Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979
21
maöur, en um leið slóttugur og
eitilharður fésýslumaður.
Þrátt fyrir óveðurský á hinum
pólitíska himni voru þetta hag-
stæðir tímar þrátt fyrir athafna-
menn, því að efnahagslegar fram-
farir voru nokkrar.
Amos hóf sjálfstæðan feril sinn
sem útgefandi fjármálatíðinda og
hafði eignast prentsmiðju fjórum
árum seinna. Er . hann yfirgaf
tryggingafyrirtækið árið 1907, lét
August Ramsay svo um mælt, að
hann yrði annað hvort milljónar-
mæringur eða öreigi. Amos varð
milljónamæringur, og það miklu
skjótar en nokkurn óraði.
Amos Anderson var einn þeirra,
er skynjaði ótakmarkaða mögu-
leika í nýfengnu sjálfstæði þjóðar-
innar eftir fyrri heimsstyrjöld,
þótt tímarnir væru erfiðir á
flestum sviðum og þá ekki síst á
stjórn- og fjármálasviðinu. En
einmitt á slíkum tímum uppbygg-
ingar nutu víðfeðmir hæfileikar
hans sín vel — það átti vel við
Amos að hafa mörg járn í eldinum
í einu, — sem maður mikilla
athafna, sparaði hann hvorki
tíma, orku né fjármuni til að koma
hugmyndum sinum og hugsjónum
á framfæri.
Amos reyndi fyrst fyrir sér á
vettvangi blaðaútgáfu, er hann
stofnaði Dagens Tidning árið 1911
og leitaðist þá við að hnekkja veldi
Huvudstadsbladets, stærsta blaðs
sænskumælandi Finna. En til-
raunin fór ekki svo sem vonir
stóðu til og hann gafst upp eftir
nokkur ár — tapaði miklu fé, en
lærði sína lexíu. Er hann svo tíu
árum seinna hóf nýja sókn til
áhrifa í blaðaheiminum, var það í
því augamiði að yfirtaka Huvud-
stadbladet. Amos, sem var reynsl-
unni ríkari, átti nú jafnframt
peningana til að láta drauma sína
rætast. Heimsstyrjöldin, sjálf-
stæðið og innanlandsófriðurinn
höfðu fullkomlega breytt hinni
pólitísku, efnahagslegu og þjóðfé-
lagslegu mynd. Nú voru nýir
tímar, nýfengið frelsi gerði það að
verkum, að áhugi fólks á þjóðmál-
um og umheiminum jókst úr öllu
valdi.
Amos slapp ekki einasta óskadd-
aður frá þessum erfiðu tímum
fjárhagslega, heldur jók hann
verulega við auð sinn — þetta
tókst honum án þess að stunda
ævintýramennsku af nokkru tagi í
fjármálum sínum, — hann var í
þeim skilningi enginn fjárhættu-
spilari, heldur allt í senn djarfur,
markviss auk þess sem hann naut
ríkulega hinnar meðfæddu fjár-
málagáfu. Menn skilja þetta máski
betur í ljósi þess, að hann keypti
yfirleitt ekki fasteignir í þeim
tilgangi að endurselja þær með
hagnaði, heldur til að virkja þær
til aukinna umsvifa.
Mál þróuðust á þann veg í
blaðaheiminum upp úr 1920, að
Amos yfirtók forlagið, sem gaf úr
Huvudstadbladet og Dagens Press.
Á nokkrum árum varð hann
eigandi beggja borgaralegu
sænsku blaðanna, og seinna varð
hann bæði aðalritstjóri og ábyrgð-
armaður Huvudstadbladets.
Á næstu árum tóku blöðin
stórstígum breytingum, hvað ytra
og innra útlit áhrærir, jafnframt
því sem húsakosturinn var endur-
nýjaður og öll prenttækni færð í
nýtískuhorf. Samfara nýju og
fersku útliti jókst útbreiðslan og
upplagið stækkaði, — þannig
breyttist Huvudstadbladet úr
staðbundnu blaði í landsmálgagn
og varð eitt af leiðandi málgögnum
þjóðarinnar. Blaðið hafði fylgt
fremur varkárri línu í stjórnmál-
um og það hentaði Amos ágætlega,
því að hann var fremur maður
yfirvegunar en skjótra pólitískra
ákvarðana — hér var hann enginn
ævintýramaður frekar en í fjár-
málum. Blaðið var fyrst og fremst
málgagn sænskumælandi Finna og
hér var það mikilvægt að þjappa
monnum saman og hrekja ekki
fólk frá blaðinu með harðri
einstefnupólitík.
Amos sat tvö kjörtímabil á þingi
á áratugunum 1920—‘30, en fram-
lag hans þar mun ekki hafa þótt
sérlega merkilegt, nema hvað
tungumáladeilurnar snerti. Hér
Á heiðurssýningu í tileíni sjötugsalmælis Amosar Anderson. Hér er hann með leikkonunni Kersten
Nyiander ásamt Ileiri kunnum leikurum.
var hann fastur fyrir, barðist af
öllum kröftum og beitti áhrifum
sínum af einurð og hörku. Að öðru
leyti einkenndist afstaða hans til
mála af sáttapólitík og hann deildi
hart á alla öfga í málastríðinu og
olli sú afstaða hans heiftúðugum
deilum í fjölmiðlum, einnig
árásum á hann í eigin blaði.
