Morgunblaðið - 14.01.1979, Síða 45

Morgunblaðið - 14.01.1979, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ‘f nit sérhver meðlimur hennar á alla velferð sína undir einlægu og undirhyggjulausu samstarfi við hina? Fjöldi vísindamanna og stjórnvitringa hefur lýst því yfir, að aðeins sameining mannkyns undir einni alþjóðlegri stjórn geti forðað tortímingu mikils þorra jarðarbúa. En hún mun vissulega gera meira en það — öll eining játast hinum björtu og lífvænlegu eiginleikum mannsins og eflir þrótt samfélagsins. Eining og samlyndi er sjálft inntak lífsins — sundrung er í eðli sínu fjandsam- leg lífinu. Sú viðleitni til einingar, sem sýnd hefur verið á Vestur- löndum, beinist að því að tryggja hagsmuni einstakra þjóðahópa en hefur lítið sem ekkert gildi fyrir fjölskyldu mannsins í heild. Sönn einingarviðleitni afmáir allan greinarmun manna á grundvelli litarháttar og þjóðernis, trúar og stéttar. Þegar þetta sjónarmið verður ríkjandi í afstöðu Vestur- landa til umheimsins getur fyrst orðið breyting til batnaðar á högum mannkynsins. Mörgum þykir sjálfsagt hugmyndin um sameinað mannkyn fjarstæðu- kennd í meira lagi, en þeir eru þó til sem álíta að áður en langt um líður muni hún þykja jafn sjálf- sögð og okkur þykir nú efnahags- leg sameining V-Evrópu. Schopenhauer hafði eitt sinn þau orð um sannleikann, að hann yrði að ganga í gegnum þrjú stig áður en hann hlyti almenna viðurkenn- ingu. Á fyrsta stiginu sætir hann aðhlátri, á öðru mætir hann andstöðu og á hinu þriðja þykir hann augljós og sjálfsagður. Eðvarð T. Jónsson. Þessir hringdu . . . • Furðuleg vinnu- brögð við snjómokstur íbúi við Laufásveg hafði samband við Velvakanda og kvaðst ekki geta orða bundizt yfir þeim furðulegu vinnubrögðum, sem þar hefðu verið við ruðning á snjó af gangstéttum. Þangað hefði verið komið með litla ýtu og hún rutt af gangstéttinni öðru megin götunn- ar, en svo hefði komið að því að bíl hefði verið lagt þannig upp á gangstéttarbrún að ýtunni varð ekki komið þar framhjá. Þetta reyndist þó ýtustjóranum ekkert vandamál, hann fór sömu leið og hann kom, hélt yfir á næstu götu og hefur ekki sést síðan á Laufásveginum (þótt vandræða- bíllinn sé löngu horfinn). En það sem verra er, hann skildi eftir stóran skafl þvert yfir gangbraut- ina, og yfir hann komast ekki nema fótfimir menn. • Að klofa yfir Þeir, sem lögðu inn á þessa „blindgötu" urðu því annað hvort að halda sömu leið til baka (eins og ýtan) eða klofa yfir ruðninginn, sem myndast hafði við gang- Ný sending af peysum vestum og tvískiptum kjólum frá franska fyrirtækinu Ted Lapidus Einkaumboð í prjónafatnaði frá Ted Lapidus á íslandi. stéttarbrúnina og út á götuna. Það sakar kannski ekki að geta þess að þessi umræddi gangstéttarskafl er fyrir utan bústað brezka sendi- herrans í Reykjavík. • Verksvit? „Mig langar að minnast á annað í þessu sambandi," sagði viðmælandi Velvakanda. „Sýnilegt er að aðeins hefur átt að ryðja gangstéttina öðrum megin Laufás- vegar og ætti það ef til vill að. nægja. En hvers vegna var byrjað að ryðja þá gangstétt, þar sem bílum er ætlað að leggja? Á gangstéttinni hinum megin göt- unnar var örugglega engin hindr- un. Auk þess þrengir ruðningur- inn, sem myndast á gangstéttar- brún og/eða rennusteini, að bílun- um og þrýstir þeim lengra út á götuna. Hver þessu stjórnar veit ég ekki, en það gerir enginn betur en hann hefur verksvit til.“ % % Hátúni 4A, Norðurveri, Sími17744. S^5 SlGCA V/öGA £ iiLVE&4U \WM\I vlJ/ VÍONOV'/ &'srtöl £R 49 6W4 vtf/6 mÁLm fca í)t6J0Vl 7vot \ GÁR MA\IN EFM 9É ÖT/ OAtívlÓS OG V)E/M72)9/ 49 VA A V£17z\U64NA v/E/WAR^ wL—Jf mtalwm w*mo rwo VSL A9 VloH'bK- gðkAST Wir\M 09P Oé irmL m ''MSÉÍk PP>mvm rwm ^agt 'otRTtf) M w/?i «

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.