Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1979 ftfofgiu (Jtgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 125 kr. eintakiö. au uggvænlegu tíðindi hafa verið að berast, að atvinnuleysi hefur aukizt veru- lega frá því í fyrra. Þannig voru urn áramótin 88% fleiri atvinnulausir en si. ár eða 1088 og er þetta ástand ekki bundið við einn stað, heldur gætir þess víða um land, svo sem í Reykjavík, Keflavík, Húsavík, Seyðisfirði, Ólafsfirði, Raufar- höfn og Grundarfirði. Því miður er ástæða til að óttast, að þessi mikli fjöldi atvinnulausra manna og kvenna um áramótin sé ekki tilviljun, heldur bein afleiðing af þeirri stjórnarstefnu, sem rekin hefur verið. Þannig hefur ríkisstjórnin á sínum stutta ferli lagt nýjar álögur á atvinnureksturinn, sem nema milljörðum króna á milljarða ofan, auk þess sem hert hefur verið að honum með öðrum hætti. Er engu líkara en skipulega sé að því unnið að koma þýðingarmiklum grein- um íslenzks atvinnurekstrar á kné og má þar taka verzlunina til dæmis. Þannig skýrir Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri frá því í Tímanum í gær, að Kaupfélag Eyfirðinga hafi það nú til athugunar að loka verzlunum og draga að öðru leyti úr þjónustu við neytendur vegna þess, að stjórnvöld hafa hert svo að verzluninni, að rekstrargrundvöllur fyrir- finnst enginn. Þegar svo er komið fyrir sterkasta kaupfé- laginu og einu grónasta fyrir- tæki hér á landi, þarf ekki að fjölyrða um, hvernig ástandið er annars staðar. Um iðnaðinn er svipaða sögu að segja. Honum hefur verið gert að axla nýjar byrðar sem nema milljörðum króna. Það er því deginum ljósara, að ís- lenzkur samkeppnisiðnaður býr af opinberri hálfu við verri og lakari kjör en keppinaut- arnir erlendis, svo að það er ekki við góðu að búast. Afleið- ingarnar eru líka að koma í ljós. Þannig hefur verið ákveð- ið að Föt h.f. hætti rekstri hinn 1. marz n.k. og loki tveim verzlunum sínum nokkru síðar, þar sem forráðamenn fyrir- tækisins telja raunhæfa sam- keppnisaðstöðu ekki lengur fyrir hendi gagnvart erlendum aðilum, þótt framleiðslan sé vandaðri en þeirra. Hér er um gróið og fjárhagslega sterkt fyrirtæki að ræða, en eigendur þess sjá fram á hallarekstur og skuldasöfnun, ef rekstrinum verður haldið áfram við óbreyttar aðstæður. Um 40 manns hefur verið sagt upp miðað við síðustu áramót hjá þessu eina fyrirtæki. Loks gætir alvarlegs at- vinnuleysis hjá ýmsum sem vinna að sjávarútvegi, ekki sízt á Suðurnesjum. Eins og kunn- ugt er byggist hráefnisöflunin þar á bátafiski, en með fisk- verðsákvörðuninni nú um ára- mótin má segja, að þeim rekstri sé stefnt í meiri tvísýnu en nokkru sinni fyrr, eins og m.a. hefur komið fram hjá Jóni Sigurðssyni hagrannsóknar- stjóra, þegar hann segir: Hitt er rétt, að hagur bátaflotans er lakari en hann hefur verið." Og lá þó fyrir, að þessi útgerð hefur á undanförnum misser- um átt við vaxandi rekstrar- örðugleiká að stríða, sem hefur verið undirrót hins ótrygga atvinnuástands á Suðurnesj- um. Það er því með öllu óskiljanlegt, að Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og formaður verkalýðsfélagsins í Keflavík, skuli sjá ástæðu til þess að lýsa því yfir í sjónvarp- inu á föstudag, að hann sé sérstaklega bjartsýnn hvað snértir atvinnuástandið á Suð- urnesjum um þessar mundir. Ekkert liggur fyrir um það, að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að tryggja eða auka hráefnisöflun þar, en Dag- bjartur Einarsson útgerðar- maður kom að kjarna málsins þegarjiann sagði um rekstrar- grundvöll bátaflotans í sam- bandi við fiskverðsákvörðun- ina: „Þetta er dapurleg mynd, sem blasir við. Það liggur ljóst fyrir að flest hefur hækkað upp undir helmingi meira en fiskurinn á síðasta ári, svo að það er erfitt að koma þessu dæmi heim og saman. Þetta kemur langverst niður á báta- flotanum, sem útgerðin hér í Grindavík byggist að lang- mestu leyti á, því að það kemur sáralítill togarafiskur hingað.