Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979
35
Systkinaminning:
Sigþóra Ásbjörns-
dóttir — Guömund
ur Ásbjörnsson
Fædd 30. marz 1904.
Dáin 28. júní 1978.
Fæddur 9. ágúst 1892.
Dáinn 15. janúar 1978.
Foreldrar þeirra voru merkis-
hjónin Hólmfríður Guðmunds-.
dóttir, fædd á Purkey á Breiðar-
firði, og Asbjörn Gilsson, fæddur á
Öndverðarnesi. Þar byrjuðu þau
búskap og fluttust þaðan til
Hellissands.
Hólmfríður var sérstök gæða-
kona. Hún stjórnaði heimili sínu
með miklum myndarskap, hóg-
værð og mildi. Þar áttu fátækir
griðland og skjól. Sagt var hún
gæfi fátækum og snauðum til
beggja handa.
Asbjörn var mikill athafna
maður, er stundaði útgerð og
formennsku á eigin áraskipi. Hann
var mikill aflamaður og þótti fara
manna best að sjó, það er fljótur á
sjó og fljótur til lands þá er veður
gerðust vágleg. Sama sið hafði
Friðbjörn, sonur hans, er tók við
formennsku af honum.
Eitt sinn er margir formenn
voru samankomnir og biðu róðurs,
varð einum þeirra að orði: „Hvern-
ig má það ske, að á þig hlaðast efni
þótt vitað sé að konan þín gefur
fátækum til beggja handa?“ Ás-
björn svarar: „Hver veit nema því
fylgi gæfa“. Ég minnist þess, er ég
var lítill drengur í Bervík, og
móðir okkar lá á sæng, þá hafði
Hólmfríður systir hennar sent
henni jólaköku er hún tók öðru
hvoru framan til að bragða á. Þá
voru margir litlir lófar fram réttir
allt í kringum rúm hennar, því öll
vildum við börnin bragða á
kökunni frá Fríðu systur, svo
mundum við hana alltaf. Löngu
seinna var ég kominn í fóstur til
Eggerts Guðmundssonar móður-
bróður míns og Ingibjargar
Pétursdóttur frá Malarifi. Ég var
farinn að róa og setti í stóra fliðru
sem náðist. Daginn eftir mætti ég
Hólmfríði á götu, hún stoppar mig
og segir: „Þú varst heppinn í gær
að setja í svona stóra fliðru, en
hvað gerðir þú við ábatann?" „Ég
fer með hann til foreldra minna í
Bervík" svara ég og Hólmfríður
lagði vanga minn við brjóst sér og
sagði: „Ég veit þú verður góður
drengur, Karvel minn, því það er
leiðin til hamingjunnar."
Þannig var sá jarðvegur, er börn
Hómfríðar og Ásbjarnar voru
vaxin úr. En skyndilega varð
snögg breyting. Hólmfríður varð
bráðkvödd aðeins 49 ára gömul.
Þótt efni væru næg, dreifðist
fjölskyldan, þegar þau kærleiks-
bönd, er tengd voru lífankeri
heimilisins, móðurinni, voru brost-
in. Hin efnilegu börn urðu að
berjast áfram á eigin spýtur og
framkalla aldanna arf þróttmik-
illa ættstofna.
Leið Sigþóru lá til Reykjavíkur.
Hún var ein af glæsilegustu
ungum stúlkum okkar byggðar-
lags. Þá var lítið um atvinnu fyrir
fólk utan af landi nema við hin
erfiðustu störf, einkum saltfisk-
vöskun. Það þurfti þrek til að
vaska fisk í óupphituðum húsum
og þegar frost var, þurfti að brjóta
klakalagið á körunum á morgnana
og standa við vöskun allan daginn,
þar sem vatnið er þvegið var úr,
var við frostmark. En Sigþóra lét
sér ekki nægja að vera í meðallagi.
Kappið sagði til sín. Hún var hæst
í fiskþvotti ár eftir ár á þeirri stöð
er hún vann.
í Reykjavík kynntist hún eftir-
lifandi manni sínum, Bergsteini
Sigurðssyni, bílstjóra. Þau giftust
22. desember 1923 og bjuggu fyrst í
Reykjavík, fluttust síðan til
Hafnarfjarðar og hafa búið þar
síðan. Þau eignuðust einn son,
Ásbjörn. Hann er giftur Bryngerði
Bryngeirsdóttur og eiga þau 4
mannvænleg börn.
Heimili Sigþóru og Bergsteins
var allatíð með myndarbrag, þótt
hún bæri lengi þann sjúdóm er
leiddi hana til dauða. Veitti hún
bróður sínum, Guðmundi, heimili
og alla umhyggju í fimm ár, þar til
hann fluttist að Hrafnistu og
dvaldi þar sitt síðasta æviár.
Þegar þrek Sigþóru var að
þrotum komið, sýndi hún þar sama
fórnarvilja og móðir hennar hafði
áður gert þeim er ekki áttu
athvarf. Sigþóra andaðist 28. júní
1978.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Við erum kristin fjölskylda og höfum því alltaf greitt
reikninga okkar. En nú erum við í vanda stödd, því að við
eigum ekki fyrir skuldunum. Vinsamlegast gefið okkur góð
ráð.
Það er tvennt, sem þér verðið að gera. Fyrst ættuð þér
að athuga vel, hvernig þér notið fé yðar, og komast að
raun um, hvort þér eyðið peningum til ónauðsynlegra
hluta, sem geta verið ágætir í sjálfu sér, en þér gætuð
samt vel án verið.
