Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 7 „Menn eru réttlátir viö sjálfa sig, ef þeir taka sér hljóðar smástundir og leita aftur þeirra áhrifa af öllum hlutum, sem snortiö hafa barniö", — segir Guöm. Kamban í einu leikrita sinna. Eigum viö fylja ráöum hans í dag og líta um stund inn í heim, sem barnshugann snart en vonarsnauð vizka og veraldarprjál hafa síðar þokaö lengra og lengra í burt? Þaö kann stundum aö kosta mikiö aö vera „vitur“. í gærkveldi lauk síðasta degi jóla, og jólasvipurinn er aö hverfa af heimilum og úr huga, en þrettánd- anum fylgir gömul saga, gamalt ævintýr, sem barnshugurinn elskaöi en barn, sem aldahvörfum átti aö valda á jöröu og bar hingaö meö sér há- mark þess heilagleika, sem á jöröu hefur sézt, vaxtarbrodd þess vísdóms sem heimur hefur séð, og fyllingu dýrustu drauma sem göfugustu anda forn- aldarheimsins haföi dreymt. Og enga drauma svo dýra hefur stærztu anda mannkyns dreymt fram á þennan dag, aö ekki finni þeir fullkomnun í honum, sem vitringarnir þrír leituöu og stjarnan, sem fyrir þeim fór benti þeim á. Guöspjall þrettánda og síðasta dags jóla lætur okkur fara meö vitringun- um í ferö, sem viö fórum fúslega í bernsku, e.t.v. þroska manninn, sem hnefanum beitir, og fá honum ægilegra vald í hendur án þess að hiröa um ræktun samvizku og sálar. Ef viö höldum áfram aö kæfa andann í hávaöa hamslausrar vélvæöingar, höldum áfram aö vega aö eilíföarvonum mannsand- ans meö hóflausum reng- inum og rakalausum efa- semdum um himin, Guð og sál, höldum áfram aö lifa eins og engin ábyrgö nái út yfir gröf og dauða, — þá leiöir okkur stjarna vísindanna ekki inn í fram- tíö farsældar. Hver er sú stjarna, sem viö eigum aö fylgja, hverri af þúsundum, sem völ er á? Jólum er aö þessu sinni lokiö. Þeim lauk í gær. Stjörnur, sem vísa veg veraldarvitið hefur síöar ýmist huliö bláma fjar- lægöarinnar eöa vafiö þoku óveruleikans: Við sjáum þrjá menn þokast áfram á langri ieiö, en myrkrið bannar þeim ekki för, því aö fyrir þeim fer leiftrandi stjarna, sem þeir fylgja ótrauöir. Þeir vita að þessi nýja stjarna á heiminfestingunni boöar þeim, aö fæddur sé nýr konungur, sem stór og mikil örlög fylgja. En sá barnaskapur, — segja margir, og þeir um þaö, en broslegt þykir mér, þegar þeir sem boöa og flytja söguna af vitring- unum þrem og stjörnunni þeirra sem tvímælalausan sannleik, fara háðsyrðum um stjörnuspár þær, sem nú er allmjög í tízku aö fjölmiðlar, blööin, flytji. Um þær spár segi ég ekkert, sjálfur hef ég tilhneigingu í þá áttina, aö leggja heldur lítið upp úr þeim. En fyrir hinu er erfitt að loka augum, aö hér er árþúsunda gamalt viö- fangsefni mannkyns á ferðinni, eins og sjá má af sögunni af vitringunum og stjörnunni þeirra. En, hvaö um þaö, þaö var ekki „ferö án fyrirheit- is“ sem þeir fóru þessir vísu menn, sem stjörnunni sinni fylgdu. Þeir leituöu aö barni og þeir fundu eitthvaö tregari nú. En lítum á hana af nokkuö öörum sjónarhóli: Viö erum öll eins og hópur á ferö, og fyrir okkur fer ekki ein stjarna, heldur þúsundir, og hvert hafa þær leitt mannkyniö á þessari löngu, löngu ferö? Sumar hafa leitt mannkyn langt, líklega engin lengra en stjarna vísindanna, raunvísinda en ekki hugvísinda. Stór- kostlegir hlutir eru í vænd- um. í verkbólum vísindanna er verið að vinna aö uppfinningum, sem ófyrirsjáanlegum hvörfum geta valdið. Er þá nokkuö annaö aö ræöa en aö fylgja stjörnu vísind- anna inn í stóra og glæsta framtíð? Ef viö fylgjum þeirri stjörnu einni og manngild- iö vex ekki í réttu hlutfalli viö vísindasigrana glötum viö gleðinni yfir afrekun- um, og þaö sem miklu ískyggilegra