Morgunblaðið - 14.01.1979, Síða 33

Morgunblaðið - 14.01.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 33 Sjötug; Lilja Pálsdóttir fv. prófastsfrú Akranesi Fyrir fjöldamörgum árum rakst ég á stutta grdin í gömlu Kirkju- riti, sem mér fannst mjög merkL leg og ég hef eigi gleymt síðan. I greininni, sem reyndar er einka- bréf til þáverandi ritstjóra Kirkju- ritsins, er frá því sagt, að prestsfrúin í Holti undir Eyjafjöll- um hafi fengið undursamlega lækningu fyrir hjálp æðri máttar. Hún hafði verið haldin af ill- kynjaðri meinsemd og töldu lækn- ar, að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Hún var þá rúmlega þrítug og átti stóran hóp ungra barna. Þá sem endranær sneru hjónin sér í einlægri bæn til Guðs, enda líf þeirra og hamingja reist á eilífðarmætti trúar og bænar. Og bæn þeirra var heyrð á svo undursamlegan hátt, að það verð- ur ekki útskýrt með mannlegum rökum. Líknarhendur í þjónustu Drottins lífsins og kærleikans læknuðu meinin til fulls. Þessi ágæta kona, frú Lilja Pálsdóttir, verður sjötug á morg- un. Og þegar ég nú minnist afmælis hennar fáeinum orðum, er mér þessi gamla grein ofarlega í huga, enda varpar hún skýru ljósi á lífsskoðun og lífstrú þeirrar konu, sem nú er að ganga sín fyrstu spor inn í áttunda tug ævinnar. Þau spor verða gengin í bæn og öruggu trausti á hand- leiðslu Guðs. Jónína Lilja Pálsdóttir er fædd á Ísafirði hinn 15. janúar árið 1909. Foreldrar hennar voru hjón- in: Páll Einarsson, skipasmiður, og Pálína Jónsdóttir, sem bæði voru ættuð af Suðurnesjum. Kornung fluttist Lilja með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og ólst þar upp. Hún var aðeins fimm ára gömul, er faðir hennar fórst. Þá fóru í hönd erfið ár, fátæktin var mikil, en trúin máttug, viljinn sterkur og vonin heið og björt. Á unglingsár- unum þurfti Lilja að leggja hart að sér og vinna erfiðisvinnu, meðal annars vann hún á netageröar- verkstæði, sem mun hafa verið fátítt með stúlkur á þeim tíma. Árið 1930 urðu hamingjuríkustu og þýðingarmestu hvörfin í lífi frú Lilju, er hún hinn 18. október það ár giftist Jóni M. Guðjónssyni, er þá var við nám í Guðfræðideild Háskóla Islands. Hann lauk em- bættisprófi þremur árum síðar, og fluttust þau hjónin þá til Akra- ness, þar sem séra Jón var aðstoðarprestur í eitt ár. Árið 1934 fékk hann veitingu fyrir Holtsprestakalli undir Eyjafjöll- um. I Holti var heimili þeirra hjónanna í tólf ár, eða til ársins 1946, er séra Jón fékk veitingu fyrir Garðaprestakalli á Akranesi og þjónaði því óslitið síðan, þar til hann fyrir fjórum árum fékk lausn frá embætti sakir aldurs, og hafði þá jafnframt verið prófastur um skeið. Það er alkunna, að séra Jón var góður, vinsæll og vel metinn sóknarprestur, sem allir hafa elskað og dáð. Stóran og ómetan- legan þátt í starfi hans og hamingju á frú Lilja. Hún hefur verið honum hin styrka stoð og sanni lífsförunautur, hinn fórn- fúsi, bjarti oggóði geisli í lífi hans. Það hefur verið sagt, að íslenzkir prestar ættu það sameiginlegt, hvað þeir væru vel kvæntir. Það orð hafa sannazt á vini mínum séra Jóni, svo frábær sem konan hefur reynzt honum í öllum hlutum. Starf prestskonunnar er í senn fjölþætt,.erfitt og mikilvægt, og til hennar eru að jafnaði