Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979
31
Heiðursborgari Njarðvíkurbæjar:
Karvel Ögmundsson
útgerðarmaður 75 ára
Mynd af málverki
Ástieirs Bjarnþórs-
sonar af heióurs-
bortjaranum.
Karvel Ögmundsson útgerðar-
maður í Njarðvtkum átti stóraf-
mæli á síðastl. hausti. Við eigum
þær óskir beztar honum til handa
að árna honum heilla í tilefni
þessara tímamóta og færa honum
þakkir fyrir samfylgdina, margir
hverjir okkar á liðnum áratugum.
Við hér syðra þekkjum flestir
vel til hinna ýmsu athafna og
starfa sem afmælisbarnið hefur
tekið sér fyrir hendur. Karvel
Ögmundsson fæddist að Hellu í
Beruvík á Snæfellsnesi 30. sept.
1903.
Foreldrar hans voru Ögmundur
Andrésson bóndi og kona hans
Sólveig Guðmundsdóttir. Hann
ólst upp a Hellu í Beruvík til 7 ára
aldurs, en þá varð fjölskyldan
fyrir þeirri þungbæru reynslu að
bærinn brann, hjónin sluppu
naumlega með börnin úr eldinum.
Fjölsk.vldan, sem missti allt sitt,
fluttist þá út á Hellissand, en þar
fór Karvel í fóstur til móðurbróð-
ur síns, Eggerts Guðmundssonar,
formanns á Hellissandi og konu
hans, Ingibjargar Pétursdóttur,
þegar hann var 9 ára.
Karvel er einn af þeim mörgu,
sem ólust upp í hinni sáru fátækt
og harðfylgi aldamótakynslóðar-
innar, barn að aldri gekk hann til
hinna erfiðu verka með þeim
fullorðnu, svo sem að grafa upp mó
til eldiviðar, en sú vinna þótti hinn
mesti þrældómur.
Það er einn af hinum mörgu
góðu eðliskostum Karvels að þegar
hann rifjar upp sínar bernsku-
minningar, viðskipti og kynni við
hina mörgu samferðamenn á
langri ævi, þá urðu á vegi hans
aðeins gott fólk.
Hver sem leiðir hugann að
lífsbaráttu fyrri kynslóða hlýtur
að hrífast af þrekinu og dugnaðin-
um í baráttunni við óblíða náttúru,
11 ára hefur Karvel sjóróðra á
áraskipi með fóstra sínum, hann
minnist þess frá sínum fyrstu
sjóróðrum, að eitt sinn var barn-
ingur að ná landi.
Árin, sem oftast var nokkuð
viðráðanleg, varð svo þung að
þegar allir kraftar voru löngu
þrotnir, vogaði hann loks að líta til
formannsins og spyrja hvort hann
mætti hvíla sig örlítið. Fóstri hans
leit þá á drenginn og sagði með
þungri áherzlu: „Sá sem ætlar að
verða sjómaður gefst aldrei upp,“
og áfram var barist til hafnar.
Þessi tilsvör Eggerts
Guðmundssonar hins þrautreynda
formanns hafa verið Karveli
haldgott veganesti í gegnum lífið,
eða að gefast aldrei upp, þó
stundum hafi blásið á móti í
lífsbaráttunni.
Fimmtán ára gamall gerist
Karvel formaður á sumarskipi, því
þá eignast hann 3ja manna far
með vini sínum Sigurði Sveini
Sigurjónssyni, þeir félagar nefndu
farkost sinn Sigurkarfa, sem
reyndist hin mesta happafleyta.
Þetta var upphafið að umfangs-
miklum útgerðarmannsferli Kar-
vels.
í æsku Karvels fyrir vestan voru
sem betur fer ekki allar stundir
strit. Nám í skóla var þó af
skornum skammti, en á heimili
hans voru til tvær bækur, Biblían
og Islendingasögurnar, þessar
tvær bækur las Karvel aftur og
aftur og drakk í sig speki þeirra.
Á þeim tíma fyrir vestan þótti
það góð íþrótt að vera góður
sögumaður, þá íþrótt tileinkaði
Karvel sér með góðum árangri, því
það er ein af hans sterku hliðum,
að hann er góður ræðumaður við
öll tækifæri, samfara næmum
frásagnarhæfileikum. Máli sínu til
stuðnings vitnar hann gjarnan til
hinna merku rita er hann las í
bernsku.
Árið 1928 kvæntist Karvel Önnu
Olgeirsdóttur frá Heilissandi og
varð þeim sjö barna auðið, fimm
dætra og tveggja sona. Karvel
varð fyrir þeirri þungu sorg að
missa eiginkonu sína, Önnu árið
1959 og yngsta soninn, Eggert árið
1962.
