Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 43 blaðran, fyrst með Liztomania og Wizards, síðan Close Encounters. Sat- urday Night Fever, Star Wars. Network og Verdict (Austb.bíó). I nóvember eru þessu fylgt nokkuð eftir með Slap Shot, Carrie, Vetrar- börn og Kóngur í New York. Desember þarf svo varla að minnast á, en fyrir jól eru þá sýndar Convoy og Islands in the Stream. A kvikmyndahá- tíðinni var bæði sýnt og ekki sýnt fjöldi góðra mynda og sé ég þar mest eftir að hafa misst af Strozek og í tímans rás. Af myndum séðum er- lendis eru nokkrar við það að komast á listann og eru þar helstar High Anxiety eftir Brooks, sem er drepfyndin eftiröpun á Hitchcock, Bananas. gamla myndin eftir Allen, Coming Ilome, eftir Hal Ashby, með Jane Fonda og Jon Voight, sem sýnir hér frábæran leik og Julia eftir Zinneman, með þeim Fonda og Redgrave. Besta myndin á árinu, og sú sem kom mér mest á óvart, er þó tvímæla- laust mynd Mazurskys, „An Unmarried Woman" og ekki þætti mér ólíklegt að Jill Clayburgh yrði nefnd til Oscarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. SSP. Séðá síðasta ári Tíu beztu 1. An Unmarricd Wuman (Paul Mazursky) 2. Annie Hall (Wuody Allcn) 3. The Serpents Egg (Ingmar Bergman) 1. Ai no currida (Nagisa Oshima) 5. That Obscure Object of Desire (Luis Bunuel) 6. Kúngur í New York (Chaplin) 7. Maúurinn á þakinu (Bo Widerberg) 8. Close Encounters of the Third Kind (Steven Spielberg) 9. Rocky (Avildsen) 10. Conwoy (Sam Peckinpah) Kvikmyndasókn mín var með minnsta móti á árinu og af ýmsum sökum missti ég af allmörgum myndum, sem hefðu sennilega, ef ég hefði séð þær, náð að komast á lista yfir tíu bestu myndir séðar á árinu. En til að bæta aðeins úr þessum götótta lista (sem er samsettur af myndum séðum bæði hér á landi og erlendis) ætla ég að nefna helstu myndir, sem kvikmyndahúsin buðu upp á í almennum sýningum á árinu, fyrir utan þær sem nefndar eru í listanum. Jólamyndirn- ar 1977 teygðust langt fram í janúar en meðal mynda, sem þá komu til sýninga voru Demon Seed (Gamla bíó), Prisoner of Second Avenue (Austurbj. bíó), og Black Sunday (Háskólabíó). í febr- úar hélt fyrsta kvikmyndahá- tíðin innreið sína í landið með tilheyrandi lúðrablæstri og minnist ég hennar síðar en meðal annarra mynda voru þá sýndar Visconti’s Ludwig (G. Bíó), Nea (Stjörnubíó), Swept away (N. Bíó) og A Bridge too Far (Hásk. bíó). í mars gerðist lítið fyrr en um páska að Siöngueggið og Rocky voru sýndar ásamt Airport 77 (Laug.bíó), Bite the Bullet (Stj.bíó) og Mother Jugs and Speed (N.Bíó). I apríl missti ég af tveim myndum, sem ég hefði gjarnan viljað sjá, en það voru The Lost Honor af Katharine Blum (Hásk.bíó) og The Wind and the Lion (Stj.bíó) en auk þeirra voru sýndar í apríl Voyage of the Damned (Hásk.bíó), The Omen (N.Bíó) og Avanti! (Tónabíó). I maí voru m.a. sýndar Shampoo (Stj.bíó), The Outlaw Josey Wales (Aust.bíó), MacArthur (Laug.bíó), March or Die (Hásk.bíó) og Car Wash (Laug.bíó). I júní eru helstar Casanova (N.bíó), Dark Star og Smokey and the Bandit (Laug.bíó). í sumarfríi keppi- nautarins, sjónvarpsins, í júlí, er myndaúrvalið fremur lélegt og helst að minnast Missouri Breaks (Tónabíó) með þeim Nicholson og Brando, en einnig The For- tune (Stj.bíó), dönsku mynd- arinnar Hjcrter er trumf og