Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 45 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA OIOOKL. 10—11 FRÁ MANUDEGI TTViMm vakanda borist frá konu sem kallar sig „Móður á 20. öld“: „Alla tíð hafa verið til „bruðlar- ar“ í íslensku þjóðfélagi en nú finnst mér sú stefna hafa gengið úr hófi fram. Á síðustu árum hafa margir reynt að spila með börn og unglinga og reyna að hafa út úr þeim eins mikla peninga og mögulegt er. Þetta gerist á öllum mögulegum sviðum og glöggt má sjá við lestur auglýsinga að flestar þeirra höfða til unglinga. Svo virðist nú einnig vera komið hér á okkar fróma landi að verslanir fyrir börn og unglinga eru orðnar töluvert fleiri en þær sem ætlaðar eru fullorðnu fólki. Það væri í sjálfu sér allt í lagi ef þær vörur sem á boðstólum eru í táninga- verslunum væru eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Yfirleitt eru þetta vörur sem unnar eru það illa að þær standast engar kröfur, það er t.d. varla hægt að þvo sumar flíkur sem keyptar eru í sérversl- unum fyrir táninga. Og verðið á þessum vörum fer fram úr öllu hófi. Sem dæmi tek ég, að ég ætlaði að kaupa blússu hér um daginn og fór í ýmsar verslanir. Nákvæmlega eins blússur fann ég á 2 stöðum. Fyrst sá ég aðra blússuna í sérverslun fyrir táninga og kostaði hún 6000 krónur. Síðan sá ég eins blússu í almennri kvenfataverslun og kostaði hún 3000 krónur þar. Þá vaknar sú spurning hjá manni hvers vegna blússan í táningaversluninni var svona miklu dýrari en sú í almennu versluninni. Unglingar eru mjög áhrifa- gjarnir og það er auðvelt að fá þá til að gera sitt hvað aðeins af því að einhver annar gerir það. Því finnst mér það skylda hvers þess manns sem eitthvað kemur nálægt málefnum unglinga að taka tillit til þessa og notfæra sér ekki áhrifagirni þeirra sér til fjár. Sama máli gegnir þegar um er að ræða alls kyns vörur til íþróttaiðkana. Allt sem því við- kemur er orðið svo umfangsmikið og ekki er hægt annað en að vera í tískunni á því sviði jafnt og öðrum að mati unglinganna. Komi eitt- hvað sérstakt í tísku þá vilja þeir allir kaupa eins vöru en eins og allir vita eru þær vörur ekkert sérstaklega ódýrar. Sú kaupmennska sem eingöngu snýst í kringum það að ná peningum frá unglingum og börn- um (þessir peningar koma í flestum tilfellum frá foreldrunum) er eitt af því óheiðarlegasta sem fyrir finnst, að mínu mati. Einnig finnst mér þetta sérstaklega illa gert gagnvart börnum efnalítilla foreldra. Börn eru miskunnarlaus og það barn sem ekki er með eða klætt í það nýjasta verður fyrir barðinu á stríðni þeirra, og getur það haft varanleg áhrif á sálarlíf þess. Þetta eru aðeins nokkur orð sem lengi hafa legið mér á hjarta og ég veit einnig, að margir aðrir eru mér sammála í þessu efni.“ Píanó, og orgel skolinn Kennt er eftir heimsþekktu kerfi til að ná góðum árangri á stuttum tíma. Kennt er í hópum á lokuðum hljómrásum, aðeins 4 nemendur í sama hópi, einan- graðir frá hver öðrum, en í beinu sambandi við kennarann. Kennd er skemmtileg og aðgengileg músik sem stuðlar að jákvæðum hljóm- listarþroska og skjótfengnum árangri. UNDRAVERÐUR ÁRANGUR Á METTIMA Hljóðfæraverslun PÆLMhRS ARNh H-f BORGARTÚNI 29 — SÍMI 32845 • Ekki einir á götunum Ökumaður hringdi: „Það hefur verið gert töluvert af því nú undanfarna daga að vara bílstjóra við hálku og snjó og því finnst manni að taka eigi tillit til þessa þar sem það kemur bílstjór- um sjálfum til góða að hafa heilan bíl og limi þegar komið er á áfangastað. Þrátt fyrir það eru margir sem ekki hugsa um þessar aðvaranir. Ég var að keyra á Nesvegi fyrir stuttu. Bílum var lagt beggja vegna götunnar og einnig var mikill snjór þannig að rými var ekki mikið á götunni og færð slæm. Við það bættist svo að dimmt var úti er þetta gerðist. Á móti mér kemur allt í einu æðandi bíll á mjög miklum hraða svo bíllinn sem ég var í hentist upp í kantinn og stöðvaðist en samt munaði ekki miklu að bíllinn sem á móti kom rækist utan i minn bíl. Ég vil því koma því áleiðis til bílstjóra að þótt þeir vilji sýna listir sínar þá eru þeir ekki einir á götunum. Þar eru eignir og líf annarra." HÖGNI HREKKVÍSI /*-** % Hfi/VW rö«- UfiZ 83? %\OGA V/öGÁ í ‘ÍíLVERAU miMTIK London Hópferð 11.—16. jan. Meðal knattspyrnuleikja er Arsenal V. Nottingham Forest u ífJIBM v li Verö: 109.200 - Gisting, morgunv., flug, flugv.sk. (VTCfXVTM: FERÐASKRIFSTOFA lönadarhúsinu - Hallveigarstíg 1, s. 28388 — 28580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.