Árið 1963 kynntist Karvel Þór-
unni Maggý Guðmundsdóttur frá
Keflavík, bjuggu þau saman í
þrettán ár, eignuðust þau einn son,
Eggert. Ó1 Karvel upp með henni
fimm börn hennar, fjóra s.vni og
eina dóttur.
Eftir að Karvel hafði lokið
skipstjóraprófi eignaðist hann
ásamt bræðrum sínum stórt fiski-
skip sem hét Pilot, skipið reyndist
allt of stórt miðað við hafnarað-
stæður vestur á Sandi og því var
hugsað til hreyfings.
Arið 1933 fluttist Karvel að
Narfakoti í Innri-Njarðvík, þar
hóf Karvel víðtækan atvinnurekst-
ur á sviði hinna ýmsu þátta
sjávarútvegs ásamt Þórarni bróð-
ur sínum, en þeir bræður hafa alla
tíð síðan verið sameignarmenn.
F'jórum árum síðar fluttist Karvel
til Ytri-Njarðvíkur, þar sem hann
hafði tryggt sér allstórt athafna-
svæði við höfnina. Þar reisti hann
sér íbúðarhúsið Bjarg, sem hann
hefur búið í síðan, ásamt hrað-
frystihúsi og bryggju og öðrum
mannvirkjum, en umfangsmikla
útgerð rak Karvel í Ytri-Njarðvík í
áratugi.
Þegar litið er yfir farinn veg á
athafnaríkum ferli Karvels Ög-
mundssonar er það athyglisvert,
að áratugur hans mestu athafna er
kreppuáratugurinn á milli 1930 og
1940, einmitt sá áratugur sem
reynst hefur í íslenzkum sjávarút-
vegi hvað þyngstur í skauti.
Samfara uppbyggingu og rekstri
sinna umfangsmiklu fyrirtækja
gaf Karvel sér tíma til starfa í
þágu hinna ýmsu félagasamtaka.
Það var líka lán Suðurnesja-
manna að virkja hin harðduglega
og hugmyndaríka, „Sandara" til
forystu í hinum ýmsu félögum.
Árið 1953 var Karvel einn af
forystumönnum þess, að stofnað
var Útvegsmannafélag Keflavíkur
og var formaður þess fyrstu 18
árin.
Síðar var hann meðstofnandi
Vinnuveitendaféflags Suðurnesja
og formaður þess fyrstu 10 árin.
Árið 1938 stofna útgerðarmenn
Olíusamlag Keflavíkur undir for-
ustu Karvels og var hann formað-
ur þess frá stofnun, samfellt í 30
ár.
Keflavík og Njarðvík voru sam-
eiginlegt sveitarfélag frá 1908 til
1942. Sveitarfélagið hét þá Kefla-
vikurhreppur.
Hreppsnefndina skipuðu 5
menn, 3 úr Keflavík og 2 úr
Njarðvík, árið 1938 er Karvel
kosinn í hreppsnefnd Keflavíkur-
hrepps sem annar fulltrúi Njarð-
víkinga.
Á árinu 1941 beitti Karvel
áhrifum sínum til að stofna
sérstakt sveitarfélag í Njarðvík. Á
þeim tíma voru íbúar í Njarðvík-
um 278 og meirihluti þeirra
undirritaði skjal þess efnis að
Njarðvík yrði sjálfstætt sveitarfé-
lag, málið var auðsótt en umdeilt.
Karvél var fyrsti oddviti Njarð-
víkurhrepps 1942 og gegndi því
embætti næstu 20 árin, en þá
hætti hann setu í hreppsnefnd.
Lýðveldisárið 1944 beittu hjónin
í Bjargi sér fyrir stofnun Ung-
menna- og kvenfélags í Njarðvík-
um ásamt því að útvega félögum
félagslega aðstöðu í „Krossinum“,
sem svo var nefndur. Karvel var
fyrsti gjaldkeri Ungmennafélags-
ins, en Anna kona hans var fyrsti
gjaldkeri kvenfélagsins. Karvel ar
meðstofnandi Rotaryklúbbs Kefla-
víkur 2. nóv. 1945, til þessa dags
hefur hann í þeim félagsskap verið
virkur og góður félagi og auk þess
að hafa gegnt öllum trúnaðar-
störfum innan Rotaryklúbbsins
var hann forseti hans 1950—1951.
Jafnframt hreppsnefndarstörf-
urn í 24 ár gegndi Karvel marg-
háttuðum trúnaðarstörfum í þágu
Sjálfstæðisflokksins, hann var um
tíma formaður Sjálfstæðisféiags-
ins í Keflavík, hann beitti sér fyrir
stofnun Sjálfstæðisfélags í Njarð-
vík og var fyrsti formaður þess,
hann var í framboði til Alþingis, í
stjórn landshafnar um árabil, í
stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur,
hann beitti sér fyrir stofnun fjölda
fyrirtækja og sat í stjórn þeirra
oftast sem formaður.
