Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 Umsjón: Séra J&n Daltní Hróbjartason Séra Karl Siyvrbjórnsson Siyurdur Pdlsson A U DROTTINSDEGI Jesús og börnin Sunnudagur eftir Þrettánda. Pistillinn: Ef. 6.1—1+ (2. röö): Þér börn, hlýöiö foreldrum yöar, því aö þaö er rétt ... Og þér feöur, reitiö eigi börn yöar til reiöi, heldur aliö þau meö aga og umvöndun Drottins. Guöspjalliö: Mark. 10,13—16: Jesús sagöi: Leyfiö börnunum aö koma til min, og banniö þeim þaö ekki, því aö slíkra er Guös ríki. Bamauppeldi - skyldur - ábyrgð réttíndi Það verður stöðuKt brýnna að svar fáist við þessari spurningu: Mver hefur hinn raunverulega uppeldisrétt og hver ber ábyrgð- ina? Jafnframt því sem leitað er svars við þessari spurningu verður að hafa í huga stöðu þessara mála í þjóðfélaginu og leita hentugra leiða með tilliti til skóla og annarra uppeldis- stofnana. Varðandi forræði og ábyrgð foreldra má nefna fjögur atriði. Ilefðin sýnir að foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og þeim ber þar af leiðandi einnig allur réttur. Þetta er Ijóst ef margvísleg lög og reglur um forræði barna eru skoðuð. Mannréttindayfirlýsingar erfiðleikum háð að fylgja því fram til hlítar í fjölmennum bekkjardeildum. Samt er óþarft að ýkja fjölbreytni óska um meginþætti uppeldis í þjóðfélag- inu. Viðræður við foreldra leiða fljótt í ljós ótrúlega samstöðu um grundvallarmarkmið upp- eldis. Hérlendis hafa því miður ekki verið gerðar neinar kann- anir á þessu sviði. En það vakti furðu fyrir nokkrum árum í Danmörku þegar Gallup-könn- un leiddi í ljós að ótrúlegur fjöldi foreldra óskaði eftir hefðbundinni kristindóms- fræðslu í skólunum. A síðast- liðnu ári hafa uppeldisfræð- ingarnir Evenshaug og Hallen birt niðurstöður nokkurra at- þeim kröfum er ekki fullnægt. Ef árekstar verða er nauðsyn- legt að hafa einhvern grundvöll að standa á þar sem foreldrarn- ir og samfélagið geta mæst. Eitt þessara grundvallaratriða er t.d. skólalöggjöfin og meginmark- mið hennar. Skírnin og skuld- binding foreldranna að ala börn sín upp í kristinni trú er annað atriði sem hafa ber í huga. Enn eitt grundvallaratriði í þessu sambandi eru mannréttindayf- irlýsingar þær sem vitnað var til hér að framan. Þær geta komið til hjálpar ef foreldrum finnst brotið á sér t.d. varðandi trú og lífsskoðun o.s.frv. Að þessu sögðu er rétt að undirstrika nokkur atriði. Mikil- kveða á um hið sama. Bæði mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna og sáttmáli Evrópuþjóða. Skólalöggjöfin bendir til hins sama með ýmsum hætti, m.a. með því að leggja áhersiu á að skólinn skuli vinna að markmiði sínu í samvinnu við heimilin. Bihlian. Guðs orð bendir til hins sama t.d. í Efes. 6: 1—4 þar sem eðli þess uppeldis sem foreldrar eiga að veita börnum sínum er lýst, og einnig í 4. boðorðinu. A grundvelli þessa sem talið hefur verið hér að framan er síðan brýnt að gera sér ljóst hver vilji og óskir foreldra eru í mikilvægum uppeldisatriðum og taka síðan tillit til þess að því marki sem mögulegt er. Nauðsynlegt er að standa vörð um þetta meginsjónarmið, enda þótt ljóst sé að það getur verið hugana á viðhorfum foreldra til uppeldis með tilliti til skírnar- innar og hins kristna þáttar uppeldisins. I ljós hefur komið að fleiri en búist hafði verið við óskuðu að börnin fengju kristið uppeldi í einhverri mynd. Mikiivægt er að minna bæði foreldra og kennara á að for- eldrarnir hafa forræðið og bera ábyrgðina jafnvel þótt þeir óskuðu að afhenda það öðrum. Foreldrar eru og verða foreldrar með öllu sem því fylgir og þess verða ört vaxandi uppeldisstofn- anir að minnast. Ennfremur er mikilvægt að minnast þess arna þegar aðrir aðilar krefjast aukins forræðis. Uppeldi barna þarf að gera þau hæf til að lifa í samfélagi við aðra. Þetta leiðir til þess að samfélagið verður að gera vissar kröfur til uppalandans og hafa möguleika á að