Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 5 Utvarp í kvöld kl. 21.00: Kreppa velferðarríkisins Sjónvarp mánudag kl. 21.00: ,, Y f irhey rslan ’ ’ IIUGMYNDASÖGUbÁTTUR í umsjón Hanncsar II. Gissurarson- ar hofst í útvarpi í kvöld kl. 21.00. í þættinum ræðir Hannes við Jónas Haralz bankastjóra um bók dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, Jafnaðar- stefnuna, og viðhorfin og verkefn- in í stjórnmálunum og þann vanda, sem framundan er í ljósi frjálshyggju og sósíalisma. „Eg held, að í þessum þætti sé gripið á veigamestu atriðunum í stjórnmálunum," sagði Hannes er Útvarp í dag: Jón söðli Jón söðli nefnist þáttur í samantekt Júlíu Sveinsbjarnar- dóttur. sem hefst í dag í útvarpi kl. 15.00. hann var inntur nánar um þáttinn, „og það, sem flesta hlýtur að varða: hagkvæmni og réttlæti, frjálshyggju og sósíalisma og síðast en ekki sízt kreppu velferð- arríkisins.“ Jonas Ilaralz bankastjóri. Leikritið „Yfirheyrslan" eftir argentinska rithöfundinn Jacoh Langsner hefst í sjónvarpi annað kvöld kl. 21.00. en leikritið er samið fyrir sænska sjónvarpið. Leikurinn gerist í Argentínu síðastliðið sumar, þegar heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu stóð sem hæst. Sagan hefst á því, að eldri kona kemur til fulltrúa lögreglunnar að spyrjast fyrir um dóttur sína, en sú hafði verið tekin. Myndin gengur út á yfirheyrslur yfir konunni, þar sem lögreglufulltrúinn reynir með lagni að fá upplýsingar um dótturina. Undir niðri er hann ekki hrifinn af sínu starfi en gerir samt skyldu sína. Þótt hann sé ekki harðskeyttur í yfirheyrslunni, reynir hann samt að brjóta konuna niður sálarlega með spurningum og athugasemdum, sem hann telur koma illa viö hana. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra situr fyrir svörum í Beinni línu. sem hefst í kviild að nýju og verður næstu fimm sunnudags- kviild. Er þetta seinni umferð með raðherrunum. Þútturinn hefst kl. 19.25 og stendur í rúma klukkustund. Þeir. sem leggja vilja spurningar fyrir Ólaf Jó- hannesson. hringi í síma 22260 moðan á útscndingu stendur og hafi spurningar stuttar og gagn- orðar. „Jón söðli var uppi um aldamót- in,“ sagði Júlía, er hún var innt eftir þættinum. „Hann var söðla- smiður eins og viðurnefnið gefur til kynna og var frægur um Suðurland og Reykjavík m.a. fyrir að trúa statt og stöðugt á útilegumenn og gekk meira að segja svo langt að sækja um styrk til Alþingis til að fara í herðferð gegn þeim. Hann var einnig mjög vel að sér í fornsögum og tungumálum og var leiðsögumaður erlendra ferða- manna hér. Það var nú það, sem leiddi til þess að ég fór að grafast fyrir um manninn til að vita hvort ekki væri fleira merkilegt við hann utan þessarar kjánalegu sögu um útilegumennina. Jón söðli var frumkvöðull um fiskverndunarmál hér á landi. Einnig var hann talinn faðir Þórsmerkur, benti hann á fegurð staðarins, að hann væri ekki einungis gott beitiland. Einnig hefur komið í Ijós, að það var hann, sem stuðlaði að því að Þorsteinn Erlingsson skáld gengi menntaveg- inn, svo hann hefur gert sitt af hverju," sagði Júlía að lokum. Lesarar með Júlíu í þættinum eru Sveinbjörn I. Baldvinsson og Sigurður Sigurðarson. Júlía Sveinbjarnardóttir Stórkostlegt úrval INNRETTINGA ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPA HEIMILSTÆKJA OKKAR BOÐ - YKKAR STOÐ ínnréttingaval hf 14 SUNDABORG SIMI 84660 REYKJAVIK Ójper'xigleÖx í Háskólabíói, laugard. 13. jan. kl. 3. Sigríður Ella Magnúsdóttir Elín Sigurvinsdóttir Elísabet Erlingsdóttir Svala Nielsen Már Magnússon Sigurður Björnsson Simon Vaughan ásamt Sigrúnu K. Magnúsdóttur Berglindi Bjarnadóttur Signýju Sæmundsdóttur Gestur Guðrún Á. Símonar Kynnir María Markan Undirleik annast Carl Billich og Ólafur Vignir Albertsson Aðgöngumiðar fást hjá Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.