Hann hefur einnig gegnt trún-
aðarstörfum í þágu samvinnu-
A þriðjudaginn. þann 9.
janúar. hefst á vegum Sjálfs-
bjargar og líeykjavíkurborgar
ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk í
hjólastólum.
Fyrst um sinn verður notuð
bifreið sú, sem Kivvanisklúbbar i
Re.vkjavík og nágrenni gáfu Sjálfs-
björg, landssambandi fatlaðra, en
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
kaupa tvær sérhannaðar bifreiðar
til þessara nota og eru þær
væntanlegar næsta sumar.
Tilhögun ferðaþjónustunnar
verður eftirfarandi:
Bifreiðin verður starfrækt alla
virka daga kl. 8 til kl. 17
(mánudaga til föstudaga) og reynt
hreyfingarinnar, frá stofnun stór-
fyrirtækja S.Í.S., Olíufélagsins h.f.
og Samvinnutrygginga, hefur
hann setið í stjórn þeirra fyrir-
tækja.
Á sumardaginn fyrsta 1946 er
enn eitt þarft félag stofnað að
tilhlutan Karvels, en þann dag var
barnastúkan Sumargjöf stofnuð í
Njarðvíkum. Stúkustarf var eitt af
hinum virku áhugamálum Kar-
vels, því áfengis eða tóbaks hefur
hann ekki neitt um sína daga.
Barnastúkunni Sumargjöf helg-
aði Karvel krafta sína með því að
vera gæslumaður hennar um 15
ára skeið, auk þess var hannn
formaður áfengismálaráðs í GuH-
bringusýslu um árabil.
Áhugavert hefði verið að geta
náinna samstarfsmanna Karvels á
sviði hinna ýmsu félagsmála, en
það var ein af hans sterku hliðum
að virkja samborgarana til sam-
starfs.
í tilefni 75 ára afmælis hafa
Karveli verið þökkuð störf á
liðnum áratugum, hann hefur af
því tilefni verið gerður að heiðurs-
borgara Njarðvíkurbæjar, heið-
ursfélaga Sjálfstæðisflokksins og
Ungmennafélags Njarðvíkur.
Þa er oft hlutskipti duglegra
manna, sem skara fram úr á
sínum vettvangi, að þeir eignast
öfundarmenn og verða því um-
deildir og njóta ekki alltaf sann-
mælis samferðamanna sinna. Því
vill það líka verða umdeild ef
samferðamanni eru þökkuð störf,
að einhver telji að sér hafi veið
gle.vmt. Það er hlutskipti margra
að njóta ekki sannmælis fyrr en í
minningargrein að lífi loknu.
Vonandi berum við íslendingar
gæfu til að virkja okkar jákvæðu
hliðar í komandi framtíð og um
leið að gera okkur lífið betra með
því að þakka guði og góðum
mönnum samfylgdina.
Eyþór Þúrðarson.
verður eftir föngum að sinna
beiðnum um ferðir milli kl. 17 og
kl. 24 á fimmtudags, föstudags og
laugardagskvöldum og um helgar.
Greiðsla verður sú sama og
fargjald með S.V.R.
Beiðnir um akstur verða að
berast til skrifstofu Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra, sínti
29133, fyrir kl. 16 daginn áður en
viðkomandi þarf á akstri að halda.
Akstur með fólk til læknis, i
æfingameðferð og úr og í vinnu
gengur fyrir akstri með fólk í
einkaerindunt.
Akstur verður eingöngu um
Stór-Reykjavíkursvæðið, nenta í
undantekningartilfellum.
Lítiðtil beggja
Ferðaþjónusta við fatl-
að fólk í hjólastólum
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Lítil sambyggö trésmíða
vél óskast.
Upplýsingar í síma 31412.
Til sölu hjólaskófla
árg. 1974, 3.6 rúmmetrar. Uppl. í síma
94-1273 og 94-1232.
Til sölu og
afhendingar nú Þegar
Vörubifreiö Man 26280 árgerö 1977 3ja
öxla.
Vörubifreiö Man 10215 árgerö 1967 2ja
öxla.
Jaröýta Gaterpillar 6 B árgerö 1965.
Grafa Massey Ferguson MF 50 B árgerö
1975.
Tækjunum hefur veriö vel viö haldiö.
Upplýsingar gefur Ásmundur S. Jóhanns-
son, hdl., Brekkugötu 1, Akureyri, sími
21721.
Spænska fyrir byrjendur sem viija eiga
kvöldin frí hefst n.k. fimmtudag 11. janúar
kl. 17.30 en kl. 20.30 fyrir þá sem vilja
kvöldkennslu.
ítalska fyrir byrjendur hefst n.k.
miövikudag 10. janúar kl. 21.00 í stofu 14.
Miöbæjarskólanum. Innritun þar um leiö,
bæöi fyrir spænsku og ítölsku.