“ Sömu sögu er að sjálfsögðu að segja um önnur útgerðar- pláss sem byggja á bátafiski. Atvinnuörygginu þar hefur verið stefnt í tvísýnu, — aflabrögð hafa minnkað, opin- berar álögur eru meiri en áður, en hækkun fiskverðsins hefur fylgt hækkun stærstu rekstr- arliða útgerðarinnar. Strax við fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum varð ljóst, að atvinnu- öryggi í landinu var vitandi vits stefnt í tvísýnu. Morgun- blaðið hefur hvað eftir annað varað við þessari stefnu og sýnt fram á, að hinar auknu og óhóflegu álögur á atvinnu- reksturinn hlytu að leiða til samdráttar og jafnvel stöðvun- ar og atvinnuleysis. Þetta er nú að koma fram. Til viðbótar verðbólguvandanum er að rísa upp annar vandi enn verri, en það er atvinnuleysið. Einungis með því að bregða hart við og taka upp nýja stefnu í efna- hags- og atvinnumálum verður atvinnuleysinu bægt frá, en því miður eru engar vonir og raunar engar forsendur fyrir því, að núverandi ríkisstjórn beri gæfu til þess. Atvinnuleysi f Reykjavíkurbréf Laugardagur 6. janúar Sjómenn vilja skattfríðindi I þeim umræðum, sem fram hafa farið síðustu daga um fisk- verð, hefur það komið afar skýrt fram, að sjómenn víðs vegar um landið telja aukin skattfríðindi forsendu þess, að þeir geti fallizt á 11% fiskverðshækkun. Skattfríð- indi eru mikilvægasti þáttur þeirra „félagslegu umbóta“, sem sjómenn telja sig eiga rétt á, til jafns við aðra sem fengið hafa loforð urn slíkt síðustu vikur. Þessi afstaða sjómanna kemur glögglega fram í viðtölum, sem birzt hafa í Morgunblaðinu undanfarna daga við forsvarsmenn sjómanna. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Re.vkja- víkur, segir í viðtali við Morg- unblaðið sl. fimmtudag: „Mjög erfitt er að segja um undirtektir sjómanna almennt við þessari fiskverðsákvörðun en hitt er svo annað mál, að fáist lagfæringar á lífeyrissjóðsmálum sjómanna og skattamálum þá er það vissulega atriði, sem okkur ber að vega og meta. Komi ekkert jákvætt frá ríkisstjórninni um þessa tvo meg- inþætti, sem sjómenn hafa ein- blínt á í þessum óskapakka sínum til ríkisstjórnarinnar held ég að það væri ráð að endurskoða afstöðuna til þessa fiskverðs. Verði skattamálin ekki tekin til vinsamlegrar meðferðar hjá ríkis- stjórninni þá er hluti af þeim forsendum, sem sjómenn hefðu getað sætt sig við, horfinn út í veður og vind. Fari svo að sjómenn verði sviknir um þessi hlunnindi, þá er fiskverðið ákveðið á fölskum forsendum." Oskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands, sagði í viðtali við Morgunblaðið sama dag: „Viss loforð eru fyrir hendi af hálfu stjórnvalda um félagslegar umbætur okkur til handa . . . ... ellilífeyrisrétturinn og skatta- málin eru að sjálfsögðu stærstu málin." Guðjón Jónsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar sagði í viðtali við Morgunblaðið sl. föstu- dag: „Eg legg mikið upp úr því að eifthvað komi í sambandi við þær kröfur, sem við lögðum fyrir ríkisstjórnina ... Það hefur mikið verið talað um skaftamálin og það er stórt atriði fyrir eyfirzka sjómenn sem aðra að fá lagfæring- ar á þeim.“ Sigfinnur Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfjarðar segir sama dag í Morgunblaðinu m.a., að hann sé „heldur ekki beint óánægður með tilliti til þeirra vona, sem sjómenn binda við félagsmálapakkann, sem er hjá ríkisstjórninni. Þar binda nienn helzt vonir við skattafríðindi. og svo orlofsmálin." Björn L. Björnsson, varaformað- ur Sjómannafélags Isfirðinga seg- ir ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag: „Það sem ég hef heyrt bendir til, að menn sætti sig nokkuð vel við fiskverðshækkunina en það er ljóst, að vonin um einhverjar félagslegar aðgerðir og þá helzt í skattamálunum hjálpar mönnum til þess.“ Loks segir Bárður Jensson, formaður Jökuls í Óiafsvík: „Hins vegar binda menn miklar vonir við hliðarráðstafanir eins og til dæmis skattfríðindi...“ Hverjir hafa lofað hverju um skattfríðindi? Eins og sjá má af ofangreindum tilvitnunum í umsagnir forsvars- manna sjómanna víðs vegar um landið b.vggist afstaða sjómanna til fiskverðsins mjög á því, að þeir vænta þess að í kjölfar þess fylgi aukin skattfríðindi þeim til handa. Ljóst er, að sjómenn hvaðanæva af landinu mundu ekki tala um skattfríðindi í svo ríkum mæli nema vegna þess að einhver hefur gefið þeim fyrirheit um þau. Hver hefur gert það og á ábyrgð hvers? I viðtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag, sem tekið var seint á þriðjudagskvöldi u.