Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 14
\ 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚA R 1979 Sovéskir hermenn í Prag eftir innrásina ’68. Ég var að sækja úrið mitt úr viðgerð og svo vantaði mig eitthvað smávegis úr Rott-verzluninni við Litla torgið. Þaðan er steinsnar í Celetna-götu til Klements. Hann á heima í húsinu, sem ilmar svo dásamlega af brauði neðan úr kjallara alla leið upp á háaloft. Ég hlakka til að njóta bolla af heitu tei og að hita almennilegt kaffi handa honum Klement, þá yrði hann feginn. Þegar hann býr það til sjálfur, þá hittir hann ekki alltaf rétt á það. Stundum lætur hann of lítið vatn, en stundum hellir hann út fyrir. Hann hlustar nefnilega eftir því. Hann setur eyrað alveg að katlinum og hellir svo. Það heyrist öðruvísi í vatni á botninum en í miðjunni og enn öðru vísi, þegar ketillinn er fullur. Þegar ég laga kaffi fyrir hann, þá nýtur hann þess betur. Og svo segjum við hvort öðru fréttir, eins og hvort Blanka hefði orðið fegin, og annað. Ég fer upp tröppurnar, sem vinda sig kringum tómt gímald, sem er búið að bíða eftir lyftu í rúm 40 ár. Sem betur fer eru tröppurnar ekki margar upp á þriðju hæð. Auk þess þarf ég ekki að stíga fæti í þær allar. A síðasta stigapalli fyrir neðan íbúð Klements var búið að setja stól í hornið, og á honum situr maður í einkennisbúningi öryggis- þjónustunnar. Taska í langri ól hangir á handriði fyrir framan hann; í henni er tæki, sem vælir og ýlfrar: senditæki. „Hvað er þetta?" segi ég. „Er ekki leyfilegt að heimsækja herra Lukes?“ „Jú, en hann er ekki heima." „Hvað er að heyra. Varð hann fyrir slysi?“ segi ég hálfskelkuð. „Nei, hann skrapp í búð. Þér getið beðið eftir honum." Klement lýkur upp íbúð sinni, senditækið ýlir og ég bíð eftir að vera skrifuð upp. Hann opnar nafnskírteini mitt. „Svo þetta er frú Bendarova! Yður má ég ekki hleypa inn,“ segir hann ákveðinn. „Er það virkilega og af hverju ekki?“ spyr ég forvitin. „Þér eruð á skrá hjá mér.“ Hann fer að leita á sér. Það vantar ekki vasana á einkennisbún- inginn. Hann dregur upp úr þeim alls konar bréfsnepla, snýr þeim við „Látið mig fá skírteini mitt og farið þér að setjast á stól yðar,“ segi ég- „Nei, það er ekki hægt, ég verð að fara með yður.“ „Hvað á þetta að þýða?“ spyr ég. „Er allt í einu bannað að heimsækja vini sína?“ „Ég get ekki að því gert, ég hef ekki upphugsað það,“ afsakar hann sig og um leið réttir hann nafnskír- teinið ungum slána í sandlitum sportbíl, sem stendur þar við gangstéttina. Kjáni gat ég verið. Ég „Setjizt þér!“ endurtekur hann, og er hótun í röddinni. „En af hverju?" „Þér fáið að vita allt saman. Setjizt þér,“ skipar hann. Þetta leiðir ekki til neins. Ég malda í móinn, en hann gefur ekki eftir. Undir stöðugum skipunum og hótunum endar það með því, að ég sezt í bílinn. Sláninn skellir hurðinni aftur, og undir eins er ekið af stað. Ég tók ekki eftir bíl- númerinu, er ekki heldur viss um merki hans og gerð. Það er eins og veitir honum heimild til ... eigin- lega til hvers sem er! „Og við förum með yður í Bartolomej ska-götu, bakdyramegin. Þar fæst skýringin á öllu saman." Eftir stutta keyrslu nemur bíllinn staðar við hús lagt hvítum flísum. Mér er bent á að stíga út og fylgja slánanum. Við förum upp á aðra hæð. Sláninn tekur í hurðarhún. Hurðin er læst. Einnig næstu dyr eru