykkur líður heima, hvað ykkur finnst gott og hvað slæmt, hvort þið eruð oft einmana eða ein, hvort þið eruð stundum hrædd og við hvað, hvað ykkur finnst skemmti- legt að lesa, heyra eða sjá o.s.frv. Það kom greinilega í ljós í sl. mánuði, að mörg ykkar hafa góða hæfileika til að skrifa, yrkja og teikna, er þið senduð verk ykkar til Barna- og fjölskyldusíðunnar. Gleðilegt ár, með einlæg- um þökkum fyrir það gamla. Unghetja Alexander hinn mikli lifði á tímabilinu frá 356 til 323 f. Kr. Þessi mikla stríðshetja og landvinn- ingamaður varð sem sé aðeins 32 ára. Samt sem áður tókst honum á fáein- um árum að leggja undir sig mestan hluta þess heims, sem þá var þekktur. Hið mikla veldi hans náði allt frá Grikklandi til Indlands. Trésmiðir — Trésmiðir Kaupaukanámskeið Námskeiö í notkun véla, rafmagnshandverkfæra og yfirborösmeöferö viöar hefst í lönskólanum mánudaginn 22. janúar og stendur til 10. febr. Kennsla fer fram: mánudaga þriöjudaga, miö- vikudaga, og föstudaga kl. 17—21 og laugardaga kl. 14—18. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. janúar til skrifstofu Trésmíöafélags Reykjavíkur Hallveigarstíg 1, sími 27600. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu Trésmíöa- félags Reykjavíkur. Trésmíöafélag Reykjavíkur. Meistarafélag húsasmiða. RÝMNGARl SALA afsláttur af byggingavörum Kaupfélag TMaí k ) Byggingavöruverslun sími: 50292 Reykjavíkurvegi 64 Tillitssemi kostar ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.