Morgunblaðið - 07.01.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.01.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1979 27 Bora tvær holur í suðurhlíðum Kröflu ORKUSTOFNUN lagði í lok síðasta árs til við iðnaðarráðu- neytið. að boraðar yrðu íjórar holur á Kröflusvæðinu á þessu ári. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ráðuneytið nú ákveðið að þar verði boraðar tvær holur. Erfitt er að segja til um hver kostnaður verður við holurn- ar tvær. en þess má geta að Orkustofnun áætlaði að heildar- kostnaður við 4 holur yrði um 1200 milijónir króna. Jakob Björnsson orkumálastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi ekki að ráðuneytið hefði hafnað tillögum Orkustofnunar vegna þess að það væri ósammála hugmyndum sérfræðinga stofnunarinnar. Heldur kæmu þarna tii fjárhagsleg atriði og með það í huga hefði ákvörðunin um 2 holur verið tekin. Jakob sagðist reikna með að nú eftir að Kröflu- virkjun væri komin undir Rafmagnsveitur ríkisins yrði eins og áður samið við Jarðboranir ríkisins um boranir nyrðra og sömuleiðis um sérfræðivinnu á Kröflusvæðinu. Holurnar tvær á Kröflusvæðinu verða boraðar í suðurhlíðum Kröflu, en hola 12, sem nú er verið að tengja við virkjunina og virðist gefa góða raun er á mörkum þess svæðis. Að sögn Jakobs Björns- sonar er það höfuðsjónarmið Orku- stofnunarmanna að fá úr því skorið sem allra fyrst hvers suðurhlíðarn- ar eru megnugar, hve mikið þær geta gefið af gufu. Jakob sagði að þeir vildu frekar vinna að því að kanna þetta svæði nákvæmlega en fá fleiri holur tengdar, þar sem umframframleiðsla væri nú á raforku í landinu. Allar götur frá 1975, að árinu 1976 undanskildu, hefði verið of mikið misræmi í verkþáttum á Kröflusvæðinu. Of mikil áherzla hefði t.d. verið lögð á vinnu í stöðvarhúsi, en það hefði komið niður á gufuöfluninni. Sérfræðingar Orkustofnunar hafa gert líkan af jarðhitakerfum á Kröflusvæðinu og telja þeir að suðurhlíðar Kröflu geti gefið betri árangur en áður hefur náðst við Kröflu. Hvort þessi niðurstaða þeirra er rétt fæst aðeins skorið úr um með borunum og til að fá örugga vitneskju um það telja þeir nauðsynlegt að bora minnst 4 holur. Kín- verski fáninn fyrsta sinni við hún við kín- verska sendi- ráðið í Washing- ton á mánudag. J3!enn einn nýr MAZDA, rúmgóður, sparneytinn og umf ram allt - ódvr 818 station bílinn, sem hefur notiö mikilla vinsælda. 323 station er aö öllu leyti rúmbetri bíll og aflmeiri. Plássiö er meira að segja nóg til aö hægt er aö sofa í honum. Athugiö aö MAZDA 323 eyddi aöeins 5.47 lítrum pr. 100 km. í sparaksturskeppni BÍKR 1977... BÍLABORG HF SMIDSHÖFDA 23 símar: 81264 og 81299 Orð Krossins Fagnaöarerindiö veröur flutt á íslenzku frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverju mánudags- kvöldi kl. 23.15—23.30. Sent verður á miöbylgju 205 (1466 KHz) Orö Krossins, pósthólf 4187, Reykjavík. Samtalstímar í ensku Nú er einstakt tækifæri til aö fá góöa samtalstíma í ensku. Þeir sem þurfa aö æfa sig í ensku talmáli vinsamlegast hringi milli 2 og 7 e.h. í síma 11109. Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 Kvennatímar í badminton 6 vikna námskeið að hefjast. Einkum fyrir heimavinn- andi húsmæöur. Holl og góö hreyfing. Leiöbeinandi Garöar Alfonsson. Upplýsingar í síma 82266 frá kl. 9—16. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur. Gnoðavogi 1. ( SNIÐ ] OfNAR Sniðnir eftir yðar þörfum 7 hæðir (frá 20—99 cm). ' ^ Allar lengdir. S Margra ára reynsla hér á landi. Henta bæði hitaveitu og olíukyndingu. Sænskt gæðastál. Stenst ailar kröfur íslensks staöals. Hagstætt verð. Efnissala og fullunnir ofnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.