Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 19 María Skagan: í naf ni mannúðar og réttlætis — haldið áfram að leggja okkur lið Mig langar aö byrja nýja áriö með því að þakka Baldvini Þ. Kristjánssyni af heilum huga fyrir hinar skilningsríku og skeleggu greinar, er hann hefur ritaö í blöðin um fyrirhugaða sundlaug- arbyggingu Sjálfsbjargar hér að Hátúni 12. Betri undirtektir gat ég naum- ast fengið, er ég reit grein mína S.O.S., eða — í nafni mannúðar og réttlætis — leggið okkur lið — eins og fyrirsögnin var orðuð í einu dagblaðanna. Fjallaði sú grein um hina brýnu nauðsyn þess, að hér verði hið fyrsta byggð sú sund- og æfingalaug, sem fyrir löngu átti að vera fullgjörð, en er nú einungis steyptur grunnur. Ennfremur þakka ég og af heilum huga öðrum þeim, sem hafa lagt þessu máli lið með ágætum og hvetjandi blaðaskrif- um. Vil ég sérstaklega minna á orð Kr. Bj. í Morgunblaðinu 13. desember 1978, þar sem m.a. segir svo: „Ég hef tvisvar lent í slysi og ekkert hefur hjálpað mér eins að komast inn í lifið aftur og þjálfun í sundlaug.“ Hér skal það tekið fram, að sund- og æfingalaugar fyrir fatlað fólk þurfa að vera með nokkuð öðru sniði en venjulegar laugar. Laugin hér að Hátúni 12 þarf að vera yfirbyggð og með sérstökum úthúnaði og hitastigi fyrir vist- fólk hér og aðra fatlaða. Ágætur sjúkraþjálfari sagði mér s.l. haust, að úti í Noregi, þar sem hún nam sín fræði, hefði fólk, sem lamað var upp að hálsi af völdum slysa ellegar sjúkdóma, getað róið sér áfram í vatni með höfuðhreyfing- unum einum saman, máske búið kútum og öðrum hjálpartækjum. Má nærri geta hvílík liðkun og hvíld þetta var jafn farlama fólki. Þetta var eina hreyfingin. sem slíkt fólk gat gert af eigin rammleik. Hér er slíkt fólk til ævidvalar, enda er einmitt hér reynt eftir föngum að búa þessu fólki þau skilyrði, sem því hæfa. Hér er mikið af M S fólki (heila- og mænusigg, sem veldur hægfara lömun), nokkrir mjög illa farnir liðagigtarsjúklingar auk allavega mikið fatlaðs fólks af völdum slysa ellegar sjúkdóma. Svo sem ég hefi áður drepið á þá eru slikir sjúklingar einatt færir um að gjöra margvíslegar og flóknar æfingar í þar til gjörðri laug, æfingar og jafnvel sund, sem bæði eflir, styrkir og liðkar illa farna líkama auk þess að draga einatt samhliða úr miklum og langvinn- um þjáningum. Ekkert getur komið í stað vatnsins og þeirra möguleika, sem það hefur upp á að bjóða. Endurhæfingarlæknar og sjúkraþjálfarar á stöðum sem þessum þarfnast ekki einungis lyfja, raftækjabúnaðar og æfinga- aðstöðu á þurru landi til að nýta sína dýrmætu' sérmenntun fötluð- um til endurhæfingar og heilsu- bótar. Þeir þarfnast yfirbyggðrar sund- og æfingalaugar með vissu hitastigi og sérstakri aðstöðu og tækjabúnaði fyrir sitt fólk. Minnisstæð er mér sú setning, sem ég heyrði oftast allra af vörum sjúklinganna úti í Hornbæk (en það er danskt endurhæfingar- hæli) árið 1964 — vatnið er best. Nýlega kom til mín sýslungi minn, en hann hefur frá unga aldri verið mjög veill í baki og fótum, en tekist að halda sér vinnufærum með því að stunda laugarnar. Þessi heiðursmaður færði mér kr. Gamalt ® fótk gengurll hœgar IWB •. *u%'V VVk'V'WWfcMRi'Bh.'VW* María Skagan. 