gerðar miklar kröfur. Prestskonan er ekki aðeins móðir og húsmóðir á sínu einkaheimili, heldur einnig oft á tíðum nokkurs konar forstöðukona safnaðarheimilis, rausnar- og menningarheimilis, þar sem marg- ir koma, um marga þarf að hugsa og mörgum gott að gjöra. Góð prestskona er einnig sálusorgari manns síns, nánasti ráðgjafi hans og reynir í hvívetna að styðja hann í starfinu, þjóna með honum og byggja hann upp. Þetta hlutverk hefur frú Lilja skilið mjög vel og verið næm á nauðsyn og mikilvægi þeirra samskipta, sem sóknar- börnin þurfa að hafa við heimili prestsins. Prestsheimilið, sem hún hefur prýtt og búið, hefur verið einstaklega fallegt, listrænt og hlýtt, sannkallaður unaðsreitur, þar sem allir, ekki sízt þeir sem gengu sorgarsporin að húsi prests- ins, hafa fundið andblæ umhyggju r og kærleika, fórnfýsi og fegurðar, þegar dyrum var lokið upp. Frú Lilja hefur látið sér mjög annt um starf manns síns og lagt kirkjunni öflugt lið. Um 30 ára skeið var hún formaður kirkju- nefndar kvenna á Akranesi. Hafa þær konurnar lagt sig mjög fram um að fegra og prýða Akranes- kirkju, eins og kirkjan ber glöggt vitni um. Frú Lilja er kona mjög fórnfús og óeigingjörn, gjöful og góðviljuð. Þess hafa margir notið og standa í mikilli þakkarskuld við hana. En stærst og mest hefur hún verið heimili sínu, manni sínum og börnum og öllum stóra ástvina- hópnum. Þau hjónin eignuðust ellefu börn. Elzta barnið misstu þau nýfætt, en hin tíu eru á lífi. Þau hafa fundið það og notið þess, að þau eiga mikla og göfuga móður. Frú Lilja Pálsdóttir er göfug og glæsileg kona bæði í sjón og raun. Yfir svip hennar og framkomu er í senn tiginmannleg glæsimennska, kvenleg fegurð, hógværð og auð- mýkt. Hjá henni sameinast höfðingleg auðmýkt og göfug- mannleg reisn. Eftir að séra Jón lét af embætti og þau hjónin fluttust frá Kirkju- hvoli, hafa þau átt heimili í nýju og glæsilegu húsi að Bjarkargrund 31 á Akranesi. Heimili þeirra er óvenju fagurt og glæsilegt og nýtur í ríkum mæli alúðar, um- hyggju og fórnfýsi hinnar mikil- hæfu og ágætu húsmóður. Enn sem fyrr er heimili þeirra unaðs- reitur, þar sem yndi er að koma, allt geislar af góðvild og fegurð og vitnar um fágætlega listrænan smekk og óvenju næmt fegurðar- skyn þeirra hjónanna beggja. Á þessum tímamótum í ævi frú Lilju færum við hjónin henni okkar innilegustu hamingju- og blessunaróskir, þökkum vináttu og góðvild þeirra hjónanna á liðnum árum og biðjum þeim blessunar Guðs um framtíð alla. Við biðjum þess, að sá Drottinn lífsins og þær líknarhendur, sem vitjuðu prests- frúarinnar í Holti forðum daga, megi leiða þessi göfugu hjón og góðu vini okkar um ókomin æviár. (Frú Lilja verður að heiman á afmælisdaginn). Jón Einarsson, Saurbæ. Ertu ekki búinn ad finna þaðennþá? oo °° stu verið slæmt að týna kvittun.. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þarf til að skipuleggja heimilisbók- haldið, — möppur, geymslubindi, tímaritagáma, gatara, límmiða, teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þú þarft til að finna þína eigin pappíra á augabragði. Komdu og finndu okkur í Hallarmúla! cniin HALLARMÚL A 2 M* -Sfc Lítið barn hef ur lítið sjónsvið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.