Morgunblaðið - 14.01.1979, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979
Vl«>
MORö’dh/-
RArr/NO
(Or^L-.
GRAISTI GÖSLARI
Kk skal segja yður læknir, að
það veldur mér áhyggjum hvað
það er orðið eríitt íyrir mig að
halda á einkaritaranum mín-
um.
Þetta markar tímamót í heimssögunni.
Tæmdu úr peninKaskúffunum í
pokann hér, annars senri ég
konunni þinni að þú haíir
fengið óvænt launahækkun.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í keppnisbridge verða allir að
hlita ákveðnum reglum og siðum
svo allir eigi sömu möguleika til
að ná eðlilegum og sanngjörnum
árangri. Komi fyrir óeðlileg atvik
er keppnisstjóranum gert viðvart
en hlutverk hans og skylda er að
tryggja eðlilegan gang spilsins
og dæma í anda og eftir bókstaf
keppnislaganna.
En það getur verið erfitt.
Norður gaf, allir á.
Norður S. Á H. K6 T. 753 L. ÁDG9832
Vestur Austur
S. G986 s. 10542
H. G5 H. Á109742
T. Á986 T. KG2
L. K76 L. -
COSPER
Við ætlum að borga. — Hver íyrir sig!
Barnaárið
Það hefur nýlega komið fram í
fréttum að tugir milljóna barna
lifa við aðstæður, sem ekki upp-
fylla lágmarksskilyrði hvað snert-
ir viðurværi og menntun.
Hungursneyð er í Eþíópíu og í
ríkjunum sunnan Sahara brytjar
skorturinn niður börn og full-
orðna. I könnunum sem gerðar
hafa verið á vegum Sameinuðu
þjóðanna hefur komið fram að
þriðja hvert barn sem fæðist í
þennan heim deyr innan fimm ára
aldurs af völdum hungurs og
hörgulsjúkdóma. Það er vel við
hæfi í upphafi alþjóðaárs barnsins
að athuga þessar staðreyndir
nánar.
Sennilega er flestum ljóst að
engar umtalsverðar breytingar
verða á högum barna á því ári,
sem í hönd fer, að óbreyttu
pólitísku og menningarlegu
andrúmslofti í heiminum. Hin
ójafna og rangláta skipting lífs-
gæðanna vekur líka ýmsar gamal-
kunnar spurningar. Hvað veldur
því til dæmis að þjóðir vestursins,
sem leggja svo ríka áherslu á
félagslegar umbætur og samhjálp
hjá sjálfum sér, skuli halda að sér
höndum meðan milljónir með-
bræðra þeirra svelta í hel svo að
segja á þröskuldinum hjá þeim?
Hvað kemur í veg fyrir róttækar
og tafarlausar aðgerðir til að forða
þessum ægilega harmleik? Hér
skiptir ekki lengur máli hver á
mesta sök eða ber þyngsta ábyrgð.
Meðan ekkert er aðhafst, eru allir
samsekir og samábyrgir, sem á
annað borð geta hjálpað. Fram-
búðarlausnin er ekki í því fólgin að
senda mat og peninga til hinna
nauðstöddu þjóða, þótt öll slík
líknarviðleitni sé virðingarverð.
Eina lausnin er sú, að gera þeim
kleift með markvissri menntun og
tækniaðstoð að nýta til fulls þau
landsgæði, sem fyrir hendi eru;
hjálpa þeim til sjálfshjálpar og
viðunandi afkomu í landi sínu. Allt
er þetta kunnugra en frá þurfi að
segja. En af hverju sýna hinar
ríku þjóðir heims þá ekki þessa
eðlilegu og sjálfsögðu mannúð?
Ef þessi mál eru athuguð
hlutlaust þá blasir ætíð við sú
grundvallarstaðreynd, að ekkert
verður gert til frambúðarúrlausn-
ar þessum og öðrum vanda, sem
heimurinn stendur andspænis,
nema og þangað til þjóðir heims-
ins ráðast gegn honum í
sameiningu. Sundrað mannkyn er
einskis megnugt. Þjóð, sem er
sjálfri sér sundurþykk, getur ekki
einu sinni byrjað að fást við sín
eigin vandamál, hvað þá annarra.
Sameinað mannkyn, þ.e. þjóðir,
sem hafa tekið höndum saman í
pólitísku og menningarlegu banda-
lagi (sbr. bandalag ríkjanna í
N-Ameríku á síðustu öld) geta
hins vegar barist kröftuglega gegn
hungri og fáfræði og mannlegri
eymd og unnið frækilegan sigur.
En þjóðir, sem eru önnum kafnar
við það eitt að gæta eigin hags-
muna, raunverulegra og ímynd-
aðra, geta lítið annað gert en rétta
hinu nauðlíðandi fólki mola af
borðum sinum annað kastið.
Spurningin er í rauninni þessi:
Hvenær munu stjórnmálamenn
skilja að hagsmunir einnar þjóðar
eru hagsmunir allra? Hvað kemur
í veg fyrir að þeir viðurkenna í
verki þá staðreynd, að aðeins ein
fjölskylda byggir þessa jarðar-
kringlu, ekki margar, og að
Suður
S. KD73
H. D83
T. D104
L. 1054
Spil þetta kom fyrir í leik milli
Bandaríkjanna og Ítalíu fyrir
nokkrum árum. ítalinn Belladonna
var með spil norðurs og varð
sagnhafi í þrem gröndum.
