Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 VER#LD Spítalasaga Khaled Saudiarabíukóngur er veill fyrir hjarta og var skorinn upp við því í Cleveland í Bandaríkjunum stuttu fyrir ára- mótin. Hann haföi það ágætt á spítalanum, svo gott að sjúkra- hússyfirvöldin eru búin að gefa út 40 síðna bækling til að monta sig af viðurgerningnum ... Khaled bjó í 18 herbergja íbúð. Þar voru 36 rúm. Öll var íbúðin innréttuð og skreytt í enskum stíl, þverhandarþykk flosteppi á öllum gólfum, en á veggjum dýrindis málverk, mörg þeirra fengin að láni úr Cleveland-lista- safninu. Það var líka ágætt að borða. Einn uppáhaldsréttur konungs og f.vlgdarmanna hans, 50 tals- ins, var heilsteikt lamb og fengu þeir það oft í hádegis- og kvöldmat en í morgunmat vildu þeir helzt pönnukökur með sýrópi eða hunangi. Þess er og getið, að konungur sé sólginn í vanilluís og tykneskt konfekt í eftirrétt og milli mála ... Það var ekki aðeins að starfs- menn sjúkrahússins legðu sig alla fram að þóknast konungi, heldur dreif að konungholla menn hvaðanæva að, er þeir fréttu að Khaled væri að leggjast undir hnífinn, og vildu þjónusta hann. Einn kvaðst hafa heyrt að konungur hefði gaman af því að spila á spil og leggja undir og vildi nú stytta honum stundir með póker meðan hann væri að ná sér eftir hjartaskurðinn. Þá kom og kona nokkur, sem veitir forstöðu „alhliða snyrtistofu" þar í nágrenninu og vildi fá að nudda konung og veita hinum „aðra þjónustu". Leizt spítala- mönnum ekki á blikuna, töldu óvíst að konungur mundi þola alla þá þjónustu eins og hann var til heilsunnar og vísuðu konunni á sendiherra Saudiarabíu, sem þakkaði konunni gott boð og kvað það sama og þegið. Framan af var öllum þjónustureiðubún- um vísað á sendiherrann, en þar kom að kurteisi spítalamanna og sendiherra þraut og eftir það var komumönnum bara sagt, að konung skorti ekkert, hann hefði alla þá þjónustu sem hann kærði sig um og yrðu engin vandræði þótt honum dytti eitthvað nýtt í hug. Khaleds var vei gætt á spítala- num. Skiptu þar með sér verkum bandaríska leyniþjónustan og herinn, utanríkisráðuneytið, lög- reglan í Cleveland, saudiarabíska lögreglan og lífvörður konungs. Var enda krökkt af vörðum alls staðar um sjúkrahúsið og lóðina. Það voru verðir á þökum uppi, undir gluggum, úti fyrir dyrum, inn um ganga, en auk þess innanhússjónvarpsvélar í hverju skoti, sérstök lyfta upp að íbúð konungs og menn krafðir um skilríki tvisvar á leiðinni. Var gæzlan svo ströng að þekktum skurðlækni var snúið við fyrir utan konungsíbúðina og hann færður burt til athugunar af því hann vantaði eitthvert skyldugt plagg með stimpli og mynd. Þess er að lokum getið að komið var á beinu og tafarlausu símasambandi við Riyadh, höfuðborg Saudiarabíu, en auk þess höfðu konungsmenn önnur fjarskiptatæki eins og þurfa þótti. Þrátt fyrir það mun Khaled konungi hafa orðið tíð- rætt um það upp á síðkastið hve fagurt væri heima í Saudiarabíu um þetta leyti árs og nú viðraði vel til þess að fara út með fálka. En það er mest skemmtun hans að veiða með fálkum ... - AP. Tóbak Rétt fyrir áramótin skilaði sérfræðinganefnd. sem Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna skipaði til þess að kanna tóbaksreykingar og reykingavarnir. áliti þar sem lagðar eru fram ýmsar nýjar og sterkar líkur íyrir skaðsemi reykinga og lögð á það áherzla að reykingavörn- um verði seint við komið nema alþjóðieg samvinna takist um þær og ströng lög verði sett til stuðnings þeim. í skýrslu nefndarinnar er m.a. drepið á atriði sem sett hefur nokkurt