Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1979 Austurríski brunkóngurinn Franz Klammer hefur oft þótt sýna mikla dirfsku í bruni. Hraöinn í bruninu getur fariö yfir 100 km. á klst. Klaus Hidegger frá Austurríki er einn af fáum er nú taka þátt í heimsbikarkeppninni sem hugsanlega gætu veitt Stenmark einhverja keppni. Peningarnir streyma til áhugamanna á skíöum eimsbikarkeppnin á skíðum er oft kölluð Hvíti sirkusinn. Skíðamennirnir ferð- ast landa á milli og keppa eða æfa og er dagskrá þeirra oftast mjög ströng. Ýmsum verður því á að spyrja hvers vegna í ósköpum mennirnir eyði öllum þessum tíma í þetta? Eitt svarið er, að þeir hafa gaman af þessu, annað er, að flestir koma þeir frá fjallaþorpum eöa skíðastöðum og hafa haft tækifæri til að vera á skíðum allan ársins hring og njóta þess í ríkum mæli. Þeir fá tækifæri til að ferðast mjög mikið og einnig fá þeir peningagreiðslur, já og þær stundum stórar. Nú eru peninga- greiðslur til áhugamanna mikið feimnismál og eru nokkuð, sem skíðamennirnir ræða ekki um opin- berlega né heldur þjálfarar þeirra, en eru engu að síður opinbert leyndar- mál. Sem dæmi um slíkt má nefna, að 10 af um það bil 150 skíðamönnum sem þátt taka í heimsbikarkeppninni eru taldir hafa haft meira en 150.000 þúsund dollara hver í tekjur á síðastliðnu ári, eða um þaö bil 38 milljónir íslenskra króna. Hvaðan koma þessir peningar? Jú, skíöamennirnir eru flestir á samningi hjá skíðaframleiðendum. Fram- leiðendur halda því fram að ekki sé til betri auglýsing fyrir framleiðslu þeirra en sigur stórstjörnu. Öll stóru nöfn skíöaíþróttarinnar gæta þess vel að hafa skíðin sín með þegar teknar eru af þeim myndir og að nöfn skíöanna séu áberandi. Tökum til dæmis Ingemar Sten- mark, heimsmeistara síðastliðin tvö ár og öruggan sigurvegara þetta keppnistímabil. Stenmark hefur keppt á skíðum frá sama fyrirtæki öll sín keppnisár, og þrátt fyrir heillandi tilboð annarra skíðaframleiðenda vill hann ekki skipta um fyrirtæki eða skíðategund. Segir sagan, að Stenmark hafi haldið sig við sama framleiöandann öll þessi ár vegna þess, að þegar hann var ungur og efnilegur en óþekktur með öllu sýndi enginn annar honum áhuga. Skíðafyrirtækið, sem styrkti Stenmark, heitir Elan og er frá Júgóslavíu og hafa þeir engan annan þekktan skíðamann á sínum vegum. Elan greiðir Stenmark opinberlega 6000 þúsund pund á ári, eða 3 milljónir íslenskra króna. Aðal- keppinautar þeirra hafa án árangurs boðið Sten- mark 120.000 þúsund pund á ári ef hann vill skipta um skíði. Allflestir kannast við Fischer-skíði, en ekki eins margir við Elan. Samt sem áður náði fyrirtækið að selja 400 hundruð þúsund skíði á síðastliðnu ári, og seldust skíði þeirra sérlega vel á Norðurlöndum, og þakka þeir Stenmark ekki hvað síst þann árangur. Elan er nú sjötta stærsta skíðaverksmiðja heims. En hvaða samning Stenmark hefur við Elan á bak við tjöldin veit enginn, og hann gefur ekkert uppi, en aldrei er tekin mynd af honum án skíðanna og þar sést nafnið jafnan vel og greinilega. Ekki eru allir jafn tryggir stnum fyrirtækjum. Besta dæmið er hinn frægi skíðamaður Bernhard Russi frá Sviss, sem nýlega hætti allri keppni á skíðum. Russi, sem er 29 ára gamall, var einn fremsti brunmaður heims, heimsmeistari 1970, vann gullverð- laun á Ólympíuleikunum 1972 og varð annar 1976. Árið 1975 hætti hann að keppa á Rossignol-skíðum og fór að keppa á skíðum framleiddum af Kneissl. Skíðafyrirtækið Kneissl borgaði þrisvar sinnum meira en Rossignol hafði gert. Einnig greiða ýms smærri fyrirtæki skíðamönnum fyrir að aug- lýsa skíðavettlinga, áburð og fleira. Einu alvarlegu deilurnar sem risið hafa út af greiðslum var á Ólympíu- leikunum í Sapparo í Japan árið 1972. Þá var Austurríkismaöurinn Karl Schranz dæmdur frá keppni því að sannað þótti, að hann heföi þegiö greiðslur. Þáverandi formaður Ölympíunefndarinnnar, Avery Brundage, var meö lista yfir 40 skíðamenn sem brotiö höfðu áhuga- mannareglurnar, en einhverra hluta vegna, og til að skapa ekki alger vandræði, var aðeins einn dæmdur frá keppni. Eftir því sem skíðaíþróttin verður vinsælli, því meiri peningar streyma til íþróttamannanna. Það er aðeins í Bandaríkjunum sem keppni atvinnumanna á sér stað og eru þar háar peningaupphæðir í verðlaun. í raun er sáralítill munur á atvinnu- mönnunum og áhugamönnunum sem framarlega standa: peningarnir streyma til þeirra. Þýtt og endurtagt úr New York Times. — br.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.