læstar. Þriðju dyrnar eru að opnast, og í þeim birtist óvænt maður, sem ég kannast við. Já, auðvitað! Ég þekki hann frá Caslav, smáborg 80 km frá Prag, en þar tafði hann mig í 10 klst. rétt fyrir kosningarnar í fyrra vegna gruns 'um stuld á myndum. Og nú stöndum við hér andspænis hvort öðru ekki lengra frá en tvö skref. Nú stígur hann skrefi nær, en í þeim svifum þekkir hann mig aftur og hratt — eins og í kvikmynd aftur á bak — dregur hann sig til baka inn í herbergið, sem hann var einmitt að fara úr. Á eftir honum fellur hurð að stöfum, hurð með númer 31. Og sjáum nú til; drengurinn var hræddur. Hann hvarf eins og gufa, eins og vofa! Auvitað — samvizkan er gruggug! Mér líður vel, að einmitt í þessari byggingu skuli einhver vera hræddur við mig. Það kemur mér skemmtilega á óvart, og ég hressist við það. Stórfínt! Yfirheyrsla Sláninn lýkur upp hurðinni nr. 33. Það er lítið herbergi með glugga og ljós skrifstofuhúsgögn; skápur, borð með 6 stólum og ritvélaborð á ská. Hann gefur mér bendingu um að setjast. Á móti mér sezt piltur, sem hefur heldur ekki fyrir því að kynna sig, enda er hlutverk hans að víkja hvergi frá mér. Varðmaður. Ég er ein í herberginu með honum. Ég OTKA BEDNAROVA: ÞEGAR ÉG ÆTLAÐIAÐ HEIMSÆKJA KLEMENT LUKES „Þá fer ég heldur á móti honurn," segi ég. Ég sný við á tröppunum, úr undirganginum lít ég inn í bakaríið, en hinn hávaxna mann með útitekið andlit og dökk gleraugu finn ég ekki fyrr en í matvörubúðinni. Hann er einmitt að borga. Hann hýrnar við, er hann heyrir kveðju mína og fer að útskýra með bassarödd sinni, að hann hefði verið með gæzlumann síðan á föstudaginn. Nú já, það er svo sem ekki nein nýlunda í Prag núorðið! Doktor Kriegel og prófessor Hajek hafa verið undir svona eftirliti svo mánuðum skipti. Hví ætti ég að hverfa frá? Maður- inn í einkennisbúningnum skrifar mig upp og svo fáum við Klement okkur kaffi og te. Um gangstéttina, undirganginn og tröppurnar fer Klement hiklaust og öruggur án hvíta stafsins. Sá sem ekki veit, að hann hefur verið blindur frá fæðingu, gæti haldið, að hann gengi með dökk gleraugu bara vegna þess, að þau klæddu hann vel. Klement nær í lyklakippuna en ég í nafnskír- teinið. Orðlaus rétti ég það mannin- um í stólnum. í höndum sér og treður þeim aftur á sinn stað. Hann getur ekki fundið hinn rétta. „Á skrá? Mér þætti gaman að sjá hana,“ hugsa ég upphátt. „Ef til vill skjátlast yður.“ „Nei, ég veit það örugglega. Bednarova, það man ég,“ segir hann og heldur leit sinni áfram. „Örugg- lega má ég ekki hleypa yður inn.“ „Það er slæmt!“ Klement stendur í gættinni og bíður. Ég tek í hönd hans, strýk hana og segi: „Þá verður ekkert úr þessu, Klement. Mig langaði til að masa svolítið við þig, og þarna sérðu, ég fæ það ekki. Mér þykir leitt, að þeir gæta þín svo vel. Ég skal láta þig vita, það eru komin tár fram í augun á mér. Mikið er það leiðin- legt, kunningi." Bílferö Maðurinn í einkennisbúningnum er kominn á leið niður tröppurnar með nafnskírteini mitt í höndum sér. Taskan hangir enn á handrið- inu, það ýlir í senditækinu. tók ekki eftir bílnum áðan né heldur eftir þriggja manna áhöfn hans. Maðurinn í einkennisbúningnum gufaði upp, en sláninn opnar afturdyr hægra megin á bílnum. „Setjizt þér,“ skipar hann mér. „Og af hverju? Ég vil vita af hverju. Ég vil fá að sjá eitthvert bréf, þar sem stendur svart á hvítu, að ...