Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 15 þessu öskri, því að annars fer ég að öskra líka eða ég hætti alveg að svara. Eg vil sjá, samkvæmt hverri lagagrein þið haldið mér hér. Ég heimta röksemdir, skýringu!" Hann hættir öskrinu, en samt fæ ég ekki að vita hvers vegna ég er hér. Allt í einu er hann horfinn úr herberginu. Ég man ekki, hvað hann sagði síðast. Ef til vill fór hann loksins að sækja þétta skjal, og fer svo að taka af mér skýrsluna, hugsa ég. Varðmaðurinn gónir á mig. Ég finn það á mér, þótt ég líti ekki við honum. Ég horfi aðeins á gluggatjöldin. Allt í einu opnast dyrnar og inn kemur röggsamur atorkumaður, sjáum til, líklega rannsóknardómari. „Fóruð þér að heimsækja herra Lukes?" „Ég var að heimsækja hann. Er það á móti lögum? Er það refsi- vert?“ endurtek ég^enn einu sinni. Samtalið var líkt og áðan, nema hvað hann hefur í hótunum við-mig: „Við skulum, svei mér sýna yður í heimana tvo! Þér þurfið ekki að efast um það. Við bara höldum yður hér fastri, unz rostinn lækkar í yður. Þér hafið ekki hugmynd um, hvað við getum gert.“ „Það veit ég, að ykkur leyfist hvað sem er,“ segi ég. „Þið reynið að hræða mig, á ég kannski að skjálfa af hræðslu? Svo að þið ætlið að geyma mig hér? Þér hafið engan rétt til þess að hóta mér illu. Til þess veit ég ekki ástæðuna, hvers vegna þið fóruð með mig hingað, og ef þið haldið mér fastri, þá gerizt þið sekir við lögin." „Og hvað er í handtöskunni yðar?“ „Það sem ég á, og yður kemur ekki við.“ „Takið dótið upp úr töskunni!" „Þér hafið engan rétt að krefjast þess. Þér þurfið að hafa bréf upp á það, ef þér viljið sjá í handtöskuna rnína." „Þér eruð auðvitað hræddar við að segja okkur frá innihaldinu. Þér hafið ekki góða samvizku!" „Ég vil fá að sjá eitthvert plagg — einhverja röksemd, fyrir því hvers vegna mér er haldið hér, og hvers vegna þér viljið vita, hvað ég er með í tuðrunni." „Setjið handtöskuna á borðið og takið dótið' fram. T a k i ð þ a ð fram!“ I reiði gríp ég töskuna og grýti innihaldinu á borðið: peningabudd- unni, handsnyrtingarsettinu, lyfja- hólknum, bréfvasaklútum, gler- augnahúsinu, hylki með minnisbók og símanúmerum, hönzkunum, strætisvagnaskírteininu og lykla- kippunni." „Er þetta allt?“ „Allt.“ „Gáðu að því, hvort það sé allt,“ segir hann við varðmanninn. Hann tekur tóma töskuna, fer með höndina ofan í hana og þreifar á henni frá öllum hliðum eins og hann búist við, að þar séu með einhver leynihólf. Reiðin sýður í mér. Þvílík ósvífni!! „Hafið þér eitthvað fleira á yður, eitthvað í vösunum?" „Nei.“ Svo er hann farinn, og ég sé, að þrátt fyrir mótmæli mín hefur hann eiginlega náð takmarki sínu. Ég er hissa á mér, að ég skuli hafa látið ögra mér svona. En ég geri það, sem ég get; með því hugga ég mig undir eins. Þeir einfaldlega brjóta lög, við því get ég ekkert gert Og þá er strax kominn þriðji maður. Erfitt er að gizka á aldurinn, líklega er hann yfir fertugt. „Nú, hér er þá gamall kunningi, frú Bednarova!“ segir hann um leið og hann lokar á eftir sér hurðinni. Ég er lítið hrifin af þessu tali. „Svo að þér voruð að heimsækja herra Lukes. Þér komið stundum til hans, er það ekki? Jafnvel oft?“ „Eins og mér sýnist." „Getið þér sagt um það nánar, til dæmis hve oft í viku?“ „Eins og mér sýnist, og ég hef litla löngun til að masa um það við yður. Það kemur mér einni við.“ „Þið eruð auðvitað að búa til eitthvert nýtt mannréttindaskjal, er það ekki? Það yrði þá númer 8. Hættu þessu! Haldið þið, að þið getið sigrað í þessum átökum?" „Úr því er búið að skera fyrir löngu," segi ég. — „Það er löngu orðið ljóst: Hinn siðferðislegi sigur er okkar. Valdið og ofbeldið er ykkar megin. En við erum með hreina samvizku." „Gefið þér þar með í skyn, að við séum með slæma samvizku?" „Ég skipti mér ekki af samvizku ykkar. Ég staðhæfi aðeins, að hinn siðferðislegi sigur er okkar. Valdið er í ykkar höndum." „Hættið nú, þessu með skjölin. Haldið þið, að við vitum ekki neitt um ykkur? Og með yður erum við búnir að fylgjast lengi. Um yður vitum við aljt.'allt saman. Þér yrðuð hissa, hvað við vitum mikið einmitt um yður.