Hann var heppinn með útspilið
þegar austur lagði hjartatiuna á
borðið. Vestur lét gosann og
Belladonna fékk slaginn. Hann hóf
sókn sína í laufinu, tók á ásinn og
vestur tók síðan drottninguna með
kóng og spilaði hjarta. Belladonna
hefur sjálfsagt verið annars hugar
en hann lét þá tígulþristinn,
austur níuna og drottningin tók
slaginn — í bili. Suður spurði þá
Belladonna hvort hann ætti ekki
hjarta (lögmæt spurning) og
Belladonna fann þá strax sexuna.
„Keppnisstjóri“!
Þetta urðu dýr litarsvik. Lögin
segja, að við leiðréttingu litarsvika
megi saklausa hliðin taka upp á
hendurnar spil, sem látin hafa
verið en sagnhafi tekur spil sitt
upp á höndina og fylgir lit eðlilega.
En spil, sem látið hefur verið frá
blindum skal kyrrt liggja.
Austur tók því níuna, lét ásinn í
staðinn og slagurinn varð hans.
Sennilega hefur Belladonna tekið
þetta nærri sér og gert einhverja
vitleysu því sagan segir, að hann
hafi fengið aðeins þrjá slagi!
„Fjólur — mín Ijúfa"
Framhaldssaga eftir Else Fischer
\
Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi
33 ,
greinir höíðu orðið milli
Hermans og tryggingafélags-
ins ... þegar hann dró kæruna
tii baka ... ef hann haíði gert
það.
Susanne smeygði peysunni
yfir höfuð sér og sparkaði af
sér blautum skónum.
— Víst hafði það verið
sorglegt með þennan þjófnað,
en hálf var þetta nú Guðrúnar
írá Lundilegt. sagan um ljóta
vonda soninn. sem hafði orðið
góður og vinina tvo sem
varðveitt höfðu vináttu sína
gegnum þykkt og þunnt ... Ef
það var svo eftir alit saman
kannski cinhver kunningi
sonarins sem hafði slegið hana
niður var vísast bezt að gleyma
því snarlega því að gamli
íæknirinn hafði mæðzt í nógu
mörgu.
8. kafli
— Hvernig væri að fá sér
sígarettu og kjafta saman áur
en kallað verður á okkur f
tedrykkjuna?
— Það lízt mér bærilega á.
Fáðu þér sæti. ég er að verða
tilhúin.
Susanne hallaðist upp að
speglinum meðan hún var að
snyrta sig. Hún átti eríitt með
að leyna því að það fór í
taugarnar á henni að Lydia
skyldi umsvifalaust koma inn í
herbergi hcnnar, meira að
segja án þess að berja að dyrum
en þegar hún skynjaði að Lydia
hafði ekki hugsað sér að fá sér
sæti. sneri hún sér að henni ögn
vinsamlegri og benti henni að
láta fara vel um sig.
— Nci, komdu frekar yfir til
mín.
Lydia leit óróleg um öxl eins
og hún óttaðist að cinhver lægi
á hleri. — Það er rólegra inni
hjá mér.-
Eins og Lydia sjálf var
herbergi hennar snyrtilegt,
næstum úr hófi. en ákaflega
smekklegt og allt svo skínandi
hreint. Susanne dáðist að
spegli á einum veggnum og
horfði með hrifningu á
rammann um hann.
— Þegar þú ert búin að dást
nægju þina geturðu kannski
fengið þér sígarettu.
Rödd Lydiu var skjálfandi og
allt að því torkennileg.
Susanne lét fallast allt að því
sakhitin f einn hægindastól-
anna. Sem hún kveikti á
eldspýtunni horfði hún í áttina
til Lydiu sem arkaði mjög
óróleg fram og aftur um gólfið.
Það þurfti ekki mikla skynsemi
til að sjá að það var citthvað
meira en litið sem amaði að
þessari frænku Martins.
Kvöldið áður hafði hún komið
svo fyrir sjónir sem hún væri
allt að þvi fullkomin í klæða-
burði og útliti og framkomu, en
nú var sem allt væri með öðrum
hrag. Hún átti meira að segja
erfitt með að sýna einföldustu
kurteisi. Ef aðeins var litið
snöggt á hana mátti kannski
segja að hún væri glæsileg í
útliti, en þegar betur var að
gáð var eitthvað meira en lítið
breytt í fari hennar og ekkert
gat dulið baugana undir aug-
um og áhyggjuhrukkur á
enninu.
— Þú skiiur sjálfsagt ekki af
hverju ég vildi tala við þig, hóf
Lydia máls og saug sígarettuna
f ákafa.
— Ég veit það ekki. Það er
alltaf notalegt aö fólk spjalli
saman.
Susanne teygði sig eftir
öskubakkanum og lcit
spyrjandi á konuna. Á því lék
enginn vafi að Lydiu lá
eitthvað alveg sérstakt á hjarta
og hún átti í miklum örðugleik-
um með að stynja því upp.
— Þetta var alveg hræðilegt
— þetta slys Einars Einarsen,
byrjaði hún loks og snarþagn-
aði síðan. Ilún horfði í gaupnir
sér, svo reis hún enn upp og
náði sér nú í aseton og byrjaði
að fjarlægja lakkið af nöglum
sér. Ilún virtist gera það
annars hugar, en hún gerði það
samt, svo að ekki var hún alveg
úti að aka. hugsaði Susanne.
— Ég þekkti hann ekki