Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 Öfgar i mannlegri sambúð Sat;a Theatro. Norræna húsinui TIIE EXQUISITORS. Samið o(í leikiú af Intíu Bjarnason <>« Nijíel Wat- son. Textinn er úr verkum Sylvíu I’lath og efni sem hópurinn hefur spunnió upp. Ejósi David Walters. Sýninsastjórii In^ci Bjarnason. í The Exquisitors er lýst einkennum sjúkdóms sem kall- ast tteðklofi ok marfít hefur verið rætt ok ritað um, ekki síst á undanförnum árum. Læknar ofí leikmenn hafa ýmsar skýr- infjar á sjúkdómnum, m.a. félafíslefíar, talið er að umhverfi fíeti kallað fram ýmis einkenni ííeðklofa. Kennin(;asmiðir hafa ekki látið á sér standa. Þau hjónin Inga Bjarnason og Nigei Watson hafa ekki dreftið dóm af þeim heldur f(era þau leikverk sitt að spetíli handa áhorfendum til að sjá sjálfa síjí í eða lesa úr. Þau sefíja í leikskrá: „Með því að nota öfgakennt dæmi um sambandsrof höfum við reynt að setja í brennidepil nokkuð af þeim misskilningi, gagnkvæmu lygum, samvinnu- lytíum, frumsamkeppni og ástúðlega bundnu tvöföldu hnútum sem rugia þroskað mat okkar á sjálfum okkur og lama oft samskipti okkar við annað fólk vegna ótta okkar við sálræn og tilfinningaleg áföll.“ Nafn verksins hlýtur að vefj- ast fyrir fólki, en í leikskrá er það skýrt svo: „Nafn verksins er mikilvægur tengiliður milli þess meginþráð- ar sem við höfum valið og tilgangs og tækni sýningarinn- ar. „Exqusitor" er nýyrði sem geðklofasjúklingur bjó til: kannski bara vegna hugsana- ruglings. Eða kannski var hann að reyna að tjá með atferði sínu ógnvekjandi og þversagnakennt ástand sem hann gat ekki náð yfir með orðaforða heilbrigðs manns. Eins og við sjálf hafði hann löngun til að gefa skarpari lýsingu á reynslu sinni heldur en fyrirfram gefin röð skilyrtra atferlisvenju gaf honum tæki- færi til. En öfugt við hann reynum við ekki að fela tvíræðni okkar heldur draga hana skýrt fram.“ Orðalagið „öfgakennt dæmi um sambandsrof" er góð skil- greining verksins. Ekki verður þess freistað hér að dæma túlkun höfundanna sem jafn- framt eru leikendur frá geð- Bjiirn Finnbogason fyrir utan verzlunina sem hann hyggði en það er tveggja hæð hús og hýr hann á efri ha'ðinni. Gerðavegur 25 — Gamla húðin eins og hún var lengi kölluð. Þetta er eitt elzta húsið í Garðinum. Það er flutt í Gerðar í tveimur pörtum og kom annar hlutinn úr Njarðvíkum en hinn hlutinn var upphaflega byggður í Útskálum. Verzlun Björns Finnbogasonar í Garði: Hœttir starfsemi eftir 40 ára starfrœkslu (iarAi. G. janúar. ÚM ÁRAMÓTIN hætti Bjiirn Finnbogason að reka verzlun þá er hann hefir starfrækt í Garðinum um 10 ára skeið. Það var árið 1937 að Björn keypti jörðina Gerðar ásamt húsi því er nú er Gerðavegur 25 og hóf að reka þar verzlun. IIús þetta hafði þá verið verzlun í 10 ár eða frá árinu 1897 að faðir Bjiirns. Finnhogi Lárusson hafði fengið verzlunarleyfi í Gerðum. Fyrir þann tíma að faðir Björns hóf verzlunarrekstur urðu Garðbúar að verzla í Keflavík og höfðu ferðalögin þangað mjög oft kostað menn lífið. Höfðu þeir orðið úti á leiðinni. Finnbogi Lárusson rak verzlunina í 9 ár eða til ársins 1906 að hann seldi Milljóna- félaginu verzlunarleyfið og jörð- ina. Hann keypti þaðdþó aftur eða í king um árið 1914. Enn selur