Morgunblaðið - 14.01.1979, Page 1

Morgunblaðið - 14.01.1979, Page 1
48 SÍÐUR 11. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. FYRSTU FLÓTTAMENNIRNIR. Mynd þessi var tekin á landamærum Thailands og Kambódíu er fyrstu flóttamannahóparnir komu frá bardagasvæðunum. Flóttamennirnir segjast vera óbreyttir borgarar en landamæraverðir í Thailandi telja að þeir séu upp til hópa sigraðir hermenn stjórnar Rauðu khmeranna. Símamynd AP íranskeisari hafnaði byltingarboði hersins Khmerar hlaupa á fjöll Bangkok — 13. janúar — AP HER Rauðu khmeranna hraðar sér nú til fjallahéraðanna í norðvestur hluta landsins, en þaðan er talið að stuðningsmenn Pol Pots muni á næstunni reka skæruhcrnað gegn víetnamska innrásarliðinu, sem stöðugt herðir tökin á sva’ðum, sem það hefur á valdi sínu. Areiðanlegar heimildir herma að sovézkir skriðdrekar Víetnama hafi náð borginni Siem Reap og senniiega líka hinum fornu Angkor-muster- um í nágrenni hennar en muster- in eru hin helgustu í gjörvöilu landinu. Samkvæmt sömu heimildum stendur umsátur enn um borgina Battambang og gera Víetnamar harðnandi hríð að henni. Fregnir hafa borizt af því að sigraðar hersveitir Rauðu khmer- anna haldi nú suður á bóginn, í áttina að Cardamon og Fíla- fjöllum, en þar hafa uppreisn- armenn og skæruliðar löngum haldið sig nálægt strönd Síams- flóa. Bardagar geisa nú meðfram landamærum Kambódíu að Thai- landi. Hafa stjórnir ASEAN-ríkj- anna fimm, sem eru hlutlaus, fordæmt innrásina í Kambódíu og segjast ekki munu viðurkenna hina nýju stjórn landsins fyrr en allt erlent herlið sé á brott þaðan. Yfirlýsing ASEAN-stjórnanna er enn harðorðari en búizt var við. Er meðal annars vitnað til heit- strenginga Hanoi-stjórnarinnar um að virða sjálfstæði annarra ríkja og sagt að innrásin í Kambódíu séu svik, sem hljóti að verða til þess að ASEAN-ríkin endurskoði frá grunni afstöðu sína til stjórnar Pham Van Dong forsætisráðherra í Víetnam. Sihanouk prins sagði í um- ræðum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudagskvöld, að það væri rétt hjá Jimmy Carter Bandaríkjaforseta, að stjórn Rauðu khmeranna hefði öllum öðrum fremur brotið mann- réttindi. Teheran, 13. janúar — AP REZA Pahlevi, íranskeisari, hef- ur tjáð hernaðaryfirvöldum í írah, að hann kjósi fremur að fara úr landi en að herinn geri byitingu gegn hinni nýju stjórn, þar sem bylting hersins mundi óhjákvæmilega kosta nýjar blóðs- úthellingar, að því er áreiðanleg- ur heimildarmaður í Teheran skýrði frá í dag. Að sögn hans átti keisarinn fund með æðstu herforingjum fyrr í vikunni, þar sem fram kom tilboð um að herinn, sem telur 430 þúsund manns, tæki til sinna ráða í því augnamiði að keisarinn öðlaðist á ný alræðisvald í landinu. Keisarinn hafnaði þessu og kvaðst vilja leggja sitt af mörkum til að þeirri skálmöld, sem kostað hefur fimmtán hundruð manns lífið, lyki. Náinn samstarfsmaður keisar- ans býst við að samþykkt verði á næstunni að veita keisaranum fjarvistarleyfi og leyfi frá opinber- um skyldum um óákveðinn tíma, og í Teheran er nú orðrómur um að Túnisborg, 13. jan. — Reuter. FJÓRIR flugræningjar, sem í gær rændu Boeng-727-farþegaþotu frá Tunis-Air flugfélaginu, gáfust upp í dag á flugvelli Tripoliborgar í hafinn sé undirbúningur að brott- fcr keisarafjölskyldunnar til Bandaríkjanna, þar sem hún muni dveljast á næstunni. Búizt er við að eftir helgi greiði þingið atkvæði um traustsyfirlýs- ingu á stjórn Shahpour Bakhtiars. Nokkuð var um mótmælaaðgerðir í Teheran í morgun, en ástand var þó tiltölulega rólegt miðað við það sem verið hefur. Libýu. Áður höfðu þeir látið farþegana, 75 að tölu, og átta manna áhöfn þotunnar lausa. Þotan var á leið frá Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi til eyjunnar Djérba undan strönd Líbýu, með viðkomu í Túnisborg. Meðal farþega voru 25 Vestur-Þjóðverjar, hinir voru flestir frá Túnis. Skömmu eftir flugtak frá Túnisborg yfirtóku ræningjarnir fjórir þotuna, og kröfð- ust þess að fyrrum utanríkisráð- herra Túnis og þarlendur verkalýðs- leiðtogi yrðu látnir lausir úr fang- elsi. Ekki var gengið að kröfum ræningjanna. I fyrstu ætluðu ræningjarnir að neyða flugstjórann til að lenda á eynni Möltu, en þegar ekki fékkst lendingarleyfi þar, var haldið til Líbýu, og lent á flugvellinum við Tripolis. Misheppnuð árás Tel Aviv, 