myndar Peckinpah, Bring Me the Head of Alfredo Carcia (Tónabíó). í ágúst missi ég svo af enn einni, sem líklega hefði komist á listann, The Man Who Would be King (Stj.bíó), en meðal annarra mynda má nefna The Choirboys og Kentucky Fried Movie. September er slakur og hæst ber Logan's Run og The Bad News Bears. I október springur síðan Hefðbundið sögu- form og pirr- aðir áhorfendur Morð um miðnætti (Murder by Death), am. 1976. Leikstjórii Robert Moore. Handriti Neil Simon. Fram- leiðandh Ray Stark. Kvikmyndatakai David M. Walsh. Klippingi Margarct Booth. John F. Burnett. Dauðinn á Nfl, (Death on the Nilc), brsk, 1978. Leikstjórii John Guillermin. Handriti Anthony Schaffer, eftir sögu Agatha Christie. Kvikmyndatakai Jack Cardiff. Tónlisti Nino Rotha. Sviðsmynd/Búningari Peter Murton/Anthony Powell. Kiippingi Malcolm Cooke. Með helstu hlutverk farai Peter Ustinov, Lois Chiles, Mia Farrow, Simion MacCorkindale, David Niven, Jane Birkin, Angela Lansbury, Bette Davis, Maggie Smith. George Kennedy, Olivia Hussey, Jon Finch og Jack Warden. „Hver-er-morðinginn“ sög- ur eða myndir eiga alltaf nokkrum vinsældum að fagna, ef efnið er skynsam- legt og því haganlega fyrir komið. Agatha Christie er einn þeirra höfunda, sem hægt er að treysta á þessu sviði og lesandinn/ áhorfand- inn verður ófrávíkjanlega þátttakandi í að leysa morð- gátuna með Hercule Poirot. Það er hluti af skemmtuninni að glíma við sönnunargögnin og falskar vísbendingar. Dauðinn á Nfl er dæmigerð Christie-saga: Allir farþeg- arnir um borð í hjólaskipinu á Níl, að þremur undanskild- um, höfðu augsýnilega ástæðu til að fremja morðið. Til að halda spennunni og óvissunni verða höfundarnir að dreifa athygli áhorfand- ans jafnt og þétt á alla aðila. Þetta tekst mætavel hér, þannig að í þann mund sem áhorfandinn er að gleyma einum aðilanum skýtur hon- um upp, jafnvel í bakgrunn- inum, með tilheyrandi flótta- legu augnaráði. Falskar vís- bendingar hrannast upp, atburðarásin flækist með fleiri morðum og þegar að því kemur að Poirot kallar að- standendur saman til að skýra þeim frá niðurstöðum sínum, sem munu afhjúpa morðingjann, er áhorfandinn jafn óöruggur um sína eigin niðurstöðu og hann hefur verið áður. Af reynslu fjölda leynilögreglusagna veit áhorfandinn, að höfundar geta snúið vísbendingum og sönnunargögnum á alla vegu eftir eigin geðþótta hverju sinni. Þannig reynast iðulega þær persónur vera morðingjarnir, sem minnst hefur borið á og síst hefur verið hægt að gruna. Niður- staðan í Dauðinn á Nfl — eins og í sögum Christie almennt — er þó algjörlega rökrétt, þó að lausnin sé svo ótrúleg að hún sé fremur fræðilegur möguleiki en hag- nýt morðáætlun. Sönnunar- gögnin er að finna í myndinni en að sjálfsögðu er þeim ekki eins á loft haldið og þeim vísbendingum, sem eru af- vegaleiðandi. Um þetta snýst taflið — að reyna að blekkja áhorfandann og John Guillermin (King Kong, The Towering Inferno) tekst það mætavel ásamt höfundi handritsins, Schaffer. í Murder by Death (Stjörnubíó) tekur leikrita- höfundurinn Neil Simon þetta „spæjarasöguefni“ nokkuð sérstökum tökum. Hann gengur út frá þeirri forsendu, að lesendur (og áhofendur) þessa söguforms séu orðnir dauðþreyttir og pirraðir bæði á höfundunum, sem sífellt eru að blekkja þá Peter Ustinov og Angela