þ.b. er fisk- verðsákvörðun lá fyrir, sagði Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjó- manna í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins m.a.: „Þó að þessi ákvörðun sé tekin, þá er hún gerð í trausti þess, að staðið verði við þau fyrirheit, sem ráðherrar hafa gefið um félagslegar umbætur og að við megum vænta einhvers í skattfríðindum." Þá segir enn- fremur í fréttinni: „Ingólfur kvaðst hafa átt tvisvar sinnum fund með forsætisráðherra, þar sem hann lagði fram kröfur sjómanna og eftir ríkisstjórnar- fund í gær, kvað hann hafa verið lýst yfir, að staðið yrði við þær í öllum meginatriðum — að undan- teknu því er varðar skattfríðindi til sjómanna. Þó sagöi Ingólfur að komið hefði fram í viðræðum við ráðherra, fleiri en einn, að skiln- ingur væri á skattfriðindahug- myndum sjómanna." Eins og sjá má af þessum ummælum Ingólfs Ingólfssonar taldi hann sig hafa nokkuð ákveðnar vonir um, að sjómenn mundu hljóta aukin skattfríðindi þrátt fyrir neikvæða afstöðu forsætisráðherra og fer ekki á milli mála að þær vonir, sem sjómenn um allt land binda við aukin skattfríðindi hljóta að byggjast á loforðum Ingólfs Ingólfssonar í þeirra hópi. Ber- sýnilegt er, að Ingólfur Ingólfsson hefur gefið félögum sínum í félagssamtökum sjómanna mjög undir fótinn með það, að hann mundi ná fram skattfríðindum þeirn til handa til þess að tryggja stuðning þeirra eða afskiptaieysi við 11% fiskverðshækkun. I fréttum Morgunblaðsins strax á miðvikudag kemur hins vegar fram, að blaðið hefur öruggar heimildir fvrir því, að ríkisstjórn- in hafi hafnað óskum sjómanna um skattfríðindi. I fimmtudags- blaði Morgunblaðsins staðfestir Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra þessa frétt er hann segir: „Eg veit ekki betur en það standi í Morgunblaðinu í morgun, að það hafi verið fellt í ríkisstjórn- inni. Þetta er rétt...“ Tómas Árnason, fjármálaráðherra, tók mjög í santa streng og Kjartan um þetta efni, þegar Morgunblaðið beindi til hans þessari spurningu. Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, var hins vegar ekki sam- mála þessum tveimur starfsfélög- um sínum í ríkisstjórninni um að aukin skattfríðindi til sjómanna hefðu verið felld. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið, að „engin ákvörðun hefði verið tekin um skattfríðindi í ríkisstjórninni.“ Ráðherrann segir ennfremur að þetta erindi hefði ekki verið „afgreitt í ríkisstjórninni". Málið væri á „vinnslustigi.“ Ekki er annað vitað en þessir þrír ráðherrar hafi allir setið ríkisstjórnarfundi að undanförnu. Þess vegna hlýtur það að koma mönnum undarlega fyrir sjónir, að þeir geta ekki einu sinni verið sammála um það, hvernig þetta mál hafi verið afgreitt. Kjartan og Tómas segja, að óskum sjómanna hafi verið hafnað. Svavar segir, að óskir sjómanna hafi ekki verið afgreiddar og séu á vinnslustigi. Hver segir satt og hver segir ósatt? Var skattfríðindum sjó- manna hafnað eða eru þau á „vinnslustigi?" Athyglisvert er að sjá viðbrögð helztu forystumanna sjómanna, þegar Morgunblaðið bar undir þá þessi mismunandi svör ráðherra. Guðmundur Hallvarðsson sagði: „En okkur hefur verið tjáð, að málaleitanir okkar, þar á meðal um skattafríðindi hafi hlotið jákvæðar undirtektir ráðamanna í ríkisstjórninni." Ingólfur Ingólfsson sagði, að hann hefði „rætt þessi mál við fleiri ráðherra en forsætisráð- herra og þó þeir hefðu engu lofað þá hefði þeir ekki hafnað þessum óskum og ekki útilokað." Oskar Vigfússon sagði: „Ég hlýt að herma upp á ríkisstjórnina velvild gagnvart okkar plaggi og vona, að einn ráðherra hafi réttara fyrir sér en tveir.“ Hver tjáði formanni Sjómanna- félags Reykjavíkur, að óskir um skattafríðindi hefðu fengið „já- kvæðar undirtektir". Var það Ingólfur Ingólfsson? Hvaða „fleiri ráðherrar" eru það, sem fulltrúi sjómanna í yfirnefnd hefur talað við og gefa undir fótinn um skattafríðindi þvert ofan í svör sjálfs forsætisráðhera? Hér verða að fást skýr svör. Sjómenn eiga kröfu til þess að fá afdráttarlaus svör um það í fyrsta lagi á hvaða forsendum fulltrúi þeirra í yfirnefnd hefur gefið þeim svo góðar vonir um skattfríðindi, í öðru lagi hver afstaða ríkisstjórn- arinnar er. Er það afstaða Ólafs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.