Morgunblaðið - 14.01.1979, Page 7

Morgunblaðið - 14.01.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 7 Skoöum mynd, sem eitt guöspjallanna geymir: Á veiku fleyi sigla menn og ekki kyrran lognsæ, því aö ofsarok er óvænt skoll- iö á. Það ískrar og marrar í boröviöum bátsins veika. Hver af öðrum rísa öldu- faldar hærri og hærri eins og geigvænir hrammar muni færa bátinn í kaf. Skipverjar eru vanir að glíma viö öldurót Genes- aretvatnsins, því aö þar hafa sumir skipverjar alið aldur sinn hálfan, en nú er þeim geigur því aö brattari bárur hafa þeir naumast þurft aö etja afli við, og næturmyrkriö gerir ferö- ina enn hættulegri. Úti á þessu mikla vatni er langt til lands, og djúp þess geyma margar líkamsleifar fiskimanna úr þorpunum umhverfis vatniö. í skutnum liggur maöur, sem sefur. Áhyggjulaus hvílir hann höfuö á segl- dúk og sefur rólega meö- an öldurnar kasta bátnum milli sín líkt og barnshend- ur léttu leikfangi. Hér er friöur, hér er rósemi. Gegn um svefninn heyrir hann öskriö í öldurótinu og þó er sál hans þrungin slíkum friöi, aö ekkert haggar trausti hans á þaö, aö hin veika súö, vinir hans og sjálfur hann séu undir æðri vernd svo aö öllu sé borgiö, eKkert aö óttast, öllu óhætt. Er ekki eitthvaö ósegj- anlega töfrandi, ósegjan- lega eftirsóknarvert í þessari mynd, éitthvað, sem hver einasta manns- sál þráir, eitthvað sem viö erum vitandi eöa óvitandi alla ævi aö leita aö, en erfitt er aö finna. Hvar er þennan friö að finna? Hverjir hafa fundiö hann? Margir dá rósemi heim- spekingsins, og víst getur hún veriö aðdáunar verö, ekki sízt hugarró og sjálfs- stjórn sumra hinna fornu heimspekinga. En óneit- anlega hefur leiö þeirra reynst fáum fær og megn- ið af hugsanakerfum heimspekinnar gerir til iökandans kröfur, sem fæstir geta risiö undir. Þá eru líka mörg heimspeki- kerfi ekki til þess fallin aö rækta rósemi hugans. Mér koma þá í hug sum heim- spekikerfi nútímans, ekki sízt „exentialisminn". Aörir hafa leitaö rósemi hugans og fundið hana með því aö sökkva sér niöur t nautn fagurra lista. Ekki skal þaö dregið í efa, aö á þeim leiöum hafi margir fundiö sál sjnni fullnægju og friö, rósemi gagnvart margskonar andstreymi. En ekki er þaö markmiö allrar listar aö auka mönnum hugarró og sálarfriö, enda fjarri því aö vera æskilegt. Listin rekur menn oft út í storm- inn og á aö gera þaö og vekja menn af svefni, arró kenna þeim aö lifa þrautir og þjáningar samtíöarinn- ar. Hrópandinn í eyði- mörkinni er velgeröa- maður samtíöar sinnar, og þar hafa margir hinna stóru listamanna unniö hiö þarfasta verk þótt verk þeirra leiöi þá, sem njóta, ekki til hugarrósemi eöa sálarfriöar. Þau verömæti veita þó í ríkum mæli mörg verk hinnar „fögru listar". Þaö hef ég hvergi séö eins og meöan ég átti dvöl í Benediktsmunka- klaustrinu í hinu yndis- fagra Beuron, þar sem jafnvel krossfestingar- myndir málarans Verkade og annarra málaramunka í klaustrinu önduöu unaös- legum friöi aö hverjum þeim, sem málverkin skoöuöu og íhuguðu. Og loks hafa menn leitaö róseminnar og sál- arfriöarins á leiöum trúar- bragöanna. Langflestir hafa fundiö hann þar, enda aöaimarkmiö allra hinna meiriháttar trúar- bragöa aö vísa mönnum þann veg og veita sálar- friö, öryggi, rósemi and- spænis þeim örlögum, sem erfiöust veröa á vegi mannsins. Hann hafa óteljandi mannssálir fundiö á veg- um austrænna trúar- bragöa Asíumanna og trú- speki þeirra, sérstaklega í trúarheimi Indverja og kenningum Laotses, hins fornkínverka spekings og mikla hugsuðar. Þau trúarbrögö og trú- speki beinast mest aö dultrú, „mystík", íhugunar- lífi og innlifun í háleit andleg sannindi og stefna hæst að dulæðri, mý- stískri einingu viö guö- dóminn sjálfan. Enduróm þeirrar tegundar trúar- reynslu austrænnar trúar má þegar finna í þeim oröum, sem Jóhannesar- guöspjall leggur Jesú í munn um aldamótin 100: „Ég og faðirinn erum eitt.“ Á þessum leiöum hafa austrænir menn margir sál- fundiö djúpa hugarrósemi og sálarfrið. Hin austræna dultrú var um og fyrir upptök kristin- dóms oröin mjög útbreidd um grísk-rómverska heim- inn og áhrif frá henni bárust mjög snemma inn í kristindóminn, og hámarki sínu náöu þau í miöalda- kristninni, einkum innan klaustranna, eins og aug- Ijóst er af guörækniritum hinna merkustu höfunda, eins og heil. Teresu, spænsku vitrananunnunn- ar, einnar gáfuöustu konu sinnar aldar, Henriks Suso, Jakobs Böhme o.fl. o.fl. í íslenzkum trúarbók- menntum frá þessum öld- um má furðulítil áhrif greina frá þessum merku höfundum og stefnu þeirra, sem skapaði þó ein fegurstu blómin á akri trúarlegra bókmennta margra alda í rómverskum siö. í vestrænum heimi hefur kristindómurinn veitt ótelj- andi mönnum þessa svöl- un, þessa sálarró, og þó ekki meö sama hætti og Asíutrúarbrögðin og trú- speki þeirra. En rúm mitt er á þrotum að þessu sinni, svo aö því máli verö ég aö fá aö gera nokkur skil í næstu sunnudags- grein minni. Sálarfriður Ferðasknfstofan fariö meö Útsýn Ódýr tilbreyting í skammdeginu.^ Helgarferöir til Kaupmanna- hafnar Frá föstudegi til mánudags Brottfttr: 19. janúar, 16. febrúar, 9. marz og 30. marz Verð frá kr. 89.300.000 Innifaliö flug, flugvallar- skattur, gisting með morgunverði. Einnig getum viö boöiö sérstakt verö á SAS Royal hóteli. Innifaliö morgunveröur, þríréttaöur kvöldveröur á laugardeginum og á sunnudeginum er tvíréttaöur hádeg- isveröur. Verö frá kr. 113.300.00 Austurstræti 17, símar 26611 og 20100. ELDAVÉLAR • ÍSSKÁPAR FRYSTISKÁPAR • VIFTUR UPPÞVOTTAVÉLAR • ÞVOTTAVÉLAR RYKSUGUR FRYSTIKISTUR ínnréttíngaYal hf . 5 ' Elektro gfl Helios Traust heimilistæki ^^4 Lítid barn hefur _lí' lítið sjónsvid

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.