strik í reikning haráttunnar gegn reykingum. Það var sem sé upphaflega ætlunin þegar lög og reglur um tóhak voru hert í iðnríkjum á Vesturlöndum. að tóbaksfram- leiðendur breyttu starfsemi sinni smám saman og sneru sér með tímanum alfarið að iiðru. Þetta hefur ekki gengið eftir heldur hafa framleiðendurnir hert róðurinn fyrir tóhakinu og leggja sig nú einkum fram um að vinna nýja markaði í þriðja heiminum og meðal kvenna á Vesturlöndum. Hefur þeim orðið tiilvert ágengt. reykingar hafa stóraukizt með- Nú á að leggja snörurnar fyr- ir kvenfólkið og pá vanþróuðu al kvenna á Vesturliindum. en í þriðja heiminum er þó enn stærri markaðsvon. Þar háttar auk þess svo til. að óvíða hafa verið sett nokkur liig eða reglur um tóhak og upplýsing- ar og áróður gegn reykingum lítill sem enginn enda helzt framleiðendum uppi að dreifa þar sígarettum með tviifalt meiri tjiiru en leyfist á flestum Vesturlöndum. Sérfræðinganefndin tíundar í skýrslu sinni flest það helzta sem áður var kunnugt um skaðsemi reykinga. þ.e. tengslin með reykingum og hjartasjúkdómum. iindunar- sjúkdómum. lungnakrahba og annars konar krabbameinum. en leggur auk þess fram nýjar líkur. einkum fyrir illum áhrif- um sígarettureykinga á konur og hiirn. Til að mynda er þar sýnt fram á það. að biirn kvenna sem reykja um meðgiingutím- ann fæðist léttari og þar af leiðandi viðkvæmari og sé þeim þar af leiðandi meiri lífshætta húin. t.d. af lungnakvefi og lungnabólgu. fyrstu tvii árin. Sumum konum verður hætt við hlóðtappa ef þær taka pilluna og magnast sú hætta mjiig ef þær reykja líka. Biirn sem eru að staðaldri innan um reykingafólk fá oftar kvef. hósta og brjósthroða en iinnur. Reyki þau sjálf eina eða fleiri sígarettur á viku er líklegt að þau fái enn meira og oftar fvrir hrjóstið. - TIIOMAS LAND Detta gerðist líke .... Hinir óforbetranlegu Þótt stjórnvöid í íran hafi Þráfaldlega lofað að hætta að beita pyndingum við póiitíska fanga, pá hafa pau haldiö uppteknum hætti allt fram á pennan dag, aö fullyrt er af Amnesty International. Samtökin byggja staðhæfingu sína á skýrslum frá erindrekum sínum, sem fyrir skemmstu dvöldu í landinu í tvær vikur að kynna sér ástandiö í fangelsum pess. Pyndingarnar hafa ýmist verið framkvæmdar af óbreyttum lögreglumönnum eða starfsmönnum Savak, hinnar illræmdu leynilögreglu. Amnesty-mennirnir ræddu alls við sextíu manneskjur, sem Þá voru nýlausar úr fangelsi, og par að auki viö ættingja peirra og lögfræðinga. Samkvæmt framburði pessa fólks eru barsmíðar með ýmiskonar bareflum algengasta pyndingaraöferðin, sem og bruni meö glóandi sígarettum. Sendimenn Amnesty hittu uppgjafarfanga sem gátu sýnt peim örin eftir pessa meöferö. Þá hafa böðlarnir nú fundið upp á pví aö leggja brenninetlur að nöktum líkömum fórnarlamba sinna, og eru ófá dæmi af pessari viðbjóðslegu hugvitsemi í peim gögnum sem Amnesty hefur viðað að sér. Cr ríki tölvunnar Kona nokkur auglýsti bíl sinn til sölu í bæjarblaöi sínu og var svo stálheppin aö fá kaupanda daginn eftir. Næstu tvo mánuðina hringdu hinsvegar aldrei færri en fjórir á dag og föluðust eftir hinni auglýstu bifreið. Þegar konan sneri sér til auglýsingadeildar blaðsins til pess að bera sig upp undan pessu, var henni tjáö að pau mistök heföu pví miður orðið við tölvusetningu auglýsingarinnar aö pau fyrirmæli hefðu flotið með aö hún ætti að birtast daglega í 32 ár og fjóra mánuðil Breska blaðið Daily Telegraph lýsti vandræðum konunnar í skemmtilegri rit- stjórnargrein nú fyrir skemmstu. „Það er meinið við pessar maka- lausu tölvur," sagði í greininni, „að pær skortir alveg almenna dóm- greind. Þeim finnst Þaö alveg sjálfsagt, svo að dæmi sé nefnt, að senda eiganda miðlungs einbýlishúss rafmagnsreikning upp á 140 milljónir; og jafnsjálfsagt aö afgreiða fimmtán flygla af stærstu gerð til sjoppu sem verslar með fiskrétti.