“ „Voruð þér að heimsækja herra Lukes?" „Já, en er það kannski bannað? Sýnið mér lagagrein, sem bannar það!“ „Stígið þér inn og verið þér ekki með neina vitleysu!" „Fyrst vil ég fá að vita, sam- kvæmt hverju bréfi ég eigi að setjast með yður í bílinn.“ Mér dettur í hug, að ég gæti æpt yfir alla götuna. Klukkan er að verða eitt. Hér er þó nokkuð af fólki á ferli. En það er ekki góð hugmynd. Sláninn gæti lýst því yfir, að ég hefði stolið einhverju. En ég vil síður en svo gefast upp! Skárra væri það nú, enda hef ég ekki brotið neitt af mér. Hvaðan kemur honum vald að koma svona fram við mig? martröð. Við stönzum á rauðu ljósi, og ég spyr: „Hvert eruð þér eiginlega að fara með mig? Og ég veit ekki einu sinni, hver þér eruð. Ég sit í bíl, veit ekki með hverjum og af hverju." „Afsakið þér, ég gleymdi að kynna mig. En þar sem það var einkennisbúinn starfsmaður, sem færði mér yður, þá hljótið þér að sjá, að þér erúð í góðra manna höndum," segir sláninn og tekur fram skírteini þeirra, brosandi. Á myndinni er hann ennþá yngri, ásjálegur gæi. Tilraun hans til að vera fyndinn svara ég með þögn. Hef einfaldlega ekki hæfileika til að gera að gamni mínu við mann, sem fer með mig eitthvað burt upp úr þurru, án skýringa og móti vilja minum. „Nægir þetta?“ spyr hann. „Nei, ég hef ekki góða sjón,“ segi ég og tek upp gieraugun. Ég leita að undirskrift hans, að nafni hans. Undirskriftina vantar, nafnið vantar. I öllu þessu einkennilega skírteini er bara ljósmynd og númer. Og þetta er þá skírteini sem finn það á mér, að hann gónir þegjandi á mig, og þess vegna góni ég þegjandi á gluggatjöldin. Inn kemur hávær karlmaður um fimmtugt. Hann sezt við ritvéla- borðið án kveðju, án kynningar, og rymur formálalaust" „Nafn ... hvenær fædd . .. til heimilis ... „og ég svara. „Voruð þér að heimsækja herra Lukes?“ „Já, ég var að heimsækja herra Lukes. Er það ef til vill afbrot? Er það bannað? Ég vildi fá að sjá það á prenti." „Og hvað ætluðuð þér að gera þar? Og hverjir aðrir koma þar? Tökum það fyrst: Hverjir?" „Ég segi yður, að ég vil loksins fá að sjá eitthvert bréf með skýringu á því af hverju ég hef verið færð hingað.“ „Jáhá, okkur er vel kunnugt um það, hvað þér gerið þar! Þér fóruð þangað til þess að tala ykkur saman, er það ekki?“ byrjar hann allt í einu að öskra. „Það kemur yður ekkert við, hvað ég ætlaði að gera þar,“ öskra ég á móti. „Og hættið þér undir eins Otka Bendarova, höfundur þessarar frásagnar, var fréttamaöur og starfsmaður sjónvarpsins í Tékkóslóvakíu þegar Sovétmenn réöust inn í landið árið 1968. Henni var þá, eins og svo mörgum öðrum sönnum föðurlandsvinum, vikið úr starfi: hún vinnur nú fyrir sér sem fatahirðir í vínstofu. — Síöan þeir atburðir gerðust sem hér er lýst, hefur hún raunar enn sætt ofsóknum stjórnvalda. Nú er henni gefið að sök að espa Evu Ciperovu, klefafélaga sinn í Litomerice-fangelsi, til þess aö fara mað óhróður um þá ágætu stofnun með því að staðhæfa að þar hafi hún þolað þær misþyrmingar sem leiddu til varanlegra örkumla. — Frá þeim atburöum segir meöal annars í meðfylgjandi grein, sem séra Kári Valsson, sóknarprestur í Hrísey, þýddi úr Ijósrituðu handriti. Séra Kári er af tékkneskum uppruna. — Því miður var óhjákvæmilegt að stytta greinina nokkuö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.