Seinna kom í ljós, að afstaða hans
hafði í aðalatriðum verið rétt og
að sáttapólitík hans, sem þótti
bera svip af vissri tegund ein-
feldni, verið farsælasta afstaðan
þrátt fyrir allt. Vegna sjálfstæðra
skoðana var hann ekki leiðitamur
flokksforustunni og missti allan
áhuga á áframhaldandi þingsetu.
Má ætla að hann hafi skynjað
hættuna á því að finnar
einangruðust frá hinum Norður-
löndunum og vestrænum þjóðum
ef sænska yrði útlæg gerð, vegna
þess að finnska er af öðrum og
ólíkum uppruna en hin málin.
Einnig má álykta að hann hefði
gerst einlægur stuðningsmaður
NORDEK-hugmyndarinnar, hefði
hún komið fram á hans tíma. Slík
hugm.vnd, sem hefði orðið að
veruleika hefði trúlega getað
komið í veg fyrir mikinn harmleik
í sögu finnsku þjóðarinnar svo og
fleiri Norðurlanda — en það er
önnur saga.
Áhugi hans á að finnar einangr-
uðu sig ekki sést ljóslega á því að
hann barðist fyrir auknum
samgöngum á sjó milli Ábo og
Stokkhólms, sem bar þann góða
árangur sem menn búa við enn
þann dag í dag.
- 0 -
Sem aðalritstjóri og ábyrgðar-
maður Huvudstadbladets um ára-
bil lagði Amos megináherslu á
víðsýni á sem flestum sviðum og
með því tókst honum að gera það
að einu virtasta blaði þjóðarinnar
— blaði, sem varð fyrir árásum
jafnt frá vinstri sem hægri. í
ritdeilum, þar sem hann varð fyrir
grófum, persónulegum árásum,
þótti hann ekki taka jafnan
nægilega skýra afstöðu og það
varð til rangtúlkana á skoðunum
hans. Hér var Amos mjög við-
kvæmur fyrir og tók gjarnan
árásum á sig óstinnt upp og varð
það honum stundum tilefni til
öfgafyllri viðbragða frá hans hálfu
en efni stóðu til. Deilurnar áttu
raunar ósjaldan upphaf sitt í
hreinni öfund í garð hins auðuga,
gáfaða og virta aðalritstjóra, sem
hafði unnið sig upp til metorða frá
nánast engu — menntahroki átti
hér líka hlut að máli, en sumir
hinna svonefndu „intellektúal“-
hópa litu niður á þennan mann.
Þrátt fyrir að Amos Anderson
hefði engar háar menntagráður
var hann vel að sér um fjölmargt
enda vel lesinn, hafði gert víðreist
og hafði augun opin fyrir því, sem
var að gerast á hinum ólíkustu
sviðum.
Þegar Amos stóð á fimmtugu
árið 1928, má segja, að efnahags-
legt veldi hans hafi verið í
hámarki og um leið fullkomnað,
því að það, sem hann framkvæmdi
eftir það, átti ekki eftir að breyta í
verulegum mæli efnahagslegri
stöðu hans. Einarðleg og traust
afstaða hans hafði, er hér var
komið sögu, mikil áhrif, t.d.
jafnvel til úrslita í forsetakosning-
um. Á þeim vettvangi varð hann
að taka erfiðustu ákvörðun lífs
síns árið 1937, er hann studdi
Kyösti Kallio á móti G.E. Stál-
berg, er svo var komið, að hans
eigin kandidat, P.E. Svinhuvud,
hafði ekki lengur möguleika.
Úlfaþyturinn, er þetta vakti, varð
erfiðasta pólitíska þrekraun hans,
þar sem hann gat hér ekki lagt
fram skýra ástæðu. — Seinna
sýndi sig, að hér hafði hann farið
viturlega að ráði sínu, því að
veikasti frambjóðandinn, sem
hann gerði að forseta með atkvæði
sínu reyndist skásta lausnin á
þeim erfiðu tímum, er í hönd fóru.
Árið 1936 kaus Amos að hætta
sem ábyrgðarmaður H.blaðsins, en
hélt áfram stöðu sinni sem aðalrit-
stjóri til ársloka 1945, er hann
formlega afhenti listasambandinu
blaðaútgáfuna, svo sem fyrr segir.
Hann sat samt áfram sem
formaður blaðstjórnarinnar, en
hafði sig ekki mikið í frammi
varðandi daglega stjórnun.
Áhugi Amosar Anderson á
listum og vísindum leiddi hann til
Áhugi Amosar Anderson. ásamt störlum. stuðningi og vinnu hans við
leikhús gerðu það að verkum að Jeikarar heyrðu til þeirra er hann
umgekkst einna nánast. Hér kveður hann hinn íræga sænska leikara
Gösta Ekman (eldri) eltir eítirminnilegan gestaleik G.E. í Finnlandi.
