Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 24. tbl. 66. árg. ÞRIÐUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter náðar Patty Hearst Washington, 29. janúar. Reuter. CARTER forseti fyrirskipaði í dag að ungfrú Patricia Hearst skyldi látin laus úr fangelsi og varð þar með við beiðni henn- ar um styttingu á sjö ára fangelsisdómi fyrir vopnað rán. Dómsmálaráðuneytið sagði í tilkynningu að ungfrú Hearst yrði sleppt á fimmtudag. Nú getur hún látið verða af áform- um um að giftast fyrrverandi lífverði sínum, Bernard Shaw. Rœðir við leiðtoga TUC London, 29. janúar. Reuter. AP. JAMES Callaghan forsætisráð- herra átti í dag fund með 40 leiðtogum verkalýðssambands- ins „TUC“ og skoraði á þá að binda enda á vinnudeilurnar í Bretlandi og bjarga Verka- mannaflokknum. Edward Heath, leiðtogi Íhalds- flokksins, talaði í meiriháttar ræðu í Glasgow um þá hættu, sem Bretar stæðu andspænis, að meiri frekja, kröfuharka og ýtni settu mót sitt á þjóðfélagið. Samkvæmt skoðanakönnun BBC í dag telja 85% Breta verka- lýðsfélög of áhrifamikil, 70% telja verkalýðsfélögin ekki geta stjórnað félögum sínum og yfir- gnæfandi meirihluti telur verk- föllin nú óréttlætanleg. Merlyn Rees innanlandsmála- ráðherra sagði að framleiðsla í brezkum verksmiðjum, hefði minnkað í 85% og 250.000 verka- mönnum hefði verið sagt upp. „Þetta er dagur sátta” sagði Carter við Teng Washington, 29. janúar. Reuter — AP CARTER forseti tók hlýlega á móti Teng Hsiao-ping varaforsætisráð- herra í Hvítahúsinu í dag, sagði að þeir ættu samleið og hét því að Bandaríkjamenn mundu vinna með Kínverjum að friði eftir langt tímabil f jandskapar og aðskilnaðar. „Þetta er dagur sátta,“ sagði hann þegar Teng kom í fyrstu opinberu heimsókn kínverks kommúnistaleiðtoga til Bandaríkjanna. „Gluggar sem hafa lengi verið lokaðir hafa verið opnaðir aftur.“ Genscher í sjúkrahús Bonn, 29. janúar. AP. HANS Dietrich Genscher utan- ríkisráðherra var fluttur í sjúkra- hús í dag vegna hjartameins eftir fund í framkvæmdastjórn Frjálsa demókrataflokksins. Teng kallaði heimsókn sína sögulega ferð og kvaðst hafa ríka ástæðu til að ætla að hin nýja vinátta við Bandaríkin mundi bera ávöxt, bæði í tvíhliða samskiptum landanna og í heimsmálunum. Hann átti greinilega við Sovét- ríkin þegar hann sagði: „Heimur- inn er langt frá því að vera rólegur. Friðnum er ekki einungis ógnað, þau öfl sem vinna að stríði hafa greinilega fengið byr í seglin" Teng tók ekki eins djúpt í árinni og í síðasta tölublaði Time sem kom út í dag þar sem hann hvetur til samfylkingar Banda- ríkjanna, Kína og Japans gegn Sovétríkjunum. Hann segir að Kínverjar og Bandaríkjamenn verði að efla samskipti sín eftir að hafa tekið upp eðlilegt samband. „Ef við viljum raunverulega hafa taumhald á ísbirninum er það eina raunsæja að sameinast." Þrátt fyrir stöðu Tengs tók Carter forseti á móti honum eins og þjóðhöfðingja. Lúðrasveit land- hersins lék á grasflötinni og kínverski og bandaríski fáninn blöktu við hún. Fáninn yfir Hvíta húsinu sjálfu var í hálfa stöng til minningar um Nelson Rockefeller fyrrverandi varaforseta. Teng kannaði heiðursvörð. Það setti blett á móttökuna að maður og kona á flötinni fyrir framan Hvíta húsið fóru að hrópa þegar Carter talaði og lögregla varð að fjarlægja þau. Maðurinn var japanskættaður New York búi, Keith Kozimoto og konan var Sonia Ransom frá Seattle. Hún hrópaði „svikari" og „þú er morð- ingi“ að Teng. Carter sagði að samband þjóð- anna gæti eflt frið í Asíu og við Kyrrahaf. „Þjóðir okkar hafa verið aðskildar alltof lengi," sagði hann. Hann hrósaði Kínverjum fyrir tæknibreytingar þeirra, kvaðst fagna nýrri einlægni Kínverja. Hvorki forsetinn né Teng minntust á Taiwan. Teng hittir þingmenn á morgun og Carter vonar að viðræður þeirra verði til að draga úr andstöðu sumra þing- manna gegn sambúðinni við Kína ef hún kemur niður á Taiwan. Samkvæmt skoðanakönnun í dag eru 46% Bandaríkjamanna and- vígir stjórnmálasambandi við Kína á kostnað sambandsins við Taiwan. Sjá „Teng vill