“ „Því get ég trúað. Ég hugsa, að þér vitið um mig jafnvel það, sem ég veit ekki sjálf. Enda fáið þér líka borgun fyrir það.“ „Og ef yður líkar hér ekki, þá skuluð þér bara fara. Farið þér, flytjizt burt, til dæmis til Ameríku ... Eða getur einhver sett yður upp á flugvélarvæng eins og hann Vaculík, og flogið með yður út fyrir landamærin," bætti hann við ógnandi. „Svo það voruð þá þér, sem skrifuðuð nafnlausa hótunarþréfið um að fljúga með hann yfir landamærin á flugvélarvæng." „Nei, ég bara las það,“ svaraði hann í þetta eina sinn spurningu minni, og honum brá. „Og það er ég, sem spyr spurninga, þér svarið!" „Onei,“ sagði ég. „Við höfum jafnan rétt. Fram að þessu hef ég ekki augum litið neitt plagg, samkvæmt hverju þér hefðuð einka- réttindi að spyrja mig. Getið þér ekki sýnt mér það?“ „Hvað voruð þér að gera 1. maí?“ „Hvað kemur yður það við? I hvaða samhengi er það við herra Lukes?“ „Voruð þér í 1. maí göngunni?" „Auðvitað ekki.“ „Og hvar sváfuð þér daginn, þegar Patocka var jarðaður?" „Heima." „Verið þér ekki að blaðra. Heima voruð þér ekki.“ „Jú. Þér getið bókað það, é g v a r h e i m a. Og þið voruð að hringja dyrabjöllunni frá því klukkan 10 mínútur gengin í sjö og þangað til kortér yfir átta. Þið ætluðuð að koma í veg fyrir, að ég tæki þátt í jarðarförinni, en ég einfaldlega opnaði ekki. Ég þarf ekki að opna fyrir hverjum sem er. Og hananú.“ „Er það virkilega? Frú Bednarova staðhæfir, að hún hafi sofið heima og ekki lokið upp hurðinni," endur- tekur hann svona fyrir sig eða fyrir varðmanninn eða aðeins út í loftið. „Já,“ segi ég. „Og ég var að horfa út um glugga á bílinn, sem þið komuð í. Þér getið spurt um það, hvort þið ætluðuð ekki að sækja mig í hvítum Volga-bíl. Þegar hann var farinn, smaug ég út úr íbúðinni." „Ég sá yður við jarðarförina. Og hverjar voru þessar þrjár konur, sem fylgdust með yður frá jarðar- förinni niður veginn. Það væri fróðlegt að vita.“ „Það veit ég ekki og þótt ég vissi, myndi ég ekki segja það. Auk þess hljótið þér að vita það vel sjálfur, úr því að þér fylgist svona vel með.“ Hann snýr sér að varðmanninum: „Kíktu á það sem frú Bednarova er með í töskunni." Varðmaðurinn gramsar fúslega í peningabuddunni, dregur út ýmsa bréfsnepla, les í þeim, flokkar þá og leggur til hliðar. Hvílík ósvífni! Og hér verð ég að sitja og horfa á. Mér tekst það ekki þegjandi. „Eigum við aftur að leita að einhverjum stolnum myndurn?" „Það hef ég lesið í þessari rabbgrein yðar." „Það var engin rabbgrein, það var skýrsla.“ „Jæja, þá skýrslu. Hana hef ég lesið. Farið þér stundum í þetta sumarhús?" „Það kemur yður ekkert við, en ég fer ekki. Það er búið að taka ökuskírteinið af mér, ég fæ ekki skoðunarvottorð á Trabantinn og hef enga peninga." „Hvað er að heyra! Þér getið þó vélritað." „Já, með tveimur puttum. Annars kannast ég við yður,“ segi ég. „Hvaðan?“ spyr hann hissa. „Frá jarðarför prófessorsins. Þér stóðuð uppi á kirkjugarðsveggnum umkringdur aðstoðarmönnum með kvikmyndavél. Þér stjórnuðuð allri kvikmyndatökunni á jarðarförinni, þóttust vera kvikmyndastjóri. Þér voruð með hunangslitan flauelis- hatt. Er það ekki rétt?“ Hann sýnir engin svipbrigði, en ég finn, að honum er lítið um athygli mína gefið. Ég held sókn minni áfram: „Og manninn, sem situr tveimur, dyrum utar, í nr. 31, þekki ég líka, frá Caslav. Hann sagðist a.m.k. vera frá Caslav, þegar hann tafðj, fyrir mér í tíu klukkust. í fyrra. í dag rákumst við hér saman af einskærri tilviljun. Þér hefðuð átt að sjá, hve hann var fljótur að láta sig hverfa!