Finnbogi árið 1916 og nú Eiríki Þorsteinssyni sem rak verzlunina í um 10 ár. Þá eignast tveir bræður hans, Friðrik og Sveinn Magnússynir og af þeim kaupir Björn Finn- bogason jörðina 1937 eins og áður sagði. Þegar Björn tók við verzlun- inni var ársumsetningin um 12 þúsund krónur en strax á næsta ári var umsetningin komin upp í 60 þúsund. Björn rak síðan verzlunina ásamt því að vera með fiskverk- un þar til í seinni heimsstyrjöld- inni að fiskverkunin lagðist niður. Arið 1956 flyzt verzlunin svo í núverandi húsnæði sem Björn byggði. Er það staðsett í miðju þorpinu. Þótti verzlunin mjög glæsileg og stóð kaupfélögunum á sporði hvað úrval snerti að sögn þeirra sem til þekktu. Fyrir nokkrum árum var svo búðinni breytt í sjálfsafgreiðslu. Verzlun Björns Finnboga- sonar hefir verið stærsta verzlunin í Garðinum alla tíð. Þó ber að minnast á Þorlák Benediktsson sem var með verzlun í Út-Garðinum í u.þ.b. 10 ár. Þá var eitthvað um minni verzlanir. Auk þess sem Björn hefir stundað verzlunarrekstur hefir hann setið í hreppsnefnd í 40 ár eða frá 1934—1974. Hann varð oddviti 1938 er Guðmundur Þórðarson fyrrverandi oddviti lézt og gegndi Björn því starfi þar til hann lét af störfum í hreppsnefnd 1974 en þá tók sonur hans Finnbogi Björnsson við starfinu. Í starfi oddvita var Björn vinsæll enda hjálpaði hann öllum sem til hans leituðu og gerði þeim vel. Kona Björns er Auður Tryggvadóttir, mikil félags- hyggjukona. Hún var formaður kvenfélagsins í árafjöld og organisti í Útskálakirkju í hvorki meira né minna en 50 ár. Við hittum Björn á förnum vegi og spurðum hann hvort hann vildi eitthvað segja á þessum tímamótum. Hann sagði m.a.: „Það sem mér er efst í huga er hve illa er búið að smásöluverzl- uninni í dreifbýlinu í dag. Það er nánast útilokað að reka vezlun með þeirri álagningu sem nú er leyfð. Það á þó ekki síst við um vísitöluvörurnar sem eru með svo lágri álagningu að það borgar sig ekki að hafa þær til sölu. Venjuleg pakkavara og önnur vara er með mun hærri álagningu og er það mín skoðun að þetta sé alrangt. Þetta er mjög óhagkvæmt fyrir dreifbýl- isverzlunina. Annað tveggja verður að leyfa hærri álagningu á alla vöru eða lækka álagningu á pakkavöruna og hækka álagn- inguna á vísitöluvörunni. En auðvitað er þetta hluti af hinum pólitíska loddaraleik sem fram fer í þjóðfélaginu í dag að hafa álagninguna á vísitöluvöruna svona lága. Enda þótt ég sé hættur starfsemi horfi ég með kvíðboga fram á að fólk fer í nágranna- byggðirnar og kaupi í stærri mörkuðunum þá vöru sem markaðirnir geta lækkað verðið á vegna góðrar álagningar en ætlast svo tii að heimaverzlunin hafi á boðstólunum daglegar nægtir sem gefa kaupmanninum svo lítið í aðra hönd vegna lélegs smásöluálags. Þetta mun aldrei geta gengið og ég vara fóik við þessari þróun. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Að lokum vil ég þakka við- skiptavinum mínum gegnum árin fyrir viðskiptin og gott samstarf. Ég hefi leigt Þorláki Arnórssyni verzlunina til þriggja ára en hann rekur einnig verzlun í Sandgerði og hefir gert í nokkur ár.“ Fréttaritari. Bjiirn Finnbogason ásamt konu sinni Auði Tryggvadóttur. Mvndirnar tók Hreggviður Guðgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.