I öðru lagi ættuð þér að athuga hjarta yðar og komast
að raun um, hvaða sess Kristur skipar í lífi yðar. Er
hann Guð yðar á sunnudögum, en óstöðugur vinur aðra
daga vikunnar? Hafið þér í raun og veru látið hann sitja
í fyrirrúmi í lífi yðar?
Kristur hefur gefið okkur lausn á fjárhagsvanda
okkar, en það er svo oft, að við sjáum ekki, hversu
einföld og áhrifarík áætlun hans er. Hann segir við
okkur í Biblíunni:
„Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt
þetta veitast yður að auki“ (þ.e. hús, land, fæði, klæði —
lífsnauðsynjarnar). Meginatriði fyrirheitsins (Matt.
6,33) er, að okkur ber að láta hann ráða á öllum sviðum
lífsins. Þegar við gerum það, gefur hann okkur allt, sem
við þörfnumst.
Um leið og ég treysti því að þið
njótið ljóss og yls á æðra lífssviði,
votta ég ástvinum ykkar innilega
samúð.
Karvel Ögmundsson.
Guðmundur var fæddur að
Öndverðarnesi 9. ágúst 1892.
Guðmundur var elstur sinna 8
systkina. Hann var ekki gamall
þegar hann fór að vinna með föður
sínum og Friðbirni sínum yngri
bróður. Þá var lífsbaráttan svo
hörð að unglingar voru strax
látnir vinna eftir því sem getan
leyfði, bæði við róðra, sjóverk og
einnig vinna í landi, þar sem
foreldrar höfðu búskap með sjó-
róðrum. Hann var strax duglegur
til starfa en hugur hans hneigðist
einkum til sjóróðra. Hann var
mikill fiskimaður, verklaginn,
hógvær í allri umgengni, öðlings-
maður í allri framkomu og gerði
aldrei á hluta nokkurs manns.
Guðmundur kynntist Júlíönnu
Ásmundsdóttur á unga aldri,
bjuggu þau saman á Hellissandi og
eignuðust tvö börn, Ásu og
Guðmund Tómas.
Eftir lát Júlíönnu fluttist Ása til
Reykjavíkur, Guðmundur faðir
hennar til Sigþóru systur sinnar
og dvaldi hjá henni fimm ár,
fluttist þá að Hrafnistu, þar sem
hann dvaldi síðasta ár sinnar ævi.
Hann andaðist 15. janúar 1978.
Sonur hans, Guðmundur Tómas,
var víkingsduglegur maður er
stundaði sjómennsku frá Hellis-
sandi. Giftist hann Unni Péturs-
dóttur, þau búa nú við Miðbraut
10, Seltjarnarnesi.
Guðmundur var jarðsunginn að
Ingjaldshólskirkju. Hann vildi
hvíla þar sem hann hafði eytt
sinni starfsævi.
Megi þau systkin njóta ljóss og
yls á æðra lífssviði. Ástvinum
þeirra votta ég innilega samúð.
Karvel Ögmundsson.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi,
SIGVALDI GUDMUNDSSON,
húsasmíöameistari,
Snorrabraut 69,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 9. janúar kl. 3 e.h.
Guðmunda Sveinbjörnsdóttir,
Hrefna Sigvaldadóttir,
Birna Sigvaldadóttir,
Kristbjörg Sigvaldadóttir,
Sigrún Sigvaldadóttir,
Aöalheiöur Sigvaldadóttir,
Olafur Sigvaldason,
Ragnar Karlsson,
Ásgeir Sigurðsson,
Kristján Torfason,
Gunnar Guöjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Viö þökkum öllum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför
JÓNÍNU GUDRÚNAR HALLDORSDÓTTUR
Bergstaöastræti 11,
Guömundur Ásbjörnsson,
Birgir Ás Guömundsson,
Jóhanna Hauksdóttir.
t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur
okkar, tengdamóður, ömmu og systir
HERBJARGAR ANDRÉSDÓTTUR
Kaplaskjólsvegi 65
Ágúst Haraldsson, Stella Ingvarsdóttir,
Guörún Haraldsdóttir, Einar Guómundsson,
Guðlaug Haraldsdóttir, Garðar Guöjónsson,
Elsa Haraldsdóttir, Eggert Konráösson,
bóra Haraldsdóttir,
Sigurbjörn Haraldsson,
Siguröur Haraldsson, Guóbjörg Guömundsdóttir,
Ása Haraldsdóttir, Jóhann Björnsson,
Lára Haraldsdóttir, Fylkir Ágústsson,
Sigurdís Haraldsdóttir, Magnús Harðarson,
- barnabörn
Valgeröur Andrésdóttir, Jensína Andrésdóttir,
Fanney Andrésdóttir, Ásgeróur Andrésdóttir.
Sigrióur Andrésdóttir,
Elite-platan írá „Norske Skog“ er vatnsþolin. hún þolir með öðrum orðum að notast
fyrir steypumót. En þessar steypumótsplötur eru mjög sérstakar — það má nota þær
altur sem t.d., þakklæðningu.
Elite-platan frá „Norske Skog“ er einnig fyrirtaks klæðningareíni þar sem miklar
kröfur eru gerðar til rakaþols, til dæmis í baðherbergjum, þvottahúsum, gripahúsum,
í geymsium og svo framvegis.
Ending Elite-plötunnar fullnægir ströngustu kröfum varðandi vatnsþol og
veðurþol, og er hún því mjög hentug til allra bygginga.
Orkla spónaplötur íást hjá flcstum timbursölum og byggingavöruverzlunum um
Iand allt.
&
Norske Skoe
______________________Norske Skogindustrier AS °
Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR IIEILDVERZLUN h.f., Síðumúla 33,
105 Reykjavík. Sími 84255.