Lansbury í Dauðinn á Nfl og ekki síður á söguhetjun- um, „spæjurunum", sem eru látnir leysa gátuna á yfirskil- vitlegan hátt. Simon hefur því hug á að gera grín að þessum heiðursmönnum og setur upp sérvitringinn Twain, sem býður til sín ýmsum þekktum skáldsögu- Peter Sellers og Peter Falk í Murder by Death spæjurum, — til kvöldverðar og morðs, eins og boðskortið hljóðar upp á. Þegar þeir eru allir mættir til staðar í skuggalegt og afskekkt hús, læsir Twain öllum útgöngu- leiðum og upplýsir, að klukk- an tólf á miðnætti verði framið morð. Nú skuli þeir leysa þessa gátu — helst fyrir miðnætti, ef ekki þá eftir miðnætti. Klukkan tólf á miðnætti dettur líkið (Twain) inn um dyrnar til spæjaranna og líkt og í sögum Christie setjast þeir nú allir á rökstóla og komast að því, að hver um sig hafði næga ástæðu til að drepa Twain, þar sem þeir voru allir tengdir honum á vafa- saman hátt. Ástæðulaust er að rekja efnið lengra, enda yrði sú frásögn lítt skiljanleg þar eð efni myndarinnar gliðnar gjörsamlega í sundur í lokin, og hafi örlað á rökrænni hugsun áður fýkur hún hér út í veður og vind. Twain (Simon) tekst að vísu að hafa spæjarana að fíflum, en athugasemd hans um hina pirruðu lesendur/ áhorfend- ur, sem nú geti náð sér niður á spæjurunum/ höfundunum á tæpast við rök að styðjast, því að þeir hafa verið hafðir að algjörum fíflum. Áhorf-' endur geta því hiklaust tekið undir síðustu setningu Peters Sellers, sem hér er í hlutverki Sidne.v Wangs, eins spæjar- anna. Þegar hann yfirgefur húsið spyr sonur hans ruglaður: „Var einhver drep- inn eða ekki?“ „Bara drepin góð helgi", svarar Sellers. Að drepa tímann, virðist vera eina markmið Neil Simon með þessu verki, sem er samsett af fjölda dæmigerðra (og úreltra) atriða úr sundur- leitu safni leynilögreglu- sagna. Það eina sem bindur myndina saman eru orðaleik- ir á ensku, sem þýðast misvel á íslensku. Fyrri hluti mynd- arinnar er tvímælalaust margfalt betri en sá seinni, ekki aðeins efnisins vegna heldur fyrst og fremst vegna Alec Guinness, sem ber að þessu liði stjörnuleikara í hlutverki blinda þjónsins Bensonmum („Ekki Benson, mum, Bensonmum"). Sem afþreying er myndin langt frá því að vera slæm en ekki hefði sakað að Simon hefði beitt einhverju af samtals- kænsku sinni í efnismeiri útfærslu. Þeir félagar, sem stóðu að þessari mynd, Neil Simon, leikstjórinn Robert Moore og framleiðandinn Ray Stark hafa nú enn höggvið í sama knérunn með Peter Falk í fararbroddi, í mynd sem nefnist The Cheap Detectivc. í þessari mynd taka þeir fyrir Bogart í Casablanca en að sögn held- ur Simon sig enn við rökleys- una í Murder by Death og þykir það skemma allmjög fyrir myndinni. Hin gamal- dags framsetning í Dauðinn á Níl verður því í þessum samanburði að teljast miklu heppilegri þó að hinn þungi og hefðbundni stórmyndastíll (aragrúi frægra leikara, þung og áhrifarík tónlist, hæg framvinda og margreynd dramatík) minni i mörgu á hinn þunga og harða skráp risaeðlunnar, sem á endanum hlaut þó að deyja' út. Neil Simon flýtir þó ekki fyrir þessari útrýmingu og á með an hljótum við að dást að útsýninu umhverfis Nílar fljót, að Ustinov sem skemmtilegum Hercule Poirot og að gamaldags morðgátu, sem við getum fylgst með á rökrænan hátt. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.