“ Lengi von á einum Nasistaveiöarinn Simon Wiesenthal, sem allt frá stríðslokum hefur barist fyrir pví aö stríðsglæpamenn fengju makleg málagjöld, áætlar að um sjö milljónir fyrrverandi nasista séu ennpá á lífi. Aö hans sögn eru fimm milljónir pessara manna búsettir í Vestur-Þýskalandi og um ein og hálf milljón í Austur-Þýskalandi. Þá hýsir Austurríki í kringum 300.000, en afgangurinn, 200.000, er dreifður um víða veröld. — Sá heitir Walter Rauff, sem er efstur á lista Wiesenthals yfir pá stríðsglæpamenn sem enn ganga lausir. Rauff, sem nú er 73 ára, er búsettur í Punta Arenas í Chile. Á hans reikning er skrifaður dauði 250.000 Gyðinga af báðum kynjum, sem var tortímt með gasi í yfirbyggðum vörubílum sem sérstaklega voru gerðir til pessara nota. Wiesenthal upplýsir að fjöldamorðing- inn hafi árum saman verið undir verndarvæng leynilögreglu Chile og hafi jafnvel ekki fengist framseldur í stjórnartíð Allendes forseta. Hundeltir menn Samkvæmt bandarískri skýrslu, sem birt var undir lok síðastliðins árs, var pá vitað meö vissu um 279 fréttamenn sem sátu í fangelsum í samtals 39 löndum. Þetta er nær priðjungí hærri tala en á sama tíma 1977. Argentínskir fréttamenn hafa orðið harðast úti: hvorki meira né minna en sjötíu peirra gista nú fangelsi vegna skrifa sinna. Aðrar pjóðir sem „skara fram úr“ í ofsóknunum: Brazilía (25), Chile (25), Uruguay (17) og Suður-Afríka (15). Said Zahari heitir sá maður sem á lengsta fangelsisvist að baki af öllum peim fréttamönnum sem nú sitja bak við lás og slá. Stjórnvöld í Singapore fangelsuðu hann áriö 1963 eftir að hann haföi skrifaö greinaflokk par sem hann lagðist mjög eindregið gegn sameiningu Singapore og Malasíu. Þá hefur tékkneski blaöamaðurinn Jiri Lederer afleita sögu aö segja af viðskiptum sínum við stjórnvöld á sínum heimaslóðum. Hann var fyrst sviptur frelsi fyrir átta árum og hefur nú verið fangelsaður í priðja sinn pótt hann sé fársjúkur. Sitt Utið af hverju Karlmenn veröa hvergi eins langlífir og í Japan, ef rétt er hermt í tímaritinu „To the Point“. Meðalaldur peirra er 72,69 ár. Meðalaldur japanskra kvenna er hinsvegar 77,05 ár eöa svipað (að sögn tímaritsins) og kynsystra peirra á Norðurlöndum... Eigendur olíuskipa, sem hleypa olíu í sjóinn of nærri Frakklandsströnd eða láta pau sigla nær landinu en stjórnvöld telja æskilegt, eiga nú yfir höföi sér hrikalegar sektir, sem fyrir verstu brot geta numið sem svarar 119 milljónum dollaral Franski dómsmálaráðherrann lét pau boð út ganga á dögunum að stjórnin hefði ákveðiö að tvöfalda allar sektarupphæöír vegna brota í sambandi viö olíuflutninga á sjó... Anatoly Karpov er búinn að gefa Sovéska ípróttasambandinu pá 200.000 dali sem honum hlotnaðist fyrir sigur sinn í heims- meistaraeinvíginu, aö segir í frétt í Izvestia. Blaöið bætir pví við, að heimsmeistarinn hafi „tekið pað upp hjá sjáifum sér“ aö vera svona rausnarlegur ... Stjórnvöld á Taiwan bönnuöu öll veisluhöld og dansleiki yfir hátíðirnar „til pess aö hvetja menn til hófsemi og einfalds lífernis", eins og pað var orðað í hinni opinberu tilkynningu. Þá var forráðamönnum veitingahúsa og næturklúbba líka gert orð að hafa ekki opið lengur en venjulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.