“ „Hvor þeirra var það? Annan þeirra kölluðuð þér appelsínuskyrt- una. Var það hann?“ „Nei, þessi er Monako. Hann var að monta sig, að hann hefði verið í Monako." „Þá vil ég vita, hvað þér skrifið um mig,“ segir hann og tekur af borðinu blöð úr handtöskunni, sem varðmaðurinn er búinn að leggja til hliðar. Hann fer að lesa. Mótmæli Hann les frétt um blöðrumót- mælin, um það að 20. apríl hefðu 20 menn sleppt gasblöðrum í göngun- um undir Venslastorginu til að mótmæla handtöku og tilefnislausu varðhaldi Vaclavs Havels, Jiri Lederers og Ota Ornests. „Hver skrifaði þetta?“ „Ég veit það ekki.“ „Og hvar náðuð þér í þetta?" „Ég fann það í póstkassanum mínum." „Það er undarlegt, hvað menn finna í póstkössum sínum nú á dögum. Voruð þér að koma með þetta handa herra Lukes?" „Nei, þettá er orðið gamalt. Hann þekkti þetta fyrir löngu.“ „Skylda yðar er að láta öryggis- þjónustuna fá þetta undir eins.“ „Hvað segið þér? Af hverju? Og að lokum: Nú hætti ég að svara, nema þér leggið fram eitthvert plagg, samkvæmt hverju þér megið vera skriftafaðir minn.“ „Og hvað ef við gerum prufu með ritvél yðar?“ „Vélina þekkið þið þegar. Þessa prufu gerðuð þið í Caslav í fyrra.“ „Og hváð er þetta?" spyr hann og Sjá nœstu ] síðu /| ÞAU KOMA VIÐ SÖGU I meðfylgjandi frásögn er vikið að nokkrum Tékkum. sem eru kunnir í heimalandi sínu og sem hafa orðið fyrir margskonar mótlæti vegna andstöðu sinnar við hin kommúnistísku stjórnvöld. Hér eru nánari deili á nokkr- um þeirra. KLEMENT LUKES - Var einn þcirra sem skrifuðu undir Mannréttindaskjalið '77. Atti ennfremur aðild að bréfi til franska kommúnista- flokksins þar sem lýst var rógsherferð Rude Provo (Rauði réttur). málgagns kommúnistaflokksins, á hendur andófsmanninum Jiri Muller. BLANKA DOBESOVA - Ilún var bókavörður við eina af deildum háskólans í Prag en var sagt upp vinnunni í febrúar 1977. Asta-ða. Ilún hafði sett nafn sitt undir fyrrgreint mannréttinda- plagg. I)R. VILEM PRECAN - Ilann fékkst við rannsóknir við sögustofnun vísindaaka- demíunnar í Prag og gaf út myndskreytta frásögn af inn- rás Sovétmanna undir heitinu. Sjö dagar í Prag. Það framtak leiddi til fangelsunar hans. Eftir að hafa afplánað refsingu sína. sótti dr. Precan um leyfi til að flytjast úr landi, en fékk synjun. Upp úr því var líka gerð húsrannsókn hjá honum og bækur hans ýmsar gerðar upptækar. svo og skjalasafn hans og dagbækur. Sama ár var David syni hans meinað um inngöngu í menntaskóla, þótt hann hefði staðist inntökuprófið með ágætum. Á alþjóðamóti sagn- fræðinga, sem haldið var í San Francisco. samþykktu fulltrúar mótmæli til tékkneskra stjórnvalda vegna meðferðar þeirra á starfs- bróður þeirra. Fyrstu viðbrögðin voru þau að hann var hrakinn frá starfi sínu sem dyravörður í vínkrá í Prag. en síðar sama ár (76) fékk hann samt loksins leyíi til að flytjast úr landi. VACLAV HAVEL - Glett- inn rithöfundur sem samdi meðal annars leikritin Garðskemmtun (þar sem skopast er undir rós að orða- glamri Novotnys forseta) og Tilkynning (sem er ádeila á skriffinnskuna undir stjórn kommúnista). LUDVIK VACULOK - Rit- höfundur sem samdi m.a. skáldsöguna Öxi (1966) sem er harðskeytt ádeila á tillitsleysi kommúnismans gagnvart ein- staklingum og umhverfi. Ilundeltur eftir það og rit hans öll bannfærð. það átti að þegja hann og svelta í hel. Við húsleit hjá honum voru m.a. gerðar upptækar ýmsar fjöl- skyldumyndir sem síðan voru falsaðar og birtar þannig í tímaritinu Ahoj. Hinn augljósi tilgangur. að fá almenning til að trúa því að Vaeulok væri siðferðislega brenglaður. Tékkar minnast stúdentsins sem mótmælti ófrelsinu með því að brenna sig til bana. Logandi kertin og blómvendirnir lýsa Þeirri Þöglu andúð sem fólkiö hefur á stjórnvöldum kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.