13. jan. — AP. ÞRÍR palestínskir skæruliðar réð- ust f dögun f morgun á gistiheimili f borginni Maariv í Norður-ísrael, tóku þar nokkra gfsla og kröfðust þess að yfirvöld í ísrael létu lausa fanga, sem þar eru í haldi. Israelskir hermenn réðust til atlögu við skæruliðana og felldu alla þrjá. Einn ísraeli féll í átökunum, og fimm særðust, enginn hættulega, að sögn. Samtökin „Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu" skýrðu frá því í Damaskus í dag að þau hefðu skipulagt árásina. Ljóðalestri Jevtúsjenkos aflýst í sovézka sjónvarpinu Moskvu — 13. janúar — AP. SERGEI G. Lapin. formaður útvarpsráðs í Sovétríkjunum. hefur „persónulega“ hannað útsendingu á tveggja tíma dagskrá með ljóðalestri skáldsins fræga, Evgení Jevtúsjenko. Auk þess hefur útvarpsráðsformaðurinn kraf- izt þess, að upplag nýjustu ljóðabókar Jevtúsjenkos verði gert upptækt. en í þeirri bók birtist ljóð það, sem er tilefni málsins. Lapin segir, að ljóðið „Vind- ur morgundagsins“ sé niður- lægjandi og móðgandi fyrir sovézka sjónvarpið, alla starfs- menn þess og áhorfendur. en einkum eru það eftirfarandi Ifnur, sem komið hafa slfku róti á tilfinningar útvarpsráðsformannsinsi „Vindur dregur öll þessi berg- numdu fífl, konur og karla. frá klístruðum sjónvarpsskján- um og þræöir þau f einni hviðu upp á'Ostankino-turninn undur- samlega. eins og á tein.“ Ostankino-turninn er 533 metra hár sjónvarpsturn í Evgení Jevtúsjenko. norðurhluta Moskvu, og er hann loftnet fyrir sjónvarpsút- sendingar um gjörvöll Sovét- ríkin. Sjónvarpsdagskráin var tek- in upp í septembermánuði, en hin nýja bók Jevtúsjenkos, „Morgunfólk", kom út í desem- ber og hafa þegar selzt 130 þúsund eintök af henni í Moskvu, þannig að óraunhæft er að gera upplagið upptækt úr þessu. Lapin hefur verið for- maður útvarpsráðs Sovétríkj- anna í níu ár. Hann á sæti í miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins, og var áður forstöðumaður hinnar opinberu fréttastofu í Sovét- ríkjunum, Tass. Jevtúsjenko vill ekkert láta hafa eftir sér um mál þetta, en bók hans, sem upphaflega kostaði 1.20 rúblur, gengur nú kaupum og sölum á svörtum markaði fyrir 25 rúblur. Kosningar á Grænlandi: Fullvíst talið að heima- stjórn verði samþykkt Kaupmannahöfn, 13. jan. — Reuter. ÍBÚAR Grænlands, stærstu eyju veraldar, ganga til kosninga í næstu viku, þar sem þeir greiða atkvæði um það hvort þeir vilja fá heimastjórn. íbúar Grænlands eru um 50 þúsund, og á miðvikudaginn, 17. janúar, verður þjóðaratkvæða- greiðsla þar í landi um samþykkt danska þjóðþingsins frá því í nóvember í fyrra varðandi heimastjórn. Ef úrslit kosninganna verða þau, að Grænlendingar kjósa heimastjórn, verður efnt til þingkosninga þar í apríl, en samkvæmt ákvörðun danska þingsins á heimastjórnin að taka við 1. maí. Þingið hefur þá aðsetur í Godthaab. Grænland, sem er 2.175.600 ferkílómetrar, var dönsk nýlenda frá 1721 til 1953, en þá varð Grænland hluti af Danmörku. Samkvæmt frum- varpinu um heimastjórn eiga Grænlendingar sjálfir að ráða eigin málum frá árinu 1981, og færast þá til væntanlegs þings yfirráð yfir kirkjumálum, tryggingarmálum, atvinnu- og menntamálum, skatta- og tollamálum ofl. Þá er einnig gert ráð fyrir því í samþykkt danska þingsins að Grænlendingar yfirtaki konungsverzl- unina dönsku og sjái sjálfir um framleiðslu og sölu á afurðum fiskiðnaðarins og selveiða. Gert er ráð fyrir að kosin verði fjögurra manna ríkisstjórn og þing, þar sem situr 21 þingmaður, kosinn til fjögurra ára. Danir fara hins vegar áfram með stjórnarskrár- og dómsmál, utanríkis- mál, varnarmál og auðlindamál. Verði heimastjórn samþykkt, er gert ráð fyrir því að tungumál Eskimóa verði ráðandi í opinberum skjölum í stað dönskunnar, sem nú er. Þá tekur sérstakur fulltrúi dönsku krúnunnar við embætti í stað landshöfðingja Dana. Ef heimastjórn verður samþykkt, sem talið er fullvíst, fá Grænlendingar áfram tvo fulltrúa í danska þjóðþinginu, á sama hátt og Færeyingar. Eitt fyrsta málið, sem heimastjórnin fær til afgreiðslu, er aðild Grænlands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Grænland varð aðili að bandalaginu árið 1973 þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi þar sem aðildinni var hafnað með miklum meirihluta atkvæða. Flugræningiar gefast upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.