Þetta reyndust þeirra síðustu lundir þar sem Gösta iézt þrem vikum
seinna.
áb.vrgðar og forystu í uppbyggingu
lista-, og menningar- og vísinda-
stofnana í landi sínu á sama hátt
og fjármálaumsvif hans gerðu
hann að áhrifamanni í fagfélags-
samtökum atvinnulífsins. Þetta
ber víðfeðmum hæfileikum hans
og dugnaði vitni. Aldrei tók hann
að sér verkefni án þess að setja sig
af alefli inn í það, og hér skipti
höfuðmáli, að hann hafði gott
auga fvrir aðalatriðunum og
hvernig skyldi framkvæmda hlut-
ina í réttu samhengi. Marka
stefnuna skýrum dráttum og sjá
fyrir afleiðingar áætlaðra ákvarð-
ana.
Það má vissulega til sanns vegar
færa, að lengi býr að fyrstu gerð,
það kom fram í trúarlegum áhuga
Amosar og ást hans á heigitónlist
og helgisöguleikjum. Tilfinning
hans f.vrir dulmögnum trúarinnar
kom ljóslega fram í áhuga hans á
hinum pólifónska kirkjusöng mið-
alda. I Ágústínarstiftinu Kloster-
burg, í nágrenni Vínarborgar,
upplifði hann hin miklu verk
kirkjutónlistarinnar. Það ýtti und-
ir áhuga hans að kynna helgitón-
list í heimalandi sínu. Hann
skipulagði aftansöng og kirkju-
konserta, styrkti starfsemi sænska
óratoríufélagsins og ýmissa
kirkjukóra.
Hann setti upp helgisöguleikinn
Vallis Gratiae og nokkra fleiri og
vann ótvíræðan leiksigur með
uppfærslu á verki eftir Hugo von
Hofmannstal.
Á svið kirkjulistar miðalda var
hann slíkur fróðleikssjór að það
þótti sjálfsagt að hann væri
fenginn til að lýsa þessum merki-
lega arfi finnskrar menningar er
erlendir þjóðhöfðingjar komu í
opinbera heimsókn. og skoðuðu
m.a. slíkar kirkjur.
Her hefur mikil saga verið
reifuð um finnska bóndasoninn er
varð einn auðugasti, áhrifamsesti
og umdeildasti maður þjóðar
sinnar. Hann framkvæmdi margt
sem sennilega hefði ekki verið gert
ef hans hefði ekki notið við og
sumt örugglega aldrei. Enginn
getur neitað því hvernig sem á
málin er litið, að hér fór mikilhæf-
ur maður og að áhugamál hans
áttu sér miklar víddir. Á sama
tíma og hann jós út fé úr hinum
mörgu sjóðum sínum til viðgerða
og endurnýjunar á gömlum
kirkjum — allt aftur úr miðöldum
og styrkti endurvakningu tónlistar
frá þeim tímum, — var/hann
einnig altekinn af samtímanum
svo sem gerðir hans, sem hér hefur
verið greint frá, eru til vitnis um.
Safn hans við Yrjönkatu er t.d.
öðrum þræði nýlistasafn. Megin-
máli skiptir óumdeilanlega víðsýni
hans og fölskvaleysi í þá veru að
allir njóti gjafa hans og örlæti,
þær voru öllu öðru fremur gefnar
til heilla og þroska finnskri
hámenningu. Gerðir hans hér bera
þess vitni að honum var það ljóst
að þessir þættir eru undirstaða og
vaki heilbirgðrar þjóðernisvitund-
ar, og hann lagði allt sitt hugvit og
auð á þær vogarskálir. Finnska
þjóðin nýtur þess um ókomin ár.
Það var fleira en tónar orgelsins
er f.vlgdu Amos í gegnum lífið sem
arfur frá Brokárr, Kimito. Ein-
manleikinn ágerðist með aldrinum
— hann dró sig í hlé á sveitasetri
sínu, sem hann hafði látið byggja
á æskustöðvum sínum — þangað
hafði hann oft látið einkabílstjóra
sinn aka sér á velmektarárum
sínum, og er Kimito-eyjan blasti
við bað hann bílstjóran jafnan að
stöðva bílinn svo að hann gæti
stigið út og tekið ofan. Til Brokárr
kom hann þó ekki meir. Héðan
stjórnaði hann fyrirtækjum sínum
síðustu árin svo lengi sem kraftar
entust, hingað bauð hann löngum
vinum sínum sem nutu ríkulega
gestrisni hans og hér naut hann
þess að vera innan um bækur sínar
og listaverk. Það varð hans
hlutskipti, aö lifa sína nánustu
vini og samstarfsmenn, fjölskyldu
átti hann enga og þetta tvennt
gerðu síðustu ár hans ennþá
dapurlegri. Amos Anderson lést á
páskadag, 2. apríl 1961, og var þá á
83. aldursári.
Bragi Asgeirsson.