að Banda- ríkin, Kína og Japan samein- ist gegn Sovét“ á bls: 20. Teng Hsiao-ping og Carter forseti við athöfn til heiðurs kínverska leiðtoganum við Hvíta húsið í gær. Óvinir íransstjómar gengu berserksgang Teheran, 29. janúar. AP. Reuter. ANDSTÆÐINGAR ÍRÖNSKU stjórnarinnar gengu berserksgang í dag. kveiktu í næturklúbb, brugghúsi og veitingahúsi og réðust á vændishús í Teheran meðan þjóðin beið heimkomu trúarleiðtogans Ayatullah Khomeini. Útvarpið í Teheran skýrði frá því að allir flugvellir írans yrðu opnaðir aftur á morgun. í Frakklandi sögðu aðstoðarmenn Khomeinis að heimkomu hans til írans mundi seinka um að minnsta kosti sólarhring, til þriðjudagskvölds, vegna lokunar flugvallarins í Teheran en hann færi þegar flugvöllurinn yrði opnaður. Iranskur hershöfðingi var dreginn út úr bíl sínum í dag í miðri Teheran og andstæðingar stjórnarinnar stungu hann með hnífum. Hers- höfðinginn, Taghi Latifi, er einn æðsti maður herlögreglunnar og múhameðskir prestar róuðu mann- fjöldann svo að hægt væri að flytja hann í sjúkrahús. Bílstjórinn flúði þegar mannfjöldinn réðst á bílinn. 16 ára stúlka skaut á skólahús með riffli San Diego, Kaliforníu 29. janúar — Reuter SEXTÁN ÁRA gömul stúlka lét kúlum rigna úr riffli sem faðir hcnnar gaf henni í jólagjöf á skóla í San Diego í dag og drap tvo menn og særði 11 að sögn lögreglu. Flest fórnarlambanna voru skólanemendur á aldrinum sex til 14 ára og sátu við borð sín þegar skothríðin hófst. Þeir sem biðu bana voru skólastjórinn, Burton Wragg, og viðgerðarmaður. Líðan særðu barnanna er sæmileg eða alvarleg. Stúlkan sem er aðeins kölluð Brenda hóf skothríðina þegar kennsla hófst í morgun og óttaslegin skólabörn hlupu út á götu. Lögregla lokaði svæðinu og skólanum og fólk var flutt úr nálægum húsum. Húsið var umkringt en stúlkan gafst ekki upp fyrr en eftir þrjá tíma og hafði skotið 40 skotum. Lögreglan segir að Brenda sé góð skytta. Hún sagði sjálf: „Ég er alltaf svo þunglynd á mánudögum. Þetta lífgar upp á daginn. Pabbi verður stoltur af mér fyrir það sem ég gerði með jólagjöfina hans.“ Hershöfðinginn er úr lífshættu. Óþekktur árásarmaður réðst í gærkvöldi á bandarískan flugliðsfor- ingja, Larry R. Davis majór, fyrir utan heimili hans í Teheran, en líðan hans var sögð viðunandi í dag. Hann handleggsbrotnaði og fékk nokkur önnur meiðsli. Um 5.000 andstæðingar stjórnar- innar réðust á aðalstöðvar herlög- reglunnar annan daginn í röð og köstuðu grjóti og molotov-kokkteilum að sögn út- varpsins. Fréttir bárust af harðri skothríð hersveita í nokkrum borgarhverfum. í suðurhlutanum beitti herinn óspart skotvopnum til að reyna að koma í veg fyrir að múgurinn kveikti í fjórum eða fimm vínbúðum, brugg- verksmiðju, kvikmyndahúsi og kunn- asta næturklúbbi Teherans. Skot- mörkin voru valin með tilliti til þess að þau eru talin táknræn fyrir vestræna úrkynjun og að minnsta kosti fjórir óeirðaseggir biðu bana. Algert upplausnarástand ríkti í borginni og reyk lagði yfir borgar- strætin frá brennandi götuvígjum. Aðstoðarmenn trúarleiðtogans Khomeini sögðu að Air France hefði beðið stjórnina í Teheran um leyfi til að fljúga með Khomeini og fylgdar- lið hans með leiguþotu í kvöld en ekki fengið svar. Þeir voru vongóðir um að Khomeini kæmist heim á morgun. Dr. Bakthitar hafði áður lagt á það áherzlu að hann mundi ekki segja af sér eins og Khomeini hefur krafizt þar sem hann viðurkennir hann ekki. Þess vegna hætti dr. Bakhtiar við fyrirhugaða Parísar- ferð í dag til að ræða við trúarleið- togann. Sjá: „Teheran logaði í bardög- um“ bls: 47. Segja af sér Frá fréttaritara Mbl. í Ósló í gær. TVEIR AF leiðtogum stjórnarand- stöðunnar í Noregi, Lars Korvald, formaður Kristilega þjóðarflokks- ins og fyrrverandi forsætisráð- herra, og Gunnar Stálsett, for- maður Miðflokksins, tilkynntu í dag að þeir mundu draga sig í hlé í vor. Korvald segist ætla að verða áfram leiðtogi þingflokksins og Stálsett hættir svo að flokkurinn geti fengið nýjan formann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.