Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 3 Loðnuveiði hafin á ný eftir fimm daga brælu ALLGÓÐUR loðnuafli var í gær- morgun og í gærkvöldi eftir brælu á miðunum í 5 sólarhringa. Seinni partinn í fyrrinótt slotaði á miðunum og skipin fundu loðnu út af Dalatanga. Frá því í gær- morgun og til klukkan 23 í gærkvöldi tilkynntu eftirtalin skjp um afla til loðnunefndar: Örn 430, Kap II 670, Bergur 200, Súlan 630, Ljósfari 370, Hilmir 460, Magnús 400, Pétur Jónsson 500, og Náttfari 430 lestir. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá loðnunefnd í gærkvöldi var nær allur flotinn að veiðum og veður var allgott. Hinsvegar var spáð versnandi veðri þannig að ekki var vitað hve lengi bátarnir gætu verið að. Air Bahama: Kostur á auknu flugi fyrir Air India eða Nígeria Airways AIR BAHAMA er um þessar mundir með í athugun tvo kosti um leiguflug á DC-8 þotu, annars vegar fyrir Air India og hins vegar fyrir Flugfélag Nígeríu. Air Bahama hefur nú tvær DC-8 vélar í gangi og er önnur leiguflug- vél í vöruflutningum fyrir Air India á flugleiðinni London-Bomb- ay og þaðan til ýmissa staða í Asíu. Nú á Air Bahama kost á samstarfi um rekstur annarrar slíkrar DC-8 vélar á sömu flugleið fyrir Air India, en jafnframt er verið að kanna möguleika á leigu- flugi í vöruflutningum fyrir Nigeria Airways á flugleiðinni Kano-Lyn í Frakklandi með bíla- varahluti. Ef af öðru hvoru þessu flugi verður þarf að leigja DC-8 í starfið, en ráðagerðir voru um það í haust að áttan, sem fórst í Sri Lanka, færi í þessi verkefni. Ef af þessu leiguflugi verður þarf að ráða 6 nýja flugstjóra hjá Air Bahama og jafn marga aðstoðar- flugmenn. Alfreð Elíasson: Nóg komið af deilum og ásökunum „Ástæða þess að ég skriíaði ekki undir yfirlýsingu stjórnar Flugleiða er sú, að mér finnst nóg komið af deilum og ásökunum í þessu máli, en að öðru leyti vil ég ckki ræða þetta mál opin- berlega,“ sagði Alfreð Elíasson í samtali við Morgunblaðið f gær er hann var spurður um ástæður þess að hann skrifaöi ekki undir yfirlýsingu stjórnar Flugleiða h.f. þann 25. janúar síðast liðinn. Víkingar úr leik í GÆRDAG barst handknatt- leiksdeild Víkings skeyti þess efnis frá framkvæmdanefnd IIIF, að úrskurður lægi nú fyrir í áfrýjunarmáli þeirra. Var liðið dæmt frá bikarkeppni Evrópu f handknattleik þetta keppnistíma- bil. Sjá nánar á forsíðu fþrótta- blaðs. TORGSINS IÐNAÐARMANNAHÚSINU HALLVEIGARSTÍG Jj hófst í morgun Barna- fatnaður • Gallabuxur • Peysur • Úlpur • Skyrtur Kven- fatnaður • Kápur • Pils • Peysur • Blússur • Kjólar • Síöbuxur • Nærföt Herra- fatnaður • Skyrtur • Skinnjakkar • Terelynebuxur • Gallabuxur Skó- fatnaður • Vinnuskór • Inniskór • Stígvél • Kuldaskór Metravara • Gluggatjöld • Denim • Rifflaö flauel • Flónel • Ullarteppi Iðnaöarmannahúsinu F / # / / i m mm i .1 i i 'mi,, .a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.