Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1979 Hálir vegir hœtta áferð Styrkió og fegrið líkamann Ný 4ra vikna námskeið hefjast 8. jan. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráó. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Karlakórinn Fóstbræður getur bætt viö söngmönnum. Upplýsingar í síma 24871, milli kl. 6—8 í dag og næstu daga. ÖliVflJR GÍSIASOM % CO Slf. Vonandi hljómar þessi setning ekki á þínu skipi. - En ef, hver ábyrgist öryggi skipsáhafnarinnar? öryggisútbúnaðurinn? ... Eflaust.-ERT ÞÚ ÖRUGGUR UM BORÐ? (Rf> 10 mann|a bátur. gúmíb jörgunarbátarnir eru samþykktir af Siglingamálastof nuninni. gúmíbjörgunarbátarnir er framleiddir 6,8,10,12,1S, 20 og 25 manna. gúmíbjörgunarbátamir era fyrirliggjandi. Mjög hagstætt verð - GREIÐSLUKJÖR. Umboðsaðilar: & SUNDABORG 22 - 104 REYKJAVlK ■ SlMI 84800 - TELEX 2028 ö Aætlun um upp- byggingu Há- skóla íslands næstu fjögur ár liggur fyrir HAPPDRÆTTI Háskóla íslands verður 45 ára á þessu ári. Happdrættið hefur í þessi 45 ár að langmestu leyti fjármagnað framkvæmdir á vegum Háskóla íslands svo sem byggingar húsa og húsakaup og enn fremur hefur tækjakostur Háskóla íslands nær eingöngu verið keyptur fyrir happdrættisfé. Forráðamenn happdrættis- ins boðuðu blaðamenn á sinn fund í vikunni og þar kynntu þeir m.a. fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum Háskólans, sem verða eins og áður að miklu leyti f jármagnaðar með happdrættisfé. Áætlaður hagnaður af rekstri happdrættisins á þessu ári eru 425 milljónir króna og er þá búið að draga frá 20% gjald, sem happdrættið greiðir til uppbyggingar rannsóknastofn- ana atvinnuveganna. Á blaðamannafundinum gerði Guðlaugur Þorvaldsson háskóla- rektor grein fyrir byggingar- málum Háskólans á eftirfarandi hátt: Stefnan í byggingarmálum nú Háskólaráð gerir tillögur um nýbyggingar á vegum Háskóla íslands að öðru leyti en því að sérstök yfirstjórn mannvirkja- gerðar á Landspítalalóð fer með byggingamálefni þar á lóðinni síðan í árslok 1972. Háskólinn á aðild að þeirri yfirstjórn. Við fjárlagagerð á þessu ári lágu annars vegar fyrir ályktun háskólaráðs um forgangsröðum bygginga á Háskólalóð og tillaga að byggingaáætlun fyrir árin 1978—1986 og hins vegar áætlun Yfirstjórnar mannvirkjagerðar á Landspítalalóð um byggingu húss fyrir læknadeild og tannlækna- deild þar á lóðinni. Ljóst hefur verið lengi, að þessum áætlunum verður ekki hrundið í framkvæmd með æskilegum byggingahraða nema fjárveiting komi úr ríkis- sjóði, til viðbótar happdrættis- fénu, og lá sú niðurstaða raunar skýrt fyrir í álitsgerð Háskóla- nefndar, er ríkisstjórnin skipaði á sínum tíma og skilaði áliti árið 1969. Formaður hennar var Jónas Haralz. Þá var talið, að um allmargra ára skeið þyrfti a.m.k. sama framlag úr ríkissjóði til byggingamála Háskóla Islands og kæmi frá happdrættisrekstrinum eða um 30 millj. kr. á ári. Þessi upphæð fékkst á fjárlögum 1971, en hækkaði síðan lítið og var síðast á fjárlögum 1977. Slíkt er kannski ekki óeðlilegt, þar sem undanfarin ár hefur verið unnið meira að áætlanagerð fyrir fram- tíðina innan skólans en bygginga- framkvæmdum. Leiguhúsnæði hefur að mestu leyst viðbótar- þarfirnar. Nú verður varla lengra gengið í þá 'átt. Með tilliti til annars vegar þarfa læknadeildar og tannlæknadeildar fyrir bygg- ingu á Landspítalalóð og annarra deilda fyrir aukið húsnæði á Háskólalóð og hins vegar erfiðrar fjárhagsstöðu ríkissjóðs fól menntamálaráðherra um miðjan nóvember s.l. sex mönnum að mynda samráðshóp er endurmeta skyldi stööuna hvað varðar fram- kvæmdir á vegum Háskóla Islands og á Landspítalalóð og gera Vinningsupp- hæð HHÍ 4,5 milljarðar VINNINGSUPPHÆÐ í Happdrætti Háskóla ís- lands nemur rúmum 4,5 milljörðum króna á því happdrættisrári, sem nú er að hefjast. Þetta kom fram á blaða- mannafundi, sem stjórn- endur happdrættisins boð- uðu til í vikunni. Miðaverð hækkar úr 700 í 1000 krónur og er það 43% hækkun eða svipað og hækkun verðbólgunnar. Sem fyrr fer 70% af heild- arverði miða í vinninga. Helstu breytingar á vinninga- skránni frá árinu 1978 eru þessar: Lægsti vinningur hækkar úr kr. 15.000 í kr. 25.000 eða um tæp 67%. 50.000 króna vinningum fjölgar um tæp 3.000. Fjöldi 500.000 króna vinninga tvöfaldast og verða þeir 432 á árinu 1979. Að þessu sinni þótti rétt að nota aukninguna á vinningum til að hækka lægsta vinninginn mjög verulega. Hins vegar hefur engin breyting verið gerð á hæstu vinningunum og verður hæsti vinningurinn á árinu 1979 því kr. 5.000.000 á einfaldan miða, en þessi fjárhæð nífaldast og verður 45.000.000 króna, ef vinnandinn á alla fjóra miðana og trompmiðann að áuki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.