er, viö getum átt á hættu aö vísinda- afrekin búi okkur ennþá meira böl en þaö, sem viö höfum séö tvær heims- styrjaldir valda. Þá höfum viö til einskis brotizt blóöi drifna braut, ef haldiö verður áfram aö þjálfa heilann á kostnaö hjart- ans, gjöra hnefann stælt- ari án þess aö hiröa um aö Jólasvipurinn er aö hverfa úr húsum, heimilum og hjörtum. Hversdagsleikinn meö öllu sínu kalda veraldarvafstri er aö koma aftur, kaldur hversdags- leiki eftir þessa hlýju og björtu hátíöardaga. Fús- lega og fegin fylgdum viö stjörnunni, sem leiddi okk- ur aö jötjunni, sem hann var lagöur í, lávarður heims og himna, en erum viö reiðubúin og jafnfús að fylgja henni frá jötunni, frá jólunum út í hversdags- leika komandi daga? Er ekki vert aö viö spyrjum sjálfa okkur þeirrar spurnar, ég og þú, þegar jólin hafa kvatt, og hugleiöa hana með sjálf- um okkur eftir aö hátíðin er gengin úr garöi og margt er horfið úr hjart- anu, sem henni fylgdi? Ég minni aftur á þau orö skáldsins, sem ég hóf þessa hugvekju meö: „Menn eru réttlátir við sjálfa sig ef þeir taka sér hljóðar smástundir og leita aftur þeirra áhrifa af öllum hlutum, sem snortiö hafa barniö". Daprast þá ekki önnur Ijós, blikna þá ekki aörar stjörnur í blikinu af stjörn- unni hans, sem sjálfur er heimsins og himnanna Ijós, og mun aö lokum lýsa öllum sálum á allra ver- alda vegum? Mínar hjartanlegustu þakkir færi ég ykkur öllum, sem heiöruöuö mig og glödduö meö góöum gjöfum, heillaóskum og margskonar vinsemd á sjötugsafmæli mínu 29. des. s.l. Þiö gerðuö mér daginn ógleymanlegan. Lifiö heil! Ólafur E. Guömundsson frá Mosvöllum. í Alþýðuhúsinu viö Hverfisgötu hefst mánu- daginn 8. janúar. Gömludansanámskeið eru á mánud. og miövikud. (byrjenda og framhaldsfl.) Barnaflokkar eru á mánudögum. Innritaö veröur í alla flokka mánudaginn 8. jan. frá kl. 16.00. Sími 12826. Þjóðdansafélag Reykja- víkur. A STJORNUNARFELAG Æ ÍSLANDS SKATTSKIL EINSTAKLINGA MEÐ SJÁLFSTÆÐAN ATVINNUREKSTUR Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði í skattskilum fyrir einstaklinga meö sjálfstæöan atvinnurekstur aö Hótel Esju dagana 15., 16. og 17. janúar n.k. kl. 15—19 Skattframtöl hafa löngum valdlö framteljendum erfiöleikum. Einkum á þetta við um einstaklinga sem hafa sjálfstæðan at- vlnnurekstur með hönd- um. Námskeiöinu er ætlaö aö auka skilning á skatta- málum, auövelda þátttak- endum gerö framtala og gera þeim léttara um vik aö átta sig á því, hvenær sérfræðiþjónustu er þörf. Leiöbeínandi er Atli Hauksson löggiltur endurskoóandi. Nánari upplýsíngar og skrðning pátttakenda hjá Stjórnunarfélag- inu, Skipholti 37, sími 82930. NÁMSKEIÐ Heimilisiðnaöarfélags íslands A. Vefnaður — kvöldnámskeiö 25. janúar — 19. marz. Kennt: mánudaga, miövikudaga og fimmtudaga kl. 20—23. B. Myndvefnaður — kvöldnámskeið 12. janúar — 16. marz. Kennt: föstudaga kl. 20—23. C. 1. Hnýtingar — kvöldnámskeiö 10. janúar — 7. febrúar. Kennt: mánudaga og miövikudaga kl. 20—23. C. 2. Hnýtingar — kvöldnámskeiö 11. janúar — 8. febrúar. Kennt: þriöjudaga og fimmtudaga kl. 20—23. D. Knipl — dagnámskeiö 3. febrúar — 31. marz. Kennt: laugardaga kl. 14—17. E. Spjaldvefnaöur — kvöldnámskeið 15. febrúar — 5. marz. Kennt: mánudaga og fimmtudaga kl. 20—23. F. Prjón — kvöldnámskeiö 12. febrúar — 2. apríl. Kennt: mánudaga kl. 20—23. G. Tóvinna og halasnælduspuni — kvöldnám- skeiö 6. febrúar — 22. febrúar. Kennt: þriöjudaga og fimmtudaga kl. 20—23. Innritun fer fram hjá Islenzkum heimilisiðnaöi, Hafnarstræti 3. Kennslugjöld greiöist viö innritun. Danskennsla Þ.R. J5 áh % ■ JDNt ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.