20.000- í sundlaugarsjóð Sjálfs- bjargar. Á Þorláksmessu barst mér söfnunarlisti með kr. 433.500,- frá framtakssömum áhugamanni og velunnara mér vensluðum. I dag barst mér bréf frá Hrönn Huld og vinkonum hennar litlum, sem safnað höfðu í sjóðinn kr. 5000.- með því að halda sína tombólu. Mörgum fleirum upphæðum, stór- um og smáum, hefi ég persónulega veitt móttöku í sjóðinn síðan blaðaskrif hófust um þessi mál. Vitanlega hafa stór og smá framlög ýmissa aðila fyrst og fremst verið send beint á skrifstof- una, svo sem vera ber. Allt þetta ber að þakka betur en orð fá lýst og sýnir þetta, að margir vilja leggja okkur lið. Vona ég að svo verði áfram, því að mikils þarf við. Núverandi kostnaðaráætlun nemur áttatíu og einni milljón króna, en í sjóðnum eru nú kr. 3.832.000.- Sjóðurinn hefur hvorki hlotið styrk frá Ríki né Borg, svo það sem í honum er, er einungis gjafafé. Fyrir jól heyrði ég í útvarps- fréttum, að Einar Ágústsson hefði lýst yfir ánægju sinni á þingi með tuttugu milljón króna ríkisstyrk veittan sundlaugarbyggingu á Grensásdeild. Eru það vissulega gleðitíðindi, að fyrirhuguð sund- laugarbygging þar skuli njóta áframhaldandi ríkisframlags og fagna ég því. En á það má benda í allri hógværð að hér er einnig þörf á öflugum styrk. Mikið væri nú gaman ef hann Páll Heiðar og þá félaga dreymdi eitthvað fallegt um laugina okkar, þegar þeir njóta þeirrar hollustu að vera í „heita pottinum" á morgnana. I Vísi las ég nýlega, að við Islendingar eyðum á aðra milljón króna í flugelda og annan eldfagn- að um áramót. Einn vindlinga- pakki mun kosta á sjötta hundrað krónur. Ef hundrað þúsund manns gæfu sem svarar tæpu kostnaðar- verði eins vindlingapakka, þá væru þar komnar yfir fimmtíu milljónir króna. Svo mætti lengi reikna, en hér ætla ég að láta staðar numið, aðeins minna á það, að hingað kemur að jafnaði verst farna fólkið hvaðanæva af landinu til ævidvalar og stöðugrar endurhæf- ingar, eftir því sem rými og aðstæður leyfa. Mig langar að geta þess, ■ að enskar mæðgur, er víða höfðu farið, komu hér til mín síðast liðið stimar. Dáðust þær mjög að öllu fyrirkomulagi hér og aðbúnaði vistfólks, kváðust hvergi í Eng- landi hafa séð svo fullkomið öryrkjaheimili, aðeins eitt vakti þeim mikla furðu og það var, að hér skyldi vanta sundlaug. Við ykkur góðir lesendur vil ég því segja þetta að lokum: í nafni mannúðar og jafnréttis haldið áfram að leggja okkur lið með hvetjandi blaðaskrifum, söfnunum á vinnustöðum og víðar. Verið þess minnugir. að ef margar hendur leggjast á eitt og brenn- andi áhugi er að verki. má vinna stúrvirki. Með nýárskveðjum María Skagan. P.S. Enn skal á það bent, að framlög- um til sundlaugarsjóðsins er veitt móttaka í skrifstofu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra á fyrstu hæð að Hátúni 12. Von og vissa Miði í happdrætti SÍBS gefur góða von um vinning. Áhersla er lögð á marga vinninga sem koma sér vel. Þó eru hæstu vinningar 2 milljónir og dregið er um milljón mánaðarlega. Hver seldur miði gefur endurhæfingarstarfinu sem unnið er á vegum SÍBS aukinn styrk. Sá sem á miða í happdrætti SÍBS á sjálfur vinningsvon og gefur einnig öðrum vonir um bjartari framtíð. Það kostar aðeins 800 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að auka slíkar vonir. Vinningsvon og vissa um að verða að liði. Happdrætti SÍBS ■ ■■ ■ llll«i(WMWif|rWMrilWI ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.