grípa inn ef vægt er að foreldrar og forráða- rnenn barna geri sér ljóst að skyldurnar varðandi uppeldi barnanna eru þeirra og réttur- inn til að marka meginstefnu uppeldisins einnig. Eftir því sem hlutur stofnana eykst í uppeld- inu er brýnt að foreldrar láti sig uppeldishætti og uppeldisstefnu þessara stofnana varða. Þau meginsjónarmið sem eiga að vera ráðandi í uppeldinu eru sjónarmið foreldranna. Starfs- menn stofnana eru fyrst og fremst í þjónustu barnanna og foreldra þeirra. Af þessum sökum ber að hvetja til aukinn- ar þátttöku foreldra í foreldra- félögum sem eru í tengslum við skóla og uppeldisstofnanir. En hvers vegna allt þetta tal um rétt. uppalandans? Af hverju er ekki heldur spurt um rétt barnsins? Hvað er barninu fyrir bestu? Um það verður lítillega fjallað í næsta pistli. Langflest íslenzk börn eru skírð, og finnst flestum sjálf- sagt. Skírn er hugljúf og falleg athöfn, kærkomin fjölskyldu- hátíð. En hvað er eiginlega skírn? Skírnin á rætur að rekja til fyrirmæla Jesú sjálfs: „Farið og gjörið ailar þjóðirnar að læri- sveinum. Skírið þá til nafns föðurins, sonarins og hins heil- aga anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður, og sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinn- ar.“ Jesús setur skírnina sem dyr inn í samfélag sitt, Guðs ríki. Það er engin tilvijjun að hann velur einmitt þetta tákn. Við munum úr Biblíusögunum þegar Israelsmenn flýðu undir forystu Móse undan kúgun Faraós, þá lá leiðin yfir Rauðahafið. Handan þess var frelsið. Síðan sá leiðin um auðnina til fyrirheitna landsins. En á mörkum fyrir- heitna landsins var fljótið Jórd- an, þar yfir urðu þeir að komast áður en markinu var náð. Skírnin minnir á þetta tvennt, Rauðahafið og Jórdan, mörk dauða og lífs, kúgunar og frelsis. Fyrirheitna landið er engin landfræðileg staðreynd, heldur Guðs ríki, og það er þar sem Jesús er. "íslenzka orðið „að skíra“ minnir líka á annað. Orðið þýðir að hreinsa, sbr. skíra gull = hreint gull. Skírnin táknar, að við hreinsumst af öllu því, sem skilur okkur frá Guði. Allri synd. Við fáum að lifa með Guði, njóta samfélags við hann, eins og við værum hrein og flekklaus. Þegar Jesús gekk hér um í Galíleu forðum, þá kallaði hann fólk til fylgdar við sig: „Fylg þú mér!“, sagði hann, jafnvel við afbrotamenn og fólk með vafa- samt orð á sér, Og hann tók börn í faðm sér og blessaði þau, og sagði, að þau tilheyrðu Guðs ríki. En hann skírði engan. Þess þurfti ekki. Hann gat sjálfur tekið börnin í fang sér, látið Sakkeus finna, að hann átti hlutdeild í ríki Guðs, fyrirgefið bersyndugu konunni, sannfært Nikodemus. En nú er Jesús ekki sýnilegur á meðal okkar. Og hann veit, að við þurfum áþreifanleg tákn nærveru sinn- ar. Stór hluti alls mannlegs máls og samskipta er táknmál, ekki satt? Þú veizt það vel hve eitt handtak getur sagt meir en mörg vel valin orð til dæmis. Og þess vegna gefur Jesús okkur brauð og vín altarisgöngunnar og skírnina í vatni. Sjálfur er hann ekki bundinn af þessum táknum og athöfnum, svo að hann geti aðeins komizt í snertingu við mennina með hjálp þeirra, öðru nær. En við menn þurfum táknið, þurfum áþreifanlega staðfestingu til að geta treyst návist hans, þurfum að fá hið guðdómlega, himneska, sett fram á jarðneskan hátt. Þess vegna er skírnin ekkert formsatriði, sem við höfum um hönd til að punta upp á tilver- una eða hlýðnast fornum sið- venjum. Skírnin er áþreifanlegt tákn þess, að einstaklingurinn er tekinn inn í samfélag Jesú Krists til að lifa með honum hér og nú og að eilífu. Bibtíulestur vikuna 7.—13. janúar. Sunnudagur 7. jan. Lúk. 2: hl—52. Mánudagur 8. jan. Jóh. 2:13—25. Þriöjudagur 9. jan. Lúk. h: U—30. Miövikudagur 10. jan. Matt. \: 12—25. Fimmtudagur 11. jan. Mark. 1: U—22. Föstudagur 12. jan. Mark. 1:23—28. Laugardagur 13. jan. Mark. 1: 29—1+5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.